Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 11 r i heildarmynd af þjónustuumhverf- inu eða hafa ráðrúm til að íhuga skipulega mögulega kosti. Vilja fjölga „milliúrræðum" Niðurstöður rannsóknarinnar gefa einnig glögglega til kynna að foreldrar sem leituðu eftir innritun barna sinna í heimaskóla töldu af- stöðu skólastjórans hafa ráðið miklu. Mátti heyra spurningu eins og þessa: Þeir (skólastjórarnir) náttúrlega ráða því hvaða nemend- ur þeir taka, er það ekki? Enn fremur komu fram áhyggjur for- eldra um aukið sjálfstæði skóla gæfi færi á að skólastjórar réðu hvernig þjónustu við fatlaða nem- endur væri háttað í viðkomandi skóla. Skólayfirvöld þurfa því að marka skýra stefnu um skyldur skóla við fötluð börn. Rauði þráðurinn í gegnum frá- sagnir foreldranna var svo hversu mikil óvissa og óöryggi hefði ríkt varðandi þjónustu við börn þeirra." Hvað leggja foreldrar til við skóla og skólayfirvöld? „Foreldrarnir lögðu almennt áherslu á að fjölgað yrði „milli- úrræðum“, þ.e. sérdeildum eða áþekkum úrræðum innan al- mennra grunnskóla til að brúa bil- ið á milli almenns og sérhæfðs námsumhverfis. Með fáum undantekningum fannst foreldrum börn þeirra sýna mestar framfarir í námi í kjölfar innritunar í sérdeild. Það átti bæði við um börn sem komu úr almenn- um bekk og börn úr sérskóla." Vantar skýrari stefnu og vinnureglur Eyrún segir að það sé sammerkt með íslenskri, bandarískri og breskri löggjöf um menntun nem- enda með sérþarfir að lögð sé rík áhersla á að barn geti stundað nám í eins almennu námsumhverfi og kostur er. Hins vegar gangi bresk og bandarísk stjórnvöld mun lengra en þau íslensku í að sjá skólum og skólayfirvöldum fyrir vinnureglum um hvernig staðið skuli að ákvörðun um námsúrræði og þjónustu sem ber að veita. „Vinnureglurnar veita aðhald og í þeim er kveðið á um tímamörk. Bandaríska löggjöfin grundvallast m.a. á þeirri meginreglu að náms- umhverfi skuli vera eins lítið heft- andi fyrir nemandann og nokkur kostur er og gefa færi á hámarks- aðgengi að almennu námsum- hverfi. Það þyrftu því að koma til skýrar vinnureglur hvað þetta varðar hér á landi. A sama hátt skortir samræmdar viðmiðanir um skyldur sveitarfé- laga og skóla, sem hægt væri að vísa til máli sínu til stuðnings ef til ágreinings kæmi um námsúrræði eða þjónustu í skóla.“ Sagði hún fulltrúa sveitarfélaga og skóla vanta leiðbeinandi viðmið um hversu langt skuli gengið í að koma til móts við óskir foreldra um ákveðið námsúrræði eða sér- þjónustu. Slíkar viðmiðanir myndu gera réttindi og skyldur áþreifan- legri og auðvelda foreldrum og fulltrúum skóla og skólayfirvalda að komast að málefnalegri niður- stöðu um námstilboð í hverju ein- stöku tilviki. Réttur nemenda til stoðþjónustu óljós Foreldranir gagnrýndu einnig hve sérhæfð þjónusta innan skóla- kerfisins er lítil. Ef tekið er mið af frásögnum foreldra sem tóku þátt í rannsókninni var talkennsla eina sérhæfða þjónustan sem bauðst umfram almenna sérkennslu. Tal- kennslan var þó af mjög skornum skammti. Iðjuþjálfun og /eða sjúkraþjálfun var fléttuð inn í þjónustutilboð nemenda í tveimur sérhæfðum námsúrræðum en stóð hvergi til boða á þann hátt í al- mennum