Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ fslenskt innlegg í Bologna 2000 Raddir Islands á Italíu Ein af menningarborgum Evrópu 2000 er ítalska borgin Bologna og þar hefur fjöl- breyttri dagskrá undið fram allt árið. Hér segir frá tveimur viðburðum þar sem rödd Islands var sterk í bókstaflegum skilningi. SÉRSTAKT andrúmsloft ríkti í Bologna um miðjan júní þegar ljóðskáld og fræðimenn frá Kraká, Reykjavík, Mílanó og fleiri evrópsk- um borgum söfnuðust þar saman til málþings. Ástæðan var að vísu ekki nærvera skáldanna, heldur fór fram á sama tíma í miðborginni fundur Alþjóðaviðskiptaráðsins, við lítinn fögnuð anarkista og annarra að- gerðahópa. Andstæðingar heims- markaðsvæðingar höfðu boðað fjöldamótmæli vegna fundarins og af þeim sökum ræstu borgaryfirvöld út herlögreglulið mikið til þess að gæta öryggis fundarmanna - minn- ugir blóðugra fjöldamótmæla í Seattle nokkrum mánuðum áður. Var borgin þannig nánast í hers höndum dagana 13.-16. júní; skjald- borgir lögreglu á hveiju horni, aðal- götur lokaðar og brynvarðir bílar í röðum. Myndaði þetta býsna þver- sagnarkennda umgjörð um ljóða- þingið þar sem menn fóru með friði og fátt að vopni nema orðin. Ljóðskáld í lögregluríki íslendingar áttu þrjá fulltrúa á ljóðaþinginu, sem bar yfirskriftina Andlit samtímans. Skáldin Sigurður Pálsson og Sigurbjörg Þrastardóttir fluttu ljóð og fyrirlestra um stöðu ljóðs og skálda í samtímanum og Astráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Há- skóla Islands, gaf gestum líflegt yf- irlit yfir íslenska samtímaljóðlist. Skáldin fluttu ljóð sín jafnt á frum- málinu sem og í ítölskum þýðingum, enda lögðu skipuleggjendur áherslu á að hljómur hvers máls fengi að njóta sín. Þannig las spænska skáld- ið Arturo Casas á galisísku, Jean- Pierre Lemaire á frönsku og Bret- amir Jamie McKendrick, Lativia Greenlaw og Michael Hofmann á ensku. Athafnamaðurinn Timo Sinn- emaa gaf svo finnsk hljóðdæmi, auk þess sem hann flutti athyglisverðan fyrirlestur um ljóðlist á Norðurlönd- um, en hann var eini Norðurlanda- búinn á þinginu fyrir utan íslend- ingana. Þá eru ótalin ítölsk skáld og fræðimenn sem þátt tóku í þinginu, að ógleymdum pólska fræðimannin- um Jaroslaw Fazan. Miðað við höfðatöluna margfrægu þótti mörg- um hlutur Islands á þinginu mynda- rlegur, en það var Háskóli íslands sem skipulagði þátttöku islensku sendinefndarinnar í samvinnu við Háskólann í Bologna og Ljóðamið- stöðina í Bologna. Af óróa stjórnleysingja er það að segja að lögregla náði að mestu að hindra mótmælin vegna fundar Al- þjóðaviðskiptaráðsins - ekki síst með kylfum og þyrlueftirliti. Enginn stóð hins vegar í vegi fyrir friðsam- legri fjöldagöngu skálda að kvöldi annars dags Ijóðaþingsins. Þá gengu skáldin ásamt farandkammersveit milli nafntogaðra torga í borginni og lásu ljóð á hveiju torgi við góðar undirtektir borgarbúa. íslenskt lyklaborð uppi á vegg Þema ítölsku borgarinnar Bol- ogna sem menningarborgar Evrópu er „samskipti". Frá upphafi hafa borgaryfirvöld haft á teikniborðinu stóra sýningu með sama nafni, og hefur hún nú verið opnuð í höll Enzo konungs í hjarta borgarinnar. Sýn- ingin ber nafnið Communication og „talar“ fjórtán tungumál. Þar á með- al íslensku. Allra handa samskiptatæki eru Rammíslenskur framburður er meðal þess sem heyra má á tæknisýningunm „Samskipti" sem nu stendur yfir 1 höll Enzo konungs í Bologna. Sýningarsalirnir eru fyrir miðri mynd. Fulltrúar íslands við upphaf ljóðaþingsins f Bologna: Ástráður Eysteins- son, Sigurbjörg Þrastardóttir og Sigurður Pálsson ásamt. eiginkonu sinni, Kristínu Jóhannesdóttur, og syni þeirra, Jóhannesi Páli. Morgunblaðið/SÞ Nærvera lögreglu var þrúgandi meöan á Ijóðaþinginu í Bologna stóö. Ástæðan var þó ekki uppsteyt skálda, heldur höfðu verið boðuð fjölda- mótmæli í miðborginni vegna fundar Alþjóðaviðskiptaráðsins sem fram fór á sama tíma. viðfangsefni sýningarinnar, allt frá símskeytum til gervihnatta, með viðkomu í tölvum og tungutækni. Fyrsti salurinn af þremur er til- einkaður sögu samskiptatækja á borð við morstæki, ritvélar, útvarp, sjónvarp, hljóðritunartæki og síma. í sýningarkössum gefur m.a. að líta símskeytabúnað frá 1854, Klingsor- grammófón frá 1920, breskt síma- skiptiborð frá 1930, Ramazzotti-út- varpsviðtæki frá 1926 og fleiri sögu- lega gripi. Einna mesta athygli