Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Prestaköll og prófastsdæmi Það fer nú að verða fokið í flest skjól á landsbyggðinni þegar guðsorðið verður farið líka. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri heldur í borðann meðan Sturla Böðvarsson samgönguráðherra klippir. Háreksstaðaleið opnuð fyrir umferð Norður-Héraði - Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opnaði á föstu- dagformlega fyrir umferð svokall- aða Háreksstaðaleið á Jökuldals- heiði. Nýi vegurinn um Háreksstaðaleið leysir af hólmi gömlu leiðina um Möðrudalsfjallgarða sem lá uppí 700 metra hæð en nýja leiðin er 460 til 580 metra yfir sjó. Hárekstaðaleið er kennd við eyðibýlið Háreksstaði sem er í heiðinni við veginn skammt austan við Langadalsá. Vegurinn styttir leiðina milli Vopnafjarðar og Héraðs um 40 kílómetra, en lengir hringveginn um 1 kílómetri. Verktaki við vegalagninguna var Arnarfell ehf. frá Akureyri og hafa framkvæmdir staðið í tvö ár. Eftirlit með vegalagningunni hafði Verk- fræðistofa Austurlands. Nýi vegur- inn sem er 33 kílómetra langur er lengsti sjálfstæði vegakafli sem vegagerðin hefur boðið út og liggur yfir öræfin langt frá þeim stað sem gamli vegurinn liggur, miklu norð- ar. Kostnaður við vegalagninguna er alls 540 miljónir. Nýja leiðin sneiðir hjá Möðrudal, Hrafnkatla Eiríksdóttir frá Skjöldólfsstöðum færði sam- gönguráðherra skærin. fer útaf gömlu leiðinni skammt fyrir austan Vegaskarð, liggur út Langa- dal, beygir síðan suður um Há- reksstaði og kemur á gömlu leiðina austan við Lönguhlíð. Það var ung stúlka, Hrafnkatla Eiríksdóttir á Skjöldólfsstöðum, sem aðstoðaði samgönguráðherra við að klippa á borðann og opna leið- ina formlega fyrir umferð. Hrafnkatla er af Háreksstaðaætt sem kennd er við eyðibýlið Há- reksstaði eins og vegurinn, en amma Hrafnkötlu, Lára Stefáns- dóttir frá Hallgeirsstöðum, er fædd á Háreksstöðum og átti þar heima fyrstu átta æviár sín. Eftir opnunina við Langadalsána var gestum boðið til kaffisamsætis í Hótel Svartaskógi á Norður-Héraði. Þar fluttu ávörp vegamálastjóri, samgönguráðherra, fulltrúi Vega- gerðar og alþingismenn Norðaust- urkjördæmis. Samgönguráðherra sagði meðal annars. „Samgöngukerfið er æða- kerfi landsins og þess vegna er pen- ingum í vegagerð úti á landi vel var- ið. Það þarf að nýta auðlindirnar sem eru vítt og breitt um landið og miðin. Unnið er að samræmdri sam- gönguáætlun í samgönguráðuneyt- inu sem tekur yfir vegi, flugvelli og hafnir.“ Vinnuverndarvika að hefjast Bakverkinn burt Inghildur Einarsdóttir Vinnuverndarvika er framundan. Hún er haldin undir slagorðinu: Bakverkmn burt. Á dagskránni er m.a. málþing á miðvikudag á Grand Hótel og stendur það frá klukkan 13 til 16. Það er Vinnueftirlit ríkis- ins sem stýrir þessu verk- efni hér á landi, en það er liður í evrópsku vinnu- vemdarátaki sem Vinnu- vemdarstofnun ESB stendur fyrir. Inghildur Einarsdóttir hefur verið verkefnissjóri þessa átaks hjá Vinnueftirlitinu. Hún var spurð um tilganginn með þessu? „Þetta er fyrst og fremst hugsað sem fræðslu- og upplýsingaátak fyrir fólk á vinnumarkaði. Við ætlum okkur að ná inn á alla vinnustaði landsins og hvetjum fólk til að líta í eigin barm og huga að því hvernig það beitir líkama sínum við vinnu.“ - Er algengt að fólk misbeiti lík- amasínum viðvinnu? „Það virðist vera töluvert um það en því miður era fáar íslenskar rannsóknir sem hægt er að styðj- ast við í þessum efnum. Við höfum því verið að nota tölur frá Evrópu þar sem rannsóknir hafa verið gerðar á þessu. Þær sýna m.a. að 30% vinnandi fólks kvarta undan verkjum í mjóbaki. Það er talað um að 70 til 85% fólks finni ein- hvemtíma á ævinni til bakverkja." - Hvernig fer þetta átak fram sem þið standið fyrir núna? „Við ætlum að vera með ein- hvers konar uppákomur alla daga vikunnar. Við viljum gera okkur sýnileg sem víðast. Vinnuvemdar- vikan hefst á morgun með blaða- mannafundi og hann verður hald- inn í Isaga vegna þess að það fyrirtæki fékk viðurkenningu í vor vegna góðs vinnuvemdarstarfs. Um leið og fundurinn verður hald- inn getur fólk litast um og séð hve vel er að starfsfólki búið þarna.