Morgunblaðið - 24.10.2000, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Ekkert
kynslóðabil
LAUGARDALURINN er vin-
sæll hjá fjölskyldufólki í
borginni og börn og fullorðn-
ir kunna að meta að koma
þangað til þess að skoða dýr-
in í Húsdýragarðinum og
leika sér saman í tækjunum.
Morgunblaðið/Ómar
Greiðslubyrði
lækkuð með end-
urfj ár mögnun
Salahverfí Kópavogi og Seljahverfí í Reykjavík liggja saman
MEÐ endurfjármögnun er-
lendra lána lækkaði Hafnar-
fjarðarbær nettógreiðslubyrði
lána sinna um 187 milljónir
króna á árinu 1999. Þriðjngi
minni hluti skatttekna rann í
að borga af lánum 1999 en
1998. Skatttekjur bæjarins
jukust um 3 þúsund kr. á hvem
íbúa milli 1998 og 1999 og hlut-
fall rekstrarkostnaðar af
skatttekjum hækkaði um 2%.
Frá 1996 hefur bæjarsjóður
Hafnarfjarðar nær eingöngu
sótt lánsfé á erlendan lána-
markað. 1999 var unnið við að
endurfjármagna óhagstæð
eldri lán, sem eru í íslenskum
kr. og er stefnt að því að Ijúka
því verki á þessu ári, að því er
fram kemur í ársskýrslu bæj-
arins, sem nú hefur verið dreift
í öll hús í bænum, og er auk
þess aðgengileg á heimasíðu
bæjarins, hafnaríj'ordur.is.
Fram kemur að rekstur
málaflokka án vaxta tók til sín
81% skatttekna árið 1999 en
79% árið 1998 og 77% 1997.
Greiðslubyrði lána nettó nam
15% af skatttekjum 1999 en
22% 1998 og 24% 1997. í yfírliti
með ársreikningnum kemur
fram að nettógreiðslubyrði
lána lækkaði úr 710,9 m.kr. ár-
ið 1998 í 524,1 m.kr. 1999. Ný
lán voru teltín að fjárhæð 1901
m.kr. þar af 686 m.kr. til end-
urfjármögnunnar.
I árslok voru heildarlang-
tímalán 5.280 m.kr., þar af er-
lend lán um 4.060 m .kr. eða
70%. „Vegna hagstæðra ytri
skilyrða og góðs árangurs við
endurfjármögnun urðu raun-
vextir af langtímaskuldum
bæjarsjóðs á árinu 1999 nei-
kvæðir um 40 m.kr.,“ segir í
ársskýrslunni. Alls voru skatt-
tekjur bæjarins 1999 3.315
milljónir króna. 3.493 milljónir
fóru til reksturs málaflokka en
967 milljónir komu á móti í
tekjur þannig að nettókostnað-
ur vegna málaflokka var 2.696
m.kr. og afkoma eftir rekstur
þeirra 619 m.kr., en 636,8
m.kr. að viðbættum vöxtum af
veltufé.
509,8 m.kr. runnu til
greiðslu lána og voru 127 m.kr.
eftir til ráðstöfunar í fram-
kvæmdir. Fjárfesting nam
hins vegar samtals 1.226 m.kr.,
eða 1.100 m.kr. umfram tekjur
ársins.
540 m.kr. voru fjárfestar í
fræðslumálum þai- af 320 m.kr.
vegna einsetningar Engidals-
skóla og 90 m.kr. vegna ein-
setningar Setbergsskóla. Til
byggingar íþróttamiðstöðva
við Ásvelli var varið um 170
m.kr. Til framkvæmda við göt-
ur og holræsi var varið um 400
m.kr. og til fasteigna- og lóða-
kaupa var varið 224 m.kr.
íbúum Hafnarfjarðar fjölg-
aði um 542 á árinu 1999, úr
18.597 í 19.139. 1998 hafði
fjölgað um 394 á íbúaskrá bæj-
arins og um 275-295 manns
hvert áranna þriggja þar á
undan.
Borgarstjóri segir að víða
þurfí að bæta göngutengsl
Fjármagn frá
fyrirtækjum?
Reykjavík
INGIBJORG Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri
segir koma til greina að
leita til fyrirtækja í borg-
inni um að hlaupa undir
bagga með ríkinu við fjár-
mögnun göngubrúa og
undirganga í Reykjavík.
