Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÆSKILEGT AÐ SEM FLESTIR FATLAÐIR nemendurgeti stundað nám í heimaskóla LÖG og reglur um grunnskóla og reglugerðir um sérkennslu undir- strika jafnan rétt til náms í heima- skóla og að nám skuli sniðið að þörf- um hvers og eins nemanda. Hvernig stendur þá á því að foreldrar fatlaðra bama þurfa að leggja á sig mikið erf- iði við að koma bömunum í heima- skóla, eins og kemur fram í viðtölum við þennan hóp? Spurningin var lögð fyrir Arthur Morthens forstöðumann þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgai'. „Ég vil taka það fram í upphafi að ísland er með færri nemendur í sér- skólum en aðrar Evrópuþjóðir eða 0,4% nemenda. Í Reykjavík em 15.000 nemendur í almennum gmnn- skólum. Nemendur sem fá sér- kennslu í Reykjavík em 20% þessa hóps eða 2.400 nemendur. Þar af em 165 nemendur í sérskólum og 200 nemendur með fatlanir og mikla sérkennsluþörf. Hvað varðar faglegt skólastarf em aðstæður misjafnar. Það fer eftir við- horfum og menningu innan hvers skóla hve tilbúnir skólastjómendur era að taka við fötluðum nemendum. í nokkmm skólum í Reykjavík hefur verið unnið afar gott starf með fotl- uðum nemendum. Ég vil benda á Foldaskóla sem fékk sérstaka viður- kenningu Þroskahjálpar á síðast- liðnu ári fyrir vinnu með einhverfum nemendum innan skólans. Sérdeiid í Hlíðaskóla, sem starfað hefur lengi, hefur einnig skilað góðum árangri og sama á við um fleiri skóla. Fjármagnið bundið við sérskólana Fjárhagslega hliðin er þó nokkuð veikari því fjármagn til fatlaðra gmnnskólanemenda hefur fram tii þessa fyrst og fremst verið bundið við sérskólana. Ef foreldri velur heimaskóla fyrir fatlað barn sitt verður málið snúnara og greiðslur kostnaðar verða þrengri en það hefur áhrif á viðhorf skólastjómenda til þess hvort þeir ákveða að taka fötluð böm inn í skólann. I Reykjavík búum við við þann vanda að menntuðum sérkennuram með þekkingu og færni á sviði fatl- aðra bama hefur fækkað á undan- fömum ámm. Þetta er áhyggjuefni ogþarfaðskoða.“ Ér einhver sérstök skýring á þessu? „Sjálfsagt em ástæðumar margar eins og minna framboð á sérkennslu- menntun fyrir þennan hóp. Þá er meira framboð á framhaldsmenntun nú en áður og hefur sérkennsla ekki sama aðdráttarafl og áður. En það er ljóst að ef stefna löggjaf- ans er ekki skýr verður staða for- eldra veikari, þ.e. háðari túlkunum einstakra embættismanna og skóla- stjómenda. Jafnræðisreglan verður veikari fyrir bragðið. Það er því með öliu óviðunandi að leikreglumar séu ekki skýrar," segir Arthur. Betur má ef duga skal Foreldrar fatlaðra bama á grann- skólaaldri töluðu um í rannsókninni að það skorti skipulega og heildstæða upplýsingaþjónustu íyrir fötluð böm og fjölskyldur þeirra. Hvernig má bæta úr því? „Þessi gagnrýni á um margt rétt á sér. Þó er rétt að geta þess að sam- starf Fræðslumiðstöðvar Reykjavík- ur og Greiningarstöðvar ríkisins hef- ur styrkst á undanfömum ámm. Betur má ef duga skal. Við hittum forsvarsmenn Greiningarstöðvarinn- ar reglulega og fömm yfir málefni einstakra barna sem þurfa á ráðgjöf og aðstoð að halda. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að ráðgjafar Grein- ingarstöðvar og ráðgjafar Fræðslu- miðstöðvar mættu hittast oftar til að ræða um málefni einstakra bama og hvaða þjónusta hentar best í hveiju tilviki. Við þyrftum einnig að taka það upp hvort þessir aðilar gætu gefið út sameiginlegan upplýsingabækling fyiir foreldra." I rannsókninni kemur fram gagn- rýni á að svo virðist sem það sé í höndum skólastjóra í gmnnskólun- um hvort fatlað bama fær inni í heimaskólanum - hvað er um þetta að segja? „Skólastjórar eiga ekki frekar en aðrir að hafa alræðisvald í þessum efnum. Þeim er ætlað að vinna eftir lögum, reglugerðum og samþykktum sem skólanefndir gera. Samráð skólastjóra, sérfræðinga skóla og foreldra skiptir hér öllu máli og þannig em hlutimir framkvæmdir í reynd.