Morgunblaðið - 24.10.2000, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 24.10.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 1 3 Davíð Oddsson forsætisráðherra lagði blómsveig að klettinum á Willow Point. Fjallað verður um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði í 60 mínútum _ > „Rannsóknir Islenskrar erfðagreiningar geta haft áhrif um allan heim“ Morgunblaðið/Jim Smart Fréttamaðurinn Ed Bradley, var staddur hér á landi um helgina. hefur verið starfrækt í meira en 80 ár. A fyrstu hæð er safn íslenskrar menningararfleifðar í Vesturheimi og skrifstofur fyrir starfsemi sem tengist íslandi eins og t.d. herbergi fyrir vikublaðið Lögberg-Heim- skringlu, aðstaða fyrir nefnd Islend- ingadagsins, herbergi fyrir Þjóð- ræknifélagið, skrifstofa fyrir kjörræðismann íslands í Manitoba, sýningarsalur, gjafavöruverslun og kaffistaður. í byggingunni eru svo íbúðir fyrir aldraða og sérstakur móttökusalur til minningar um hjón- in Georg og Doris Johnson. í sömu byggingu. Irvin Olafson og Larry Ragnar Kristjanson voru hvatamenn að byggingunni og hafa helgað sig verk- inu undanfarin tvö ár en sérstakur söfnunarsjóður var stofnaður til að standa undir kostnaðinum. Mani- tobafylki gaf milljón kanadíska doll- ara, um 55 milljónir, vegna íslenska safnsins, og hefur ákveðið að leggja fram 55.000 kanadíska dollara á ári í rekstrarkostnað. Mikil ánægja Ekki fer á milli mála að Kanada- menn af íslenskum ættum eru mjög ánægðir með það sem hefur áunnist í íslenskumálum á árinu og ekki síst í Manitoba. Mikil gleði ríkir vegna fyrrnefnds stuðnings íslands og eins og Gordon Peterson orðaði það er ekki síst almenn kátína með að fögr- um orðum var fylgt eftir í verki. Davíð sagði að heimamenn hefðu séð um framkvæmdir á Gimli en ís- lenska ríkisstjórnin hefði lagt sitt af mörkum til að tryggja m.a. skrif- stofu fyrir kjörræðismanninn. „Við finnum til þess að þetta er metið vegna þess að stundum hefur verið sú umræða að Islendingar, sem eftir voru, hafi talið landnemana hálf- gerða flóttamenn sem hafi yfirgefið ættland sitt fyrir eitthvað annað þægilegra og betra. Ég held að sam- skiptin á undanförnum árum og jafn- vel áratugum undirstriki það að það er ekkert nema hlýja á báða bóga milli þessa skylda fólks. Hins vegai' er rétt að undirstrika það að fólkið héma lítur fyrst og fremst á sig sem Kanadamenn, en það dregur ekki úr því að hægt er að rækta sambandið.“ Kandískir ráðamenn hafa verið áberandi í viðburðum síðustu daga og þeir hafa almennt farið mjög lpf- samlegum orðum um stuðning Is- lands við menningararfleifðina. Dav- íð sagði að hluti þessa viðhorfs væri vegna breyttrar stefnu íslenskra stjórnvalda á undanförnum árum. Akveðið hefði verið að efla samband- ið til dæmis með því að opna ræðis- mannsskrifstofu í Winnipeg og til- kynna opnun íslensks sendiráðs í Ottawa en við þetta hefðu kanadísk stjómvöld tekið við sér og tilkynnt opnun kanadísks sendiráðs í Reykja- vík. „Þetta er mikil viðbót við stjórn- málasambönd sem við höfum og afar þýðingarmikið fyrir staif okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Stuðningur okk- ar við að tryggja stöðu íslenskudeild- arinnar við Manitoba-háskóla hefur jafnframt sýnt kanadískum stjórn- völdum og fylkisstjórninni fram á að okkur er full alvara þegar við segj- umst vilja eiga traust og gott sam- band við Manitoba og Kanada vegna þess hversu íslenska þjóðarbrotið er okkur mikilvægt." Almennt þykir Kanadafólki af ís- lenskum ættum mjög vænt um gamla landið og þótt það sé ánægt með framlag íslands til menningar- málanna í Kanada, framlag sem kom boltanum af stað, hafa sumir spurt hvort ísland hefði efni á að leggja eins mikið út til þessara mála og raun ber vitni. Davíð sagði að hófs væri gætt. Styrkirnir til Manitoba- háskóla yrðu greiddir á þremur ár- um og stuðningurinn við uppbygg- ingu menningarsetursins á Gimli á tveimur árum. „Ég tel miklu íremur að við hefð- um ekki efni á því að sitja hjá þegar svona mikið átak er gert af hálfu þessa fólks.