Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN INGIHRAFNSSON || bingi@mbl.is Hreyfing íslenskra rithöfunda í Danmörku á fyrri helmingi aldarinnar Eyða í danskri og íslenskri bókmenntasögu Vísindamaðurinn NAFN: Jón Yngvi Jóhannsson, f. 1972. FORELDRAR: Valgerður Jónsdóttir kennari, f. 1950, og Jóhann Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Útlendingaeftirlitsins, f. 1948. MAKI: Sigþrúður Gunnarsdóttir íslenskufræó- ingur, f. 1971. BÖRN: Valgerður, f. 1993, Silja, f. 1998, og Steinunn, f. 1999. MENNTUN: Grunnskólapróf frá Grunnskólanum á ísafirði 1988, stúdentspróf frá Menntaskól- anum við Hamrahlíð 1992, BA-próf í almennri bókmenntafræði og íslensku frá Háskóla ís- lands 1995, MA-próf í íslenskum bókmenntum frá HÍ 1998. Stundar nú doktorsnám i norræn- um bókmenntum viö Kaupmannahafnarháskóla. LEIÐBEINANDI: Hans Hertel, prófessor við Institut for nordisk filologi, Kaupmannahafnar- háskóla. OSKAVERKEFNI hvers bókmennta- fræðings er að finna gat í bókmenntasög- unni; eitthvað sem hefur vantað og alls ekki verið sinnt. Dansk-íslenskar bókmenntir hafa eiginlega ekkert verið skoðaðar sem heild. Einstak- ir höfundar og einstök höfundar- verk hafa verið rannsökuð, en aldrei hefur verið kannað hvernig danskt umhverfi mótaði þessa bók- menntahreyfingu og hvernig það mótaði höfunda að tjá sig á öðru tungumáli en móðurmálinu." Þannig mælir Jón Yngvi Jó- hannsson, 28 ára doktorsnemi í norrænum bókmenntum, þegar hann er beðinn að segja frá til- drögum þess að hann tók sér á hendur að rannsaka verk íslenskra rithöfunda í Danmörku 1905 til 1950 og ekki síður viðtökur þar í landi við verkum þeirra. Rann- sóknir Jóns Yngva á þessum mála- flokki hófust þegar hann stundaði meistaranám í íslenskum bók- menntum fyrir nokkrum árum og hefur hann sótt Kaupmannahöfn í rfki Dana nokkrum sinnum meðan á rannsókninni hefur staðið til að afla heimilda og vinna úr þeim á söguslóð. „Önnur ástæða fyrir þessu verk- efnavali er líklega faglegri en hin,“ segir Jón Yngvi: „Þegar ég var við nám í almennri bókmenntafræði þurfti ég að kynna mér helstu kenningar sem þá voru ofarlega á baugi úti í heimi. Segja má að þá hafi verið að ryðja sér til rúms það sem kallað hafi verið eftirlendu- fræði (e. postcolonial studiesj. Ég fór að velta því fyrir mér hvað í ís- lenskum bókmenntum ætti sér við- líka skírskotun og kanna mætti með gleraugum eftirlendufræðinn- ar. Þá blasir þessi hreyfing ís- lenskra rithöfunda við.“ Skemmtileg mótsögn Jón Yngvi segir að við nánari rannsókn hafi sú skemmtilega mótsögn blasað við að umrædd bókmenntahreyfing verði til um það leyti sem íslendingar séu að sækja stjórnarfarslegt sjálfstæði í hendur Dana. Það sé merkilegt að í eina skiptið sem íslendingar skrifi á dönsku - séu m.