Morgunblaðið - 24.10.2000, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Niðjamót Egners
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
„Leikhópnum tekst gegnumsneitt vel að teikna og lita hinar
kunnuglegu persónur," segir í dómnum.
I sálarhrói
fj öldamor ðingj a
LEIKLIST
ISæjarleikliúsið,
Leikfélag
Mosfellssveitar
ALLTí PLATI
Höfundur: Þröstur Guðbjartsson.
Leikstjóri: Herdís Þorgeirsdóttir.
Búningar: Harpa Svavarsdóttir.
Förðun: Hrefna Vestmann. Laugar-
dagurinn 21. október 2000.
HANN virðist ætla að verða lang-
lífur, samsetningui- Þrastar Guð-
bjartssonai’ upp úr verkum Egners
og Lindgrens. Varla líðui- svo leikár
að Ailt í plati sé ekki á fjölum ein-
hvers áhugaleikfélags. Ekki veit ég
hvað veldur. Líklega er stykkið ein-
faldara í uppsetningu en þau verk
sem það sækir efni sitt í, en sem leik-
húsverk stendur það þeim, eðlilega
kannski, alllangt að baki.
Grunnhugmyndin er ógalin: Að
stefna saman vinsælustu persónum
úr Hálsaskógi, Kai-dimommubæ og
jöxlunum á Jens greyinu. Þær hittum
við fyrir tilstilli frökenar L. Lang-
sokks sem reynist vera göidrótt ofan
á aðra gamalkunna hæfileika sína.
Kunningjamir úr sagnaheimi Egners
segja okkur hvemig þeim hefur reitt
af síðan síðast og era flestir merki-
lega vansælir; refurinn óhress með
mataræðið og ræningjarnir flúnir frá
nýjum skyldustörfum. Sumt af þess-
um endurfundum er hnyttilega sam-
ansett og fyndið hjá Þresti en út-
heimtir samt að fólk þekki
framverkin. Hins vegar verður ansi
þvingað hjá honum að koma að
söngvunum sem allir þekkja og elska
í þessu nýja samhengi en til þess virð-
ist þó leikurinn að miklu leyti gerður.
Tæplega er hægt að segja að um
söguþráð sé að ræða og endirinn
rennur út í sandinn: Allt í plati.
Vel má samt skemmta sér við
þessa endurfundi í Bæjarleikhúsinu.
Leikhópnum tekst gegnumsneitt
vel að teikna og lita hinar kunnuglegu
persónur. Leikstjórinn, Herdís Þor-
geirsdóttir, hefúr greinilega lagt alúð
við þennan þátt. Síður tekst henni
upp með hreyfingu leikaranna um
sviðið. Of mikið var um tilgangslítil
ferðalög persónanna sem dró úr
áhrifamætti sýningarinnar, þó ætlun-
in sé vafalaust að gera hana fjöraga
og lifandi. Eins saknaði ég betri
tengsla flestra persóna við áhorfend-
ur. Bæði í söngvum og víða í töluðum
texta er beinlínis gert ráð fyrir að
persónumar tali við salinn en hér
ávörpuðu söngvarar frekar hinar
persónumar eða töluðu við sjálfar
sig. Hvort sem um er að ræða ákvörð-
un eða yfirsjón þá þótti mér leikstjór-
inn með þessu neita sér um eitt besta
vopnið til að halda athygli áhorfenda
og skila þeim verðskuldaðri skemmt-
an. Herdís hefur víða komið auga á
skemmtilegar lausnir í sviðsetning-
unni, svo sem notkun handbrúða fyrir
Karíus og Baktus, og aldrei hef ég áð-
ur séð ullarsokka notaða jafh mark-
visst til að túlka hræðslu eins og þeir
Hérastubbur og bakaradrengurinn
gera hér.
