Morgunblaðið - 22.10.2000, Síða 38

Morgunblaðið - 22.10.2000, Síða 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 ------------------------- MINNINGAR KOLFINNA PÉTURSDÓTTIR + Kolfinna Péturs- déttir fæddist á fæðingardeild Land- spítalans í Reykjavík 5. niars 1996. Hún lést á Bamaspitala Hringsins Landspít- ala mánudaginn 16. oktéber siðastiiðinn. Foreldrar hennar eru Pétur Arni Rafnsson og Ásta María Reynisdóttir. Systkini hennar em: Sif, f. 1983, Reynir Gísli f. 1991, d. 1992, og Svanfríður Birna, f. 1993. Foreldrar Péturs Bima Pétursdóttir og Rafn Júlíus Jóhannsson frá Stykkishólmi og foreldrar Ástu Maríu em Svan- fríður Guðjónsdóttir og Reynir G. Karlsson, búsett í Reykjavík. titför Kolfinnu fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 23. október og hefst athöfnin klukkan 15. Áma eru Gísli bróðir þinn tekur vel á móti þér, það er okkur örlítil huggun. Þínir elskandi foreldrar. Kæra Kolfinna, litla systir mín. Eg er glöð fyrir þær stundir sem við fengum saman og það er erfitt að skilja að þú sért far- in frá okkur. Ég man eftir þér í sumar þegar þú sast í stólnum þínum og brostir til okkar, þú varst voða glöð stelpa! Nú þegar þú ert ekki lengur hjá okkur mun ég sakna þín, en ég veit að Guð passar þig og bróður okkar. „Guð sækir sína bestu engla fyrst.“ Þín stóra systir, Sif. Elsku besta litla englabarn. Mikið var það nú sem þú kenndir okkur á stuttri ævi þinni. Skilyrðislausa ást, gleði yfir litlu, eins og bara þessu yndislega snögga brosi þínu sem bræddi mann þúsund sinnum. Þá kenndir þú okkur að taka engu sem sjálfsögðum hlut heldur sjágleði og hamingju í mörgu smáu. Otal margir komu að umönnun þinni og fengu að kynnast þínu blíða skapi. Langar okkur við þetta tæki- færi að þakka öllu þessu yndislega fólki sem hjálpaði okkur að annast hana. En nú þurfum við að kveðja þig litla kúlukona og er það okkiu- ótrú- lega sárt. En við vitum að Reynir Elsku litla systir mín. Ég er svo leið af því að þú ert farin frá okkur og sakna þín mikið. Þú sem varst svo mikið krútt. En mamma segir að nú sértu að hlaupa um og leika þér hjá Guði og Reyni Gísla bróður okkar. Gangi þér vel uppi hjá Guði, ég veit hann passar þig vel fyrir okkur. Ég elska þig alltaf. Svana Bima. Leiddu mína litlu hendi, ijúfi faðir þér ég sendi, bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíðiJesúaðmérgáðu. Elsku Kolfinna frænka, nú ert þú orðinn engill í alvörunni, alveg eins og Reynir Gísli stóri bróðir þinn. Nú getið þið hlaupið um og leikið ykkur saman eins og við vorum vön að gera í kringum stólinn þinn. Þér fannst svo gaman þegar við vorum með læti í kringum þig, en það gerðum við oft og áttum auðvelt með, þvi okkur fannst það líka svo skemmtilegt. Þú sendir okkur alltaf svo fallegt bros þegar við hvísluðum einhveiju í eyrað þitt eða gáfum þér smátíma á milli látanna, en svo varðstu líka leið þegar við skildum þig eftir eina. Við ætlum alltaf að muna eftir þér elsku Kolfinna frænka. