Morgunblaðið - 24.10.2000, Qupperneq 28
fT/yí
8S
28
ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000
(JKJAJSVIUDHOM
MORGUNBLAÐIÐ
________ÚRVERINU_____
Mengunarvarnir í
Sturlaug Haraldsson
Morgunblaðið/RAX
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra fylgist með afhendingu COMTEC
mengunarvarnabúnaðar í ísfisktogaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni.
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra var sl. föstudag viðstödd af-
hendingu íslensks mengunarvarn-
arbúnaðar fyrir dísilvélar um borð
í ísfisktogaranum Sturlaugi H.
Böðvarssyni AK. Búnaður þessi er
svokallaður brennsluhvati en það
er tæki sem komið er fyrir í elds-
neytisrás vélar og hefur áhrif á
brennslu eldsneytisins, þannig að
nýting eldsneytisins batnar án þess
að vélarorka minnki.
Brennsluhvatinn gerir það að
verkum að minna eldsneyti þarf til
að fá sama afl frá vél. Losun á kol-
tvísýringi minnkar í réttu hlutfalli
við eldsneytissparnaðinn.
Á íslandi má rekja 26% af heild-
arlosun allra gróðurhúsaloftteg-
unda til fiskveiða. Til samanburðar
eru 26% frá samgöngum og 32%
frá iðnaði. Frá viðmiðunarári
Kyoto-bókunarinnar árið 1990 hef-
ur losun frá fiskveiðum aukist úr
655 þúsund tonn í 781 þúsund tonn.
3,3% eldsneytissparnaður
Samkvæmt upplýsingum frá
framleiðanda búnaðarins hefur op-
inber stofnun í Kaliforníu á sviði
loftmengunareftirlits, CARB (Cal-
ifornia Air Resources Board),
ákveðið að taka til skráningar
þennan íslenska búnað sem meng-
unarvarnarbúnað fyrir dísilvélar.
Þá mun nýleg prófun þegar bún-
aðinum var komið fyrir í 11.000
hestafla kanadísku flutningaskipi
hafa gefið góða raun. Við prófun
sem staðið hefur yfir frá því í júh'
kemur í ljós að eldsneytissparnað-
ur er að jafnaði 3,3 %.
Hér á landi hafa ýmsir aðilar
komið sér upp búnaði þessum að
undanförnu. Áuk nokkurra fiski-
skipa hefur Atlantsskip komið sér
upp brennsluhvatanum auk þess
sem allar fiskimjölsverksmiðjur
SR-mjöls hafa notast við búnaðinn
í nokkur ár. Mæling á brennslu-
hvatanum sem gerð var fyrir
nokkru af Fiskifélaginu, LÍÚ og
Vélskólanum bendir til þess að ár-
legur olíusparnaður hjá meðalstór-
um togara geti numið 800-1.000
þúsund krónum
Umhverfisráðuneytið fagnar því
ef íslenskt hugvit verður til þess að
minnka losun gróðurhúsaloftteg-
unda. Við útgerð fiskiskipa er afar
brýnt að reynt sé að draga úr elds-
neytisnotkun með öllum tiltækum
ráðum. Hvetur ráðuneytið allar út-
gerðir fiskiskipa til að huga að öll-
um möguleikum til að draga úr
brennslu eldsneytis og minnka los-
un gróðurhúsalofttegunda. Upp-
setning brennsluhvatans í Stur-
laugi Böðvarssyni AK sýnir
jákvæðan vilja útgerðar skipsins til
þess að leggja sitt af mörkum til
þessa nauðsynlega markmiðs.
Sjdmannafélag Reykjavíkur berst gegn fíkniefnasmygli
„Sjómennirnir eru
bestu varðhundarnir“
STJÓRN Sjómannafélags Reykja-
víkur beinir þeirri kröfu til allra fé-
lagsmanna sinna að standa ákveðið
og einarðlega gegn innflutningi for-
boðinna fíkniefna til íslands og vinna
með þeim aðilum sem berjast gegn
þessum innflutningi. Þetta kemur
fram í fréttatilkynningu sem félagið
sendi frá sér í gær í tilefni 85 ára af-
mælis félagsins.í fréttatilkynning-
unni segir að allt frá upphafi kaup-
skipasiglinga hafi flutningur
eftirsóknarverðrar vöru frá fjarlæg-
um og heillandi heimsálfum verið
ríkur þáttur í mótun velferðar, hagn-
aðar og framfara í matar- og verk-
menningu þjóða. Oft hafi verið um að
ræða vörur, sem opinber stjórnvöld
hafi viljað njóta afraksturs af í formi
tolla, skatta eða innflutningsgjalda.
