Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SJOMENN OG AUÐLINDIN AFSTAÐA sjómannasamtak- anna til þeirra umræðna, sem fram hafa farið í rúman ára- tug um kvótakerfið hefur alla tíð verið illskiljanleg. Lengst af hafa samtök sjómanna sýnt þessum um- ræðum lítinn áhuga en þau hafa jafnan lagst gegn því, að útgerðar- menn greiddu fyrir aðgang að auð- lindinni. A þingi Sjómannasambands íslands, sem staðið hefur undan- farna daga, var þeim hugmyndum, sem fram koma í skýrslu Auðlinda- nefndar um gjaldtöku fyrir nýtingu auðlindarinnar, mótmælt. Sú afstaða sjómanna að gagnrýna harðlega þá afstöðu stjórnar LIU, að auðlindagjald skuli tekið af óskiptum afla er skiljanleg en erfið- ara er að skilja hina almennu afstöðu sjómannasamtakanna til tillagna Auðlindanefndar. Sannleikurinn er sá, að íslenzkir sjómenn hefðu getað gert kröfu til hlutdeildar í kvótanum með ná- kvæmlega sömu rökum og útgerðar- menn hafa gert. Utgerðarmenn hafa vísað til áunninna atvinnuréttinda og það hefðu sjómenn líka getað gert. Utgerðarmenn hafa vísað til þess að þeir hafi tekið mikla áhættu með því að fjárfesta í skipum og veiðarfærum. Það er rétt en sjó- menn hafa líka tekið mikla áhættu. í þeirra tilviki er sú áhætta ekki fjárhagsleg heldur hafa þeir hætt lífi sínu. Þrátt fyrir það, að þessar rök- semdir hafi alltaf legið fyrir og sjó- mannasamtökunum reyndar ítrek- að bent á þær, hafa sjómenn aldrei haft uppi neina kröfu til hlutdeild- ar í kvótanum. Það eru meira að segja til fordæmi fyrir að sjómenn hafi í undantekningartilviki fengið úthlutað kvóta og er þá átt við skipstjórakvótann svonefnda. Þegar svo að því kemur að tæki- færi kann að vera til þess að ná samkomulagi um viðunandi fisk- veiðistjórnarkerfi, sem tryggi að ákveðið gjald renni í sameiginleg- an sjóð landsmanna allra, eigenda auðlindarinnar og þar með einnig sjómanna, snúast samtök þeirra öndverð gegn slíkum tillögum. Það væri hægt að skilja þá af- stöðu ef sjómenn hefðu náð hlut- deild í kvótanum til jafns við út- gerðarmenn. En þar sem þeir hafa enga kröfu gert til þess er ekki hægt að skilja hvaða rök liggja til grundvallar andstöðu þeirra við tillögur Auðlindanefndar. BILATRYGGINGAR ÞAÐ var lofsvert framtak hjá Fé- lagi íslenzkra bifreiðaeigenda að gera tilraun til þess að lækka ið- gjöld af bílatryggingum, sem raun- ar tókst um skeið. Hins vegar hefur reynslan sýnt, að það hefur ekki reynzt jafn auðvelt í framkvæmd og menn héldu í fyrstu. FÍB-tryggingar hafa nú tvisvar sinnum misst erlendan samstarfs- aðila. I þeim umræðum, sem fram hafa farið undanfarna daga, hefur komið í ljós, að vitað var fyrir rúm- um 60 dögum, að núverandi sam- starfsaðili í Bretlandi hafði ákveðið að ljúka þeirri samvinnu. Þá fyrst þegar málið er komið í eindaga og nýr samstarfsaðili hefur ekki fundizt er upplýst hver staðan er. Það hefur svo leitt til þess að nokkrir bifreiðaeigendur hafa flutt tryggingar sínar yfir til ann- ars tryggingafélags. Það þarf meiri festa að ríkja í málum sem þessum. Eðlilegt hefði verið að FÍB-tryggingar hefðu haft mun meiri fyrirvara á að til- kynna viðskiptavinum sínum um stöðu mála en raun varð á. Þeir erfiðleikar, sem FÍB- tryggingar hafa lent í vegna hinna erlendu samstarfsaðila, benda jafnframt