grunnskólum. Nokkrir nemendur höfðu notið aðstoðar í bekk af hálfu stuðningsfulltrúa. I lögum um grunnskóla, 37. grein, er kveðið á um að börn með tilgreindar sérþarfir „eigi rétt á sérstökum stuðningi í námi“, en ekki skilgreint frekar hvað við er átt. I breskri og bandarískri lög- gjöf er litið svo á að viðeigandi stoðþjónusta, t.d. heyrnarþjálfun, iðjuþjálfun, talþjálfun eða umferli- þjálfun, geti verið forsenda þess að nemandi með tilteknar sérþarfir njóti náms við hæfi, en réttur ís- lenskra nemenda til stoðþjónustu innan skólakerfisins er mjög óljós. Það er mjög aðkallandi fyrir nem- endur og fjölskyldur þeirra að úr þessu verði bætt og komið á sam- ábyrgð og samstilltri þjónustu af hálfu mennta-, heilbrigðis- og fé- lagskerfis." Það kemur fram í máli Eyrúnar að reynsla foreldranna af mismun- andi námsúrræðum bendi til þess að erfitt sé að alhæfa um að ein ákveðin gerð námsúrræðis sé sú besta fyrir öll fötluð börn. „Sumir foreldranna sögðust eftir á að hyggja myndu velja almennara úr- ræði, fengju þeir annað tækifæri til að hafa áhrif á námsferil barna sinna, á meðan aðrir sögðust myndu velja sérhæfðara úrræði. Foreldrarnir lögðu aftur á móti áherslu á að þörf væri fyrir fjöl- breytt framboð námsúrræða. Foreldrar vilja samráð Að lokum vil ég taka fram að ég tel að flestir sem koma að ákvörð- unum um námsúrræði fatlaðra barna hér á landi séu þeirrar skoð- unar að foreldrar verði að vera þokkalega sáttir við námsúrræði barns síns, hvað sem öðru líður. Þó heyrist stundum sagt í neikvæðum tóni „að foreldrar hafi síðasta orð- ið“. Mín ályktun er sú að foreldrar sækist ekki eftir að eiga síðasta orðið um námsúrræði barns ef þeir finna fyrir mikilli andstöðu við málaleitan þeirra. Þvert á móti tel ég að miMll meirihluti foreldra kjósi að taka yfirvegaða ákvörðun í nánu samráði og í fullri sátt við fagfólk, stjórnendur skóla og skólayfirvöld. Það sem vegur þó einna þyngst að mínu mati í frásögnum foreldr- anna er hversu erfitt og sárauka- fullt sjálft ákvörðunarferlið reynd- ist sumum þeirra. Enda þótt rétt ákvörðun, eða besta lausnin, geti verið afstæð í huga foreldra, jafnt sem annarra sem koma að ákvörð- uninni, þarf að vera sátt um sjálft ferlið sem leiðir til niðurstöðu. Ég tel að það þurfi að efla og styrkja foreldra til virkrar þátttöku. Þeir þurfa að fá tækifæri til að koma á framfæri eigin sjónarmiðum, vænt- ingum, óskum, áhyggjum og efa- semdum við aðstæður sem eru vin- samlegar. Frásagnirnar bera vott um að jákvætt viðmót, þar sem tal- að er af hreinskilni, sé mikils met- ið. Ef það er haft að leiðarljósi má að minnsta kosti vinna markvisst gegn því, að ferlið að baki ákvörð- un um skólagöngu barnsins sitji eftir í huga foreldra sem neikvæð og sársaukafull reynsla." I I I I I 1 I 1 I I i i i I 6 I I I I I I i 1 I i I i I I i i i I I i I i I I I i i I I i i i I i i I I I I i i I I i I i i I I i i i i i I i I I i I i I i i I i i I i i I i i i i I I I i I i i i i I I i I i i I i i 1 i I. mu mm ma mm ma mu me* m» stm m mm am sæsss ssem tma mu xm m m* tmt tsm mm ttm mu mat sm em am» Foreldrar Aöalsteins Sæmundssonar, sem ertíu ára heyrn- arlaus drengur, hafa staöiö í baráttu viö aö