Mikið mæðir á Rannveigu Eir Erl-
ingsdóttur í hlutverki Línu, veislu-
stjóranum á niðjamóti Egners. Hún
stendur sig með prýði og hefur ráð
allra í hendi sér á áreynslulausan
hátt. Mikki refur er að vanda fyrir-
ferðarmikill og fór Magnús Guðfinns-
son frábærlega með hlutverkið, væri
enn betri ef hann stæði oftar kyrr og
horfði framan í áhorfendur.
Lilli klifurmús er einkennilega ut-
anveltu í verkinu en Guðbjörg Páls-
dóttir gerði vel og söng afar fallega.
Ekld má gleyma hinu harmræna ljóni
en Bogi Eggertsson var óborganlega
sorgmæddur. Ef þetta var helsta
trompið í fjölleikahúsi Jespers þá var
ekki von að vel gengi. Soffía frænka
var í öraggum höndum Sigríðar
Kristjánsdóttur sem sýndi að það
þarf hvorki hávaða né æðiber í botni
til að sýna vald og kraft.
Leikmynd er einföld og falleg, bún-
ingar vel úr garði gerðir og förðun
óvenju listilega hugsuð og útfærð,
jafnt á dýram og mönnum. Tónlist
var vel flutt og era margir ágætir
söngvarar í Mosfellsbæ.
Það var ekki annað að sjá og heyra
en böm jafnt sem fullvaxnir skemmtu
sér í Bæjarleikhúsinu á frumsýningu,
enda er alltaf gaman að hitta gamla
kunningja, rifja upp nokkur upp-
áhaldslög og láta galdra sig smá.
Þorgeir Tryggvason
KVIKMYIVDIR
Háskólabfó, Laugar-
ásbíó, Bwrgarbíó,
Akurcyri
THECELL★★★
Leikstjóri: Larsen Singh. Hand-
ritshöfundur: Mark Protosovich.
Tónskáld: Hovvard Shore. Kvik-
myndatökustjóri: Paul Laufe. Aðal-
leikendur: Jennifer Lopez, Vince
Vaugh, Vincend D’Onofrio, Mari-
anne Jean-Babtiste, Jake Weber,
James Gammon. Sýningartími 105
mín. Bandaríkin. New Line
Cinema. 2000.
VÍSINDAHROLLURINN The
Cell er athyglisverð frumraun
ungs leikstjóra (Larsen Singh) og
handritshöfundar (Marks Protoso-
vich) sem koma með ferskan and-
blæ inní staðnaða og klisjukennda
fjöldamorðingjamyndina. Nýja-
bramið er þó einkum að finna í
skemmtilegum, sjónrænum tökum
og myndbyggingu frekar en efninu
sjálfu. Þar era reyndar nokkuð
nýstárlegir hlutir í gangi líka.
Barnasálfræðingurinn Catherine
(Jennifer Lopez) er að þróa nýja
tækni í vísindum sínum. Hún
byggist á að komast í beint sam-
band við undirmeðvitund annarrar
persónu með háþróuðum búnaði í
hugsanaflutningi. Catherine hefur
verið að þróa aðferðina á ungum
dreng með athyglisverðum, þó
ekki alveg fullnægjandi árangri. Á
sama tíma hefur fjöldamorðingi
verið að láta að sér kveða í Los
Angeles, þar sem líkin hlaðast
upp. Lögreglan handsamar kauða
(Vicent D’Onofrio) en þá er hann
fallinn í dá vegna sérstæðs sjúk-
dóms sem plagar hann. Lögreglan
kemst því ekki á snoðir um hvar
hann geymir síðasta fórnarlambið,
sem hún telur að sé hugsanlega
enn á lífi.
