Morgunblaðið - 22.10.2000, Side 4

Morgunblaðið - 22.10.2000, Side 4
4 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 8/10-13/10 ► NORRÆNA húsið í New York var formlega tekið í notkun á þriðjudag að við- stöddum forseta Islands og öðrum tignum norrænum gestum. ► ATVINNULAUSUM fækkaði um 24,5% frá því í ágúst og hefur atvinnuleysi ekki mæist jafnlágt síðan í september 1991. ► DAVÍÐ Oddsson for- sætisráðherra var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í lögfræði við Manitobahá- skóla í opinberri heimsókn hans til Kanada. ► FRÆÐSLUÁTAKINU Vitundarvakning um vél- indabakflæði var hrundið af stað í vikunnu en talið er að um 22% fslendinga séu með einkenni kvillans, brjóstsviða og nábit. ► KARLMAÐUR um þrí- tugt var handtekinn af Tollgæslunni á Keflavíkur- flugvelli á sunnudag. Við röntgenmyndatöku kom í ljós að maðurinn var með 800-1.000 e-töflur innvort- is. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald. ► SAMNINGANEFND rík- isins hafnaði launakröfum félags framhaldsskóla- kennara á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara sl. mið- vikudag. Atkvæðagpreiðslu meðal framhaldsskóla- kennara um boðun verk- falls 7. nóvember lauk í vikunni. ► NEFND um tekjustofna sveitarfélaga segir að auka þurfi árlegar tekjur sveit- arfélaga um 6-7 milljarða. Náttiirufræðihús þriðjung fram úr kostnaðaráætlun FRAMKVÆMDIR við byggingu Náttúrufræðihúss Háskóla íslands í Vatnsmýrinni hafa á síðustu fjórum árum kostað um 700 milljónir. Sam- kvæmt nýlegu minnisblaði Páls Skúla- sonar rektors þarf um 900 milljónir til viðbótar ef klára á húsið á næstu þremur árum. Heildarkostnaður við húsið gæti því numið um 1.600 milljón- um, sem er um 400 milljónum króna meira en upphafleg áætlun, sem var um 1.200 milljónir. Stúdentaráð hefur undanfarna viku staðið fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á menntamálaráðherra að hann beiti sér fyrir aukafjárveit- ingu til hússins þar sem þörfin á hús- inu sé brýn vegna mikillar fjölgunar nemenda í náttúrufræðigreinum skól- ans. Tryggingarfyrirtæki Lloyd’s hættir samstarfi við FÍB FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ fundaði með forsvarmönnum Alþjóðlegrar miðlunar ehf., sem rekur FIB-trygg- ingar, um þá stöðu sem komin er upp eftir að Octavia ákvað að framlengja ekki samstarfssamning við fyrirtækið um sölu ökutækjatrygginga hér á landi. Fjármálaeftirlitið hefur nú til athugunar réttarstöðu þeirra bifreiða- eigenda sem keypt hafa vátryggingar hjá FÍB-tryggingu. Um tíu þúsund bílar eru tryggðir undir merkjum fyr- irtækisins. Tryggingamiðstöðin hefur undanfarna daga tekið við tryggingum nokkurra tryggingataka sem voru hjá FÍB-tiyggingu. Fjármálaeftirlitið beinir þeim tilmælum til vátrygging- arhafa Alþjóðlegrar miðlunar ehf. sem komnir eru að endumýjun að leita upplýsinga um stöðu trygginga sinna. Átök á Vesturbakka og Gaza þrátt fyrir sam- komulag um hlé SAMKOMULAG það sem leiðtogar Palestínumanna og ísraela náðu á fundi í Egyptalandi sl. þriðjudag, um að draga úr þeim miklu og blóðugu átök- um, sem verið hafa með þeim á Vestur- bakkanum og á Gaza-svæðinu, var virt að vettugi. A fostudag átti vopnahlé að hefjast, að sögn ísraela, en sá dagur varð einn mannskæðasti frá upphafi átakanna. ísraelar og Palestínumenn sökuðu hvorir aðra um að bijóta samn- inginn og þeir fyimefndu sögðust jafn- vel efast um, að Yasser Arafat sé enn við stjómvölinn hjá Palestínumönnum. Fundur Arababandalagsins hófst í Kairó í gær og sagði Ehud Barak, for- sætisráðherra Israel, að ísraelar biðu niðurstöðu fundarins og áskildu sér rétt til að taka sér hlé frá friðarumleit- unum ef ofbeldi héldi áfram að honum loknum. Jórdanskt blað hvattí til þess á föstudag, að aðild Bandaríkjanna að friðarferlinu í Mið-Austurlöndum yrði endurskoðuð á fundi Arababandalags- ins. Mannréttindanefnd SÞ samþykkti á fundi sínum í Genf á fimmtudag að fordæma ísrael fyrir „víðtæk, skipu- lögð og mjög alvarleg brot á mannréttr indum“ og jafnframt var ákveðið að eftia til alþjóðlegrar rannsóknar á of- beldinu