koma honum í almennan skóla í hverfinu þar sem hann býr. Þetta hefur ekki gengiö þrauta- laust fyrirsig þó aö hilli undir lausn í málefnum hans. ÞEGAR Aðalsteinn Sæ- mundsson var tveggja ára gamall fékk hann heilahimnubólgu og missti við það heyrnina. Síðan hefur hann stundað nám í Vest- urhliðarskóla sem er sérskóli fyrir heyrnarlausa og er stað- settur í Öskjuhlíð. Um tíma var hann í almennum leikskóla í Breiðholtinu þótt hann ætti heima vestur í bæ, en ástæðan fyrir því var sú að ein fóstran þar kunni táknmál. Fyrir fimm árum byrjaði Aðal- steinn að æfa fótbolta hjá KR og æfir nú þrisvar í viku með jafn- öldrum sínum. Foreldrar Aðal- steins, Halldóra Valgarðsdóttir og Sæmundur Aðalsteinsson, segja að eftir að hann fór að æfa fótbolta hafi hann byrjað að færa það í tal við þau að hann vildi fara í almennan skóla þar sem hann gæti kynnst krökkun- um í hverfinu, þá ekki síst strák- unum sem leika með honum fót- bolta hjá KR. Þessi ósk hans varð eindrægnari með árunum. I fyrra, þegar krakkarnir í Vest- urhlíðarskóla áttu þriggja daga vetrarfrí, fékk hann leyfi til að sitja í kennslustundum í Granda- skóla. „Það gekk mjög vel og vildi hann fá að halda áfram í þeim skóla,“ segir Halldóra. Skemmtilegt hve námið er krefjandi „Honum fannst gaman að kynnast krökkununum. Einnig fannst honum skemmtilegt hve námið var krefjandi en Aðal- steinn er greindur strákur sem þyrstir í meira nám.Við sóttum þá um það hjá skólastjóra Grandaskóla í mars síðastliðnum að hann fengi að ljúka skólaár- inu í þeim skóla. Skólastjórinn benti okkur á að hafa samband við Fræðslumiðstöð Reykjavík- urborgar því að það þyrfti að koma til fjárveiting til Granda- skóla ef hann ætti að vera þar nemandi, en fjármagnið flyttist ekki sjálfkrafa frá sérskóla yfir í almennan skóla. Við sóttum um fjárveitingu hjá Fræðslumiðstöð- inni og átti að koma svar í síð- asta lagi í byrjun apríl síðastlið- inn en ekkert svar barst fyrir þann tíma. Skólaárinu lauk án þess að við fengjum nokkra úr- lausn. Við sóttum þá um skólavist í Grandaskóla frá og með þessu hausti. Grandaskóli var tilbúinn að taka Aðalstein inn í skólann, svo ekki stóð á þvi. Biðu lengi eftir svari Við biðum eftir svari frá Fræðslumiðstöð fram eftir sumri. í byrjun ágúst fórum við að þrýsta verulega á um að fá Morgunblaðið/Ásdís Aðalsteinn Sæmundsson, sem er heyrnarlaus, hefur mikla löngun til að stunda nám í sínum hcimaskóla. Hér er hann ásamt foreldrum sinum þeim Halldóru Valgarðsdóttur og Sæmundi Aðalsteinssyni og Garðari bróður sínum sem er sjö ára gamall. svar en þá urðum við þess áskynja að réttur hans til inn- göngu í almennan skóla var vé- fengdur. Þá brugðum við á það ráð að fá ráðgjöf hjá lögfræðingi sem kynnti okkur hver réttur Aðalsteins var í þessu máli. Lög- fræðingurinn sendi bréf til Fræðslumiðstöðvar og benti á að Aðalsteinn ætti fullan rétt á að fara í sinn heimaskóla sem er Grandaskóli og einnig útskýrði hann hver bakgrunnur hans er. Sjálfur var Aðalsteinn mjög ákveðinn í að hann vildi fara í Grandaskóla, honum fannst ekk- ert annað koma til greina og var tilbúinn til að leggja mikið á sig í náminu svo hann gæti fylgt jafnöldrum sínum eftir. Þrátt