Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 23 Breskt landsvæði 1981: Gólanhæðir innlimaðar Land araba Að Sjálfstæðis- stríðinu / - loknu / Franskt landsvæði Áætluð skipting Sameinuðu / þjóðanna / Að Sex daga stríðinu / [S| loknu /Gaza-svæðið Gólan hæðir Verndarsvæði Breta, Frakka og Rússa A ;ýrwnd: EGYPTAUND EGYPTAUND EGYPTALAND EGYPTAUND 'JÓRDANÍA, JÓRDANÍA / Rlki araba Aindir vernd / Breta . ÍÓRDANÍA iÓRDANÍA Land gyðinga SAUDI ARABÍA SAUDI ARABÍA SAUDI ARABÍA Ríki araba undir vernd Frakka Hertekin svæði 9 = Jerúsalem ÍSRAEL Á 20. ÖLD: 50 ÁRA ÁTAKASAGA 1979: Sínaíeyðimörkinni skilað sam- kvæmt Camp David samkomulaginu Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Davíó Ben-Gurion, forsætisráðherra ísraels, kom hingaö til lands í opin- bera heimsókn 1962 og sést hér í Hveragerði ásamt Ólafi Thors for- sætisráðherra og fleira fólki. í leit aö skjóli ísraelar rökstyöja kröfu sína til landsins meö því að þar hafi forfeður þeirra búiö þartil þeirvoru hraktir þaðan fýrir um 2000 árum. Reuters þátt í að móta afstöðu einnar. Niður- staða SÞ varð hin sama og breskrar nefndar árið 1937, að skipta bæri Palestínu milli gyðinga og Palestínu- manna og var tillagan samþykkt 29. nóvember 1947 á allsherjarþinginu. Skyldi rúmlega helmingur svæðisins falla gyðingum í skaut en alls bjuggu þá í Palestínu tæpar tvær milljónir manna, þar af um 650 þúsund gyð- ingar. Einhugur var um þessa lausn meðal stórveldanna í öryggisráðinu en arabalönd og fleiri ríki voru á móti á allsherjarþinginu. Zíonistahreyfing- in hafði á fundi í Bandaríkjunum 1942 krafist þess að engar hömlur yrðu settar á innflutning gyðinga til Palest- ínu og jafnframt að þar yrði stofnað gyðingaríki í fyllingu tímans. Þess hendi ýmis láglaunastörf í ísrael. Þeir eru þar mikilvægur vinnu- kraftur en samgöngubann ísra- ela, sem þeir hafa notað til að auðvelda öryggiseftirlit á tímum óeirða og tilræða, hefur komið hart niðurá Palestínumönnum. Sumir hafa bent á að ef ísraelar vildu leggja grunn að friði ættu þeir að beita sér fyrir upp- byggingu atvinnufyrirtækja f grennnd við sjálfsstjórnarsvæð- in. Ef efnahagur þjóðanna yrði í auknum mæli samofinn myndi síður verða hætta á að úlfúð græfi undan samningum. Óánægja Pal- estínumanna stafi að miklu leyti af lélegum kjörum þeirra. En hver er uppruni Palestínu- manna nútímans, hvaða þjóð er þarna á ferð? Heimildirnar eru ekki traustar en vafalaust eiga þeir að verulegu leyti sömu for- feður og ísraelarnir sem þeir berj- ast nú við. Kananítar, sem tekið hafa upp arabísku og islam, er Ifk- lega næst því að vera rétt skil- greining. Arabar tóku landið á sjöundu öld af Býsansríkinu og má gera ráð fyrir að mikil þjóða- blöndun hafi orðið jaf nt í tíð araba sem Tyrkja. Palestfna er ekki eingöngu heil- skal getið að meðal sanntrúaðra gyð- inga hafa ávallt verið skiptar skoðanir um hugmyndina um að endurreisa ísrael. Sumir trúspekingar þeirra segja að hugmyndin um ísrael sé huglægt fyrirbæri, ekki sé átt við ríki á jörðu. Engin skrifleg stjórnarskrá er í ísrael og er ástæðan að menn vildu með þessum hætti komast hjá því að slá því föstu hvert hlutverk trúin ætti að hafa í ríkinu. Zíonistum tókst að fá Bandaríkja- stjórn til að styðja þessar kröfur og var þá Ijóst að Bretar, sem höfðu efa- semdir um að rétt væri að málum staðið, gátu þá ekki spornað við hug- myndinni. Sovétríki Stalíns studdu hana einnig og tóku þegar upp stjóm- málasamband við ísrael við stofnun ög í augum kristinna manna og gyðinga heldur einnig múslima. Astæðan er einkum að Múhameð ætlaði í upphafi að láta liðsmenn Allah snúa sér í átt til Jerúsalem þegar þeir bæðust fyrir, svo mikil- væg var hún í hans augum og gengur hún næst Mekku og Med- inu að mikilvægi fyrir heim músl- ima. Þess má geta að múslimar líta