Morgunblaðið - 22.10.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 22.10.2000, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Finninn Jonatan Johansson iðinn við kolann hjá Charlton Athletic SÍÐAST þegar Charlton Athletic lék í ensku úrvalsdeildinni, vet- urinn 1998-99, gróf liðið sína eigin gröf. Leikmennirnir sýndu á köflum ágæt tilþrif en voru sjálfum sér verstir. Því fór sem fór. Stuðningsmönnunum hlýtur því að hafa brugðið í brún í sum- ar, skömmu eftir að úrvalsdeild- arsætið var í höfn á ný, þegar fé- lagið festi kaup á gömlum líkgrafara - og borgaði fyrir hann stórfé í þokkabót. Er hon- um ætlað að fara fyrir sóknar- línu liðsins. Maðurinn heitir Jonatan Johansson og er 25 ára gam- all Finni. Raunar tók hann grafir aðeins tímabundið - Orri pán t'1 að draga fram líf- Ormarsson ið á námsárunum. skrífar En það er sama - stuðningsmenn Charlton hafa óbeit á gröfum. Vilja halda sig ofan jarðar. Johansson, eða Jonatan, það er þjálla, tók líka snemma til við sína fyrri iðju - gröftinn. Eini munurinn er sá að nú notar hann skotskó í stað skóflu og tuðru í stað jarð- neskra leifa. Hann hefur, með öðr- um orðum, verið iðinn við að grafa tuðruna í netmöskvum andstæðing- anna. Gert sjö mörk í níu leikjum. Jonatan er næstdýrasti leikmað- ur Charlton frá upphafi, kostaði 3,25 milljónir steríingspunda frá skosku meisturunum Rangers í sumar. Raunar getur kaupverðið hækkað um kvartmilljón leiki framherjinn 25 leiki fyrir Charlton í vetur og aftur um sömu upphæð haldi félagið sæti sínu í deildinni. Aðeins Daninn Claus Jensen hefur kostað meira fé, 4 milljónir frá Bolton Wanderers í sumar. Mikilvægt að byrja vel Jonatan líst strax vel á sig. „Mér hefur gengið vonum framar til þessa. Það er mikilvægt að byrja vel hjá nýju félagi og vinna stuðn- ingsmennina á sitt band. Það léttir á pressunni. Nú þarf ég bara að halda uppteknum hætti, skora að jafnaði, fram á vorið. Charlton hef- ur veitt mér frábært tækifæri til að sanna mig eftir erfitt ár í Skotlandi í fyrra, þar sem ég var óheppinn með meiðsli og komst síðan ekki í liðið þegar ég hafði náð heilsu. Ég þurfti á nýrri áskorun að halda og held ég hafi valið rétta tímann til að færa mig um set.“ Jonatan hefur fallið vel að leik- stíl Charlton sem lætur vel að liggja aftarlega og beita skyndi- sóknum. „Hraðinn er minn helsti AP Jonatan Johansson (t.h.) glímir við Gareth Barry í landsleik Finna og Englendinga í Helsinki fyrir skemmstu. Finninn fríski hefur komið enskum vamarmönnum í opna skjöldu á haustdögum. styrkur og þar sem við reynum iðu- lega að sækja hratt finn ég alltaf rými til að athafna mig. Ég lít þó engan veginn á mig sem fullnuma leikmann - það er margt sem ég þarf að bæta, svo sem að taka við knettinum þegar ég sný baki í markið. Þá þarf ég að styrkja mig. Ég ólst upp sem útherji og dreg mig því stundum, meðvitað eða ómeðvitað, út í kantana sem gefur leik mínum meiri dýpt. Samt kann ég alltaf best við mig í fremstu víg- línu.“ Enginn hefur fagnað mörkum Jonatans innilegar en Alan Curbishley, knattspyrnustjóri Charlton. „Markaleysið varð okkur að falli síðast þegar við vorum í úr- valsdeildinni. Við þurfum mann sem getur skorað á bilinu fimmtán til átján mörk í vetur ef ekki á illa aö fara og Jonatan verður sprækari með hverjum leik. Við reyndum fyrst að fá hann til liðs við okkur fyrir tveimur árum en höfðum ekki efni á honum. Kannski hefði hann skipt sköpum þá? Það veitir okkur aukið sjálfstraust að vita af manni sem honum í framlínunni." Curbishley kveðst hafa fylgst grannt með Jonatan undanfarin tvö ár og greiðlega hafi gengið að ganga frá félagaskiptunum í sumar. „Ég hef sjaldan þurft að hafa jafn lítið fyrir hlutunum. Leikmaðurinn vildi ólmur komast til okkar.