Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Hver ve ao heim L/ r\ /fyjfjf y UUJ UJU Heimurinn er heima var yfirskrift ráóstefnu um fjölmenningarlegt samfélag á íslandi í Reykjavík fyrir helgi. Anna G. Ólafsdóttir króaöi tvo fyrirlesarana á ráöstefnunni af ú í horni og spuröi þá spjörunum úr um fjöl- menningarlegt samfélag. „ÍSLAND er hrífandi land,“ segir El- izabeth Fullon um leið og hún fær sér fyrsta sopann af kaffinu sínu þennan kalda haustmorgun á íslandi. Eliza- beth tekur íram að hún hafi bundist íslandi sterkum böndum eftir að hafa dvalist hér í heilt ár til að vinna að doktorsverkefni sínu frá Massaehus- etts-háskóla um samfélag filipps- eyskra kvenna á í slandi frá því í sept- ember árið 1997 þangað til í ágúst árið 1998. Ráðstefnan „Heimurinn er heima“ hafi gefið henni frábært tæki- færi til að endumýja kynni sín við land og þjóð. Hún segist reyndar fyrst hafa hrifist af íslandi við lestur Islendingasagnanna í námi sínu und- ir leiðsögn Stephens Mitchells til ALM-gráðu í bókmenntum frá Harvard-háskóla. Fyrir vinnuna við doktorsverkefnið hafi hún í tvígang komið til Islands. „Ég kom hingað í tveggja vikna heimsóknir 1995 og 1997 og hafði ekki hugmynd um að Fiiippseyingar byggju hér,“ segir hún og brosir. Annað kom á daginn því að fljótlega var ég kynnt fyrir bæði Filippseying- um í Keflavík og Reykjavík. Eins og gengur og gerist kynnti einn mig fyr- ir öðrum og síðan koll af kolli þar til hópurinn var orðinn býsna fjölmenn- ur. Tengslin héldust og urðu kveik að því að ég ákvað að sækja um I bright-styrk tii að skrá sögur filip eyskra innflytjenda á íslandi frá 1 til 1998. Við undirbúning verkefnisins mér gjarnan bent á að vera í teni um við ýmsar stofnanir samfélags Þau ráð voru að sjálfsögðu gef góðri meiningu. Eini gallinn er að innflytjendur í sýnilegum tengslum við ýmsar stofnanir eiga sjaldnast í nokkrum erfiðleikum með að aðlag- ast nýju samfélagi. Ég hafði meiri áhuga á óaðgengilegri hópi ósýni- legra filippseyskra innflytjenda á ís- landi. Sú goðsögn hefur lengi lifað góðu lífi að takmark félagsvísindanna sé að láta rödd hinna ósýniiegu heyr- ast. Sannleikurinn er allt annar enda höfum við ekki slíkt vald. Algengara er að við lærum af hinum eins og gerðist í mínu tilviki á íslandi." ísland er eins og tilraunaglas Nú hlýtur þú að hafa þekkt fílipps- eysk samfélög víða um heim. Hvers vegna varð ísland fyrir valinu? „Ég hefði getað unnið rannsókn á samfélagi Filippseyinga nánast hvar sagnanna. sem er í heiminum, t.d. í Hong Kong, Tókýó, Róm eða Bandaríkjunum. Nú verð ég reyndar að viðurkenna að ég hef reynslu af því að gera litla eigin- dlega rannsókn á sjálfsmynd tveggja unglingsstúlkna af annarri kynslóð Filippseyinga í Bandaríkjunum. Fyrsta spumingin snerist um hvort að stúlkumar litu á sig sem Filipps- eyinga eða Bandaríkjamenn. Svörin komu á óvart því stúlkurnar sögðust hafa átt nánustu tengslin við böm af suður-amerískum upprana í mennta- skóla, svarta á fyrsta stigi háskóla- námsins o.s.frv. Spurningin hafði því ekki náð yfir alla hugsanlega áhrifa- þætti í fjölbreytilegu samfélagi. Ann- ar hluti vandans felst í því að afmarka ákveðinn fjölda í rannsóknina. Ekki er nóg að velja Boston því að taka þarf ákvörðun um að halda sig við miðborgina, úthverfm eða aðra við- miðun. Hvoragur vandinn er fyrir hendi á íslandi. ísland er ekki aðeins hrífandi land í mínum