“ Fagleg þjónusta í íslenskum sérskólum með því besta sem gerist Þarf ekki einmitt skýra stefnu um skyldur skóla við fötluð böm? „Það era þegar til ákveðnar vinnu- reglur hvað það varðar. En það verð- ur að hafa í huga að oft er tilboð hins almenna skóla háð fjárhagsramma skólaumdæmisins og hann getur ver- ið býsna þröngur. Ráðgjöf við foreldra fatlaðra bama í Reykjavík gæti verið betri en þar er starfið einnig háð fjárveitingum. Hér þyrftu fleiri að starfa að þessum mál- um en það má geta þess að kennslu- ráðgjafar Fræðslumiðstöðvarinnar em aðeins tveir en þeir halda utan um sérkennslu 2.500 nemenda, 18 Arthur Morthens, forstöðumað- ur þjónustusviðs Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur. sérdeilda og alla sérskóla hér á landi ásamt ráðgjöf við foreldra fatlaðra bama í Reykjavík.“ Skortir ekki einnig samræmdar viðmiðanir um skyldur sveitarfélaga og skóla? „Það er ljóst að samræmdar við- miðunarreglur skortir tilfinnanlega. Grannskólalög og reglugerðir era fremur óljósar eins og þegar hefur- verið vikið að. í sumum tilvikum hentar sérskóli betur fyrir nemendur með mikla fötlun. Þar er fagleg þekk- ing og þjónusta með því besta sem þekkist. I öðram tilvikum hentar bet- ur úrræði í almennum skóla, þá sér- staklega ef þar er fyrir hendi fagleg þekking og góður stuðningur." Þurfum að byggja upp þjónustu við fatlaða inni í grunnskólunum Það kemur líka íram í niðurstöðum rannsóknarinnar að foreldrar telja sig standa frammi fyrir afarkostum þegar kemur að vali á námsúrræðum fyrir þennan hóp barna. Stendur til að fjölga úrræðum, þ.e. gera þjónust- una við þennan hóp bama fjölbreytt- ari? „Mér finnst of sterkt til orða tekið að tala um afarkosti og alhæfa út frá því. Staðreyndin er sú að í mörgum tilvikum er mjög vel búið að fötluðum einstaklingum í almenna grunnskól- anum þar sem hann nýtur vemlegs stuðnings. Hitt er svo annað mál að þjónustan við fatlaða nemendur hef- ur í gegnum tíðina verið byggð upp í kringum sérskólana og þar er í flest- um tilvikum betri þjónusta enn sem komið er. Það sem við stöndum frammi fyrir nú er að byggja upp þjónustu innan gmnnskólanna sem stendur jafnfæt- SÍÐAN árið 1974 hefur Hlíðaskóli tekið á móti fötluðum börnum í al- mennt gmnnskólanám og hefur þessi þjónusta verið veitt á lands- vísu. Þar hafa verið í námi böm með misjafna líkamlega fötlun og hefur skólinn haft fasta fjárveitingu ár- lega til sérdeildarinnar. „Við höfum verið með sérdeild innan skólans fyrir hreyfihömluð böm sem nú er verið að leggja niður því bömunum er ætlað að fara í sína heimaskóla. Við emm einnig með málörvunardeild fyrir börn úr Reykjavík sem hafa fulla heyrn en hafa einhvers konar talerfiðleika. Aætlað er að bömin komi sem yngst í þessa deild og verði í skólanum í þrjú ár en fari síðan í sína heima- skóla. Við erum með talkennara og sérkennara sem veita bömunum geysilega góða kennslu og hefur námið reynst vel,“ segir Ami Magn- ússon, skólastjóri Hlíðaskóla, þegar hann er spurður um starfsemi sér- deildar fyrir fatlaða í skólanum. „í haust tókum við inn í skólann einhverfan nemanda og er vel staðið að því máli af hálfu fræðsluyfirvalda en hann hefur með sér stuðnings- fulltrúa í 75% starfi.