óneitanlega til þess að íslenzku tryggingafélögin hafi haft mikið til síns máls, þegar þau í upphafi fullyrtu að hin mikla lækkun á iðgjöldum gæti ekki staðizt. Forustugreinar Morgunblaðsins 22. okt. 1950: „Það hefur hent okkur íslendinga að hlaupa úr einum öfgunum í aðrar. Stjettasamtökin í landinu voru fyrir nokkrum áratugum veik og áhrif þeirra lítil. Fjelagslegu ör- yggi var skammt á veg kom- ið. Baráttan fyrir umbótum í þessum efnum var sjálfsögð og eðlileg og í fullu samræmi við það, sem gerðist annars- staðar í heiminum. En nú er gengið lengra í þessum efnum en þjóðfjelag- ið og öryggi fólksins sjálfs þolir. Ofurvald stjettasam- taka leiðir til stjómleysis. Engin ein stjett má hafa möguleika til þess að trufla alla starfsemi þjóðfjelagsins. Það öngþveiti, sem af því leiðir, bitnar ekki aðeins á öðrum stjettum, heldur að lokum á þeirri stjett sjálfri, sem misnotað hefur vald samtaka sinna. Þetta verðum við Islendingar að athuga rólega og æsinga- laust. Ef við ekki gerum það og gerum jafnhliða ráðstaf- anir til rjettingar stefnunni, er hætt við að illa fari.“ 22. okt. 1960: „í gær hringdi gamall maður til blaðsins og sagði: - Má ég ekki skrifa einn leiðara? - Og hvað viltu segja? - Ég vil segja það, að okkur eldra fólkinu, sem um langan tíma höfum nurlað saman svolitlu sparifé til elli- áranna, finnst það hart að ekkert íslenzkt blað skuli taka okkar málstað í umræð- unum um vaxtamálin. Við höfum alltaf verið að tapa á eilífri verðbólgu. Aðrir hafa rázkað með peningana okkar og núna loksins, þegar við fá- um nokkra uppbót fyrir tapið á undanförnum árum, þá keppist hver um annan þver- an við að ráðast á okkur og er engu líkara en við séum tald- ir þjófar og ræningjar, en hinir, sem um langa tíð hafa fengið að nota peningana okkar án sanngjarns endur- gjalds, séu hreinir englar." 22. okt. 1970: „Þess ber að gæta, að blöðin, útvarpið og sjónvarpið eru þjónustufyrir- tæki við almenning og sem slík eiga þau kröfu á, að þeim sé veitt viðunandi starfsað- staða t.d. þegar opinberir að- ilar eiga í hlut, en opinberir aðilar eru einungis trúnaðar- menn almennings og þeim ber að líta á störf sín sem þjónustustörf við fólkið í þessu landi.“ AÐ ER MIKIL geijun um þessar mundir í heilbrigðis- kerfinu öllu og hefur raunar verið um langt skeið. Hún er vísbending um, að bæði stjórnvöld og þeir sem starfa að heilbrigðismálum eru að leita nýrra leiða til þess að mæta sívaxandi kröfúm um aukna þjónustu um leið og ný hugsun og ný viðhorf eru að ryðja sér til rúms sem eru ekki sízt fólgin í því að stórauka forvamarstarf til þess að koma í veg fyrir að ein- staklingar þurfi að leita til heilbrigðiskerfisins síðar vegna sjúkdóma sem koma hefði mátt í veg fyrir. Þótt ólíku sé saman að jafna má kannski segja, að sama hugsun hafi smátt og smátt verið að ná fótfestu í heilbrigðiskerfinu og einkenndi bylt- ingu sem varð í japanskri bílaframleiðslu fyrir rúmum aldarfjórðungi. Bifreiðaframleiðendur þar, sem annars staðar, höfðu lagt áherzlu á mikla fjöldaframleiðslu bíla og höfðu síðan þann hátt á að lagfæra það, sem úrskeiðis hafði farið í framleiðslunni, þegar bílinn rann út úr verk- smiðjunni. Þessu breyttu Japanir á þann veg, að taka upp gæðastaðla sem komu í veg fyrir, að