Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 8/10-13/10 ► NORRÆNA húsið í New York var formlega tekið í notkun á þriðjudag að við- stöddum forseta Islands og öðrum tignum norrænum gestum. ► ATVINNULAUSUM fækkaði um 24,5% frá því í ágúst og hefur atvinnuleysi ekki mæist jafnlágt síðan í september 1991. ► DAVÍÐ Oddsson for- sætisráðherra var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í lögfræði við Manitobahá- skóla í opinberri heimsókn hans til Kanada. ► FRÆÐSLUÁTAKINU Vitundarvakning um vél- indabakflæði var hrundið af stað í vikunnu en talið er að um 22% fslendinga séu með einkenni kvillans, brjóstsviða og nábit. ► KARLMAÐUR um þrí- tugt var handtekinn af Tollgæslunni á Keflavíkur- flugvelli á sunnudag. Við röntgenmyndatöku kom í ljós að maðurinn var með 800-1.000 e-töflur innvort- is. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald. ► SAMNINGANEFND rík- isins hafnaði launakröfum félags framhaldsskóla- kennara á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara sl. mið- vikudag. Atkvæðagpreiðslu meðal framhaldsskóla- kennara um boðun verk- falls 7. nóvember lauk í vikunni. ► NEFND um tekjustofna sveitarfélaga segir að auka þurfi árlegar tekjur sveit- arfélaga um 6-7 milljarða. Náttiirufræðihús þriðjung fram úr kostnaðaráætlun FRAMKVÆMDIR við byggingu Náttúrufræðihúss Háskóla íslands í Vatnsmýrinni hafa á síðustu fjórum árum kostað um 700 milljónir. Sam- kvæmt nýlegu minnisblaði Páls Skúla- sonar rektors þarf um 900 milljónir til viðbótar ef klára á húsið á næstu þremur árum. Heildarkostnaður við húsið gæti því numið um 1.600 milljón- um, sem er um 400 milljónum króna meira en upphafleg áætlun, sem var um 1.200 milljónir. Stúdentaráð hefur undanfarna viku staðið fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á menntamálaráðherra að hann beiti sér fyrir aukafjárveit- ingu til hússins þar sem þörfin á hús- inu sé brýn vegna mikillar fjölgunar nemenda í náttúrufræðigreinum skól- ans. Tryggingarfyrirtæki Lloyd’s hættir samstarfi við FÍB FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ fundaði með forsvarmönnum Alþjóðlegrar miðlunar ehf., sem rekur FIB-trygg- ingar, um þá stöðu sem komin er upp eftir að Octavia ákvað að framlengja ekki samstarfssamning við fyrirtækið um sölu ökutækjatrygginga hér á landi. Fjármálaeftirlitið hefur nú til athugunar réttarstöðu þeirra bifreiða- eigenda sem keypt hafa vátryggingar hjá FÍB-tryggingu. Um tíu þúsund bílar eru tryggðir undir merkjum fyr- irtækisins. Tryggingamiðstöðin hefur undanfarna daga tekið við tryggingum nokkurra tryggingataka sem voru hjá FÍB-tiyggingu. Fjármálaeftirlitið beinir þeim tilmælum til vátrygging- arhafa Alþjóðlegrar miðlunar ehf. sem komnir eru að endumýjun að leita upplýsinga um stöðu trygginga sinna. Átök á Vesturbakka og Gaza þrátt fyrir sam- komulag um hlé SAMKOMULAG það sem leiðtogar Palestínumanna og ísraela náðu á fundi í Egyptalandi sl. þriðjudag, um að draga úr þeim miklu og blóðugu átök- um, sem verið hafa með þeim á Vestur- bakkanum og á Gaza-svæðinu, var virt að vettugi. A fostudag átti vopnahlé að hefjast, að sögn ísraela, en sá dagur varð einn mannskæðasti frá upphafi átakanna. ísraelar og Palestínumenn sökuðu hvorir aðra um að bijóta samn- inginn og þeir fyimefndu sögðust jafn- vel efast um, að Yasser Arafat sé enn við stjómvölinn hjá Palestínumönnum. Fundur Arababandalagsins hófst í Kairó í gær og sagði Ehud Barak, for- sætisráðherra Israel, að ísraelar biðu niðurstöðu fundarins og áskildu sér rétt til að taka sér hlé frá friðarumleit- unum ef ofbeldi héldi áfram að honum loknum. Jórdanskt blað hvattí til þess á föstudag, að aðild Bandaríkjanna að friðarferlinu í Mið-Austurlöndum yrði endurskoðuð á fundi Arababandalags- ins. Mannréttindanefnd SÞ samþykkti á fundi sínum í Genf á fimmtudag að fordæma ísrael fyrir „víðtæk, skipu- lögð og mjög alvarleg brot á mannréttr indum“ og jafnframt var ákveðið að eftia til alþjóðlegrar rannsóknar á of- beldinu að undanfömu. Hillir undir stjórn í Júgóslavíu