ö.o. ekki þýddir af íslensku - sé þjóðin á sama tíma á lokaspretti harðrar sjálfstæðisbaráttu. Rannsóknina hóf Jón Yngvi á því að taka sér ferð á hendur til Kaupmannahafnar, þar sem hann þræddi skjala- og bókasöfn um nokkurra vikna skeið og vann úr heimildum. Notadrýgst varð hon- um heljarmikið safn Gyldendal- bókaútgáfunnar, ekki síst veglegt úrval þess af ritdómum um Gunn- ar Gunnarsson. „Viðtökur danskra við verkum íslensku rithöfundanna voru mjög miðlægar í meistaraprófsritgerð minni á sínum tíma og það kom sér vitanlega vel við upphaf rann- sóknanna. Þá veitti leiðbeinandi minn, Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor, mér einnig aðgang að talsverðu af gögnum og ekki fór síður mikill tími í lestur skáldverk- anna, ekki aðeins á íslensku heldur einnig dönsku. Ég þurfti auðvitað að lesa þetta allt á dönsku, því ým- islegt hafði sýnilega breyst í þýð- ingu yfir á íslensku." Síðast en ekki síst kveðst Jón Yngvi hafa orðið að kynna sér danskt bókmenntalíf og bók- menntasögu á þessum tíma. „Ég er auðvitað fyrst og fremst mennt- aður í íslenskum bókmenntum og því miður felur það ekki í sér mikla þekkingu á bókmenntum Norðurlandanna," segir hann. „Algjört gósenland fyrir viðtökurannsóknir" „Fyrir um ári fór ég aftur til Danmerkur og nýtti mér reynsl- una af fyrri ferðinni þá. Þá reyndi ég einnig markvisst að dýpka skilning minn á dönsku bók- menntalífi og ekki síður danskri blaðaútgáfu á þessum tíma. Þetta hafa nefnilega verið geysilega merkilegir tímar; algjört gósen- land fyrir viðtökurannsóknir. Þeg- ar Gunnar Gunnarsson kemur fyrst út í Danmörku eru gefin út þar yfir 170 dagblöð. Að baki þeim stóð miklu breiðari hópur fólks heldur en seinna í sögunni, ekki aðeins menntamenn heldur miklu, miklu fleiri," segir Jón Yngvi enn- fremur. Danmerkurvera Gunnars Gunn- arsson, Kambans, Jóhanns Sigur- jónssonar og fleiri á fyrri helmingi aldarinnar hefur lengi verið þekkt stærð í íslenskri bókmenntasögu. Jón Yngvi segir hins vegar að í danskri bókmenntasögu sé hvergi HÖFUNDARNIR • JÓHANN SIGURJÓNSSON (1880-1919) Bjó lengst af í Danmórku og reit einkum á danska tungu. Verk Jó- hanns hafa verið kennd við nýrómantík, einkum leikrit hans, en þau báru hróður hans víða um Evrópu. Þekktast var leikrit hans um Fjalla-Eyvind (Bjerg-Ejvind og hans hustru) frá 1911. Það var þýtt á islensku 1912 og gerð eftir því kvikmynd 1917. Jóhann orti einnig Ijóð, bæði á islensku og dönsku. Ljóð hans Sorg (1908-9) er einna frægast, en það er talið fyrsta óbundna Ijóð sem samið var á íslenskri tungu. • GUÐMUNDURKAMBAN (1888-1945) Rithöfundur og leikstjóri sem lengst af bjó í Danmörku. Kamban skrifaði nánast jöfnum höndum skáldsögur og leikrit, bæði á íslensku og dönsku. Þekktustu verk hans eru leikritin Hadda Padda (1914) sem seinna var kvikmyndað, Vér morðingjar (1920) og Skálholt (1930-32). Guðmundur féll fyrir morðingjahendi í lok scinni hcimsstyrjaldar. Þar voru að verki danskir mcðlimir í andspyrnuhreyfingunni, en Kamban töldu þeir hafa haft samúð með málstnð nasista. • GUNNARGUNNARSSON (1889-1975) Gunnar bjó í Danmörku 1907-1939 og var þá mikilvirkur höfundur og skrifaði á dönsku. Vinsældir hans urðu miklar, ekki síst eftir útkomu Sögu Borgarættarinnar 1912-14, cða