nokkur mistök væru gerð á færibandinu. Framan af öldinni var heilbrigðiskerfið hér og annars staðar byggt upp á þann veg, að það gæti tekizt á við sjúkdóma þegar þeir kæmu upp. Nú er öll áherzla á að koma í veg fyrir að þeir komi upp eða a.m.k. sé hægt að ná tökum á þeim á byrjunarstigi. Það viðhorf er tiltölulega nýtt af nálinni a.m.k. í okkar samtíma, að fleiri aðilar geti séð um heil- brigðisþjónustu en opinberir aðilar. Það er út af fyrir sig skiljanlegt, að fólk hafi haldið fast í þá skoðun, að ríki og sveitarfélög ættu að sjá um heilbrigðisþjónustu. Meirihluta þessarar aldar en þó alveg sérstaklega síðustu fimmtíu ár hafa þjóðir Vesturlanda einbeitt sér að því að byggja upp alhliða trygginga- og heilbrigðiskerfi þar sem ríkjandi sjónarmið hefur verið, að allir þjóð- félagsþegnar ættu að njóta sömu tryggingabóta og hafa jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Þá fyrst þegar viðunandi árangur hafði náðst í uppbyggingu þessarar samfélagsþjónustu fóru menn að spyrja hvort ástæða væri til að greiða öllum sömu tryggingabætur hver svo sem efni þeirra væru og hvort ekki væri réttlátara að draga úr bótagreiðslum til hinna efnameiri en auka þær frekar til hinna efnaminni. Þetta við- horf hefur átt erfitt uppdráttar hér m.a. vegna þess, að þegar tekjutenging var tekin upp var farið of langt niður í tekjustigann. Skerðing vegna tekjutengingar hefur byrjað of snemma. 1 grundvallaratriðum er þó ljóst, að tekjutenging í almannatryggingakerfinu á fullan rétt á sér og er réttlátari en það kerfi að allir njóti sömu bóta hver svo sem efni þeirra eru. Það hefur verið enn erfiðara að sannfæra fólk um, að einkarekstur gæti átt rétt á sér í heil- brigðiskerfinu. Ríkjandi sjónarmið hefur verið, að ef boðið væri upp á einkarekinn valkost í heil- brigðiskerfinu væri verið að gefa hinum efna- meiri færi á að kaupa sig fram fyrir biðröðina og þess vegna væri slíkur valkostur af hinu vonda. Áhrifamesti talsmaður þessara viðhorfa allmörg undanfarin ár hefur verið Ólafur Ólafsson, fyrr- verandi landlæknir, sem hefur verið óþreytandi að takast á við m.a. Morgunblaðið um þetta at- riði. Morgunblaðið hefur hins vegar í fjöldamörg ár hvatt til þess, að komið yrði upp einkareknum valkosti í heilbrigðiskerfinu. Því sjónarmiði hefur verið haldið fram hér í blaðinu að hver þjóðfé- lagsþegn ætti að hafa rétt á því að verja fjármun- um sínum fremur til þess að kaupa nauðsynlega heilbrigðisþjónustu en að fara í sumarfrí til Spán- ar, svo að dæmi sé nefnt. Ef biðröðin styttist við þetta væri það gott íyrir þá sem í henni væru. Nú er ýmislegt sem bendir til þess, að vaxandi áhugi sé á því að ýta undir einkarekstur í heil- brigðiskerfinu. Til marks um það er að Samtök heilbrigðisstétta efndu fyrir nokkrum vikum til málþings um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Á mánudag efnir heilbrigðisnefnd Sjálfstæðis- flokksins til opins fundar um þetta málefni og umræður um það skjóta upp kollinum hér og þar og m.a. hér á síðum Morgunblaðsins. Kannski á vel heppnaður einkarekstur á heil- brigðissviði þátt í því að viðhorfið er að breytast. Þar stendur að sjálfsögðu upp úr hin ævintýra- lega uppbygging íslenzkrar erfðagreiningar hf. en starfsemi fyrirtækisins er