“ Ami segir að þegar fötluðu börn- in hafi verið flest í skólanum hafi þau verið rúmlega tuttugu að tölu en séu nú fimm. „Markmiðið með deildinni er blöndun, bæði námslega og félags- lega, og hefur deildin ekki síður reynst vel fyrir aðra nemendur skólans. Það er gefandi að kynnast aðstæðum þessara bama. Auðvitað hafa komið upp vandamál, jafnvel tæknileg líka, en þegar á heildina er litið hefur þetta starf reynst árang- ursríkt. Ég er því meðmæltur að Árni Magnússon, skólastjóri Hlíðaskóla. það séu starfandi sérdeildir innan grunnskólanna." Hvað þarf til svo hægt sé að þjóna fötluðum börnum vel í heimaskóla? „Ef á að vera eitthvert vit í sér- deildunum þarf starfsfólkið að vera sérmenntað en það virðist vera mik- il skortur á slíkum starfskrafti. Sem betur fer höfum við ekki þurft að vísa fötluðum nemanda í skólahverf- is því sem er í boði í sérskólunum þá bæði hvað varðar faglega þætti og hliðarþjónustu eins og sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, talkennslu og aðra þætti sem hafa fram til þessa verið sterkari í sérskólunum. Þarf að íjölga úrræðum I Reykjavík em nú 21 sérdeild en þar af era 4 deildir fyrir fatlaða; 2 fyrir einhverfa, ein íyrir hreyfihaml- aða og ein fyrir sem þá sem eiga við málörðugleika að etja og ein sérdeild fyrir blinda. Rétt er einnig að geta þess 1 þessu sambandi að við emm nú að hefja uppbyggingu tvíburaskóla heyrnarlausra og heymarskertra og Hlíðaskóla í Reykjavík. Það kann að vera að úrræðum megi íjölga en þau mál em í skoðun hjá okkur og hafa vaknað spumingar eins og hvort við eigum að byggja upp sérúrræði innan hvers heima- skóla. Mín skoðun er sú að æskilegt sé að sem allra flestir fatlaðir nem- endur geti stundað nám í heimaskóla þannig að þeir séu í sínu umhverfi með sínum leikfélögum, en í öðram tilvikum er fötlunin þannig að þjón- ustan verður betri í sérskóla." Samkvæmt rannsókninni virðist sem margir foreldrar fatlaðra bama upplifi reynsluna af því að að fá inni fyrir böm sín í heimaskóla sem mjög sársaukafulla - er það eðlilegt? „Nei, það er ekki eðlilegt í velferð- arþjóðfélagi eins og er á íslandi að fólk þurfi að berjast með kjafti og klóm til að koma fötluðum börnum sínum inn í almenna gmnnskólann. Það þarf að styrkja alla ráðgjöf til foreldra og samhæfa ráðgjafarþjón- ustuna og koma í veg fyrir að for- eldum sé stöðugt hafnað í þessari baráttu við kerfið." Línurnar skýrari eftir 1-2 ár Hvenær má búast við heildstæðri stefnu í málefnum fatlaðra gmnn- skólabama? „Fræðsluráð Reykjavíkur sam- þykkti fyrir hálfum mánuði að setja á laggimar pólitíska nefnd sem á að vinna að stefnumörkun í þessum mál- um í samvinnu við embættismenn og sérfræðinga. Ég vonast til að við fá- um niðurstöður fljótlega, að minnsta kosti hvað varðar Reykjavík. Við höfum ekki eins og í nágranna- löndunum fengið neina dóma í þess- um efnum til að styðjast við. Við höf- um heldur ekki fengið úrskurð frá menntamálaráðuneytinu hvað varðar rétt fatlaðra barna til skólagöngu í al- mennum gmnnskólum. Þannig að við emm að ferðast um á gráu svæði Að- alatriðið í mínum huga er að við get- um byggt upp margbreytileg tilboð og að hægt sé að veita einstaklings- þjónustu í almenna gmnnskólanum, sérdeild og sérskóla. Við emm einnig að skoða sérskól- ana og athuga með hvaða hætti er best að meta þá þjónustu í framtíð- inni. Við reiknum með að á næstu 1-2 áram verði komnar skýrari línur hvað þennan þátt varðar. Hvort ráðuneytið tekur upp lögin og gerir þau afdráttarlausari og skýrari verð- ur að koma í ljós.