Nú era góð ráð dýr og lögreglu-
maðurinn Peter Novak (Vince
Vaughn) hugkvæmist að fá geð-
lækninn til liðs við sig og upp hefst
kapphlaup við klukkuna. Engan >
tíma má missa og Catherine hverf- j
ur á vit hugarfylgsna morðingjans. \
Myndin hefst á glæsilegu, súr- \
realísku atriði, þar sem sáli er
staddur í eyðimörk ásamt dreng-
hnokka. Það kemur síðar í ljós að
konan er á ferðalagi um undir-
meðvitund drengsins og leikstjór-
inn, tökustjórinn Paul Laufe og
tónskáldið David Kitley ná að
framkalla framandi og í senn heill-
andi og ógnvekjandi umhverfi, sem ,
minnir á myndverk Hieronymusar- |
Bosch og Salvadors Dali og sumar j
myndir Davids Cronenberg. Þá i
virðist fyrrum tónlistarmynd-
bandaleikstjórinn Singh vera einn-
ig undir áhrifum annars kollega
síns, Kens Russel, efnið og efnis-
meðferðin minnir talsvert á þá
ágætu mynd Altered States.
Útkoman er fyrst og fremst ein-
stök, sjónræn upplifun. Kvik-
myndagerðarmennirnir nota lit-
ríka búninga og undarlega í bland j
við regnvotan gráma óhugnaðar- I
ins, tónlistin er áhrifamikil og |
kemur oftlega í stað orða. Persón-
urnar era hinsvegar heldur yfir-
borðskenndar, aðrar en morðing-
inn, sem er útskýrður á
eftirtektarverðan og nýstárlegan
hátt, og leikurinn er upp og ofan.
Lopez er kraftmikil að venju og
reynir jafnvel að leika með öðra en
líkamanum og kemst bærilega frá
sínu. Karlpeningurinn er mun
slakari. Einkum Vaughn, sem virð- 1
ist ekki búinn að jafna sig á mis- |
tökum endurgerðar Psycho eftir
Van Sant.
The Cell er því kaflaskipt
ánægja sem sveiflast á milli ógn-
vekjandi og stundum krassandi,
óraunverulegum uppákomna með
frábærum efnis- og kvikmyndatök-
um og tónlist, yfir í gráma hvers-
dagsleikans þar sem fátt nýtt ber
fyrir sjónir.
Sæbjörn Valdimarsson I
Ný sending frá
Ijra
Buxna- og
pilsdragtir,
úlpur,
blússur
og toppar
Strandgötu 11,
sími 5651147
Stúlkan í vitanum
TONLIST
Ópera í tvcimur
þáttum
eftir Þorkel Sigurbjörnsson og
Böðvar Guðmundsson. 2. sýning
með Döru Steinunni Ármannsdótt-
ur og Jökli Steinþórssyni í aðal-
hlutverkum, ásamt Bergþóri Páls-
syni, kór og hljómsveit Tón-
menntaskólans í Reykjavík, undir
sljórn Þorkels Sigurbjömssonar.
Sunnudagurinn 22. október, 2000.
NEMENDASÝNINGAR hafa
ekki verið til umfjöllunar hjá tón-
listargagnrýnendum, en sú undan-
tekning, sem gerð er vegna afmæl-
issýningar Tónmenntaskólans í
Reykjavík, er fyrst og fremst
vegna þess að um er að ræða fram-
samið verk.
Með óperanni Stúlkan í vitanum
hafa Þorkell Sigurbjörnsson og
Böðvar Guðmundsson skapað
skemmtilega sýningu en samt sló
það undirritaðan, eins og á
frumsýningunni, að óhræsið, sem í
gerð þeirra félaga er mannbreysk
vera, skuli vera drepin fyrir allra
augum og hefði ef til vill mátt hafa
annan hátt á, þó börn séu nú á tím-
um öllu vön úr sjónvarpi og kvik-
myndum.
Til viðbótar við það sem sagt var
um framsýninguna í fyrri umfjöllun
undirritaðs er rétt að geta þess að
Þorkeli tekst aðdáunarlega vel að
semja fyrir unga tónlistarfólkið í
hljómsveitinni, þó stundum reyndi
á inntónunina, sérstaklega í fiðlun-
um. Kórarnir eru sniðuglega samd-
ir, þar sem ýmist er notast við ein-
raddaða raddskipan eða stefjaða
tvíröddun.