huga. Lítið er um áhrif frá öðram menningarheim- um og fámennið veldur því að sérstök afmörkun er óþörf. Miðað við stóra þjóðimar er ísland eins og lítið til- raunaglas - frábært til rannsókna á fjölmenningarlegu samfélagi - enda hef ég mælt með íslandi við aðra vini mína í tengslum við fjölmenningar- legar rannsóknir. Hinu er heldur ekki að leyna að rannsóknirnar geta verið afar gagn- legar fyrir íslandinga. íslenska ríkis- stjómin þarf að gera sér grein fyrir því að þjóðin hefur tækifæri til að sneiða hjá biturri reynslu annarra þjóða og gera hlutina rétt frá upp- hafi.“ Hverniggekk? „Að gera sér far um að kynnast því hvemig filippseyskt samfélag mótast inni í íslensku nútímasamfélagi er af- ar áhugavert. Engu að síður getur verið erfitt að greina frá eins árs ferli með fáeinum orðum - eiginlega gekk bæði vei og illa. Eins og ég greindi frá áðan var ytri ramminn afar heppileg- ur. Enginn vandi var að halda utan um hópinn því hann var stöðugur og óalgengt að konurnar kæmu hingað tímabundið til vinnu. Kynslóðabili var heldur ekki fyrir að fara eins og viða erlendis því konurnar vora allar á svipuðum aldri og höfðu komið hingað á svipuðu árabili, þ.e. frá því um 1987 til 1995. Á hinn bóginn reyndi upplifunin talsvert á mig pers- ónulega. Éftir að hafa lokið B A-gráðu í fjölmiðlafræði frá Filippseyja- háskóla fluttist ég til Bandaríkjanna árið 1979. Árin í Bandaríkjunum era því orðin 20 talsins og eiginlega er hægt að segja að ég hafi búið öll mín fullorðinsár í Bandaríkjunum. Að koma hingað var eiginlega eins og að koma aftur heim til Filippseyja. Segja ekki Islendingar einmitt: Hver vegur að heiman er vegurinn heim? Filippseyingar hafa verið duglegir við að flytja ýmislegt með sér til að viðhalda menningu sinni á íslandi. Samfélag Filippseyinga á íslandi hef- ur því ýmis sterk einkenni filipps- eyskrar menningar.“ Hélt að ég væri ræstingakona Er samfélag Filippseyinga á ís- landi mjög einangrað? „Aftur er svarið já og nei. Ég velti því fyrir mér í byrjun hvar væri eðli- legt að draga mörkin um samfélag Filippseyinga á Islandi. Sú spurning vaknaði fljótlega hvort ekki væri rétt að telja eiginmennina með. Hvað með tengdamæðurnar og mágkonurnar? Fjölmargar asískar konur hafa að- lagast íslensku samfélagi afskaplega vel. Algengast er að ein eða tvær ís- lenskar konur hafi tekið að sér að mynda eins konar brú konunnar inn í íslenskt samfélag. Islensku konurnar hafa á móti verið kynntar fyrir sam- félagi filippseyskra kvenna á íslandi. Ekki var því óeðlilegt að velta því upp hvort íslensku konumar tilheyrðu fil- ippseyskra samfélaginu. Annars var ég svo heppin að geta látið spurning- unni ósvarað enda var mitt hlutverk ekki að vinna fræðilega rannsókn með hefðbundnum hætti. Markmiðið var ekki að fjalia um hópinn heild- rænt heldur safna saman persónu- legum sögum hverrar konu fyrir sig.“ Hvað var erfíðast? „Erfiðasta reynslan var í rauninni að vera ekki aðeins utanaðkomandi Á íslandi er að þróast fjölmenningarlegt samfélag. Myndin er tekin á Sólarhátíð á leikskólanum Mánagarði i fyrra. ✓ Islending- ar fljúga blindflug MEÐ lifandi framsetningu á erindi undir yfirskriftinni Hvemig getur fjölbreytnin nýst íslensku samfélagi? tókst Gregg Zachary að fanga hug og hjarta ráðstefnugesta á Grand Hótel. Áhuginn leyndi sér ekki þegar hann fjallaði um hina áleitnu spurningu með hliðsjón af reynslunni í öðram