Morgunblaðið - 24.10.2000, Síða 26

Morgunblaðið - 24.10.2000, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Konur sýna rjúpnaveiði áhuga Meðalverð á útbúnaði um 100.000 krónur í kringum 5.200 manns eru með rjúpna- veiðileyfi hér á landi. Hrönn Indriðadóttir komst að raun um að jólarjúpan getur kost- að sitt því hægt er að eyða hálfri milljón króna í útbúnað fyrir veiðiferðina. RJUPNAVEIÐITIMINN hófst í síðustu viku og stendur fram til 23. desember. „Nýjustu tölur, sem eru frá ár- inu 1998, sýna að í kringum 5.200 manns eru með rjúpnaveiðileyfi hér á landi, “ segir Aki Armann Jónsson veiðistjóri. „Pjöldi veiði- manna er nokkuð stöðugur en það má greina eina breytingu undan- farin ár og hún er sú að sífellt fleiri konur eru byrjaðar að sýna rjúpna- veiði áhuga. A veiðinámskeiðum hjá okkur undanfarið hafa verið fimm til sex konur af fjörutíu manna hópi.“ Skjólgóður og vatnsheldur fatnaður skiptir miklu Meðalgóður útbúnaður, þ.e.a.s. ágætis fatnaður, gönguskór, auka- hlutir eins og áttaviti og GPS-stað- setningartæki, skot og sjálf byssan kosta hjá verslununum Útilífi og Nanoq rétt rúmlega hundrað þús- und krónur. „Þá eru alltaf einhverjir sem eru bara í sinni hefðbundnu vetrarúlpu, vindbuxum og stígvélum og þeir veiða oft ekkert minna en við hin- ir,“ segir Olafur Kr. Ólafsson, deildarstjóri veiðideildar Útilífs. „Númer eitt er auðvitað að eiga góða byssu og þá skiptir miklu máli að vera í skjólgóðum og vatnsheld- um fatnaði og í góðum skóm, “ seg- ir hann. Ólafi Kr. og Leifi Þorvaldsssyni, deildarstjóra veiðideildar Nanoq, ber saman um að góður nærfatnað- ur skipti miklu máli og nauðsynlegt sé að hann sé úr efni sem bindi ekki raka næst líkamanum. „Fatnaður sem andar er nauð- synlegur og þá eru flíspeysur mjög góðar því þær binda lítið raka og Morgunblaðið/Sigurgeir Veiðimenn ættu að skilja eftir leiðarlýsingu áður en haldið er af stað í veiðiferð. þoma fljótt," segir Leifur og bætir við að gott sé að vera í rjúpnavesti í áberandi lit þannig að veiðimaður- inn sjáist betur ef hann týnist og einnig til þess að aðrir veiðimenn geti borið kennsl á hann. Góður skófatnaður er einnig mikilvægur að sögn þeirra og þrátt fyrir að skórnir geti verið þungir vama þeir meðal annars því að eigandinn snúi sig. Byssur á allt að fjögur hundruð þúsund Hægt er að fá hlífðarfatnað á allt frá tíu þúsund krónum og upp í sjötíu þúsund í Nanoq og frá sexþúsund og fimmhundruð krón- um og upp í áttatíu þúsund hjá Úti- lífi. lófatölvur Internet- og faxtenging Hleðslutæki í bíla og á borð Handfrír búnaður Þunnar rafhlöður Töskur, framhliðar o.fl Fáðu það besta út úr G5M símanum þínum með oi 1 Sftil Þú færð orginal aukahluti fyrir alla vinsælustu GSM símana hjá okkur. IMOKIA CONNECTLNO r'DOPLLi <S> MOTOROLA ERICSSON ^ II liaiddKTU Ármúla 26 • Sími 588 5000 www.hataekni.is símtæki, aukahlutir, verkstæði „Gönguskór kosta frá fimm þús- und krónum en þá emm við að tala um skó sem anda ekki og fólk getur því blotnað í gegn. Góðir göngu- skór kosta frá tíu- og upp í tuttugu þúsund krónur og mæli ég með þeim fyrir veiðimenn enda mikil- vægt að vera þurr og heitur á fót- unum, “ segir Leifur. Ólafur Kr. tekur í sama streng, segir að mikilvægt sé að vera vel búinn til fótanna og enn fremur að góðir gönguskór hjá Útilífi kosti frá níu og upp í tæplega tuttugu þúsund. Báðar verslanirnar selja auka- hluti eins og áttavita, GPS-stað- setningartæki og neyðarblys og síðast en ekki síst byssuna sjálfa og skotin. „Ódýrasta byssa hjá okkur kost- ar tæplega átta þúsund krónur og sú dýrasta tæplega fjögur hundruð þúsund krónur, “ segir Leifur og bætir við að algengast sé að veiði- menn séu að kaupa byssur á bilinu frá tuttugu og fimm þúsundum og upp í hundrað og þrjátíu þúsund. „Það vinsælasta í haglabyssun- um hjá okkur í dag er það sem kall- ast hálfsjálfvirkt en það eru þriggja skota byssur sem þeir sem era búnir að vera með veiðileyfi í eitt ár geta keypt sér. Nýliðar verða að sætta sig við einhleypu, tvíhleypu eða pumpu íyrsta árið. Hálfsjálfvirku byssurnar kosta frá þrjátíu þúsund krónum upp í hundrað og sextíu þúsund en þess má geta að ódýrast byssan hjá okk- ur kostar um átta þúsund krónur," segir Ólafur Kr. Báðir eru þeir Ólafur Kr. og Leifur rjúpnaskyttur en hvoragur Morgunblaðið/Golli Það skiptir máli að vera vel út- búinn í veiðiferðinni. þeirra hefur þó farið að veiða í ár. „Ég hef ekki komist enn sökum vinnu en ég stefni á að fara eins fljótt og ég get. Það kemur oft fyrir að ég fari hverja helgi enda finnst mér enginn matur eins góður og rjúþa. Mest af því sem ég veiði er borðað á jólum,“ segir Leifur og Veiðileyfi eftir tvö námskeið VEIÐIMENN þurfa að taka tvö skyldunámskeið áður en veiði- leyfi er náð. Annars vegar er það skotvopnanámskeið, þar er meðal annars veitt grunnfræðsla um byssuna og hættusvið skota en að námskeiði loknu er skotvopna- leyfi afhent. Hins vegar er það veiðinámskeið, þar er meðal ann- ars rætt um fuglafriðunarlögin og að því Ioknu fæst veiðikort. Veiðikortið þarf síðan að endur- nýja á hverju ári og kostar það 1900 krónur. Menn verða að hafa náð tví- tugu til að geta fengið skotvopna- leyfi en ekkert aldurstakmark er á því að fá veiðikort því einnig er hægt að veiða til dæmis mink með gildrum og lunda með háfi. f 1 n n JmarLímr Skúlagötu 10, sími 562 9717. Steinunn m % •>; í% María L t N U « MFR-nudd: Hentar fyrir flest líkamleg vandamál. IMudd: Slökunarnudd • Sjúkranudd • Trigger punkta meðferð • Manipulation • íþróttanudd • Klassískt nudd • Djúpvefjanudd Snyrti og fótaaðgerðastofa: Förðun »Naglaásetning • Tatto-varanieg förðun • Andlitsmeðferðir »Qttenburg fitulosandi meðferð • Handsnyrting ‘Varanleg háreyðing Hrukkuminnkandi hljóðbylgjur Sauna og heitur pottur-Topp turbo Ijósabekkir-IVIýjar perur Eiríkur Sverrisson C.M.T. B.S.M.T. www.simnet.is/eirikurs/
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.