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína þvínúerkommnótt. Um ljósið lát mig dreyma ogljúfaenglageyma öll bomin þín, svo blundi rótt (M. Joch.) Kær kveðja. Þín frændsystkin, Helena og Arnór Orn. Kveðja frá frændfólki Hvarsem éger, engrnn það sér, aðégþarfvin sem hefur örlitla stund, ætlaðamér. Enginn sbin tíma gefur. Guðhefurstund, gleynúreimér, Guð heyrir bænir allar. Tárumíbros breytirhannhér, bamið sitt mig hann kallar. Guð minn,égbið, gættumínvel, gefðu mér blessun þína. Breyskurþóttsé, fúsþérégfel framtíðogvegumína. (Lilja S. Kristj ánsdóttir.) SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR + Sigríður Péturs- dóttir fæddist 1 Ólafsfirði 5. apríl 1944. Hún lést á heimili sínu hinn 7. október sfðastliðinn. Foreldrar hennar eru þau Ásta Sig- valdadóttur frá Una- stöðum, Hólahrcppi í Skagafirði, f. 8. mars 1924, og Pétur Sig- urðsson frá Reykhól- um í Barðastrand- arsýslu, f. 15. júlí 1920, d. 7. október 1972. Bræður henn- ar eru þeir Sigvaldi Hólm Péturs- son, f. 12. janúar 1943, og Sigurður Pétursson, f. 1. apríl 1948. Sigríður giftist hinn 17. júní 1964 Karli Jónssyni. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Ásta, f. 22. nóvember 1963. Maki hennar er Guðmundur Birgir Ivarsson, f. 11. októ- ber 1964. Börn Guð- rúnar Ástu eru þær Fanney Norðfjörð, f. 15. febrúar 1985 og Eva Karen, f. 27. jan- úar 1997. 2) Karl Andrés, f. 25. júní 1966. Maki hans er María Árnadóttir, f. 16. septem- ber 1960. Sonur þeirra er Krist- mann, f. 24. nóvember 1996, en fyrir á María synina Siguijón Jónsson, f. 22. desember 1979 og Árna Markús Jónsson, 3) Pétur, f. 23. ágúst 1973, barnlaus. Fjölskylda Sigríðar bjó í Ólafs- firði til ársins 1952 en fluttist það- an til Hofsóss. Árið 1959 flytur fjölskyldan frá Hofsósi til Reykja- víkur. Frá Austurbæjarskólanum varð Sigríður gagnfræðingur og hún nam síðan í einn vetur við Myndlistarskólann en hún var mjög listræn í eðli sínu. Sigríður starfaði hjá Barna- og fjölskyldu- ljósmyndum og hafði þar þann starfa að lita svart-hvítar ljós- myndir. Var Sigríður með þeim síðustu sem bjó yfir kunnáttu og sinnti þessum starfa, áður en breytt tækni í Ijósmyndun tók yf- ir. Þá starfaði Sigríður um hríð á teiknistofunni Hnit eða þar til heilsa hennar brast. Útför Sigríðar fór fram í kyrr- þey frá Fossvogskapellu föstu- daginn 13. október. í þessum fáu og fátæklegu orðum viljum við minnast Siggu frænku. Siggu frænku voru gefnir margir góðir hæfileikar og mannkostir. Þannig gat hún á undraverðan hátt töírað fram magnaða hluti nánast upp úr engu og gilti einu hvort hún dekkaði matborð með margvíslegum kræsingum eða las ævintýri fyrir böm þar sem hver persóna hafði sína sérstöku rödd þvi listræn var hún með afbrigðum. Glaðværð hennar var einstök og það var alltaf mikið líf og fjör í kringum hana. Hún hafði sérlega smitandi hlátur og gat jafn- vel fengið mestu þursa til þess að brosa. En sitthvað er gæfa og gjörvi- leiki, okkur er það ekki öllum gefið að haga seglum eftir vindi. Guð gef mér æðruleysi tilaðsættamigviðþað sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta þvíseméggetbreytt, og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Góður Guð gefi Siggu frænku frið en hinum líkn sem lifa. Hólmfríður og Kristján Freyr. Með þessum orðum vil ég minnast Siggu frænku. Eitt sinn þegar ég sem lítill krakki átti erfitt með svefn var Sigga ekki lengi að bjarga mál- um. Hún gaf mér „töfrakrem“ sem átti að bera á andlitið og þá gengi allt betur. Kremið virkaði. Það sem óvit- inn vissi ekki og seinna kom í ljós var að þetta var dós af Nivea-nætur- kremi. Þó held ég að sannfæringar- máttur Siggu hafi hér verið þyngri á metum en innihald og gæði krems- ins. Þessi minning er mér kær og hugsa ég iðulega til Siggu þegar ég ber „töfrakrem“ af einhverju tagi í andlit mitt. Allt eins og blómstrið eina uppvexásléttrigrund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði afskoriðverðurfljótt, lit og blöð niður lagði — líf mannlegt endar skjótt. (Hallgr.Pét) Góður Guð gefi Siggu frænku góð- an næturstað. Margrét Sigurðardóttir. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálf- um. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. f;* Elsku Kolfinna okkar, við kveðj- um þig og þökkum þér samveru- stundirnar. I hjörtum okkar lifir minning um litla yndislega stúlku. Ásta, Pétur, Sif og Svana, sorg ykkar er djúp og sár, en þið eigið góðar minningar sem munu gefa ykkur styrk til þess að takast á við lífið áfram. Við biðjum góðan Guð að halda verndarhendi yfir ykkur og styrkja. Anna María, Davíð, Unnur Edda, Sveinn Amar og Siija Katrín. Mig setti hljóðan þegar ég frétti að litla vinkona mín hefði kvatt okk- ur. Ég kynntist Kolfinnu fyrir um ári þegar móðir hennar fór þess á leit við mig að aka henni heim frá dag- heimilinu. Það fór ekki fram hjá neinum sem ungengust Kolfinnu litlu, að með fallegu brúnu augunum sínum tjáði hún tilfinningar sínar. Ég votta foreldrum og öðrum að- standendum innilega samúð og kveð hana Kolfinnu með þessum vísum sem lýsa samskiptum okkar þetta ár sem við vorum samferða. Við hittumst daga flesta og ókum saman um stund. Þér fannst það skemmtun besta aðfaraávinafund. Nú ertu farin, litla vina mín lokið er jarðvistþinni. En brosið blítt og augun þín mér aldrei líða úr minni. (Sólveig Jóna Jónsdóttir.) Sigurður bflstjóri. Með þessari litlu kvöldbæn viljum við kveðja litlu frænku okkar. Legg ég nú bæði líf og ðnd ljúfí Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Elsku Pétur, Asta, Svanfríður Birna og Sif. Megi Guð styrkja ykk- ur á þessum erfiða tíma. Fjölskyldan Dvergaborgum 8. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von, sem hefur vængi sína misst, og varir, sem aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst, og aldrei geta sumir draumar ræsL Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, og lítil böm, sem aldrei verða menn. (Davíð Stef.) Þær skyldur sem Guð leggur á mennina eru margar og misjafnar. Ásta María Reynisdóttir og Pétur Rafnsson, foreldrar Kolfinnu Pét- ursdóttur, hafa mátt bera þyngri byrðar en flestir og bera nú til grafar annað barn sitt. Við, stöllur Ástu Maríu úr fótbolt- anum og saumaklúbbnum, höfum fylgst með uppvexti Kolfinnu og þroska allt frá fæðingu hennar. Við höfum dáðst að því af hve miklu æðruleysi Ásta María og Pétur hafa tekist á við þau erfiðu veikindi sem hrjáðu Kolfinnu frá fæðingu, en þau voru þau sömu og drógu bróður hennar, Reyni Gísla, til dauða áður en hann náði eins árs aldri. Þau sýndu henni, líkt og Reyni Gísla, ein- staka ást og umhyggju, byggðu sér fallegt heimili þar sem hugsað var til allra hennar þarfa í framtíðinni svo hún, þrátt fyrir mikla fötlun, gæti al- ist upp i faðmi fjölskyldu sinnar og ástvina. En eitt sinn verða allir menn að deyja. Kolfinna mátti á rúmum fjór- um árum takast á við erfiðari baráttu en flestir þeirra sem langlífari eru hafa tekist á við á sinni