nútímabarna vekur fyrirrennari GSM-símanna, fyrirferðarmikill Nokia-farsími frá 1983! I næsta sal er sérstakt svæði til- einkað lífshlaupi „föður útvarpsins", ítalans Guglielmo Marconi, en hann þróaði aðferð til þráðlausra hljóð- samskipta árið 1895. Hann er einn af þekktari sonum Bologna-borgar, fæddur þar árið 1874 og við hann er breiðgata í borginni kennd. Mestur hluti salarins er hins veg- ar lagður undir litla bása sem hafa það hlutverk að leiða gesti í sannleik um eðli tölvusamskipta og uppbygg- ingu stafrófsins í ólíkum löndum. Þetta er hinn gagnvirki hluti sýning- arinnar. Á hverjum bás má prófa, hreyfa, tala og hlusta og læra á þann hátt eitthvað nýtt. Fyrst grípur aug- að tafla með fjórtán stafrófum þar sem sjá má hvaða stafir eru sameig- inlegir og hverjir sérstakir fyrir hverja tungu. Hægt er að velja staf hvar sem er á töflunni og hlýða á framburð bókstafsins á því máli sem við á, þar á meðal skýran framburð íslendings á þ, æ, ö og öðrum sér- íslenskum stöfum. Tungumálin fjórtán eru tékkneska, danska, þýska, enska, spænska, franska, gal- isíska, íslenska, ítalska, hollenska, norska, pólska, finnska og sænska, en þessi mál eru töluð á málsvæðum menningarborganna níu. Menningarlegur skyldleiki mál- svæðanna er leiddur í ljós með sam- anburði á nokkrum máltækjum sem öll eru til í svipuðum útgáfum í lönd- unum níu. Til dæmis er íslenska máltækið „Heima er best“ þýtt á öll hin tungumálin og að sama skapi er birt bein íslensk þýðing á máltækj- um úr hinum málunum sem hafa sams konar merkingu. Þá hanga í glerkassa á vegg tölvulyklaborð sniðin að ólíkum tungumálum, og þannig mætti áfram telja. Tölvutæk samskipti eru viðfangs- efni annarra bása. Éin tölvan býður gestum að skrá nafn sitt á skjá og breytir bókstöfunum jafnóðum í 8- bita tvítölu samkvæmt merkjakerf- inu ASCll-8. Þá breytist t.d. nafnið Björg í talnarununa 01100010- 01101010-11110110-01110010- 01100111. Utilista- verkið Dansleikur afhjúpað við Perluna ÚTILISTAVERKIÐ Dansleikur eft- ir Þorbjörgu Pálsdóttur sem hún gaf Reykjavíkurborg árið 1995 var afhjúpað við inngang Perlunnar á föstudag. Verkið var gert árið 1970 cn hefur nú verið bronshjúpað að ósk listakonunnar. í bók sem gefin var út um Þor- björgu og verk hennar árið 1983 segir Emir Snorrason rithöfundur m.a.: „Verk Þorbjargar Pálsdóttur eru, að mínu viti, einhver frumleg- asti skúlptúr, sem íslendingur hef- ur skapað. Myndlistamenn fara flestir í smiðju þekktra starfs- bræðra og eru í einhverjum skiln- ingi nánari útfærsla af stefnum og fyrri verkum. Þorbjörg hefur enga slíka fyrirmynd. Með orðfæri Nietzsches mætti segja að hún væri upprunalegur (na'if) listamaöur." Þorbjörg er fædd árið 1919 og nam m.a. við Handíða- og mynd- listaskólann í Reykjavík og högg- Morgunblaðið/Ami Sæberg Frá afhjúpun verksins síðastliðinn föstudag. myndadeild Myndlistaskólans i Jóhanns Eyfells í Bandaríkjunum. Reykjavík undir handleiðslu Ás- Hún hefur haldið einkasýningar mundar Sveinssonar. Þá nam hún í hérlendis og erlendis og tekið þátt í Stokkhólmi og undir handleiðslu samsýningum. Onnur tölva sýnir hvernig band- vídd hefur áhrif á myndgæði, þar er kvikmynd af gestinum sjálfum varp- að á tölvuskjá, allt frá óskýrri mynd (14,4 kb/s) að hætti bestu tækni árs- ins 1991 til mun skýrari myndar (4000 kb/s árið 2000) sem þróunin síðasta áratuginn hefur fært okkur. Enn önnur tölva raddar texta sem gestir slá inn, með frönskum, tékk- neskum eða íslenskum framburði eftir vali hvers og eins. Þá eru á öðrum básum skýrðir út leyndardómar dulkóðunar, skyggnst inn í svera og granna tölvukapla og endurvarp hljóða út- skýrt með dæmum. Á einum bás má svo sannreyna hvernig unnt er að borga í stöðumæli með GSM-síma - þar er á ferð kynning á greiðslumáta framtíðarinnar í boði fínnska far- símafyrirtækisins Nokia, en það eru einmitt Finnar sem unnið hafa með Itölum að uppsetningu þessa sýn- ingarhluta. I þriðja sal sýningarinnar er fjall- að um margmiðlun og viðamikil rannsóknarnet, tölvutækni í verslun og þjónustu og áhrif tækni á daglegt líf framtíðarinnar. Eins og lög gera ráð fyrir er gestum svo boðinn frjáls aðgangur að nettengdum tölvum svo þeir geti sannreynt töfra Internets og tölvupóstsamskipta og kannað sjálfir nýjustu leiðir til mannlegra samskipta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.