á Krist sem mikinn spámann. Enn má nefna að í Kóraninum segir að Múhameð hafi eitt sinn verið á ferð að næturlagi í Jerú- salem á hvítum fáki sínum og stigið þartil himins frá Musteris- hæðinni, þar sem gyðingar telja að musteri er Heródes reisti hafi staðið. Síðar var al-Aqsa, ein af merkustu moskum islams, reist þar sem himnaförin hófst. Athyglisvert er að þegar ríki islams ríktu yfir Palestínu fengu ekki einvörðungu múslimar að iðka trú sína. Kristnir af ýmsum trúflokkum og gyðingar réðu miklu í eigin málum og ekki var amast við trúarathöfnum þeirra í Jerúsalem þótt þeir kæmust ekki í valdastöður nema þeir köstuðu trúnni. Enn er um fjórðungur Pal- estínumanna kristinn, meirihluti hinna kristnu mælirá arabísku. þess þótt kommúnistablokkin sæi sér síðar hag í að vingast við arabaheim- inn og vinna gegn ísrael. Bretar yfirgáfu Palestínu sumarið 1948 en þá var búið að stofna ísrael og styrjöld hafin milli gyðinga og ar- aba. Hinir síðarnefndu voru nánast óvopnaðir, ieiðtogarnir í útlegð og sundurlyndi þeirra dró mátt úr Palest- ínumönnum. En þeir nutu hjálpar Egypta, Jórdaníumanna, Sýrlend- inga og fleiri arabaþjóða og voru því sigurstranglegir. Bráðabirgðastjórn ísraeis undirfor- ystu Davíðs Ben-Gurions var rögg- söm og nýtti sér vel veikleika and- stæðinganna. Haganah hafði staðið fyrir stofnun hersveita til að berjast gegn árásunum sem allir vissu að myndu hefjast þegar ríkið yrði stofn- að en vopnabúnaðurinn var ekki burðugur. Það sem bjargaði hinu nýja ríki var að andstæðingarnir voru einn- ig illa búnir að vopnum, lítt þjálfaðir og aðgerðir þeirra voru ekki samhæfðar. Loks má ekki gleyma að ísraelar vissu hvað var í húfi, ekkert minna en tilvera þjóðarinnar. Þeir voru stað- ráðnir í að láta söguna ekki endur- taka sig: Þýskir nasistar höfðu rekið gyðinga inn í gasklefana án þess að til mótspyrnu kæmi en hinir nýju ísra- elsmenn myndu ekki láta reka sig í sjóinn. Nú skyldi varist til þrautar. Þrátt fyrir ósigra ísraela í upphafi átakanna náðu þeir smám saman yf- irhöndinni og andstæðingarnir sömdu hver á fætur öðrum um vopnahlé fyrir milligöngu SÞ. Jórdan- ía fékk yfirráð Vesturbakkans og Austur-Jerúsalem en ísraelar réðu vesturhluta borgarinnar og hvergi var lengur til svæði sem opinberlega bar heitið Palestína. Ekki entust öll vopnahléin lengi en smám saman komst þó á vopnaður friður sumarið 1949. Stern-hópurinn myrti sátta- semjara SÞ í Palestínu, Svíann Folke Bernadotte en atburðurinn varð ekki til þess að draga úr stuðningi við málstað gyðinga. Er yfir lauk höfðu ísraelar lagt undir sig talsvert stærra svæði en þeim var ætlað í tillögum SÞ. PALESTINA, Landið helga, er á mótum þriggja heimsálfa og um landið liggja samgönguleiðir liðinna alda. Ólíkir menningar- straumar hafa mótað sögu þess og það er eitt mikilvægasta land þriggja trúarbragða, gyð- ingdóms, kristinnar trúar og islam. Oft hefur saga þess ver- ið blóði drifin og mannfallið verið enn meira en nú í átökum ísraela og Palestínumanna. Fyrstu íbúar svæðisins sem vitað er um með vissu voru Kananítar sem fyrir meira en 4.000 árum reistu þar borgir eins og Jeríkó. Gyðingar, einnig nefndir Hebrear eða ísraels- menn, voru hirðingjaþjóðflokk- ur og komu frá Mesópótamíu (írak), sumir frá Egyptalandi undir forystu Móse og settust fyrst að á hálendissvæðunum. Framlag þeirra til menningar heimsins var eingyðistrúin sem sfðar varð einnig grundvöllur kristni og islam. Jahve gyðinga og Allah múslima er þvi í reynd sami Guð. Um 1100 fyrir Krists burð lögðu gyðingar allt landið undir sig eftir harða baráttu við Kananíta og aðkomuþjóðina Fil- istea, sem voru upprunnir f Grikklandi. Af nafni Filistea er hins vegar dregið heitið Palest- ína sem hefur yfirleitt verið not- að yfir svæðið undanfarin 1.300 ár. Þrátt fyrir sigur