Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 244. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bush Gore Forsetakosningarn- ar í Bandaríkjunum Spenn- andi loka- sprettur New York, Washington. AFP, Reuters. LITLU raunar á fylgi við þá A1 Gore, frambjóðanda demó- krata, og George Bush, fram- bjóðanda repúblikana, en for- setakosningarnar í Bandaríkj- unum verða eftir hálfan mánuð. I tveimur könnunum, sem birt- ar voru í gær, hafði Bush tvö prósentustigumfram Gore. I daglegri könnun Reuters/ MSNBC kváðust 44% ætla að styðja Bush en 42% Gore og niðurstaðan var sú sama í könn- unTimes/CBS. í síðarnefndu könnuninni kváðust 73% telja, að Gore væri vel undir það búinn að taka við forsetaembættinu en aðeins 49% höfðu það sama að segja um Bush. Þá töldu 70%, að Gore hefði alla burði til að standast erlendum leiðtogum snúninginn en aðeins 49% sögðu það um Bush. Aftur á móti töldu 68% á móti 52%, að Bush hefði tekist betur en Gore að útskýra sín stefnumál og Bush hafði líka vinninginn þeg- ar um það var spurt hvor fram- bjóðendanna væri einlægari. Barak og Sharon ræða áfram um myndun „neyðarstjórnar“ í fsrael Albright fagnað í Norður-Kóreu MADELEINE Albright, utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kór- eu, á sögulegum fundi í Pyongyang í gær. Búist er við að viðræðurnar verði til þess að Bill Clinton Banda- ríkjaforseti fari þangað áður en hann lætur af embætti í janúar. Kim sagði að ferð Albright til N-Kóreu markaði þáttaskil í sam- skiptum ríkjanna því hún væri fyrsta heimsókn bandarísks utan- ríkisráðherra frá því að kommúnist- ar komust þar til valda íyrir rúmri hálfri öld. Eftir fundinn fór Al- bright á leikvang til að vera við há- tíðarsýningu í tilefni þess að 55 ár eru liðin frá valdatöku kommúnista í N-Kóreu. Áhorfendur halda hér á spjöldum og setja saman mynd af föður Kims, Kim Il-sung, „leiðtog- anum mikla“, sem lést árið 1994. ■ Hlýlegar/30 MORGUNBLAÐK) 24. OKTÓBER 2000 5 690900 090000 Jerúsalera. AP, AFP, Reuters. EHUD Barak, forsætisráðherra Israels, átti í gær viðræður við harð- línumanninn Ariel Sharon, leiðtoga Likud-flokksins, um myndun „neyð- arstjórnar" í landinu og halda þeir viðræðunum áfram í dag. Óttast margir, að komist Sharon til áhrifa í nýrri stjórn, verði það um leið dauða- dómur yfir þeim friðarviðræðum, sem farið hafa fram milli ísraela og Palestínumanna sl. sjö ár. Spenna er enn mikil á sjálfstjórnarsvæðum Pal- estínumanna en þó vai- heldur kyrr- ara þar í gær en undanfarna daga. Leiðtogafundur arabaríkjanna í Egyptalandi um helgina fordæmdi grimmilegt ofbeldi ísraela gagnvart Palestínumönnum en ákvað samt að grípa ekki til neinna refsiaðgerða gagnvart ísrael. Hefur ályktunin verið gagnrýnd harðlega í arabaríkj- unum fyrir linkind en Israelar luku á hana lofsorði og sögðu, að skynsemin hefði verið látin ráða. Þrátt fyrir það ákvað Barak að fresta öllum viðræð- um við Palestínumenn um óákveðinn tíma. Er litið á þá ákvörðun hans sem óvirðingu við leiðtoga arabaríkj- Palestínskir drengir ganga hjá ísraelskum bryndreka á Gaza-svæðinu. anna og Yasser Arafat, leiðtogi Pal- estínumanna, hafði þau orð um, að Barak gæti „faiið fjandans til“. Ríkisstjórn Baraks er í minnihluta en hann vonast til að koma saman nýrri stjórn áður en þing kemur saman 30. október. Viðræður