“ Slitin í Árborg Síðan 6. apríl sl., þegar Davíð færði forsætisráðherra Kanada gjöf frá íslensku þjóðinni vegna um- ræddra tímamóta, hafa verið haldn- ar um 200 hátíðir víða í Kanada en hringnum var formlega lokað í Ar- borg í fyrrakvöld. Við það tækifæri sagði David Gislason, bóndi á Svað- astöðum í Geysirbyggð og formaður Árþúsundanefndarinnar - 125, að mikið hefði áunnist frá því Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, hefði í heimsókn sinni til Manitoba sumarið 1997, lagt til að menn færu að huga að hátíðarhöldunum 2000. í kjölfarið hefði sér dottið í hug að tala við landafundanefnd og lagt til að af- steypa styttu Ásmundar Sveinsson- ar af Guðríði Þorbjarnardóttur og Snorra syni hennar, yrði gefin til Ottawa. „Þetta varð að veruleika með þeim afleiðingum að saga Guðríðar og Vínlandsævintýrin eru kennd í um 15 bamaskólum á svæðinu frá Ott- awa til Hull.“ Nefndin skipulagði við- burðina vegna tímamótanna í Kan- ada í ár og sagði David að hátíðin ætti að efla tengsl landanna og styrkja sambandið. Akvörðun kanadískra stjómvalda um að opna sendiráð í Reykjavík hefði ekld verið á dagskrá fyrir ári en hátíðarhöldin hefðu greinilega haft sín áhrif. Hann þakkaði Davíð Oddssyni, ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni fyrir örlætið vegna hátíðanna. „Allir hafa verið djúpt snortnir vegna fólksins og atriðanna sem hafa komið frá Islandi í sumar. Margir hér hafa sagt mér að þeir ætli öragglega að heimsækja ísland fljótlega. Ég vona að við getum endurgoldið það sem ísland hefur sýnt okkur í ár.“ Með Davíð í för vora Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, Guð- jón Guðmundsson, varaforseti Al- þingis, og Guðný Jóna Ólafsdóttii', eiginkona hans, og Skarphéðinn Steinarsson, skrifstofustjóri forsæt- isráðuneytisins. Svavar Gestsson, sendiherra og aðalræðismaður ís- lands í Winnipeg, og Guðrún Ágústs- dóttir, eiginkona hans, vora einnig í íslensku sendinefndinni. Sjö manna hópur frá fréttaþættinum 60 mín- útur á CBS sjón- varpsstöðinni hefur verið hér á landi undan- farna viku og unnið að fréttaskýringarþætti um miðlægan gagna- grunn á heilbrigðis- sviði. Þeirra á meðal er fréttahaukurinn Ed Bradley. Arna Schram átti við hann stutt spjall á Hótel Borg um helg- ina og spurði hann m.a. álits á kvikmyndinni The Insider. ED BRADLEY, fréttamaður hjá fréttaskýringarþættinum 60 mín- útur á CBS-sjónvarpstöðinni, segir í samtali við blaðamann að hann hafi komið hingað til lands til að taka viðtal við Kára Stefánsson, forstjóra íslenskrar erfðagreining- ar, og fleiri aðila; lækna og þing- menn vegna umfjöllunar þáttarins 60 mínútur um miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði. Eins og kunnugt er hefur IE fengið sér- leyfi frá heilbrigðissráðherra til gerðar og starfrækslu grannsins. Bradley kom hingað til lands á föstudag en dagana áður hafði einn af framleiðendum þáttanna, Ruth Streeter, og aðrir aðstoðar- menn Bradleys unnið að því að afla gagna í gagnagrannsmálinu og undirbúa viðtöl við aðila sem tengjast því á einn eða annan hátt. Bradley kom svo til landsins um helgina, - tók viðtölin og kynningu þáttarins, m.a. í Krísuvík - og hélt heim á leið síðdegis á sunnudag. Streeter, aðrir aðstoðarmenn og tökumenn CBS-sjónvarpsstöðvar- innar munu þó dvelja hér áfram næstu daga til að ljúka vinnu við þáttinn. Bradley var fyrst spurður að því hvers vegna 60 mínútur hefðu áhuga á að gera þátt um gagna- grunn á heilbrigðissviði. „Við höfum nýlega fjallað um möguleikana á kortlagningu gena- mengis mannsins og næsta skref var því að fjalla um það hvort ákveðin gen orsaki sjúkdóma og þá hvort hægt sé að einangra þau og finna lækningu. Sé það hægt hefur það gífurleg áhrif um allan heim. Okkur þótti því áhugavert að fjalla um það sem Islensk erfðagreining væri að gera.“ Bradley segir að hann hafi ekki bara í þessum tilgangi rætt við Kára Stefánsson heldur líka ýmsa aðila sem styddu vinnu hans að miðlægum gagnagrunni sem og þá sem væra henni mótfallnir. Var í viðtölum m.a. spurt um deilurnar í kringum veitingu einkaleyfisins til Islenskrar erfðagreiningar sem og skilgreininguna á upplýstu sam- þykki. Bradley segist aðspurður gera ráð fyrir því að einungis verði í þættinum talað við íslenska aðila í tengslum við þetta mál. En hve- nær verður þátturinn sýndur? „Ég hef ekki hugmynd um það. Við eigum eftir að fara heim og skrifa þáttinn, klippa hann og setja hann saman.