“ - Verða fyrirlestrar á vinnu- stöðum? „Við höfum beint því til fyrir- tækja að gera eitthvað til þess að vekja athygli á álagsmeinum, svo sem bakverkjum, en það er undir fyrirtækjunum sjálfum komið hvort eitthvað er gert til að kynna þetta átak eða ekki. Við eram með inni á heimasíðu okkar leiðbein- ingar og upplýsingar um hvað hægt er að gera til að vekja starfs- fólk til vitundar um nauðsyn góðra vinnustellinga. Við hvetjum líka fyrirtæki til að halda vinnustaðar- fundi og fá inn ráðgjöf og fleira. Á þriðjudag og og fimmtudag verða eftirlitsmenn frá Vinnueftirlitinu með fræðsluátak í völdum fyrir- tækjum. Á þriðjudaginn fara þeir í vélsmiðjur og trésmiðjur en á fimmtudaginn fara þeir í þjónustuíyrir- tæki, svo sem skrif- stofur og verslanir. Þetta er þó ekki venju- legt vinnueftirlit held- ur fara starfsmennim- ir víða og staldara fremur stutt við á hverjum stað.“ - Ei-u margir hjá ykkur í eftir- liti? „Af 65 starfsmönnum er um helmingur við eftirlitsstörf. - Um hvað verður rætt á mál- þinginu á miðvikudaginn? „Við ætlum að ræða um ýmis- legt sem tengist bakverk. Tíu fyr- irlesarar tala og það verður fjallað um samfélagslegan kostnað vegna bakverkja, sálfræðilegar afleið- ingar og meðferðir ýmiss konar. Það verður fjallað um hönnun og ► Inghildur Einarsdóttir fæddist á Egilsstöðum 6. október 1958. Hún lauk gagnfræðiprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1974, sveinsprófi í rafvirkjun úr AMU-center í Skövde í Svíþjóð 1986. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1994 og BA-próf í stjórnmála- fræði frá Iiáskóla íslands 1998. Hún hefur starfað við kennslu, m.a. í Vestmannaeyjum og Stykkishólmi á árunum 1987 til 1991 og nú sl. tvö ár hefur hún verið fræðslufulltrúi hjá Vinnu- eftirliti rfkisins. Inghildur er gift Guðbrandi Þorkelssyni heilsu- gæslulækni og eiga þau tvær dætur. vinnuvistfræði og hvernig draga megi úr líkamlegu álagi við vinnu. Fulltráar frá atvinnurekendum og stéttarfélögum láta til sín heyra og einnig verður nýr bæklingur kynntur um heilsuvernd á vinnu- stað. Að útgáfunni standa auk Vinnueftirlitsins, ASÍ, BSRB, og Samtök atvinnulífsins.“ - Er þetta verkefni viðamikið í nágrannalöndunum ? „Öll lönd Evrópusambandsins era með heilmikið prógramm af þessu tilefni og mismunandi, en alls staðar er fjallað álagseinkenni í vöðvum og liðum sem stafa af slæmri vinnuaðstöðu. Við eram ekki í ESB en EFTA-ríkjunum var boðið að vera með í þessu. Af þeim sökum erum við, Noregur og fleiri með í þessu vinnuvemdar- átaki.“ - Vinniðþið við aðlaga vinnuað- stöðu? „Samkvæmt lögum kýs starfs- fólk fyrirtækja öryggistránaðar- mann til að sinna vinnuvemdar- málum á móti skipuðum öryggis- verði frá atvinnurekanda. Órygg- istránaðarmenn sækja 2 daga námskeið hjá okkur. -Hvað er algengast að laga þurfi? „Öryggismálin eru yfirleitt í mjög góðu standi hjá íslenskum fyrirtækjum. Hins vegar er vinnuað- staða misjöfn og einn- ig er oft þörf á að laga samskipti fólks á vinnustöðum; þarf að taka á félagslegu hliðinni." - Þú sagðir að fáar rannsóknir væru til, stendurþað til bóta? „Já, við fengum lækni hingað til starfa um síðustu áramót. Hann heitir Kristinn Tómasson og í kjölfarið hefur verið settur aukinn kraftur í rannsóknarstöríln. Verið er að leggja lokahönd á könnun á vinnuaðstöðu starfsfólks á leik- skólum og bráðlega hefst athugun á vinnuaðstæðum fólks á öldranar- stofnunum. Aukinn kraftur settur í rann- sóknarstörf hjá Vinnueftirlitinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.