Morgunblaðið - 24.10.2000, Page 39

Morgunblaðið - 24.10.2000, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 39 Skólar á lærdómsöld BÆKUR S a g n f r æ ð i SKÓLALÍF Starf og siðir í latínuskólunum á íslandi 1552-1846 eftir Guðlaug Rúnar Guðmundsson. 849 bls. Iðnú. Reykjavík, 2000. ÞETTA er undirstöðurit. Sagan hefst við siðaskipti en endar tæpum þrem öldum síðar þegar latínuskólinn er fluttur frá Bessastöðum til Reykja- víkur. í raun voru skólarnir aðeins tveir, annar á Hólum, hinn í Skálholti. Hólaskóli rann skeið sitt til enda um aldamótin 1800. Skálholtsskóli fluttist nokkrum árum fyrr að Hólavelli við Reykjavík og þaðan að Bessastöðum. Sé miðað við aðsetrin má ef til vill segja að skólamir hafi verið fjórir, það er álitamál. En þannig vill höf- undur hafa það. Farið er nákvæmlega ofan í hvert smáatriði sem við kemur öllum þessum menntasetrum. Fyrst er nokkurs konar almenn ferðalýsing. Farið er með mikilli nákvæmni yfir leiðir þær sem skólapiltar ferðuðust að og frá skóla. Fjöldi ömefna kemur fyrir í þeim leiðalýsingum. Langferðir vora þá bæði erfiðar og hvergi nærri hættulausar. Skólamir tengdust bisk- upsstólunum. Því urðu bæði Vestfirð- ingar og Austfirðingar að sækja Skál- holtsskóla um langan veg. Hólaskóli var fyrir Norðlendinga. Ríkismenn skyldu kosta skólavist sona sinna. Fá- tækir piltar nutu ölmusu. Hvergi ber þó svo að skilja að örsnauðasti hluti þjóðarinnar hafi haft aðgang að skól- unum. Því fór auðvitað víðs fjarri. Skólapiltar komu flestir frá heimilum embættismanna. Færri frá bænda- heimilum. Hagur skólanna réðst af þjóðarhag á hveijum tíma. Og hann var auðvitað bágur. Höfundur lýsir í þaula húsaskipan á biskupsstólunum og þar með vistarveram þeim sem skólunum vora ætlaðar. Augijóst er að hýbýli kennara og nemenda, sem og annar aðbúnaður þeiira, hefur aldrei verið með neinum glæsibrag, heldur þvert á móti. En um annað skólasetrið segir svo: »Húsakynni skólans í Skálholti héldust að mestu óbreytt frá því á dögum Gissurar Ein- arssonar þar til skólahald var aflagt 1784. Skólahús og svefnskáli skólans vora léleg torfhús, ókynt, þröng og saggasöm.« Þegar svo hörmulega var búið að ungmennum þeim, sem áttu þó að verða fyrirmenn í landinu, má nærri geta hvað hinum leið sem minna þóttu verðir. Af sjálfu leiddi þegar biskupsstólamir vora lagðir niður að skólamir færa sömu leið. Skólastarfið sjálft má þó hafa stað- ið betur en ráða mátti af ytri búnaði. »Með örfáum undantekningum,« seg- ir höfundur, »er unnt að fullyi'ða að menntun skólameistara og heyrara hafi verið góð og staðist samanburð við það besta sem tíðkaðist í þeim efn- um við sambærilega skóla í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð.« Starfs- heiti skólastjóra og kennara virðast hafa verið nokkuð á reiki. En um laun þeirra og aðbúnað segir svo: »Vistar- verur skólameistara og heyrara vora mjög óhrjálegar. I Skálholti og á Hól- um hafði hvor þeirra lítið herbergi fyrir ofan skólastofuna. Samkvæmt reglugerðinni 1743 era laun skóla- meistara enn 60 dalir og ókeypis hús- næði og fæði. í Hólavallarskóla átti rektor að fá 200 dala laun en konrekt- or 150 dali... Er Bessastaðaskóli hóf starfsemi sína átti rektor að hafa 400 dala laun og kennarar 250 dali og 200 dali.« Orðið vinnutími hefur fráleit- lega verið komið inn í málið. En um viðvera, eins og það er nú kallað, segir svo: »Kennarai' vora viðstaddir mest- allan daginn og leiðbeindu piltum í smáhópum eða einum sér. Má segja að starf kennara í gömlu skólunum hafi verið mjög erfitt og lýjandi enda kvartanir algengar.