Borgslægtcns historie, sem síð- ar var þýdd yfir á islensku auk fjölmargra annarra tungumála og kvikmynduð. Viðamesta verk Gunnars var án efa Fjallkirkjan, eða Kirken pa berget (1923-28). Þar er um að ræða skáJdsögu með sjálfs- ævisögulegu ívafi, en söguhetja hennar Uggi Greipsson þótti bera öll einkenni höfundarins sjálfs. vikið að þessum þætti. Hann segir ástæðuna ekki aðeins þá að þeir séu öllum gleymdir nú; þeir hafi verið öllum gleymdir í fimmtíu ár. „Það er algengur misskilningur að Gunnar Gunnarsson hafi verið skrifaður út úr danskri bók- menntasögu. Það er einfaldlega ekki rétt, hans hefur aldrei verið getið í yfirlitsritum. Það stafar af því að dönsk bókmenntasaga, rétt eins og sú íslenska og aðrar evrópskar, er mjög þjóðemissinn- uð,“ heldur Jón áfram og telur þar komna skýringuna á nánast hróp- legri fjarveru þeirra rithöfundra íslenskra sem vora þó mjög áber- andi í bókmenntum Dana fyrr á tíð. Hann segir enda að þessi þjóð- ernishyggja hafi vakið athygli sína og doktorsverkefni hans snúi ekki síst að henni og hvernig hún mótar bókmenntaskilning og lestur. Móteitur gegn firringunni - nútímanum „Viðtökur dansk-íslenskra bók- mennta einkenndust mjög af því að danskir gagnrýnendur voru að reyna að bera kennsl á hið sér- íslenska, oftast með skírskotun til sögunnar, fornsagnanna og náttúr- unnar. Menn sáu fyrir sér að þetta hefði Island og Islendingar varð- veitt meðan aðrar Evrópuþjóðir hefðu glatað í hinu firrta samfélagi nútímans. Af þessum sökum voru þessir höfundar lesnir sem móteit- ur nokkurs konar gegn firringunni - nútímanum. Eins konar tengilið- ur við söguna og hið lífræna sam- félag sem evrópskir menntamenn sérstaklega sáu fyrir sér að hefði verið við lýði fyrir iðnbyltingu og borgarmyndum - hvað þá tvær heimsstyrjaldir," segir Jón Yngvi. Hann segir að sér hafi komið einna mest á óvart hvernig ákveð- in orðræða um íslenskar bók- menntir í Danmörku hafi orðið til á þessum tíma. „Ég held því fram að þessi orð- ræða eigi rætur í hugmyndum um þjóðerni, skilgreiningu dansks þjóðernis ekki síður en íslensks, og það sem kom mér svolítið á óvart er að þessi orðræða er ekki fyrir hendi þegar íslensku höfund- arnir komu fram á sínum tíma. Hún mótast hins vegar á fyrstu ár- um tímabilsins, þetta 1912-1915.“ Meiri áhersla lögð á þjóðernið Sem dæmi nefnir Jón að þegar Fjalla-Eyvindur Jóhanns Sigur- jónssonar kom út hafi miklu frekar verið litið á Jóhann sem innfædd- an og hann borinn saman við aðra danska höfunda. í raun hafi því verið fjallað um verkið eins og hvert annað danskt leikrit, þótt efnið hafi verið óvenjulegt og höf- undurinn Islendingur sem skrifaði á dönsku. „Næstu árin þar á eftir breyttist þetta og farið var að leggja mun meiri áherslu á þjóðernið. Ég leyfi mér því að halda því fram að á þessum tíma hafi danskir mennta- menn farið í auknum mæli að líta á íslendinga sem sérstaka þjóð. Þessa megi sjá merki í umfjöllun um hina dansk-íslensku höfunda,"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.