Morgunblaðið - 24.10.2000, Side 27

Morgunblaðið - 24.10.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 27 NEYTENDUR bætir við að skemmtilegast við veiðina sé útiveran, nálægðin við náttúruna og sú tilfinning að vera einn með sjálfum sér þannig að hægt sé að öskra af lífs- og sálar- kröftum og enginn heyri. Þá segir hann veiðieðlið segja til sín. Ólafur Kr. er sama sinnis, úti- vistin er aðalatriðið en hann segist þó meira vera fyrir gæsaveiðina. „Ég borða ekki rjúpu sjálfur og það er kannski ástæðan fyrir því að ég er ekki forfallin rjúpnaveiði- skytta,“ segir Ólafur Kr. Ungar konur áhugasamar Aðspurðir segjast þeir vera varir við aukinn áhuga fólks á rjúpna- veiði og þá sérstaklega merkja þeir það að konur séu farnar að sýna þessu áhuga. „Þetta eru aðallega ungar konur sem eru farnar að stunda rjúpnaveiði en þó veit ég dæmi þess að konur allt upp í sex- tugt séu einnig mjög áhugasamar," segir Leifur. Að lokum er gott að brýna fyrir veiðimönnum að skilja eftir leiðar- lýsingu áður en haldið er af stað í veiðiferðir en það getur komið sér vel ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis. Leifur gefur lesendum að lokum uppskrift að rjúpu. Rjúpa ad hætti Leifs __________Nokkrar rjúpur___________ __________Smjör til steikingar ____ ____________Pipar og salt__________ Vatn_______________ Smjörlíki Hveiti ________________Soð________________ Rjómi Fjöldi rjúpna skiptir ekki máli. Það skal tekið fram að ekki á að skola rjúpurnar fyrir steikingu því þá tapa þær bragði. Takið hreinsuð fóöm og hjörtu og snöggsteikið á pönnu. Saltið og piprið rjúpur að utan og innan og snöggsteikið á pönnu. Setjið rjúpurnar í ofnpott og inn í ofn ásamt fóarni og hjörtum við 170 til 180 gráðu hita í um 30 mín- útur. Gott er að bæta örlitlu vatni á pönnuna og nota soðið síðan sem uppistöðu í sósu. Hluti af soðinu er síðan sigtað frá, búin er til vel þétt bolla úr bræddu smjörlíki og hveiti og soð- inu er síðan hrært út í. Örlitlum rjóma er síðan bætt við og þá er sósan tilbúin. Gott er að bera ijúpurnar fram með brúnuðum kartöflum, gulum baunum, grænmeti og einiberjum. Nýtt Andlitsþjálf- unartæki DERMAL Tone-andlitsþjálfunar- tækið er komið á markað. Tækið er sagt styrkja andlits- vöðva, slétta úr hrakkum og virka á erfið svæði eins og á poka undir augum og á undirhökur. Dermal Tone andlitsþjálfunartækið er selt hjá Sjónvarpskringlunni og hægt er að panta í gegnum síma 515- 8000 og á netversluninni; www.- sjonvarpskringlan.is. Jjjmanparts ' HEIMSÞEKKTIR GÆÐA VARAHLUTIR fyrír iapanska og kóreska bíia Þegar þú verslar á Islandi er alltaf hægt að skila vöru sem reynist gölluð. Það er óneitanlega erfiðara ef gjöfin er keypt á ferðalagi í útlöndum. Vöruverðið hér heima er líka fyllilega samkeppnishæft við það sem gerist erlendis. Verslaðu á íslandi, njóttu öruggrar neytendaverndar og efldu um leið íslenskt efnahagslíf. Njóttu ferðarinnar - verslaðu af skynsemi Fasteignir á Netinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.