að undanfömu. Hillir undir stjórn í Júgóslavíu LÍKUR hafa aukist á myndun rflds- stjómar í Júgóslavíu en Sósíalískur þjóðarflokkur Svartfjallalands, SÞS, hefur samþykkt að eiga viðræður um það við Vojislav Kostunica, nýkjörinn forseta sambandsríkisins. Kosninga- bandalag þeirra flokka, sem Kostuniea fer fyrir, hefur flesta þingmenn á júgó- slavneska þinginu en ekki hreinan meirihluta. ► LÍKLEGT er, að brotinn lestarteinn hafí valdið lest- arslysinu skammt norður af London sl. þriðjudag. Fjér- ir menn biðu bana f slysinu sem er þriðja alvarlega lestarslysið í Englandi á jafnmörgum árum. ► MIKIÐ úrfelli, fléð og skriðuföll urðu á N-Ítalíu og í Sviss. Á þriðja tug létu lífið, flestir síðustu helgi, og yfír 40.000 ftölum var gert að yfirgefa heimili sín. Tjén af völdum fléðanna nemur tugum milljóna dollara. ► VONIR heilbrigðisyfir- valda í tíganda standa til að tekist hafi að hefta út- breiðslu ebélaveirunnar þar. 47 hafa látist si'ðan hún braust út. ► BILL CLINTON, forseti Bandaríkjanna, gaf fyrir- mæli um, að endurskoðuð yrði tilhögun á skiptingu farsímarása með það fyrir augum, að boðinn skyldi upp stór hluti þeirra rása sem opinberar stofnanir og einkafyrirtæki ráða nú yfir. ► GENGI evrunnar Iækk- aði í vikunni og fér um hríð niður fyrir 0,83 dollara. Kenndu margir Wim Duis- enberg, bankastjóra Evrépska seðlabankans, um en virtist hann gefa í skyn, að ekki yrði neitt gert til að styrkja gengið. ► VERULEG lækkun varð á gengi hlutabréfa á mörk- uðum f Bandaríkjunum og á Evrépu í vikunni. Lækk- unin varð mest á Nasdaq- vísitölunni bandarísku, sem mælir gengi tæknifyrir- tækja. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segja löggæslu í lágmarki Fjölga þyrfti í lögreglunni í Reykjavík um 60% Löggæsla kom til umræðu á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Töldu sumir ræðumenn m.a. að væri lögregla sýnileg drægi úr afbrotum. Jóhannes Tómasson rekur nokkur atriði sem fram komu í umræðunni. ER LOGGÆSLA á höfuð- borgarsvæðinu í ólestri? var jrfirskrift umræðu á dagskrá aðalfundar Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu í fyrradag. í máli nokkurra framsögumanna kom fram gagnrýni á niðurskurð fjárveitínga til lög- gæslu og var samþykkt ályktun á fundinum þar sem mótmælt er skertum fjárveitingum til lög- gæslumála á höfuðborgarsvæðinu. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra svaraði gagnrýninni og sagði til dæmi mun færri íbúa á hvem lög- reglumann hérlendis en í Danmörku og Noregi. Sumarliði Guðjónsson, deildar- stjóri ökutækjatjóna hjá Sjóvá-Al- mennum, rakti nokkuð sögu lög- gæslu á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði marga hæfa lögreglumenn sinna erfiðum störfum af kostgæfni og árangur rannsókna á flóknum af- brotamálum væri góður, sérstaklega stórum fíkniefnamálum og ofbeldis- brotum. Hann sagði þjóðfélagið hafa tekið stakkaskiptum undanfarin ár og lögreglan legði nú meiri vinnu í ýmis sérhæfð störf. Aukin umsvif og kostnaður við þau hefðu leitt til þess að sýnileg löggæsla eins og hún hefði verið þegar sveitarfélögin hefðu annast hana væri nánast horf- in. Margir bundnir við stjórnun og afgreiðslu Því næst nefndi hann nokkrar töl- ur um fjölda lögreglumanna og sagði að um 40 lögreglumenn væru á vakt á höfuðborgarsvæðinu. Þeir væru ekki allir tiltækir til að sinna al- mennri sýnilegri löggæslu og um- ferðareftirliti því hluti þeirra væri bundinn við stjórnunarstörf og af- greiðslu á stöðvunum. „Árið 1980 þegar ökutækin á þessu svæði voru aðeins 48.452 þá voru stöðugildi í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík rúmlega 40, deildin hafði til umráða 15 lögreglubifhjól og 4-5 lögreglubifreiðir. Hjá lögreglunni í Hafnarfirði voru 3 bifhjól, og í Kópa- vogi 1 bifhjól. í dag, þegar ökutækin eru 115.729, þá eru stöðugildi í um- ferðardeild lögreglunnar í Reykja- vík 24, sem skipt er í þrjár vaktir, þ.e. að það eru 6-8 lögreglumenn á vakt í einu. Deildin hefur til umráða 8 lögreglubifhjól og 2 lögreglubif- reiðar. Löggæsla á bifhjólum hefur lagst niður í