Borgarstjóri sagði á borg-
arstjórnarfundi á fimmtu-
dag að gera þyrfti gang-
skör í að bæta göngutengsl
víða á höfuðborgarsvæðinu
en ársframlag til slíkra
framkvæmda á vegaáætl-
un hrykki vart fyrir einni
göngubrú.
Gerð göngubrúar yfir
Miklubraut á móts við
Framheimilið kom til um-
ræðu á borgarstjórnar-
fundinum. Olafur F.
Magnússon, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, lagði
áherslu á mikilvægi þess
að framkvæmdum verði
flýtt vegna göngubrúar-
innar. Hann fagnaði því að
skipulags- og umferðar-
nefnd borgarinnar hefði
sett gerð brúarinnar fram-
arlega í forgangsröð slíkra
verkefna en átaldi þó
seinagang málsins.
Borgarstjóri tók undir
með Olafi að nauðsynlegt
væri að bæta öryggi gang-
andi vegfarenda á þessu
svæði, hins vegar hefði
aldrei verið gert ráð fyrir
því í aðalskipulagi Reykja-
víkur að þarna kæmi
göngubrú og það hafi held-
ur ekki verið tekið sér-
staklega til umfjöllunar í
borgarráði eða borgar-
stjórn þegar deiliskipulag
Miklubrautar í heild var
þar til sérstakrar skoðun-
ar. Það hafi í raun ekki
verið fyrr en íbúar í hverf-
inu vöktu máls á þessu í
upphafi árs 1999 sem
horfst hafi verið í augu við
að orðið hafi að bæta þessi
göngutengsl.
Þarf að Ieita nýrra
leiða við fjármögnun
Borgarstjóri sagði að
gerð göngubrúarinnar á
móts við Framheimilið
væri ekki á vegaáætlun og
sagði að borin von væri að
fjármunir fengjust þar til
þess að gera göngubrúna
eins og skorið hefði verið
við nögl á umliðnum árum.
Hún sagði að bæta þyrfti
göngutengsl víða á höfuð-
borgarsvæðinu. Auk þess
sem gera þyrfti göngubrú
yfir Miklubraut á móts við
Framsvæðið, þyrfti göngu-
brú yfir Kringlumýrar-
braut á móts við Kringluna
og betri göngutengsl yfir
Hringbrautina, göngut-
engsl við Stakkahlíð og
víðar
Ingibjörg Sólrún kvaðst
þeirrar skoðunar að nóg
væri komið af því að borg-
arsjóður lánaði ríkinu fyrir
framkvæmdum af þessum
toga og því þyrfti að finna
aðrar leiðir til fjármögnun-
ar. „Mér dettur helst í hug
í þessu sambandi að það
yrði þá að leita til fyrir-
tækja til þess að hlaupa
undir bagga í þessu efni,“
sagði borgarstjóri og bætti
við að kannski væri lag að
leita til tryggingafélag-
anna í borginni.
Morgunblaðið/Golli
Salahverfi (t.v.) og Seljahverfi liggja orðið nánast saman, en ekki er gert ráð fyrir neinum vegtenginum á milli hverfanna.
Samgöngum milli hverfa ábótavant
Kópavogur/Breiðholt
SALAHVERFI í Kópavogi og
Seljahverfi í Reykjavík eru
nánast að renna saman í eitt
hverfi þdtt samgöngur á
milli hverfanna séu fremur
bágbornar.
Mikil uppbygging hefur
átt sér stað í Salahverfí síð-
ustu misseri, eins og alls
staðar í austuhiuta Kdpa-
vogs, og er nú svo komið að
aðeins faeinir metrar skiija
að hús í Salahverfi og Selja-
hverfi.
Samgöngur á milli hverf-
anna eru hins vegar ekki
gdðar því engar götur liggja
á milli þeirra. Ef t.d. íbúi í
Lækjarseli hyggst aka að
Jörsöium, en aðeins nokkrir
metrar skila göturnar að,
þarf hann að keyra niður á
Breiðholtsbraut, fara þaðan
um Reykjanesbraut inn á
Fífuhvammsveg, sem liggur
upp að Jórsölum. Á þessari
leið eru a.m.k. þrenn gatna-
mdt með umferðarljósum.