fyrir bréf lögfræðingsins gerðist ekkert og var okkur þá ráðlagt að hafa beint samband við Ingi- björgu Sólrúnu, borgarstjóra, og útskýrðum við fyrir henni mála- vöxtu,“ segir Sæmundur. „Nokkrum tímum síðar vorum við boðuð á fund í Fræðslumið- stöð Reykjavíkurborgar. Þar var gert við okkur munn- legt samkomulag um að byijað yrði á því að leyfa Aðalsteini að sækja Grandaskóla einn dag í viku og þegar fram liðu stundir yrðu dagarnir fleiri og í skólalok á hann að vera orðinn fullgildur nemandi. Það á að staðfesta þetta sam- komulag með undirritun bréfs þar sem er áætlað nákvæmlega hvenær dögunum muni fjölga. Þessi samningur hefur ekki enn verið gerður eða undirritaður en við vonumst til að það verði al- veg á næstunni." Duglegur að verða sér út um félagsskap Eins og málum er háttað nú er Aðalsteinn fremur félagslega einangraður. Hann kemur heim úr Vesturhlíðaskóla á hádegi og það sem eftir er dagsins er það heimilisfólkið sem hann um- gengst aðallega, en hann á yngri bróður sem er sjö ára,“ segir Halldóra. „Aðalsteinn er þó frábrugðinn mörgum heyrnarlausum börnum að því leyti að hann er frakkur og ótrúlega duglegur að verða sér út um félagsskap jafnaldra sinna,“ segir Sæmundur. „Þótt einhverjir sýni honum tillitsleysi og hundsi hann gefst hann ekki upp. Hann getur gert sig skilj- anlegan í töluðu máli vegna þess að þegar hann var sjö ára fékk hann svokallað kuðungs- ígræðslutæki sem gerir honum kleift að greina hljóð. Þessi tækni er í raun undirstaða þess að hann geti sótt almennan skóla. Krakkarnir í hverfinu hafa yfirleitt tekið honum vel og vilj- að leika sér við hann. Það hefur þó gerst að þegar nýja brumið er farið af þessum nýja leikfé- laga verða þau stundum þreytt á því að skilja hann ekki nógu vel og vilja ekki leika sér við hann.“ Ótrúlega erfíð barátta að koma honum í heimaskóla Þau segja að baráttan við að koma Aðalsteini í almennan skóla hafi verið ótrúlega erfið en í þessari frásögn er aðeins stikl- að á stóru í þeim efnum. „Stund- um höfðum við það á tilfinning- unni að það væri með vilja gert að þreyta okkur svo við gæfumst upp á að koma honum í heima- skólann. Við þurftum endalaust að vera að knýja á um að fá svör og vorum látin þvælast milli manna innan kerfisins en feng- um enga úrlausn og vorum skilin eftir í óvissu. Vinir og kunningar voru mjög hjálplegir og reyndu að hafa áhrif á gang mála, þar sem þeir töldu það mögulegt. Eindregin ósk Aðalsteins varð til þess að við ákváðum að gefast ekki upp því okkur fannst hann líka hafa svo mikið til síns máls.“ Þau segja að Aðalsteinn hafi ekki verið sáttur við þá lausn að fá að vera aðeins einn dag í Granda- skóla. „Honum fannst við hafa svikið hann svolítið," segja þau. „En honum finnst svo frábært að vera í Grandaskóla þennan eina dag og vonin um að geta orðið þar fullgildur nemandi veldur því að hann sættir sig við þessa tímabundnu lausn.“ » I 1 I i I i I 1 í I I 1 I i I I i i I 1 I 1 I 8 I i I i i 1 i I i i I I I S I i I I I i i I 1 i I ! i i I i I I I i i I I i I ! I i 1 I ( I í I i I I I i i 8 i 1 I i 8 I I I i i I i I 1 i I i I I i I I i i I I I I I I I i i I 1 t i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.