gyðinga bjuggu Kananítar og fleiri þjóð- ir áfram í landinu en gyðingar voru ráðandi. Veldi gyðinga var mikið á tfm- um þeirra Davíðs og Salómons um árið 1000 en ríkið klofnaði og hrundi, brotin urðu stórveld- um að bráð. Rómverjar komu til sögunnar á þessum slóðum á fyrstu öld fyrir Krist. Þeir höfðu setulið í landinu en létu framan af kon- unga af gyðingakyni vera við völd á svæðinu, að minnsta kosti að nafninu til. Einn af þeim var Heródes guðspjall- anna sem spurði Krist hvort hann væri konungur gyðinga. Gyðingar gerðu hatrammar uppreisnir gegn Rómverjum sem börðu þær niður af mikilli grimmd. Eftir þá seinni, sem stóð á árunum 132-135 e. Krist var gyðingum bannað að búa í Jerúsalem, margir voru drepnir eða gerðir að þrælum í öðrum löndum. Héraðið Júdea hlaut nú opinberlega nafnið Palestína sem varð síðar samheiti yfir allt það land sem nú er ísrael og sjálfsstjórnarsvæði Palestínu- manna. Sfðan voru gyðingar þjóð án heimilis, fáeinir voru að vfsu áfram í Palestínu undir stjórn Rómverja, síðar araba og loks Tyrkja fram á 20. öldina. En flestir voru gestir f öðrum lönd- um, „Gyðingurinn gangandi" varð til. Öldum saman voru þeir útskúfaðir, Guðs útvalda þjóð var hrakyrt af kristnum mönn- um fyrir að hafa fengið Róm- verja til að taka Krist af Iffi. Gyðingahatur, anti-semitisml, varð til. Þjóðin dreifðist um all- an heim, hvarvetna er að finna fólk af gyðinglegum uppruna, jafnvel í Kína er til gyðinga- söfnuður. Margir bjuggu í lönd- um islams í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. En þegar kom fram á 19. öldina var meiri- hluti gyðinga í heiminum bú- settur í Evrópulöndum, ekki síst Mið- og Austur-Evrópu og margir fluttust þaðan til Norður- Amerfku. Um þetta leyti settu nokkrir menn fram hugmyndir um sér- stakt ríki gyðinga þar sem þeir gætu iðkað trú sfna í friði og notið almennra mannréttinda. Mörg lönd voru nefnd, þ. á m. Argentína og Úganda. Sovéski einræðisherrann Stalín stofnaði lítið ríki, Bírobidzhan, í Austur- Síberfu handa gyðingum skömmu eftir 1930 og settust nokkur þúsund sovéskir gyð- ingar þar að. En mestur varð áhuginn frá upphafi á að stofna hið nýja ísrael í Palestínu þar sem fornkonungarnir glæstu höfðu ríkt. Helsti frumkvöðull þessara hugmynda var austurríski blaðamaðurinn Theodor Herzl sem árið 1896 gaf út bækling- inn Gyðingaríkið en þess skal getið að Herzl taldi samt yfir- leitt henta betur að gyðingar löguðu sig að aðstæðum og menningu f landinu þar sem þeir byggju. Og það gerðu margir þeirra, breyttu nafni eins og Mordechai í Marx og gerðust kristnir til að falla inn í fjöld- ann. Mannréttindi og ofsóknir Með frönsku byltingunni 1789 urðu þáttaskil í sögu gyðinga á Vesturlöndum, því var slegið föstu að gyðingar ættu að njóta sömu réttinda og annað fólk en misjafnt var hvernig staðið var við þau fyrirheit. Þannig hófust skipulagðar gyðingaofsóknir yf- irvalda í Rússlandi, pogrom, ekki fyrr en seint á 19. öld. Dreyfus-málið í Frakklandi um aldamótin 1900 sýndi einnig að gyðingar voru vinsælt skotmark þegar mikið lá við. Þá var Al- fred Dreyfus, sem var yfirmaður f hernum, sakfelldur fyrir njósn- ir en síðar kom í Ijós að sönn- unargögnin voru fölsuð. Margir voru reiðubúnir að trúa öllu illu upp á gyðinga, þeir voru ekki hollir neinni þjóð nema sinni eigin, sögðu menn. Ekki bætti úr skák að í röðum þeirra voru margir auðkýfingar og öfundin fékk byr f seglin. Á síðari tímum hafa gyðingar í mörgum lönd- um skarað fram úr í vísindum og listum auk kaupsýslu sem var öldum saman eina atvinnu- greinin sem þeir máttu stunda í Evrópu. Nöfn eins og Mendel- sohn, Disraeli, Einstein og Bohr minna okkur á afreksþjóðina sem rekur ættir sínar til prest- anna f musteri Salómons fyrir 3.000 árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.