löndum. Gregg er ekki aðeins blaða- maður á London-skrifstofu The Wall Street Joumal því að hann er höf- undur bókarinnar The Global me. Tímaritið Civilization, útgefið af The Library of Congress, valdi bókina eina af mikilvægustu bókum í heimi um hnattvæðinguna. The Boston Globe segir bókina „setja fram af ör- yggi og á skýran hátt það viðfangs- efni sem mun verða ríkjandi á kom- andi áram“. Gregg kom einmitt hingað tii lands þegar hann vann að upplýsingasöfn- un fyrir bókina fyrir tveimur áram. Gregg hefur verið tíður gestur á ís- landi allar götur síðan. Hann gaf sér stutta stund til að ræða við blaða- mann í kaffihléi á ráðstefnunni. Mig iangar til að byrja á því að biðja þig um að svara spumingunni í yfírskrift erindisins: Hvemiggetur fjölbreytnin nýst íslensku samfélagi? Fjölbreytni hefur ýmiss konar já- kvæð áhrif í samfélögum. Algeng- asta áhyggjuefnið er hversu kostnað- arsamt sé að fá stóra hópa inn- flytjenda inn í landið. Sannleikurinn er að innflytjendur hafa jákvæð áhrif á efnahag landa eins og Islands. Þrennt ætla ég sérstaklega að taka fram. Hið fyrsta er að innflytjendur auka eftirspum eftir vöram og þjón- ustu. Hið næsta er að innflytjendur mæta eftirspum eftir auknu vinnu- afli í hinum ólíkustu atvinnugreinum. Að lokum er ástæða til að nefna að innflytjendur hafa tilhneigingu til að stuðia að nýbreytni í hinu nýja sam- félagi, t.d. á sviði hvers konar tækni ogvísinda. Auðvitað er rétt að ákveðinn kostnaður fylgir innflytjendum. Þó er sá kostnaður afar lágur miðað við að flestir innflytjendur era komnir á fullorðinsár og því hafa aðrar þjóðir staðið straum af kostnaðarsamri menntun o.s.frv. Hvað annan kostn- að varðar verður að hafa í huga að innflytjendur greiða eins og aðrir skatta tii ríkisins til að standa straum af kostnaði við þjónustu við almenning í landinu. Af framansögðu er því alveg Ijóst að ágóðinn gerir meira en að vega upp á móti óumflýj- anlegum kostnaði við aðlögun inn- flytjenda í nýju landi. Meiri vandinn er á hinu félagslega og menningar- lega sviði. Pú sagðir í erindinu áðan að ís- lendingar flygju blindflug ímálefn- um innfíytjenda. Hvað áttu-þú eigin- legvið? Nú virðast íslendingar gjörsam- lega hanga í lausu lofti. Atvinnulífið óskar eftir erlendu vinnuafli og at- vinnuleyfi virðast gefin út algjörlega stefnulaust. íslendingar era fámenn þjóð og því verður fjöldinn aldrei jafnótrúlega mikill og í löndum eins og Svíþjóð. Þú sást tölurnar í fyrir- lestri Mikael Rundqvist, 50.000 íran- ir og 50.000 Irakar. Engu að síður er ekki útilokað að íslendingar vakni upp við að hafa gefið á bilinu 15.000 til 20. manns atvinnuleyfi árið 2001. Islenska ríkisstjórnin, samtök at- vinnulífsins, frjáls félagasamtök og innflytjendur ættu að setjast niður og velta fyi-ir sér helstu áherslu í málefnum innflytjenda. Þið þurfið að fara að gera ykkur grein fyrir því að þið getið sjálf haft áhrif á hvaða fólk kemur hingað. Þjóð eins og íslend- ingar getur gert áætlun um hversu fjölmennan hóp þarf til að sinna þörf- um atvinnuh'fsins, með hvaða mennt- un og frá hvaða löndum. Ef þið viljið fólk úr tækni- eða heilbrigðisgeiran- um finnst mér að þið ættuð að gera umheiminum það ljóst. Margar þjóð- ir era með ákveðna innflytjenda- stefnu og jafnvel kvóta. Banda- ríkjamenn era með kvóta fyrir fjölda innflytjenda frá ákveðnum löndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.