« Námsefnið miðaðist að veralegu leyti við að búa nemendur undir prestsþjónustu. Höfundur getur þess að með siðaskiptunum, þegar farið var að leggja áherslu á predikun á móðurmáli, hefði mátt ætla að dregið yrði úr latínukennslu en svo hafi ekki verið. Latínan hafi eftir sem áður ver- ið aðalnámsgreinin. Enda var hún í raun alþjóðamál lærðra. Krafist var að stúdentar gætu tjáð sig bæði munnlega og skriflega á latínu. Grískukennsla var líka nokkur. Lítil sem engin rækt var lögð við nýju mál- in. Nema hvað höfundur getur þess að nemendum hafi verið leiðbeint eitt- hvað í dönsku. Islenska var ekld með- al námsgreina. »Latneski stíllinn var í raun uppistaðan í móðurmálskennsl- unni,« segir höfundur. í Bessastaða- skóla var íyrst farið að leggja vera- lega rækt við móðurmálið, og þá með latínu- og grískuþýðingunum. Bækur þær, sem kenndar vora eða stuðst var við í kennslunni, vora að sjálfsögðu á latínu. Nefnir höfundur mikinn fjölda slíkra, auk annaiTa rita sem áhrif höfðu á skólastefnuna. Þó piltar væra flestir af stétt embættis- manna var skólavistin ekki tekin út með sældinni. »í gömlu skólunum byggðist aginn að miklu leyti á líkam- legum refsingum.« Konungsvaldið efldist með siðaskiptunum og þróaðist skjótt til einveldis og þar með var refsirétturinn stórhertur. Skólamir, sem jafnan era spegilmynd þjóðfé- lagsins, fylgdu fordæminu. Getur höf- undur þess að þama hafi verið fylgt »mun harðneskjulegra refsikerfi en þekkst hafði í gömlu klaustur- og dómskólunum« fyrir siðaskipti. Þessi skólasaga Guðlaugs R. Guð- mundssonar bætir úr brýnni þörf því fátt hefur hingað til verið skrifað um efnið sérstaklega. Augljóst er að geysimikil rannsókn liggur að baki verkinu. Heimildir hefur höfundur di'egið saman úr ýmsum áttum, hér- lendis og erlendis. Heimildatalið nær yfir ellefu síður. Og ski'áin yfir manna; og staðanöfn fyllir þrettán síður! Arangur erfiðisins hefur nú séð dagsins ljós, en skólasaga þessi upp- fyllir sem fyrr segir ítrastu kröfur til að kallast undirstöðurit. Sérhveijum efnisþætti er þarna vel og skipulega fyrir komið. Hveijum aðalkafla lýkur með yfirliti eða samantekt. Endur- tekningar koma því nokkuð víða fyrir. En notkun bókarinnar verður auð- veldari fyrir bragðið. Vafalaust hefur höfundurinn einsett sér að vanda sem best til verksins og leggja áherslu á hlutlægar staðreyndir fremur en að viðra texta sinn með leikrænum til- burðum í þeim vændum að skemmta lesandanum. Þetta er fræðirit fyrst og síðast. Prentvillur era áreiðanlega fáar. Raunar rakst ég aðeins á eina, það er á bls. 300 þar sem lýst er ástandinu í Hólavallarskóla. Þar stendur ártalið 1903 en á eflaust að vera 1803. Erlendur Jónsson WM-2000 =- Þriðjudagur 24. október ART2000 Fyrirlestur Don Buchla í Salnum kl. Á Kvöldbarnum á Gauknum veröur 17. Tónleikar kl. 20, m.a Helgi Pét- m.a boöið upp á orgeldjammorgíu. ursson og Orgeikvartettinn APPARAT. www.musik.is/art2000 Morgunblaðið/Arni Sæberg „Þrátt fyrir að öll umgjörð sýningarinnar sé eins vel heppnuð og raun ber vitni náði hún þó ekki miklu flugi á frumsýningu fyrr en undir lokin,“ segir í dómnum. Allir í skóginum eiga að vera vinir LEIKLIST Kvikleikhús íslands BANGSIMON Leikgerð unnin upp úr sögum A. A. Milne: Guðmundur Jónas Haralds- son. Leikstjóri: Guðmundur Jónas Haraldsson. Leikarar: Agnar Jón Egilsson, Ingibjörg Reynisdóttir, Laufey Brá Jónsdóttir, Olafur Guð- mundsson, Ragnheiður Elín Gunn- arsdóttir og Oskar Völundarson. Brúður: Sigrún Einarsdóttir. Leik- mynd og búningar: María Ólafs- dóttir. Lýsing: Sigurður Kaiser. Tónlist og textar: Magnús Eiríks- son. Tónlistarstjórn: Karl Olgeir Olgeirsson. Hijóðheimur: Hilmar Örn Hilmarsson. Loftkastalinn, laugardagur 21. október KVIKLEIKHÚSIÐ er nýtt leik- félag atvinnumanna sem frumsýndi síðastliðinn laugardag nýja leikgerð Guðmundar Jónasar Haraldssonar, sem einnig er leikstjóri sýningarinn- ar, á sögum um eftirlætisbangsa bamanna, Bangsimon. Aðstandend- ur Kvikleikhússins