LÍKUR hafa aukist á myndun rflds- stjómar í Júgóslavíu en Sósíalískur þjóðarflokkur Svartfjallalands, SÞS, hefur samþykkt að eiga viðræður um það við Vojislav Kostunica, nýkjörinn forseta sambandsríkisins. Kosninga- bandalag þeirra flokka, sem Kostuniea fer fyrir, hefur flesta þingmenn á júgó- slavneska þinginu en ekki hreinan meirihluta. ► LÍKLEGT er, að brotinn lestarteinn hafí valdið lest- arslysinu skammt norður af London sl. þriðjudag. Fjér- ir menn biðu bana f slysinu sem er þriðja alvarlega lestarslysið í Englandi á jafnmörgum árum. ► MIKIÐ úrfelli, fléð og skriðuföll urðu á N-Ítalíu og í Sviss. Á þriðja tug létu lífið, flestir síðustu helgi, og yfír 40.000 ftölum var gert að yfirgefa heimili sín. Tjén af völdum fléðanna nemur tugum milljóna dollara. ► VONIR heilbrigðisyfir- valda í tíganda standa til að tekist hafi að hefta út- breiðslu ebélaveirunnar þar. 47 hafa látist si'ðan hún braust út. ► BILL CLINTON, forseti Bandaríkjanna, gaf fyrir- mæli um, að endurskoðuð yrði tilhögun á skiptingu farsímarása með það fyrir augum, að boðinn skyldi upp stór hluti þeirra rása sem opinberar stofnanir og einkafyrirtæki ráða nú yfir. ► GENGI evrunnar Iækk- aði í vikunni og fér um hríð niður fyrir 0,83 dollara. Kenndu margir Wim Duis- enberg, bankastjóra Evrépska seðlabankans, um en virtist hann gefa í skyn, að ekki yrði neitt gert til að styrkja gengið. ► VERULEG lækkun varð á gengi hlutabréfa á mörk- uðum f Bandaríkjunum og á Evrépu í vikunni. Lækk- unin varð mest á Nasdaq- vísitölunni bandarísku, sem mælir gengi tæknifyrir- tækja. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segja löggæslu í lágmarki Fjölga þyrfti í lögreglunni í Reykjavík um 60% Löggæsla kom til umræðu á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Töldu sumir ræðumenn m.a. að væri lögregla sýnileg drægi úr afbrotum. Jóhannes Tómasson rekur nokkur atriði sem fram komu í umræðunni. ER LOGGÆSLA á höfuð- borgarsvæðinu í ólestri? var jrfirskrift umræðu á dagskrá aðalfundar Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu í fyrradag. í máli nokkurra framsögumanna kom fram gagnrýni á niðurskurð fjárveitínga til lög- gæslu og var samþykkt ályktun á fundinum þar sem mótmælt er skertum fjárveitingum til lög- gæslumála á höfuðborgarsvæðinu. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra svaraði gagnrýninni og sagði til dæmi mun færri íbúa á hvem lög- reglumann hérlendis en í Danmörku og Noregi. Sumarliði Guðjónsson, deildar- stjóri ökutækjatjóna hjá Sjóvá-Al- mennum, rakti nokkuð sögu lög- gæslu á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði marga hæfa lögreglumenn sinna erfiðum störfum af kostgæfni og árangur rannsókna á flóknum af- brotamálum væri góður, sérstaklega stórum fíkniefnamálum og ofbeldis- brotum. Hann sagði þjóðfélagið hafa tekið stakkaskiptum undanfarin ár og lögreglan legði nú meiri vinnu í ýmis sérhæfð störf. Aukin umsvif og kostnaður við þau hefðu leitt til þess að sýnileg löggæsla eins og hún hefði verið þegar sveitarfélögin hefðu annast hana væri nánast horf- in. Margir bundnir við stjórnun og afgreiðslu Því næst nefndi hann nokkrar töl- ur um fjölda lögreglumanna og sagði að um 40 lögreglumenn væru á vakt á höfuðborgarsvæðinu. Þeir væru ekki allir tiltækir til að sinna al- mennri sýnilegri löggæslu og um- ferðareftirliti því hluti þeirra væri bundinn við stjórnunarstörf og af- greiðslu á stöðvunum. „Árið 1980 þegar ökutækin á þessu svæði voru aðeins 48.452 þá voru stöðugildi í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík rúmlega 40, deildin hafði til umráða 15 lögreglubifhjól og 4-5 lögreglubifreiðir. Hjá lögreglunni í Hafnarfirði voru 3 bifhjól, og í Kópa- vogi 1 bifhjól. í dag, þegar ökutækin eru 115.729, þá eru stöðugildi í um- ferðardeild lögreglunnar í Reykja- vík 24, sem skipt er í þrjár vaktir, þ.e. að það eru 6-8 lögreglumenn á vakt í einu. Deildin hefur til umráða 8 lögreglubifhjól og 2 lögreglubif- reiðar. Löggæsla á bifhjólum hefur lagst niður í Kópavogi og Hafnar- firði,“ sagði Sumarliði. Hann sagði lögreglumenn í Reykjavík eiga að vera um 60% fleiri í dag en árið 1980 ef fjölgunin hefði fylgt fjölda öku- tækja, stöðugildi lögreglumanna ættu að vera 64, lögreglubflar 10 og bifhjól 24. Segir pappírspésa gera lögregluna hlægilega Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, sagði óviðunandi að fjárveitingar til emb- ættis lögreglustjórans í Reykjavík væru svo naumt skammtaðar að sí- fellt megi eiga von á því að verkefni sem sannað hafi forvarnargildi sitt leggist af vegna fjárskorts. „Ljóst er að lögregluyfirvöld í Reykjavík búa við mikið fjársvelti og hafa ítrekað farið fram á auknar fjárveitingar án árangurs og á sama tíma berast fréttir af einhverjum pappírspésum sem settir eru upp til að minna fólk á lögregluna og að mínu mati eru fyrst og fremst fallnir til að gera lög- regluna hlægilega í augum almenn- ings og endurspegla örvæntingu þeirra aðila sem reyna sitt besta til að halda uppi löggæslu, þ.e. lög- regluembættanna sjálfra.“ I lok ræðu sinnar sagði borgar- fulltrúinn meðal annars: „Að mínu mati er komið að ákveðnum vatna- skilum í málefnum lögreglunnar og augljóst að Reykjavíkurborg getur ekki lengur setið aðgerðarlaus undir sífelldum niðurskurði dómsmála- ráðuneytisins til málaflokksins. Staðbundin löggæsla er eitt af þeim nærverkefnum sem betur eru komin hjá sveitarfélögunum og ef nægjan- legu fjármagni væri veitt til mála- flokksins frá ríkisvaldinu er ég viss um að sveitarfélögin væru tilbúin til að taka verkefnið að sér. Að minnsta kosti er Reykjavíkurborg tilbúin til þess.“ Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, sagði að tekist hefði nokk- urn veginn að halda í horfinu í lög- gæslumálum í bænum og þrátt fyrir mannfæð hefði lögreglan verið far- sæl í störfum sínum. Hann sagði að ekki mætti þó mikið koma uppá til að fáliðuð lögregla gæti ekki sinnt mál- um en hún nyti líka nálægðar við önnur embætti. Fjárveitingar jukust um 35% á tveimur árum Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðar- maður dómsmálaráðherra, var síð- astur framsögumanna og fannst hon- um yfirskrift umræðunnar neikvæð og hún væri í takt við þá undarlegu umræðu sem ríkt hefði að undan- förnu um að lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu væri að niðurlotum kom- in. Hann benti á að á Islandi væru 425 íbúar á hvern lögreglumann en mun fleiri í Danmörku og Noregi eða 529 og 550. Hann sagði fjárveitingar til lögreglunnar hafa aukist um 35% frá árinu 1998 og fjölgun lögreglu- manna væri 8%. Hann sagði hins vegar nauðsynlegt að hagræða til að lögreglan gæti tekist á við ný verk- efni og ætti hún að nema 1,7%. Hann sagði þjóðvegaeftirlit hafa verið eflt, sömuleiðis lögregluskólann og í gangi væri þjálfunarátak í samvinnu við lögreglu í Bandaríkjunum. Aukin verkefni væru við skilorðseftirlit, út- lendingaeftirlit og það væri sífellt unnið að því að ná meiri árangri með minni tilkostnaði. Hann sagði afköst í ííkniefnamál- um aldrei hafa verið jafnmikil, aldrei jafnmörg mál komið upp á stuttum tíma og hald lagt á mun meira efni en fyrr. Orðið hefði eðlisbreyting á fíkniefnamálum, nú væri iðulega unnt að ná til þeirra sem stjórnuðu fíkniefnainnflutningi og dreifingu. Löggæsla í lágmarki Á aðalfundi SSH var samþykkt til- laga um ástand löggæslumála á höf- uðborgarsvæðinu þar sem mótmælt er fyrirhuguðum skerðingum á fjár- veitingum til löggæslumála á höfuð- borgarsvæðinu „sem og til áfengis- og fíkniefnamála, skv. fjárlagafrum- varpi fyrir árið 2001,“ eins og segir í ályktuninn. Síðan segir: „Fundurinn telur að bæta þurfi almenna lög- gæslu á svæðinu sem dregið hefur verulega úr undanfarin ár. Lög- gæslu á svæðinu er haldið í algjöru lágmarki. Reynslan sýnir að sé lög- reglan sýnileg dregur úr umferðar- lagabrotum og öðrum afbrotum. Þá er almennt viðurkennt að þörf sé á að herða eftirlit með ólöglegum innflutningi eiturlyfja til landsins, en ekki að draga úr því eins og reyndin hefur verið undanfarin ár.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.