Á sama hátt hafi þeir aðilar sem að
baki flutningunum standa oft gerst
sekir um að túlka reglur hins opin-
bera eftir eigin höfði og reynt af öll-
um mætti að komast hjá lögboðnum
gjöldum og greiðslum. Hér hafi jafn-
an átt í hlut verslun með vörur sem
jafnframt hafi verið seldar á almenn-
um markaði í viðkomandi löndum.
Sjómenn haldi vöku sinni
Jónas Garðarsson, formaður Sjó-
mannafélags Reykjavíkur, segir fé-
lagið hafa af því þungar áhyggjur að
innflutningur eiturefna, sem eru
stórhættuleg í neyslu og alger bann-
vara á öllum mörkuðum hér innan-
lands, tengist nú einnig kaupskipa-
siglinum. „Það hafa komið upp mál
sem tengjast skipverjum á kaupskip-
um og þess vegna viljum við vekja at-
hygli á þessum málum. Sjómennirnir
eru sjálfir bestu varðhundamir og ég
heyri það á félagsmönnum mínum að
þeir íylgjast af bestu getu með því að
þessir hlutir séu í lagi. Sem betur fer
hafa þetta verið fremur fá tilfelli en
við viljum engu að síður minna okkar
menn á að halda vöku sinni. Þannig
halda menn einnig orðstír stéttarinn-
ar í heiðri. Við viljum því hvetja fé-
lagsmenn okkar til að strengja þess
heit að upplýsa eftir mætti allt fíkni-
efnasmygl með íslenskum skipum,“
segir Jónas.
Næstu 4 vikurnar verður dregið
um 2501 af bensíni í hverri viku.
Ef þú staðfestir bílakaup á næstu
4 vikum áttu einnig möguleika á
að vinna 250.000 króna
endurgreiðslu af bílverðinu.
Komdu í reynsluakstur og sjáðu
hvort heppnin er með þér.
B&L, Grjótháls l, sími 5751200
Vinningshafi vikunnar: Grímur Andrésson, sem reynsluók Renault Scénic 4x4.
ERLENT
Leiðtogafundur arabarikja
Asakanir um
linkind gagn-
vart Israel
Amman, Jcrúsalem, Kaíró. AFP, AP.
ARABAR lýstu víða í gær yfir
óánægju með niðurstöðu leiðtoga-
fundar arabaríkja, sem lauk í Kaíró í
Egyptalandi á sunnudag, og sökuðu
leiðtogana um linkind gagnvart Isr-
ael. I lokaályktun fundarins var ekki
hvatt til þess að arabaríki slitu
tengslum við Israel, þrátt fyrir há-
værar kröfur þar að lútandi, en leið-
togamir lýstu því yfir að ísraelar
bæru ábyrgðina ef einhver arabaríki
kysu að slíta sambandi við þá vegna
átakanna við Palestínumenn.
Stjómvöld í Túnis tilkynntu lokun
sendiskrifstofu sinnar í Israel áður
en fundinum lauk og óskuðu jafn-
framt eftir því að Israelar lokuðu
skrifstofu sinni í Túnis. Persaflóarík-
ið Óman hafði áður slitið öllum
tengslum við ísrael. Fulltrúi Líbýu
gekk af fundinum á laugardag, þegar
Ijóst varð að ekki yrði hvatt til sam-
skiptaslita í ályktun fundarins, og
írakar sátu hjá við afgreiðslu álykt-
unarinnar vegna þessa. Aðrir ai’aba-
leiðtogar sem gengu hart fram gegn
ísrael á fundinum voru Abdullah bin
Abdul Aziz, krónprins Sádí-Arabíu,
og Bashar al Assad, forseti Sýrlands.
Irösk stjómvöld sendu frá sér yfir-
lýsingu í gær, þar sem arabar hvar-
vetna em hvattir til að gera uppreisn
gegn leiðtogum þeirra arabaríkja
sem em „á mála hjá síonistum og
Bandaríkjamönnum“. I yfirlýsingu
frá utanríkisráðuneyti Irans er nið-
urstaða fundarins harðlega gagnrýnd
og leiðtogamir sakaðir um að dauf-
heyrast við óskum Palestínumanna
og annama múslima. íranska þingið
samþykkti jafnframt að boða til al-
þjóðlegs fundar til stuðnings við upp-
reisn Palestínumanna. Þá lét
Yasser Arafat
Sýrlandsstjórn í
gær í Ijós von-
brigði með fund-
inn og hvatti til
harðari aðgerða
gegn ísrael. Þús-
undir námsmanna
mótmæltu niður-
stöðu arabaleið-
toganna á götum
Kaíró á sunnudag.