augljóslega að byija að skila raunhæfum árangri eins og sjá má af ítrekuðum upplýsingum sem frá því berast um, að erfðavísar hafi fundist sem tengjast ákveðnum sjúkdómum. Jafnframt fylgir með slíkum frétt- um, að svissneska lyfjafyrirtækið Hoffman La Roche hafi greitt áfangagreiðslu í samræmi við samninga og fer ekki á milli mála, að Svisslend- ingar mundu ekki reiða fram slíkar greiðslur nema vegna þess, að raunhæfur árangur er að nást. En jafnframt er búið að byggja hér upp mikil- vægan lyfjaiðnað. Á íslandi er a.m.k. ein stór- myndarleg lyfjaverksmiðja sem Delta hf. rekm- og önnur er í uppbyggingu. Lyfjaiðnaður og lyfjadreifing er að verða mikilvæg atvinnugrein á Islandi sem ástæða er til að veita eftirtekt og er rekin af mikilli þekkingu og vandvirkni. Allt hefur þetta átt sinn þátt í því að menn horfa nú meira til einkavæðingar í heilbrigðis- kerfinu en áður. Til viðbótar fer ekki hjá því að sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík stuðlar að þessari viðhorfsbreytingu. Fyrir nokkrum ára- tugum voru rekin þijú sjúkrahús í Reykjavík en nú hafa þau verið sameinuð í eitt. Þessi þróun á sér eðlilegar og skiljanlegar forsendur en hún breytir ekki því, að fólk finnur þörfina fyrir val- kost. Annað mál er hvort hægt sé að finna rekstr- argrundvöll fyrir t.d. einkarekinn spítala. HIN ANDSTÆÐU Andstæð siónar- sjónarmið í þessum • w umræðum endur- spegluðust mjög vel á málþingi Samtaka heilbrigðisstétta í haust í mál- flutningi Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors og Ögmundar Jónassonar, alþingis- manns Vinstri grænna. Á annan veg talaði einn helzti hugmyndafræðingur fijálshyggjunnar á íslandi. A hinn veginn sá þingmaður sem hefur verið ófeiminn við að halda fram sjónarmiðum í þjóðfélagsmálum sem sumir myndu telja gamal- dags. I frásögn Morgunblaðsins af málflutningi Hannesar Hólmsteins á málþinginu sagði m.a.: „Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor sagði að flestir væru sammála um, að tryggja bæri öllum mannsæmandi heilbrigðisþjónustu. Jafnframt væri Ijóst, að kostnaður við meðferð sumra sjúkdóma væri flestum ofviða. Því hlyti ríkið ætíð að veita þeim sem á þyrftu að halda læknisþjónustu. Hins vegar væri ljóst, að biðrað- ir í heilbrigðiskerfinu væru mikið vandamál og sjúklingum til mikils skaða. Hannes lagði til að þeim sem það kysu væri gefinn kostur á því að kaupa sér sjúkratryggingar hjá einkaaðilum. Ef þeir veiktust gætu þeir nýtt sér þær tryggingar til að sækja sér læknishjálp á einkarekinm sjúkrastofnun. Ríkið mundi greiða með þeim þann kostnað sem það annars hefði borið hefði sjúklingurinn lagst inn á ríkisrekinn spítala. Hannesspurði hvern það skaðaði ef sjúklingur keypti sér læknisþjónustu hjá einkaaðilum til að losna út úr biðröð hjá opinberri sjúkrastofnun. Með því myndu biðlistar styttast en þeir væru mjög þjóðhagslega óhagkvæmir. Hannes taldi að sízt ætti að draga úr framlög- um til heilbrigðismála en aukinn hluti ætti að koma frá einkaaðilum. Til þess gætu kostir einkavæðingarinnar, s.s. aukin hagræðing og bætt þjónusta nýst. Einkavæðing hefði skilað árangri í öðrum atvinnugreinum hér á landi og engin ástæða til að ætla að svo yrði ekki um heil- brigðiskerfið. Hann væri þó alls ekki að mæla