hans við Sharon hafa hins vegar vakið upp hörð mótmæli jafnt til vinstri sem hægri og sumir ráðherra ríkisstjórn- arinnar segjast óttast, að samstarf við Likud-flokkinn þýði endalok frið- arferlisins. Meðal þeirra eru þeir Shimon Peres, fýrrverandi forsætis- ráðherra, Yossi Beilin dómsmála- ráðherra og Shlomo Ben Ami utan- ríkisráðherra. Vilja enga samninga Hægriarmurinn í Likud-flokknum er líka óánægður og hann setur þau skilyrði fyrir samstarfi við Barak, að hafnað verði óformlegu samkomu- lagi, sem náðist á Camp David-fund- inum í sumar um brottflutning ísr- aelshers frá Vesturbakka og yfirráð Palestínumanna í sumum hverfum í Austur-Jerúsalem. Sjálfur vill Shar- on, að ísraelar haldi mestöllu því pal- estínska landi, sem þeir ráða nú. Mikil spenna var á hemumdu svæðunum í gær. ísraelar lokuðu al- þjóðaflugvellinum á Gaza í annað sinn og ísraelskir skriðdrekar skutu á þorpið Beit Jala á Vesturbakkan- um. Skutu ísraelar einnig Palestínu- mann og særðu fjögur börn hans og tveir unglingar, sem urðu fyrir skot- um í síðustu viku, létust í gær. Er tala fallinna þá komin í 135. ■ Ásakanir/28 Gæti hugsanlega þýtt endalok friðarferlisins Ovæntar sviptingar í forystu CDU Merkel skiptir um fram- kvæmdastj óra Ruprecht Polenz Berlfn. Reutcrs, AFP. ANGELA Merkel, formaður Kristi- legra demókrata í Þýzkalandi (CDU), rak í gær framkvæmdastjóra flokks- ins, þingmanninn Ruprecht Polenz, aðeins hálfu ári eftir að hún sjálf fékk hann til að gegna embættinu. Merkel, sem eins og Polenz hefur gegnt sínu embætti frá því á flokksþingi CDU í Essen í apríl sl., brosti sínu breiðasta á blaðamanna- fundi eftir fund í flokksstjóminni í gær, en lét fátt uppi um eiginlegar ástæður brottrekstursins. Polenz, sem er hófsamur þingmað- ur sem ekki berst mikið á, hafði um nokkurt skeið sætt gagnrýni af hálfu sumra áhrifamanna í flokknum, sem þótti hann of „linur“ í stjórnarand- stöðubaráttunni. Polenz sagði sjálfur að Merkel hafi viljað fá einhvem í starf framkvæmdastjóra, sem gæti hleypt meiri krafti í gagnrýni á ríkis- stjóm jafnaðarmanna og græningja, í aðdraganda kosningabaráttunnar fyrir næstu þingkosningar, en þær fara væntanlega fram haustið 2002. „Ég er meiri málamiðlari, að minna leyti maður sem berst í fylk- ingarbrjósti,“ sagði Polenz. CDU á enn í kreppu vegna fjár- málahneykslis, sem hófst með játn- ingum Helmuts Kohls, fyrrverandi kanzlara og flokksformanns til 25 ára, í desember í fyrra. Jafnaðar- menn Schröders kanzlara njóta ör- uggs fylgisforskots í öllum nýjustu skoðanakönnunum, þrátt fyrir að kjörtímabilið sé hálfnað. Klofin af- staða flokksmanna CDU til þess hvemig farið skuli að til að losna út úr kreppunni af völdum hneykslismál- anna veldur því að ekki sér fyrir end- ann á vanda flokksins. Borið undir aukaflokksþing í nóvember Þótt Merkel tjáði blaðamönnum að ekki hefði verið um brottrekstur að ræða blandaðist engum, sem til þekkti, hugur um, að Merkel hefði ýtt Polenz út í að víkja. Merkel sagðist hafa tilnefnt Laur- enz Meyer, stjórnmálamann úr for- ystuliði CDU í Nordrhein-Westfalen, fjölmennasta sambandslandi Þýzka- lands, sem eftirmann Polenz. Auka- flokksþing, sem koma á saman í Stuttgart hinn 20. nóvember, verði síðan beðið um að staðfesta skipun Meyers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.