Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 21 verk fjölmargra annarra íslenskra tónskálda. Tónleikaröðinni lýkur með tónleikum Hamrahlíðarkórsins í Listasafni íslands 21. nóvember. Kjartan segir það vel við hæfi, þar sem flest íslensk tónskáld hafi samið sérstaklega fyrir kórinn og Þorgerð- ur Ingólfsdóttir hafi verið mjög iðin við að flytja þau verk. Jákvæð áhrif menningarborgar á alla listastarfsemi í landinu Kjartan kveðst að lokum vilja lýsa ánægju sinni með samstarfið við Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 og þeim miklu áhrifum sem hún hefur haft á íslenska menningu og íslenska tónlist. „I ákveðin verk- efni hafa verið settir fjármunir sem dreifast um allt þjóðfélagið. Þeir fjármunir sem hafa komið til Tón- skáldafélagsins vegna þessa stóra samstarfsverkefnis hafa runnið inn í hina ýmsu geira tónlistarlífsins; til tónlistarmanna sjálfra, inn í tónlist- arhúsin, hljóðfæraleigu o.fl. Þetta hefur líka verið mikil örvun við tón- sköpun og afleiðingin er miklu fjöl- breyttara tónlistarlíf og fjölbreytt- ara menningarlíf í heild sinni. Við sjáum ekki annað en að þetta hafi mjög jákvæð áhrif á alla listastarf- semi í landinu. Sumir þessir menn- ingarviðburðir hafa vakið athygli er- lendis og okkur hefur borist fjöldi fyrirspuma. Nú verðum við að nýta okkur þann áhuga og fara í víking til útlanda með það sem við höfum fram að færa. Stjómendum menningar- borgarinnar hefur tekist mjög vel að stjóma því fjármagni sem úr var að spila og þeir hafa sýnt fram á að hér er hægt að reka mjög blómlegt menningarlíf með þeim aðferðum sem hafa verið notaðar. Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að öll þessi reynsla verði nýtt og það sem hér hefur verið byrjað á fái að lifa áfram,“ segir Kjartan. Eyjólfur Einarsson sýnir málverk í Man Hverfu tímans EYJÓLFUR Einarsson hef- ur fundið verkum sínum stað í sýningarrými kjall- ara kvenfataverslunar- innar Man. Rýmið er berangurslegt, jafnvel kuldalegt, en myndirnar ein- kennast aftur á móti af þykkt og fyll- ingu og em jafnframt gæddar undar- legri hlýju. Eyjólfur segist ná þessari þykkt fram með því að mála þunnt lag af dökkum olíulit yfir þykkt lag af björtum litum, og nær með því móti einnig fram birtu sem á köflum er nánast sjálflýsandi. Jafnframt þessu skyggir hann og málar þykkt á stöku stað. Framsetningin á bakgranni og umhverfinu í myndunum minnir af þessum sökum á leiktjöld og er sem myndefnið hverju sinni sé sett fram á leiksviði. Sú tilfinning skapast ekki síst vegna djarfra litasamsetninga. Fölir og viðkvæmnislegum tónar af gulum og bleikum olíulitum era dregnir fast upp við þungbúinn gráma og brúnleitt myrkur. Eyjólfur setur hugmyndir sínar fram í formi kunnuglegra fyrirbæra, eins og t.d. hringekjunnar, sem kalla mætti leiðarstef sýningarinnar. Hon- um er umhugað um að mynda óvænt tengsl í verkum sínum og hvetja menn þar með til umhugsunar um vanabundin fyrirbæri og sjálfgefin hugtök. Hringekjan virðist þjóna sem tákn fyrir hverfulleika tímans, hringleik sem menn koma sér fyrir á um stund og yfirgefa síðan. Það mætti orða framsetningu Eyjólfs á þann veg að hann sviðsetji óvæntu Morgunblaðið/Golli Eyjólfi Einarssyni er umhugað um að mynda óvænt tengsl í verkum sínum og hvetja menn þar með til umhugs- unar