Samkvæmt upplýsingum
frá borgarskipulagi Reykja-
víkur er ekki gert ráð fyrir
neinni vegtengingu milli
hverfanna samkvæmt aðal-
skipulagi. Upp kom hug-
mynd um tengingu milli
hverfanna á sínum tíma en
hætt var við hana vegna mdt-
mæla íbúa.
Bæjarstjóri Seltjarnarness hefur áhyggjur af fólksfjölgun
Ríkið og sveitarfélög
vinni að farsælli lausn
Seltjarnarnes
MIKIL verkefni liggja fyrir
sveitarfélögum á höfuðborg-
arsvæðinu á næstu árum í
kjölfar mikillar fólksfjölgunar
og lýsti Sigurgeir Sigurðsson,
bæjarstjóri Seltjarnarness,
yfir áhyggjum vegna þessa á
aðalfundi Samtaka sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu í
gærdag.
Hann sagði mikilvægt að
ríkið og sveitarfélögin ynnu
sameiginlega að því að finna
farsæia lausn á þeim vanda
sem skapast gæti vegna fólks-
fjölgunarinnar.
Samkvæmt nýju svæðis-
skipulagi fyrir höfuðborgar-
svæðið, sem nú er í vinnslu, er
gert ráð fyrir að íbúum á
svæðinu muni fjölga um 60
þúsund á næstu 24 árum og að
stofnkostnaður vegna helstu
framkvæmda á svæðinu verði
um 131 milljarður.
„Ríkið þarf að vera samst-
iga okkur ef okkur á að takast
byggja hér upp samfélag fyrir
alla þessa íbúa,“ sagði Sigur-
geir. „Síðan er það aftur á
móti annað mál hvort það er
ekki orðið tímabært að sveit-
arfélögin héma á höfuðborg-
arsvæðinu ásamt ríkisvaldinu
taki upp alvöru viðræður um
það hvaða hlutverki sveitarfé-
lögin eigi að gegna í byggða-
þróun í landinu í framtíðinni.
Ég hef haft af þessu nokkr-
ar áhyggjur. Við sjáum bara
núna upp á síðkastið að sveit-
arfélögin hér eru að sækja um
þjóðvegaframkvæmdir í þétt-
býli og það virðist vera tölu-
vert mikil fyrirstaða hjá ríkis-
valdinu í þeim málum, en ég
held að það sé rétt að það
komi fram hér að sveitarfé-
lögin eru með sameiginlega
stefnu í samgöngumálum og
hafa komið fram þar sem einn
aðili, enda eru sveitarstjórn-
armál í þessum málaflokki
ekki pólitísk - þau eru lífs-
nauðsyn fyrir svæðið.“
Rfldð og sveitarfélög
myndi sér framtíðarsýn
Sigurgeir sagðist óttast að
á höfuðborgarsvæðinu myndi
skapast svipað ástand og þar
skapaðist eftir síðar heims-
styrjöld í kjölfar þjóðflutning-
anna.
„Ég horfi með hryllingi til
þess ef sveitarfélög og ríkið
verða ekki samstiga í þeirri
þróun sem virðist vera sýnileg
að óbreyttu ástandi. Af sögu-
sögnum man maður eftir því
þegar þjóðflutningarnir miklu
um og eftir síðustu heims-
styrjöld hófust hingað á höf-
uðborgarsvæðið og ég held að
enginn vilji upplifa aftur það
neyðarástand sem ríkti þá hér
á svæðinu. Hér var engin
þjónusta til að taka á móti
þessu fólki hvorki af hálfu
sveitarfélaganna eða ríkinu
og ég segi það satt að ef að við
eigum að taka á móti 50 til 60
þúsund íbúum hér á þessu
svæði án þess að menn séu
samstiga í því þá óttast ég að
hér muni ríkja svipað ástand.
Ríkið og sveitarfélögin hér
á höfuðborgarsvæðinu þurfa
að mynda sér einhveija fram-
tíðarsýn um uppbyggingu
svæðisins. Við höfum ekki
verið að sækjast eftir íbúum
utan höfuðborgarsvæðisins til
okkar. Við höfum þvert á
móti, margoft bæði í ræðu og
riti, látið í ljós áhyggjur okkar
út af þessum þjóðflutning-
um.“
Laugardalur
Hafnarfjörður