“ En telur Bradley að Bandaríkjamenn muni hafa áhuga á þessari umfjöllun? „Já, ég tel það. Heilbrigðismál eru ofarlega í huga Bandaríkja- manna um þessar mundir. Fólk hefur áhuga á öllu þvi sem bætt getur heilbrigðisþjónustuna. Og ef það sem íslensk erfðagreining er að gera verður skref í þá átt mun það vekja áhuga fólks.“ Ekki hrifinn af The Insider Kvikmyndin The Insider eða Uppljóstrarinn eins og hún heitir á íslensku var frumsýnd á Islandi fyrr á þessu ári. Hún er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá því hvernig bandarísk tóbaks- fyrirtæki reyna að koma í veg fyr- ir að vísindamaður hjá bandarísku tóbaksfyrirtæki ljóstri upp leynd- armálum tóbaksiðnaðarins í frétta- þættinum 60 mínútum. Þegar Bradley er spurður að því hvort myndin hafi haft áhrif á áreiðanleika þáttarins 60 mínútur leggur hann áherslu á að í mynd- inni hafi staðreyndar verið færðar í söguform. Myndin lúti því lög- málum skáldskaparins. „The Insid- er var ekki heimildarmynd heldur skáldskapur byggður á staðreynd- um,“ segir hann ákveðinn. „Sem dæmi þá hættir Lowell Bergmann [fréttastjóri 60 mínútna] að starfa við þættina í lok myndarinnar af grandvallarástæðum en í raun- veraleikanum starfaði hann áfram að Sextíu mínútum í eitt og hálft ár eftir að [tóbaksjþátturinn var sýndur.“ Bradley heldur áfram: „Það er kannski erfitt fyrir mig að dæma myndina en ég held að hún hafi ekki verið mjög góð. í henni er ekki gerð nákvæm grein fyrir því hvað gerðist í þessu tóbaks- máli. Þetta er Hollywood-útgáfa af sannri sögu en ekki heimildar- mynd. Og Hollywood er fulltrúi skáldskapar en ekki staðreynda." Þegar Bradley er í framhaldinu spurður að því hvort tóbaksmálið hafi haft slæm áhrif á samstarf þeirra aðila sem vinna að 60 mín- útum segir hann þvert nei. Vill koma aftur til íslands Bradley segist aðspurður hafa starfað í 20 ár hjá fréttaþættinum 60 mínútum en þátturinn hóf fyrst göngu sína fyrir rúmum 32 árum. Hann nær að sögn Bradleys til um 25 milljóna manna í Bandaríkjun- um en auk þess er hann sýndur víða um heim, m.a. á íslandi. „Þetta er sá fréttaþáttur sem hef- ur hvað mest áhorf í Bandaríkjun- um,“ segir Bradley. Áður en Bradley hóf störf hjá 60 mínútum var hann fréttamaður hjá CBS-sjónvarpsstöðinni, sá um fréttir frá Hvíta húsinu og starfaði m.a. í Víetnam, Kambódíu og Par- is. Bradley segist aðspurður fara ofan í um það bil 100 mál á ári með hugsanlega umfjöllun í huga en einungis um 25 þeirra endi sem fréttaskýringar í 60 mínútum. „Við könnum því mörg mál áður en endanleg ákvörðun er tekin um það hver þeirra séu þess virði að fjalla um.“ Aðspurður segir hann að margir hringi og bendi á hugsanlegt um- fjöllunarefni en auk þess fái þátt- urinn margar ábendingar í gegn- um tölvupóst. „Við fáum því margar ábendingar um mál sem fólk telur vera þess virði að segja frá. Flest þeirra eru það þó ekki,“ segir Bradley og ítrekar að marg- ar ábendingarnar séu þó kannaðar áður en endanleg ákvörðun sé tek- in. Bradley hefur aldrei áður komið til Islands en segist kunna mjög vel við sig þegar hann er spurður að þeirri klassísku spurningu hvernig honum líki landið. „Ég var að vísu búinn að heyra að hér væri mjög kalt í veðri en svo er alls ekki,“ segir hann og bætir við: „Ég geri þó ráð fyrir því að vetur- inn sé enn ekki byrjaður." Bradley segist ennfremur hafa fengið mjög góðan mat í Reykja- vík og hitt áhugavert fólk. Snæddi hann m.a. kvöldverð á veitingahúsinu Við tjörnina og á Apótekinu. „Ég myndi gjarnan vilja koma aftur til íslands en þá að sumri til.“ Bradley gisti á Hótel Borg með- an hann dvaldi hér á landi og gat þess svona að síðustu að íslend- ingar væru greinilega mikið fyrir að skemmta sér. „Fyrir nokkrum árum var lagið „All Night Long“ afar vinsælt. Ég held að það lag eigi mjög vel við íslendinga," segir hann að lokum sposkur á svip.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.