fyrir þvi, að öll heilbrigðisþjónusta í landinu yrði einkavædd. Fólki yrði gefinn kostur á blönduðu kerfi. Þannig gætu þeir sem vildu og gætu keypt sér læknisþjónustu frá einkaaðila. Ríkið mundi borga þann hluta kostnaðarins sem það annars þyrfti að bera en sjúklingurinn eða öllu heldur tryggingafélag hans yrði að greiða mismuninn. Hannes taldi að ríkið ætti að einbeita sér að dýrri og vandasamri heilbrigðisþjónustu og meðferð auk þess, sem það ætti að sjá um öflugar for- vamir í skólum, fjölmiðlum og annars staðar. Hannes sagði að meðal þess sem þyrfti að gera til þess að greiða fyrir einkavæðingu í heilbrigðis- kerfinu væri að Háskóli íslands hætti óeðlilegri takmörkun á aðgangi að læknanáini." Gjörólíkt viðhorf kom fram hjá Ögmundi Jón- assyni. Frásögn Morgunblaðsins af ræðu hans er svohljóðandi eins og hún birtist hér í blaðinu 12. september sl.: „Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, sagði nauðsynlegt að umræða um einkavæðingu í heil- brigðiskerfinu færi fram. Of oft hefði það gerzt að miklar kerfisbreytingar hefðu verið knúnar fram án umræðu áður. Ögmundur sagði tvær meginástæður fyrir um; ræðunni um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. í fyrsta lagi væru það tilraunir rikisstjórnarinnar til að skera niður opinber útgjöld. I öðru lagi færi nú fram hagsmunabarátta fjármagnseigenda sem gjarnan vildu komast yfir það gríðarlega mikla fé sem rynni til heilbrigðismála á Islandi. Innan læknastéttarinnar væru einnig menn sem sæju sér gróðavon í einkarekstri. Ögmundur taldi einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu langt frá því að vera fýsilegan kost. Hún mundi ekki fela í MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 33 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 21. október Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Siglt við Sólfarið. sér spamað en auk þess mundi einkavæðing leiða til lakari heilbrigðisþjónustu fyrir almenning. Ögmundur vitnaði til skýrslu OÉCD um útgjöld til heilbrigðismála í Bandaríkjunum sem sýndi að Bandaríkjamenn eyða um helmingi hærri fjár- hæð til þessa málaflokks en íslendingar. Þrátt iyrir það væru mjög alvarlegir meinbugir á heil- brigðiskerfinu vestra. Ögmundur benti á, að stór hluti þess fjármagns sem rynni til heilbrigðis- kerfisins í Bandaríkjunum færi í vasa fjárfesta. Hann vitnaði í skýrslu Parkland-stofnunarinnar, þar sem kæmi fram, að fyrirtæki á heilbrigðis- sviði í Bandaríkjunum krefjast um 15% arðsemi. Hið mikla fjármagn sem færi til heilbrigðisþjón- ustu skilaði sér ekki til fátækari Bandaríkja- manna. „Erum við tilbúin til að taka fylgifiskum (einkavæðingarinnar)? sem eru mismunun og ójöfnuður. Sem er sú staðreynd, að peningar ákveða forgangsröðun," spurði Ögmundur. Hann sagði að ef hagnaður heilbrigðisstétta færi eftir því hve miklum fjármunum væri varið til umönnunar sjúklinga væri hætt við því að hag- ur sjúklinganna myndi versna. Heilbrigðisstéttir á íslandi hefðu í gegnum árin barizt fyrir rétti sjúklinga jafnframt því að gera kröfur um betri kjör. Með einkavæðingunni mætti búast við að sjúkrastéttir myndu í auknum mæli hugsa um sinn eigin hag. Ögmundur hafnaði jafnframt þeirri hugmynd, að fólki yrði gefinn kostur á að kaupa sér læknisþjónustu af einkaaðila en fá um leið þá upphæð frá ríkinu sem hið opinbera hefði annars þurft að verja til læknisþjónustunnar. “Það á ekki að leyfa þeim sem hafa fjármagn að kaupa sig fram í biðröðum að þjónustu sem er niðurgreidd af skattborgaranum," sagði Ögmundur.