ævi. Dvöl Kolfinnu hér á jörð kenndi öllum þeim sem til hennar þekktu að taka ekki heilsu og heilbrigði sem sjálf- sagðan hlut, heldur að meta heilsuna ofar öllu, enda er hún dýrmætasta gjöf Guðs til okkar mannanna. Við vottum Ástu Maríu, Pétri, Svanfríði Bimu, Sif og öðrum ætt- ingjum Kolfinnu okkar dýpstu sam- úð og biðjum algóðan Guð að styrkja þau í sinni miklu sorg. Saumaklúbburinn. Við í Smárahvammi kveðjum hana Kolfinnu okkar með uppáhaldslag- inu hennar. Uppi á grænum, grænum himinháum hól, sá ég hérahjónin ganga. Hann með trommu, bomm, bomm, bommborommbommbomm, hún með fiðlu sér við vanga. Þá læddist að þeim ljótur byssukarl og miðaði í hvelli, en hann hitti bara trommuna sem small, og þau hiupu’ og héldu velli. (Þýð. Hrefna Tynes.) Hvíl í friði litla vina. Kæru for- eldrar og systur, megi Guð vera með ykkur og veita ykkur styrk. Starfsfólk Smárahvamms. Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja, lögð í jörð með himnafóður vilja, leyst frá lífí nauða, ljúf og björt í dauða lézt þú eftir litla rúmið auða. Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða, Lof sé Guði, búin ertu’ að stríða. Upp til sælu sala saklaust bam án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. (Matt Joch.) Elsku Ásta, Pétur, systur og aðrir aðstandendur, við vottum okkar innilegustu samúð og megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Við munum geyma minninguna um litlu stúlkuna ykkar með brúnu, fallegu augun og bjarta brosið sitt. Guð geymi hana. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofha fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr.Pét) Starfsfólk Skammtíma- vistunar, Álfalandi 6. Elsku Kolfinna okkai’. Þökkum kærlega fyrir samveruna sem við áttum á Bangsadeild. Minn- ing okkar um þitt fallega bros og stóru brúnu augun þín mun fylgja okkur um ókomna framtíð. Nærveru þinnar er sárt saknað af öllum á Bangsadeild. í huga barnanna á deildinni ert þú orðin engill sem get- ur hlaupið og flogið á himnum. Ásta, Pétur, Svana og aðrir að- standendur, við vottum ykkur samúð á þessum erfiðu tímum. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þina hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr.Pét.) Starfsfólk Bangsadeildar, Múlaborg. Vemdi þig engiar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín, líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt (StTh.) Á morgun kveðjum við litla vin- konu okkar, Kolfinnu Pétursdóttur. Upp í hugann kemur vísa sem hefst þannig: „Þetta litla ljósið mitt það skal lýsa bjart“. En það var ein- mitt rétt fyrir jólin í fyrra að Kolfinna tók þátt í skemmtun í Lyngási og fór upp á svið ásamt hinum bömunum með ljós í hendi og starfsfólkið söng „þetta litla ljósið mitt“. Við minnumst Kolfinnu eins og ljósgeisla. Fallegri augu og fallegra bros var vandfundið. Við minnumst líka þrautseigjunnar og þolinmæð- innar þegar henni leið illa, en alltaf var samt stutt í brosið og góða skapið. Mér er sem leggi ég lófann á litla höfuðið þitt, biðjandi Guð að geyma gullfagrabamiðmitt. (B. Gröndal.) Við biðjum góðan Guð að vernda og varðveita Kolfinnu litlu og styðja og styrkja Ástu, Pétur, Sif og Svönu, einnig afana, ömmurnar og aðra aðstandendur. Vinir á stofu A, Lyngási.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.