Morgunblaðið - 24.10.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.10.2000, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Meint snöggleg bráðnun Breiðamerkuijökuls Frekar um aldir að ræða en ár ODDUR Sigurðsson, jarðfræðingur á vatnamælingasviði Orkustofnunar, sem til fjölda ára hefur unnið að jök- larannsóknum fyrir Jöklavatnafé- lagið, telur það ýkjur að vegna hlýn- unar muni Breiðamerkurjökull í A-Skaftafellssýslu brotna í sundur og renna út í Atlantshafið á næstu árum. Breskur vísindamaður við há- skólann í Glasgow í Skotlandi, dr. David Evans, hélt þessu fram í sam- tali við blaðið Observer um helgina. Dr. Evans hélt því fram að Breiða- merkurjökull hefði hopað alla 20. öldina og ljóst væri að bráðnunin væri komin á það stig að stór hluti jökulsins myndi brotna frá og renna út í sjó. Þegar það gerðist myndi Jökulsárlón fyllast af seti og leir sem þegar væri byrjaður að renna úr jöklinum. Oddur hefur í mörg ár haldið til haga gögnum um hop jökla. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að saga Breiðamerkurjökuls væri til á skrá með skipulögðum rannsóknum alveg frá árinu 1932. Á þeim tíma hefði jökullinn hopað um 50 metra á ári, að jafnaði, eða 3-4 km alls, sem væri nokkurn veginn stærðin á Jök- ulsárlóni. Oddur benti einnig á að rannsóknir Helga Björnssonar og fé- laga hjá Raunvísindastofnun Há- skólans sýndu að inn undir jökulinn væri mikil dæld í landið, sem næði langt niður undir sjávarmál. „Ef Breiðamerkurjökull heldur áfram að hopa með svipuðum hraða, segjum 15 kílómetra á öld, þá bara stækkar lónið og lengist. Þannig að allt tal um að hætta sé á að lónið fyll- ist og jökullinn fari allur skyndilega í sjóinn, kemur mér fyrir sjónir sem ýkjur eða misskilningur. Eg trúi því ekki upp á David Evans að hann hafi sagt þetta. Frekar tel ég að blaða- maðurinn hafi misskilið hann. Ég á alla vega erfitt með að skilja þessa frétt Observer," sagði Oddur. Að hans mati er frekar um aldir að ræða, en einhver ár, að það taki jök- ulinn að bráðna og renna út í sjó. Oddur taldi að næstu 1-2 aldirnar myndi jökullinn liggja út í lónið. Ef- laust hopaði jökull áfram en varla um einhverja kílómetra á ári í stað um 50 metra til þessa. Oddur sagði að sér kæmi þess frétt á óvart m.a. í Ijósi þess að dr. Evans hefði verið viðriðinn rann- sóknir á íslenskum jöklum um nokk- urt skeið, ásamt nokkrum þarlend- um kollegum, og getið sér gott orð. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Vængirnir voru teknir af flugvélinni áður en hún var sett um borð í Óðin. Flugvél flutt með varðskipi til Isafjarðar Athugasemdir Ríkisendurskoðunar við forsetaembættið Gögnum ekki í tíma vegna FLUGVÉLIN, sem hlekktist á við lendingu í fjörunni í Fljótavík á Hornströndum fyrir tveimur vikum, kom til ísafjarðar á laugardagskvöld með varðskipinu Óðni. Vængirnir höfðu verið teknir af henni til þess að auðvelda flutninginn og var hún flutt um borð í skipið með þyrlu Land- helgisgæslunnar TF-SIF. Vængirn- ir voru fluttir með bát en vélin vó um 600 kg vængjalaus. Samkv. upplýsingum frá Land- helgisgæslunni hafði eigandi flugvél- arinnar nokkru áður beðið Land- helgisgæsluna um aðstoð við að flytja flugvélina þar sem önnur úr- ræði voru ekki fyrir hendi. Um helg- ina var hentugur tími til þess að inna björgunina af hendi þar sem varð- skipið Óðinn var á eftirlitsferð á þessum slóðum. Þyrlan var auk þess send á staðinn. Flutningurinn gekk vel og greiðlega en veður var stillt og gott. Að sögn fréttavefjar Bæjarins besta vissu varðskipsmenn ekki til þess að venjuleg flugvél hefði áður verið um borð í íslensku skipi og mætti Óðinn þvi kallast fyrsta flug- móðurskip Islendinga. GERÐ er athugasemd í endurskoð- un ríkisreiknings 1999 við að for- setaembættið skilaði ekki gögnum til greiðslu og bókunar innan eðli- legra tímamarka og einnig gerði Ríkisendurskoðun athugasemdir vegna uppgjörs og frágangs ferðar- eikninga. Hvað varðar ferðareikn- inga beinast athugasemdirnar sömuleiðis að því að gögnum var ekki skilað innan eðlilegra tíma- marka og ferðakostnaður fluttur milli uppgjörstímabila. Fram kem- ur að rekstrargjöld embættisins að frádregnum sértekjum fóru 16,6 milljónir umfram fjárheimildir árs- ins, eða 17,6%. I umfjöllun Ríkisendurskoðunar um endurskoðun A-hluta stofnana og fjárlagaliða segir að í fyrri skýrslum um endurskoðun ríkis- reiknings hafi verið athygli vakin á ýmsu er varðar fjárreiður og bók- hald stofnana og fjárlagaliði þar sem Ríkisendurskoðun hefur fund- ist ástæða til athugasemda. „Þeim stofnunum hefur fækkað ár frá ári sem ástæða er talin til að fjalla um með þessum hætti. í skýrslu um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 1996 voru þannig tilgreindar 42 A-hluta stofnanir og fjárlagaliðir, í skýrslunni fyrir árið 1997 voru þær 34 talsins og í skýrslunni vegna 1998 samtals 25. í ár eru gerðar sérstakar athugasemdir vegna að- eins 9 stofnana af þeim 166 stofnun- um og fjárlagaliðum sem endur- skoðaðir voru.