Yfirleitt var flutningurinn sann-
færandi og á annarri sýningu óper-
unnar vora aðalhlutverkin sungin
og leikin af Dóru Steinunni Ar-
mannsdóttur og Jökli Steinþórs-
syni, en óhræsið var sem fyrr sung-
ið og leikið af Bergþóri Pálssyni,
með þeim tilþrifum í leik og söng
sem einkenndi framsýninguna.
Stúlkan í vitanum var vel sungin
af Dóru Steinunni, með góðum
framburði á texta og þó leikur
hennar væri helst til varfærinn var
öll framganga hennar borin upp af
öryggi. Fallegasti og innilegasti
þáttur verksins er samtal stúlkunn-
ar og piltsins en þar átti Jökull
sinn sólóþátt sem var mjög vel
sunginn, bæði af Steinunni og
Jökli.
Það vantaði nokkuð á að Jökull
næði að gera piltinn að þeirri und-
irlægju gagnvart óhræsinu, sem
hefði gert uppreisn hans og aðstoð
við stúlkuna áhrifameiri. Dansþátt-
urinn, bæði leikur hljómsveitarinn-
ar og dansinn, var mun líflegri en á
framsýningunni og kórarnir sömu-
leiðis, þó sitthvað smálegt færi úr-
skeiðis.
Sýningin í heild var órórri en
frumsýningin og á köflum nokkuð
hikandi en einstaka kaflar tilþrifa-
meiri, eins og til dæmis hjá kórnum
og hljómsveitinni.
Jón Ásgeirsson
Nýjar bækur
• Þróun hjúkrunar á Barnaspítala
Hringsins 1980-1998 er ef'tir Herthu
W. Jónsdóttur.
Bókin er fyrsta bók sinnar tegund- >
ar þar sem markvisst er skrifað um
þróun hjúknmar innan tiltekinnar
sérgreinar yfir ákveðið árabil. Ein-
göngu er fjallað um tímabilið 1980 til
1998. í formála segir höfundur frá
megináhugamáli sínu er hún hóf störf
sem hjúkranarframkvæmdastjóri, en
það var að stuðla að og finna leiðir til
markvissrar og persónulegrar hjúkr-
unar fyrir hvert einstakt bam og for-
eldra þess. Ennfremur að auka
fræðslu- og upplýsingastreymi milli j
barna, foreldra og hjúkranarfólks
þannig að fullur skilningur væri á
hlutverki hvers og eins og stuðla á
þann hátt að vellíðan allra í þi-íhyrn-
ingnum bam - foreldri - starfsfólk.
Bókin skiptist í fjóra meginkafla.
Fyrsti kafli ber yfirskriftina Barna-
spítali Hringsins, annar kaflinn sem
er meginkafli bókarinnar heitir: Þró-
un hjúkranar, þróun hjúkrunarferlis,
einstaklingshæfðrar hjúkranar og
fjölskylduhjúkrunaráBamaspítala I
Hringsins. Þriðji kafli heitir: For-
eldrar á sjúkrahúsum, hlutverk,
staða og aðbúnaður og fjórði kaflinn »
heitir: Bamahjúkranarfræðingurinn,
hver var staða og hlutverk bama-
hjúkranarfræðinga 1980 og hver er
hún í lok 20. aldarinnar? í lokakafla
bókarinnar horfir höfundur til fram-
tíðar.
Bókin er 175 síður oggefin út af
Landspítala - háskólasjúkrahúsi.
Hún er til sölu á skrifstofu hjúkrun- |
arforstjóra á Landspítala, á skrif-
stofu FÍH, Bókabúð Máls og menn- 1
ingar ogí Bóksölu stúdenta.