um vanabundin fyrirbæri og sjálfgefin hugtök. tengslin í verkum sínum. í verkinu Hverfill stillir hann t.d. upp einni og yfirgefinni hringekju, skærblárri og myndskreyttri, í berangurslegu og myrku hálendisumhverfi. Andstæð- umar verða allskýrar fyrir bragðið, en andrúmsloftið annarlegt. Einnig er bragðið á leik með táknið sjálft, hringekjuna. I einu verki myndrað- arinnar Allt er í heiminum hverfult... hefur hringekjan umbreyst í geimfar og tekist á loft með líkum tilburðum og hæfa þeim farkosti. í samræmi við slíkar áherslur er birtan oft málm- kennd, og þá einkum þegar hringekj- urnar eigaíhlut. Þema sýningarinnar er sem sagt tíminn og hverfulleikinn. Sama tákn- ið er sett fram með mismunandi hætti og gefa tilbrigðin í sameiningu til kynna að tíminn feli í sér afger- andi umbreytingar. Tákn taka stakkaskiptum í rás tímans, en era eftir sem áður bundin sömu hlutum. Hringekjan er og verður þessi hlutur sem við könnumst við úr skemmti- görðum, en umhverfi hennar breytist og tákngildið með. Hringekjan gæti jafnvel hafið sig á loft líkt og eitt- hvert geimfar, sem og gerist í áður- nefndu verki hans, en útkoman verð- ur annarleg þar sem hringekjan tilheyrir hugmyndum um allt annars konar tímarými. Hringekjuna mætti reyndar með ýmsu öðra móti túlka sem tákn fyrir hverfulleika tímans. Táknin era ákaflega fyrirferðai-- mikil á myndsviðinu. Þau era mörg hver nánast erkitýpísk og er ætlunin samkvæmt listamanninum að sem flestir beri kennsl á þau og geti í framhaldi af því meðtekið óvænt tengslin og annarleikann í framsetn- ingunni. Eyjólfi þótti jafnframt kost- ur að hafa sýningarrýmið lítið, svo að gestir gætu gefið sér tíma til að spá almennilega í andstæðurnar í hverju verki. Framsetningin er eftir þessu ágeng og hvetur viðtakanda til að staldra við og velta vöngum yfir því sem ekki passar saman. Borgarleikhúsið Hvaða Shake- speare? í TILEFNI sýningarinnar á Lé konungi eftir William Shakespeare stendur Leikfélag Reykjavíkur fyrir umræðum um Shakespeare- sýningar næstkomandi miðviku- dagskvöld 25. október kl. 20. I tilkynningu frá Borgarleikhús- inu segir að sýningar á verkum Shakespeares á íslandi virðist nær undantekningalaust vekja upp deilur og misjafnar skoðanir á meðferð leikhúsanna á verkum þessa frægasta leikskálds verald- ar. „Nú í haust verða þrjár Shake- speare-sýningar á fjölum leikhús- anna: Lér konungur í Borg- arleikhúsinu, Draumur á Jóns- messunótt í Þjóðleikhúsinu, Of- viðrið í Nemendaleikhúsinu Jafn- vel væri að vissu leyti hægt að tala um fjórðu sýninguna: Sjeikspír eins og hann leggur sig sem Leik- félag Islands sýnir í Lofkastalan- um. Hvers vegna vekja Shakespeare- sýningar endurtekið upp svo sterk viðbrögð? Er hægt að tala um ein- hverja hefð í uppsetningum á verkum Shakespeares? Er leikhús- unum heimilt að fara með þessi verk algjörlega að eigin vild? Hvar er Shakespeare? Er hann á meðal vor - eða víðs fjarri?" Þátttakendur í umræðunni verða leikstjórarnir Guðjón Pedersen og Kjartan Ragnarsson, Gunnar Stef- ánsson leiklistargagnrýnandi, Guð- mundur G. Þórarinsson verkfræð- ingur og Ásdís G. Sigmundsdóttir. Martin Regal, leikhúsfræðingur og kennari við Háskóla íslands, mun stjórna umræðum. Aðgangseyrir er 500 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.