“ Miklar annir hjá skrifstofu forsetaembættisins Stefán L. Stefánsson forsetaritari segir að það megi rekja til ástands sem skapaðist á síðasta ári hjá for- setaembættinu að gögnum var ekki skilað til greiðslu og bókunar innan eðlilegra tímamarka. Hann segir að miklar annir hafi verið hjá emb- ættinu sem hafi átt sér ýmsar or- sakir. Verkefni hafi hlaðist upp á árinu 1999 sem varð að fresta frá árinu 1998 vegna veikinda og frá- falls frú Guðrúnar Katrínar Þor- bergsdóttur. Stefán bendir jafn- framt á að einungis þrír starfsmenn séu á skrifstofu forseta íslands að frátöldum forsetaritara. Vegna tímabundinna anna hafi dregist að ganga frá sumum málum. Stefán segir að vegna þessa ástands hafi ýmsir opinberir at- skilað anna burðir, sem áttu að eiga sér stað 1998, færst yfir á árið 1999. Hann bendir á að 1,6 milljóna kr. afgang- ur hafi verið á fjárheimildum emb- ættisins 1998. Fleirí opinberar heimsóknir hafi orðið á árinu 1999 en áformaðar voru. Stefán segir mjög erfitt að sjá fyrir með eins árs fyrirvara hvaða verkefnum forseta- embættið þarf að sinna á komandi ári. Liðurinn opinberar heimsóknir sé í raun óútreiknanlegur. Heim- sóknir sem voru fyrirséðar geta orðið lengri og umfangsmeiri og nefnir Stefán í því sambandi heim- sókn forseta íslands til Norður- Dakóta í fyrra. Akveðið var að for- setinn heimsækti einnig Islendinga- slóðir í Kanada. Einnig var ákveðið að forsetinn yrði í Berlín í fyrra við opnun norrænu sendiráðanna ásamt þjóðhöfðingjum Norður- landa. Þetta hafði ekki verið ákveð- ið með árs fyrirvara. Heimsóknir forseta Eistlands og Lettlands urðu báðar umfangsmeiri en gert hafði verið ráð fyrir í upphaflegum áætl- unum að ósk gestanna. Þetta auki bæði kostnað embættisins og um- fang og álag á skrifstofu forsetaem- bættisins. Þjónusta númer eitt! Til sölu Qalloper dloaol, 6 dyra, slélfsklptur, nýskráður, 86,00,1988, eklnn 08,000 km, Ásett verð kr, 2.070,000,33 tommu breyttur. Ath. sklptl á ödýrari, Nánarl upplýsinaar hjá Bílaþinal Heklu.elml 000 8000. Opnunartlmar: Mánud. -föstud. kl. 9-18 laugardagar kl. 10-14 Nifiyie-r »iH í bílvtvil Laugavegi 174,105 Reykjavík. slmi 569-5500 BÍLAÞINGÍEKLU wm fiilötfiiMy (s vyww hilattilinj •- wyyvy,bilathiiiy .ig Öryrkjar segja kaupmátt sinn lakari en fyrir 10 árum Hvatt til hækkunar bóta o g minni t ekj utengingar hefur lítil sem engin áhrif á kjör ánn- arra,“ segir í ályktun aðalfundar Ör- yrkjabandalagsins. í ályktuninni er hvatt til þess að skattleysismörk verði hækkuð og horfið verði að fullu frá skattlagn- ingu húsaleigubóta. Sömuleiðis segh' að brýnt sé að öryrkjum verði skilað að fullu niðurgreiðslum sem þeir áð- ur nutu til lyfjakaupa, símanotkunar og bifreiðakaupa, en þetta séu nauð- synjar sem varða öryrkja meira en flesta aðra og vega hlutfallslega mun þyngra í heildarútgjöldum þeirra. Þá er í ályktuninni hvatt til þess að aflað verði ítarlegra upplýsinga um þann sparnað sem hlytist af eflingu almannatrygginga. AÐALFUNDUR Öryrkjabanda- lagsins hefur samþykkt ályktun þar sem segir að brýnt sé að hækka verulega tryggingabætur til sam- ræmis við bætur þjóða sem hafa sambærilegar þjóðartekjur og Is- lendingar. Jafnframt er hvatt til þess að dregið verði úr tekjutengingu sem öryrkjar búa við og horfið verði algerlega frá tengingu við tekjur maka. „Alkunna er að almannatrygging- ar eru hér umtalsvert lakari en víð- ast hvar í Vestur-Evrópu. Með margvíslegum aðgerðum og aðgerð- arleysi hafa íslensk stjómvöld orðið þess valdandi að kaupmáttur ör- yrkja er almennt lakari nú en hann var fyrir rúmum áratug og hefur í mörgum tilvikum minnkað á síðustu fimm árum - mestu uppgangsárum einnar tekjuhæstu þjóðar veraldar. Húsaleigubætur verði skattfrjálsar Sú einangrun sem öryrkjum er gert að búa við ber ekki aðeins vott um alvarlegan siðferðisbrest heldur einnig efnahagslega skammsýni. Vilji ráðamenn rétta hlut öryrkja má þeim fullljóst vera hvernig því verð- ur best við komið. Kerfi bóta- greiðslna að viðbættum áhrifum skattkerfis tryggir að hækkun helstu bótaflokka gagnast þeim fyrst og fremst sem verst eru settir, en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.