““ Með tilvitnunum í ræður þeiira Hannesar Hólmsteins og Ögmundar Jónassonar má segja, að tveimur meginviðhorfum til einkarekstrar í heilbrigðsikerfinu hafi verið gerð nokkur skil. FRÁ PÓLITÍSKUM sjónarhóli Ögmundar Jónassonar er skiljan- legt að hann taki Bandaifidn og bendi á hvemig til hafi tekizt um einkavædda heil- brigðisþjónustu þar. Öllum er Ijóst að þótt Bandaríkjamenn séu til fyrirmyndar um margt á það ekki við um heilbrigðisþjónustuna að þessu leyti. Hún er að sjálfsögðu mjög fullkomin þar ef menn borga. Pólitísk barátta t.d. Clinton-hjón- anna, en raunar margra fleiri fyrir breytingum Opinberir aðilar ráða ekki við heilbrigðis- þjónustuna og umbótum, hefur ekki borið árangur. En er réttmætt að nota Bandaríkin sem viðmiðun í um- ræðum hér? Tæplega. Við íslendingar höfum, eins og raunar margar nágrannaþjóðir okkar, byggt upp fullkomna heil- brigðisþjónustu fyrir alla þjóðfélagsþegna. Það kerfi er til staðar hér en ekki nema að mjög tak- mörkuðu leyti í Bandaríkjunum. Hér geta allir fengið heilbrigðisþjónustu íyrir ekki neitt eða fyrir tiltölulega lágar greiðslur. Hér á íslandi er til staðar það grundvallarkerfi sem Hilary Clinton vill koma á í Bandaríkjunum en kemst hvorki lönd né strönd. í umræðunum hér er verið að ræða um einkarekna viðbót við þetta grundvallarkerfi. Af þessum sökum er ekki hægt að bera saman íslenzka kerfið og hið bandaríska og nota bandaríska kerfið sem dæmi um það til hvers einkarekin heilbrigðisþjónusta myndi leiða. Athygli vekur að Hannes Hólmsteinn Gissur- arson telur eðlilegt að ríkið greiði þann kostnað til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu sem það ella hefði borið af viðkomandi sjúklingi en Óg- mundur Jónasson hafnar þeirri hugmynd. Með hvaða rökum er hægt að hafna þeirri leið? Sá ein- staklingur, sem leitar til einkarekins spítala t.d., hefur greitt skatta og skyldur til samfélagsins með sama hætti og sá sem leitar til Landspítala - háskólasjúkrahúss. Þessar skattgreiðslur hans væru m.a. notaðar til þess, að greiða kostnað við dvöl hans á opinberu sjúkrahúsi. Hvers vegna má ekki nota sömu skattgreiðslur til þess að greiða hluta af kostnaði hans við að leggjast inn á einka- rekinn spítala? Það er erfitt að sjá hvaða mismunun er fólgin í því að fara þá leið sem Hannes Hólmsteinn bend- ir á en það er auðvelt að sjá að það er ákveðin mismunun fólgin í þeirri afstöðu Ögmundar Jón- assonar að skattgreiðslur sjúklings megi ekki nýtast honum annars staðar en á opinberu sjúkrahúsi. Er réttmætt að tala um það að þeir sem hafi fjármagn undir höndum kaupi sig fram fyrir biðraðir ef þeir eiga kost á einkarekinni heil- brigðisþjónustu? í fyrsta lagi skal dregið mjög í efa, að þetta mál snúizt um það, að þeir sem hafa fjármagn undir höndum myndu leita til einka- rekinnar heilbrigðisþjónustu en aðrir til hinnar opinberu. Þetta er miklu frekar spurning um hvernig fólk vill nýta fjármuni sína. Það þarf ekki fjármagnseigendur tÚ. Venjulegur