Hlé gert á friðarumleitunum
Haft var eftir aðstoðarmönnum
Yassers Arafats að leiðtogi Palest-
ínumanna væri „ánægður" með
stuðning arabaleiðtoga á fundinum,
en Hanan Ashrawi, sem á sæti í pal-
estínsku heimastjóminni, kvaðst hafa
orðið fyrir miklum vonbrigðum og
sakaði leiðtogana um að hafa bmgð-
ist Palestínumönnum.
Ehud Barak, forsætisráðherra
ísraels, hrósaði Hosni Mubarak, for-
seta Egyptalands og gestgjafa fund-
arins, fyrir að gæta sanngimi, forðast
öfgasjónarmið og hvetja til friðar.
Hann lýsti því hins vegar yfir að ísr-
aelsstjórn harmaði „hið ógnandi
orðalag" í lokaályktun fundarins.
Barak lýsti því yfir í ræðu á ísraelska
þinginu að æskilegt væri að hlé yrði
gert á friðarumleitunum við Palest-
ínumenn, svo tóm gæfist til að meta
stöðuna.
The New York Times hefur skýrt
frá því að neyðaráætlun ísraela, sem
hrint yrði í framkvæmd ef friðarferlið
biði endanlegt skipbrot, gerði ráð fyr-
ir að svæði gyðinga og Palestínu-
manna yrðu algerlega aðskilin ef Pal-
estínumenn lýstu einhliða yfir
stofnun sjálfstæðs ríkis.
Köfun við
Kúrsk hætt
vegna veðurs
Murmansk, Moskvu. AP.
HÆTTA varð tímabundið við
björgunaraðgerðir við rússneska
kjamorkukafbátinn Kúrsk síðdeg-
is í gær vegna veðurs. Tíu metra
öldur skullu á köfunarpallinum
Regaliu en kafaramir era bundnir
við hann og áttu á hættu að kastast
til með straumnum, gerði meiri
vind.
Köfunarpallurinn, sem vanalega
er notaður fyrir neðansjávarvinnu
fyrir norska olíuiðnaðinn, hafði
verið festur beint fyrir ofan Kúrsk,
um 160 km norður af Barentshafs-
strönd Rússlands. Kafbáturinn er
á rétt rúmlega 100 m dýpi. Birger
Haraldseid, talsmaður Halliburton
AS, oh'uþjónustufyrirtækisins sem
er í forsvari björgunaraðgerðar-
innar, sagði slík hlé algeng í vinnu
neðansjávar. Hann sagði aðgerð-
ina geta haldið áfram innan fáma
klukkustunda, ef veður lægði.
Gærdagurinn var fjórði dagur
björgunaraðgerða en stefnt er að
því að ná jarðneskum leifum sjólið-
anna 118 sem létust er kafbáturinn
fórst í ágúst sl. Sérfræðinga grein-
ir reyndar á um hvort nokkrar lík-
ur séu á því að finna líkamsleifar
sjóliðanna um borð. T.d. er talið
líklegt að ekki sé mikið eftir af
tveimur þriðju áhafnarinnar, þeim
sem staddir vora í stýriklefanum
og vopnaklefanum, og létust um
leið og sprengingin varð, sem olli
því að kafbáturinn sökk.
Kafaramir náðu í gær að gera
gat á skrokk á afturhluta kafbáts-
ins en vora ekki búnir að stækka
það nægilega til að hægt væri að
komast inn í bátinn þegar hlé var
gert á störfum þeirra. Kafaramir
fundu engin merki um geislavirkni,
olíu eða loft inni í kafbátnum þegar
þeir leituðu eftir því um helgina.
Rússneskir, breskir og norskir
kafarar taka þátt í aðgerðinni og
unnu þeir allan sólarhringinn frá
föstudegi til gærdagsins, þrír og
þrír í senn, þar af tveir rússneskir.
Gæti verið hætt við aðgerðina
af öryggisástæðum
Yfirmenn í rússneska hemum
hafa sagt að hugsanlega verði hætt
við aðgerðina af öryggisástæðum
en auk hættunnar sem stafar af
kjamorkukljúfunum tveimur sem
vora um borð í kafbátnum ógnar
oddhvasst málmbrak sem er inni í
rústum kafbátsins öryggi kafar-
anna.
Aðgerðin við Kúrsk hefur verið
kölluð ein sú erfiðasta í sögunni.
Yfirmaður rússneska flotans, aðm-
írállinn Vladimir Kuroyedov, lýsti
henni sem „mikilli áskoran ... í
tæknilegum, siðferðislegum og sál-
rænum skilningi".