“ inu frá vegna þess eða af öðmm ástæðum. Að mínu mati þurfa einnig að koma til ákveðnar starfsreglur milli foreldra og skóla. Mín reynsla er sú að það era ekki öll fötluð börn sem eiga jafn mikið erindi inn í almenn- an skóla og þurfa skólayfirvöld að hafa einhvert viðmið til að styðjast við þegar kemur til slíkra álitamála. Það sem er þó brýnast er að fræðsluyfirvöld marki skýra stefnu í þessum málum. Skólastjórar, kenn- arar og foreldrar þurfa að knýja á um að slík stefnumörkun fari fram. Við verðum einnig að gera okkur grein fyrir því að ef við ætlum að hafa alla nemendur með sérþarfir í grannskólum almennt er það mun kostnaðarsamara á hvern einstakl- ing en nám í sérskólum. Það er spuming hvernig menn vilja ráð- stafa fjármununum.“ Hlíðaskóli hefur þegar hafið sam- starf við Vesturhlíðarskóla, skóla heyrnarlausra. „Við rekum þar nú heilsdagsskóla fyrir yngstu nem- enduma í báðum skólunum. í fram- tíðinni er ráðgert að skólarnir verði sameinaðir vegna fækkunar nem- enda í Vesturhlíðarskóla,“ segir Árni. Gunnar Gíslason, deildar- stjúri Skóladeildar Akur- eyrar. VANDAMÁL að fá sérhœft starfsfólk „AÐSTÆÐUR til að taka við fötluðum bömum í gmnnskóla Akureyrar era að sjálfsögðu misjafnar," segir Gunnar Gíslason, deildarstjóri Skóla- deildar Akureyrar. „Stefnan hefur verið sú að fötluð börn eigi rétt á að ganga í heimaskóla en það skal tekið fram að það hefur kannski ekki verið hægt að bjóða upp á sambærilega þjón- ustu í heimaskóla og sérdeild vegna skorts á sérmenntuðu starfsfólki. í nokkur ár hefur starfað sérdeild fyrir fjölfötluð börn við Giljaskóla og önnur sérdeild við Síðuskóla fyrir einhverf börn sem hefur verið starfrækt á annað ár. Fram til þessa hefur það verið val for- eldra hvort þeir senda börnin í sérdeild eða í sinn heimaskóla, það á þó einkum við um ein- hverfu börnin. Sú þjónusta hefur einnig verið í boði að fötluð börn geta verið í vistun í grunnskólanum eða í tengslum við hann eftir að skóladegi lýkur. Megin vandamálið hjá okk- ur hefur verið að hafa aðgang að nægilega mörgum sér- menntuðum starfsmönnum til að sinna bömunum en mark- mið okkar hefur verið að veita eins góða þjónustu og hægt er miðað við aðstæður á hverjum tíma.“ Hafið þið getað komið til móts við fátíðar fatlanir sem krefjast mjög sérhæfðrar kennslu og þjónustu? „Við erum núna að fást við margar tegundir fötlunar í al- menna grannskólunum. Lund- arskóli hefur þjónustað mjög fatlaðan dreng alla hans skóla- göngu en hann er nú í áttunda bekk. Skólinn hlaut gullverð- laun Helios sem veitt er af Evrópubandalaginu fyrir þetta starf. Eins og áður er getið höfum við getað mannað stöður sér- menntaðs starfsfólks en það hefur gengið betur að ráða fólk til starfa í sérdeildirnar. Hér er ekki starfandi sér- deild fyrir heymarlaus eða heymarskert börn og hafa þau þurft að sækja skóla fyrir sunnan tímabundið. Þau hafa svo komið til baka og sótt nám í sínum heimaskóla. Nú er til umræðu að koma á sérdeild við Lundarskóla fyrir heyrn- arlaus og heyrnarskert börn. Það gæti þó verið háð því hvort sérhæft starfsfólk fæst við skólann. Það liggur fyrir hjá skóla- nefnd Akureyrarbæjar að end- urskoða þjónusta við fötluð börn á grunnskólaaldri með það að markmiði að finna leið- ir til að bæta þjónustuna við þessi böm en það er alltaf spurning hvaða leiðir era fær- ar hverju sinni. Við höfum enga sérskóla hér á Akureyri og verðum því að leysa þessi mál inni í heima- skólunum eins og hægt er.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.