íslendingur sem aflar venjulegra tekna getur komizt að þeirri niðurstöðu, að það henti hagsmunum hans betur að nota peningana sína til þess að komast í lækn- isaðgerð árinu fyrr en seinna í stað þess að nota peningana til annarra hluta. Og um leið og sá hinn sami gerir það greiðir hann fyrir skjótari þjónustu við aðra sem telja sér betur henta að bíða eftir þjónustu hjá opinberum aðila. Það er áreiðanlega rangt að stilla þessu máli þannig upp, að það snúist um fjármagnseigendur annars vegar og alla aðra hins vegar. Þótt góðæri hafi verið mikið á Islandi undanfarin ár er það nú samt sem áður svo, að það er tiltölulega fámenn- ur hópur sem hefur efnast svo mjög að orð sé á því gerandi. Þessi hópur er svo fámennur, að hann mun aldrei standa undir einkarekinni heil- brigðisþjónustu. Þar þarf meira til að koma. Á undanförnum árum hafa nýir einkareknir háskólar verið að byggjast upp. Rekstrarform þeirra allra er meira eða minna á þann veg, að ífidð borgar til þeirra ákveðna upphæð sem tek- ur mið af kostnaði við nemendur í opinberum há- skólum en nemendur borga skólagjöld að auki. Þess hefur ekki orðið vart, að athugasemdir væru gerðar við þetta rekstrarform eða því væri haldið fram, að það væru einvörðungu fjármagns- eigendur sem leituðu í hina einkareknu háskóla. Það er hinn venjulegi ungi íslendingur sem stundar nám í einkareknu háskólunum og ríkið borgar svipaðan hlut lyrir nám hans þar eins og það mundi gera ef hann stundaði nám við Há- skóla íslands. Það hafa engar umræður sem máli skipta farið fram um það að þetta væri eitthvað óeðlilegt. Hvers vegna má ekki fara sömu leið í heilbrigð- iskerfinu? Er nokkuð athugavert við það ef hópur lækna og annarra sérfræðinga í heilbrigðis- málum tæki sig saman um að stofna einkarekinn spítala, að rekstrargrundvöllur hans byggðist annars vegar á áþekkum greiðslum frá ríkinu með hverjum sjúklingi og ríkið mundi hvort sem er borga ef sjúklingurinn legðist inn á Landspít- alann en mismunurinn kæmi annaðhvort frá sjúklingnum sjálfum eða tryggingafélagi hans? Það er erfitt að sjá hvaða efnisleg rök hægt er að færa fram gegn þessum sjónarmiðum. En hvað sem því líður er það fagnaðarefni, að þetta stóra mál er smátt og smátt að komast í almenna umræðu hér. Sannleikurinn er sá, að hið opin- bera ræður ekki lengur við að veita nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Það er óviðunandi með öllu, að fólk þurfi að bíða vikum saman, mánuðum saman eða í nokkur ár eftir því að fá umbeðna heilbrigðisþjónustu. Sú staðreynd ein sýnir, að ríkið ræður ekki lengur eitt við þetta verkefni og að nauðsynlegt er að einkaaðilar komi þar líka til sögunnar. „ Allt hefur þetta átt sinnþáttíþvíað menn horfa nú meira til einka- væðingar í heil- brigðiskerfínu en áður. Til viðbótar fer ekki hjá því að sameining sjúkra- húsanna í Reykjavík stuðlar að þessari viðhorfsbreytingu. Fyrir nokkrum ára- tugum voru rekin þrjú sjúkrahús í Reykjavík en nú hafa þau verið sam- einuð í eitt. Þessir þróun á sór eðlileg- ar og skiljanlegar forsendur en hún breytir ekki því, að fólk finnur þörfina fyrir valkost. Annað mál er hvort hægt só að finna rekstrar- grundvöll fyrir t.d. einkarekinn spít- ala.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.