“ „Charlton er vel skipulagt og metnaðarfullt félag,“ segir Jona- tan. „Umgjörðin er fín, leikvang- urinn góður og æfingaaðstaðan til eftirbreytni. Þegar ég vissi af áhuga félagsins þurfti ég ekki að hugsa mig um tvisvar." Enginn grafarbragur á því. Jonatan er ekki aðeins fljótur að hugsa og framkvæma, hann ræður einnig yfir tveimur góðum skotfót- um og klárar færin sín af sjaldgæfu öryggi. Þykir að því leyti minna á frænda sinn, Norðmanninn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United. Gott ef fermingarsvipurinn er ekki fyrir hendi líka. „Jonatan hefur verið að skora með miklum tilþrifum,“ segir félagi hans í framlínu Charlton, Andy Hunt, sem sjálfur er enginn aukvisi uppi við markið. „Hann er frábær skytta, fljótur og flinkur og hefur styrkt liðið verulega." Jonatan er svokallaður Finn- lands-Svíi, heyrir til sænskumæl- andi minnihlutanum í Finnlandi. Hann fæddist í Stokkhólmi 16. ágúst 1975 og reyndi fyrir sér í ýmsum deildum í Finnlandi áður en eistneska félagið Flora keypti hann. Þar vakti hann fyrst veru- lega athygli og Walter Smith fékk hann til Rangers árið 1997. Smith var þó smeykur við að gefa honum tækifæri og það var ekki fyrr en Hollendingurinn Dick Advocaat datt inn úr dyrunum á Ibrox 1998 að sá finnski fékk flugleyfi. Það var Advocaat sem breytti piltinum úr útherja í miðherja. Jonatan gerði 24 mörk í 75 leikjum fyrir Rangers. Marga af þessum leikjum hóf hann á varamannabekknum. „Mér leið vel hjá Rangers. Fé- lagið er frábært, eins áhangend- urnir. Mig hefur aftur á móti frá blautu barnsbeini dreymt um að leika í Englandi og þar sem enska deildin er mun sterkari en sú skoska vonast ég til að bæta mig sem leikmaður hjá Charlton," segir pilturinn sem var forfallinn Man- chester United-aðdáandi í æsku. Og Jonatan tekur með sér minja- grip, ef svo má að orði komast, frá Skotlandi - unnustuna, Jean. Finnar i erfiðum riðli Jonatan hefur átt fast sæti í finnska landsliðinu í þrjú ár. Var meðal annars í liðinu sem hélt jöfnu gegn Englendingum í undan- keppni heimsmeistaramótsins í Helsinki um daginn. „Við erum í erfiðum riðli, með Þjóðverjum, Englendingum og Grikkjum, þann- ig að ekki verður hlaupið að því að komast í lokakeppnina. Finnland er fámenn þjóð og við höfum fyrir vikið ekki úr sama efnivið að moða og hinar stærri þjóðir. Á góðum degi getum við þó staðið í hvaða liði sem er. Það myndi samt ekki spilla fyrir ef bestu leikmenn okkar fengju að spreyta sig meira hjá sín- um liðum," segir Jonatan og á þar ugglaust fyrst og síðast við Jari Litmanen, kunnasta knattspyrnu- mann Finna, sem svamlar um þess- ar mundir í saltinu hjá Barcelona á Spáni. Góður maður sagði að frægð Finnlands í framandi löndum byggðist einkum og sér í lagi á fimm þáttum: þjóðlegu söguljóðun- um Kalevala, allrameinabótinni Sauna, tónskáldinu Jean Sibelius, tækniundrinu Nokia og kappakst- urshetjunni Mika Hákkinen. Óvíst er að nafnið Jonatan Johansson eigi eftir að bætast á þennan lista - en ætli aðdáendum Charlton Athl- etic standi ekki á sama? Bara að hann skori fyrir þá mörkin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.