hafa fengið til liðs við sig hóp fagmanna á sviði tónlistar og leiklistar sem hafa búið sýning- unni afar fallega myndræna og tón- listarlega umgjörð. Mai'ía Ólafsdóttir á heiðurinn af fallegum töfraskógi og skemmtileg- um búningum; Magnús Eiríksson samdi áheyrilega tónlist og texta; og Hilmar Örn Hilmarsson á heiðurinn af hljóðmynd verksins. Vinna þeirra er öll fyrsta flokks og það sama má segja um skemmtilegar brúður Sig- ránar Einarsdóttur. Hér er í raun um sambland af bráðuleikhúsi og lif- andi leik; Gríslingur og Gúri era í formi bráða og er sá fyrrnefndi einn skemmtilegasti karakter sýningar- innar. Aðrar persónur leiksins eru leiknar af „lifandi" leikurum og er samspil þeirra og bráðanna oft mjög vel heppnað, nefna má til dæmis at- riði þar sem Kanga kengúra (Ragn- heiður Elín Gunnarsdóttir) baðar Grísling. Þrátt fyrir að öll umgjörð sýning- arinnar sé eins vel heppnuð og raun ber vitni náði hún þó ekki miklu flugi á framsýningu fyrr en undir lokin. Leikararnir virtust ekki finna sig, samleikur var ómarkviss og sýningin heldur kraftlaus framan af. Þetta mátti meðal annars skynja af því að „brandarar" féllu dauðir niður og ekki mikið hlegið í salnum. Hluti af þessu hlýtur að skrifast á reikning leikstjórans, hann hefði þurft að skerpa betur karaktereinkenni pers- óna auk þess sem fléttan í leikgerð hans er fremur veik á köflum. Ekki er til að mynda vel ljóst hvaða ástæð- ur liggja á bak við „plott“ Kaninku sem miðar að því að reka Köngu burtu úr skóginum og þess síður hvers vegna henni snýst hugur á miðri leið. „Boðskapur" verksins, að allir í skóginum eigi að vera vinir, er ekki nógu vandlega undirbyggður i leikgerðinni því erfitt er fyrir áhorf- endur að átta sig á því hvers vegna Kanga er óvelkomin. Mörg börn þekkja þau karakter- einkenni sem persónurnar í sögun- um af Bangsimon hafa til að bera: Bangsimon sjálfur er góðlyndur heimspekingur, Eyrnaslapi svart- sýnismaðurinn, Gríslingur síhrædd- ur, Uglan vitur, Kanga traust og móðurleg og Kaninka fljótfær og fjörag. Það vai' helst að Ólafur Guð- mundsson í hlutverki Eyrnaslapa næði að koma kunnuglegri bölsýni asnans til skila. Túlkun Agnars Jóns Egilssonar á Bangsimon var lífleg á köflum en heimspeki Bangsimons fór fyrir ofan garð og neðan, hann var fremur eins og nytsamur sak- leysingi. Laufey Brá Jónsdóttir var sköraleg í hlutverki Kaninku, en í túlkun hennar virtist innræti Kan- inku vera verra en sögumar gefa til- efni til, enda spurðu börnin í kring- um mig undrandi hvort Kaninka væri „vond“? Þá skildu áhorfendur af yngri kjmslóðinni lítið í tilfæring- um hennar á taflmönnum á skák- borði og tengslum þess við fléttu leiksins. Búningur tíglunnar (Ingi- björg Reynisdóttir) var flottur, en viska persónunnar var víðs fjarri. Túlkun Ragnheiður Elínar á Köngu var fremur flöt og daufleg. Ungur drengur, Óskar Völundarson, talar fyrir bráðuna Gúra og bregður sér í hlutverk kanínuunga undir lokin og hvort tveggja leysti hann vel af hendi ogfjörlega. í heild var sýningin fremur dauf þrátt fyrir vandaða umgjörð en hún tókst þó á loft í fjöragu lokalagi Magnúsar Eiríkssonar og börnin (sem eru þakklátur áhorfendahópur) fóra út með bros á vör. Vera kann að þeir annmarkar sem hér hafa verið nefndir á leik, samleik og túlkun eigi eftir að lagast þegar á líður, þegar leikarar hafa fundið sig betur í hlut- verkunum og sýningin „hrist betur saman“. Á köflum virtist nefnilega sem verkið væri ekki fullæft. Soffía Auður Birgisdóttir Bæjarlind 1-3, Kópavogi, simi 544 40 44 lattur á gjafaöskjum með matar- og kaffi- stelli fyrir einn. Antique Lace Platinum Lace % Crown Jewel Crown Jewel platinum Ý Gothic Gold Gothic platinum SilverShell Golden Shell

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.