Kópavogi og Hafnar- firði,“ sagði Sumarliði. Hann sagði lögreglumenn í Reykjavík eiga að vera um 60% fleiri í dag en árið 1980 ef fjölgunin hefði fylgt fjölda öku- tækja, stöðugildi lögreglumanna ættu að vera 64, lögreglubflar 10 og bifhjól 24. Segir pappírspésa gera lögregluna hlægilega Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, sagði óviðunandi að fjárveitingar til emb- ættis lögreglustjórans í Reykjavík væru svo naumt skammtaðar að sí- fellt megi eiga von á því að verkefni sem sannað hafi forvarnargildi sitt leggist af vegna fjárskorts. „Ljóst er að lögregluyfirvöld í Reykjavík búa við mikið fjársvelti og hafa ítrekað farið fram á auknar fjárveitingar án árangurs og á sama tíma berast fréttir af einhverjum pappírspésum sem settir eru upp til að minna fólk á lögregluna og að mínu mati eru fyrst og fremst fallnir til að gera lög- regluna hlægilega í augum almenn- ings og endurspegla örvæntingu þeirra aðila sem reyna sitt besta til að halda uppi löggæslu, þ.e. lög- regluembættanna sjálfra.“ I lok ræðu sinnar sagði borgar- fulltrúinn meðal annars: „Að mínu mati er komið að ákveðnum vatna- skilum í málefnum lögreglunnar og augljóst að Reykjavíkurborg getur ekki lengur setið aðgerðarlaus undir sífelldum niðurskurði dómsmála- ráðuneytisins til málaflokksins. Staðbundin löggæsla er eitt af þeim nærverkefnum sem betur eru komin hjá sveitarfélögunum og ef nægjan- legu fjármagni væri veitt til mála- flokksins frá ríkisvaldinu er ég viss um að sveitarfélögin væru tilbúin til að taka verkefnið að sér. Að minnsta kosti er Reykjavíkurborg tilbúin til þess.“ Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, sagði að tekist hefði nokk- urn veginn að halda í horfinu í lög- gæslumálum í bænum og þrátt fyrir mannfæð hefði lögreglan verið far- sæl í störfum sínum. Hann sagði að ekki mætti þó mikið koma uppá til að fáliðuð lögregla gæti ekki sinnt mál- um en hún nyti líka nálægðar við önnur embætti. Fjárveitingar jukust um 35% á tveimur árum Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðar- maður dómsmálaráðherra, var síð- astur framsögumanna og fannst hon- um yfirskrift umræðunnar neikvæð og hún væri í takt við þá undarlegu umræðu sem ríkt hefði að undan- förnu um að lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu væri að niðurlotum kom- in. Hann benti á að á Islandi væru 425 íbúar á hvern lögreglumann en mun fleiri í Danmörku og Noregi eða 529 og 550. Hann sagði fjárveitingar til lögreglunnar hafa aukist um 35% frá árinu 1998 og fjölgun lögreglu- manna væri 8%. Hann sagði hins vegar nauðsynlegt að hagræða til að lögreglan gæti tekist á við ný verk- efni og ætti hún að nema 1,7%. Hann sagði þjóðvegaeftirlit hafa verið eflt, sömuleiðis lögregluskólann og í gangi væri þjálfunarátak í samvinnu við lögreglu í Bandaríkjunum. Aukin verkefni væru við skilorðseftirlit, út- lendingaeftirlit og það væri sífellt unnið að því að ná meiri árangri með minni tilkostnaði. Hann sagði afköst í ííkniefnamál- um aldrei hafa verið jafnmikil, aldrei jafnmörg mál komið upp á stuttum tíma og hald lagt á mun meira efni en fyrr. Orðið hefði eðlisbreyting á fíkniefnamálum, nú væri iðulega unnt að ná til þeirra sem stjórnuðu fíkniefnainnflutningi og dreifingu. Löggæsla í lágmarki Á aðalfundi SSH var samþykkt til- laga um ástand löggæslumála á höf- uðborgarsvæðinu þar sem mótmælt er fyrirhuguðum skerðingum á fjár- veitingum til löggæslumála á höfuð- borgarsvæðinu „sem og til áfengis- og fíkniefnamála, skv. fjárlagafrum- varpi fyrir árið 2001,“ eins og segir í ályktuninn. Síðan segir: „Fundurinn telur að bæta þurfi almenna lög- gæslu á svæðinu sem dregið hefur verulega úr undanfarin ár. Lög- gæslu á svæðinu er haldið í algjöru lágmarki. Reynslan sýnir að sé lög- reglan sýnileg dregur úr umferðar- lagabrotum og öðrum afbrotum. Þá er almennt viðurkennt að þörf sé á að herða eftirlit með ólöglegum innflutningi eiturlyfja til landsins, en ekki að draga úr því eins og reyndin hefur verið undanfarin ár.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.