Morgunblaðið - 24.10.2000, Síða 40

Morgunblaðið - 24.10.2000, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Trúður í tilvistar- kreppu Morgunblaðið/Árni Sæberg „Þessi leikþáttur Hallgríms H. Helgasonar kom mjög skemmtilega á óvart, jafnt frumleiki textans sem ný sýn á efnið,“ segir í ddmnum. Halldór Gylfason og Friðrik Friðriksson í hlutverkum sínum. LEIKLIST L e i k f é 1 a g í s 1 a n d s í I ð n ó TRÚÐLEIKUR Höfundur: Hallgrímur H. Helga- son. Leikstjóri: María Reyndal. Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Tæknistjórn og Ijósahönnun: Halldór Orn Oskar- sson. Gervi: Kristín Thors. Aðstoð við gervi: Stefán Jörgensen. Töfrabrögð: Pétur Pókus. Umsjón tónlistar og leikhljóða: Þorkell Heiðarsson. Frumsamin tónlist flutt af segulbandi: Geirfuglarnir. Leikarar: Friðrik Friðriksson og Halldór Gylfason. Sunnudagur 22. október. TRÚÐLEIKUR fjallar um trúð í sjálfsímyndarkreppu. Spæli er vinalegasti náungi, ekki eitt af þessum ómannlegu trúðaskrímsl- um með sljóleikaglampann í augun- um heldur óvenju hæglátur og við- mótsþýður trúður sem er sann- færður um að hann er á rangri hillu og vill finna undankomuleið út úr þeim sjálfsveruleika sem hann þjá- ist í. Félagi hans heitir Skúli. Hann efast ekki um eigið ágæti og tilvist heldur keyrir áfram af trúðslegum krafti og sannfæringu yfir allt sem fyrir verður, fullkomlega ánægður með allt, nema ef vera skyldi hinar óskiljanlegu pælingar Spæla. Ef til vill eiga þeir félagar sér fyrirmyndir í hvítfési og fíflinu sem vikið er að í leikskránni - tveir and- stæðir persónuleikar sem eru skap- aðir til að vera á öndverðum meiði, annar alvörugefinn, jafnvel niður- dreginn, en hinn ofsakátur fáráðl- ingur sem. sífellt gerir fáránleg mistök hinum til mikillar mæðu. Það mætti ætla að það væri að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um þessar persónugerðir og tog- streituna á milli þeirra sem margir meistarar grínsins hafa leikið sér að um ævina en Hallgrími H. Helgasyni tekst hið ótrúlega - að finna nýjan og spennandi^ flöt á margþvældu viðfangsefni. Áhyggj- ur Spæla um hvar honum sé ætlað- ur bás hér á jörðinni verða mjög sannfærandi í meðförum Friðriks Friðrikssonar sem fullur efa reynir allt til að láta drauma sína um ann- að og betra líf rætast. Það er ótrú- legt hve Friðrik er fjölhæfur leikari og hve auðvelt hann á með að túlka margvíslegar tilfinningar af full- komnu öryggi. Halldór Gylfason leikur einfeldninginn Skúla sem tekur lífinu eins og það kemur fyrir en reynir ekki að brjóta heilann um það sem gæti orðið. Halldór á mjög sannfærandi spretti í hlutverkinu - sýnir í raun sterkari og einbeittari leik en hann hefur gert til þessa, vandamálið er að hann vill fara út af sporinu einstaka sinnum og gleyma sér í fíflalátunum, jafnvel detta örstutt út úr hlutverkinu. Innskotin þar sem hann syngur lög og ljóð Geirfuglanna eiga lítið skylt við persónuna sem hann er að leika og bæta engu við inntak leikritsins þó að þau séu skemmtilega útfærð, sérstaklega það síðara. Það hefði án efa verið betri kostur ef Hall- grímur H. Helgason hefði samið textana við lögin eftir sínu höfði - það er ekki að efa að útkoman hefði fallið betur inn í heildina en leir- burðurinn sem er birtur í leikskrá. Annars er tónlist Geirfuglanna leikandi létt og grípandi og önnur stutt brot af hljómsveitarverkum voru vel valin og áhrifarík á örlag- aþrungnum augnablikum. Gem tvímenninganna voru ein- staklega vel hönnuð. Þeir héldu trúðatrýnunum og helstu einkenn- um en leikurunum var gefinn kost- ur á að túlka mun fjölbreyttari til- finningar en hægt hefði verið ef gengið hefði verið lengra í átt að fullu gervi nútímatrúðsins eins og flestir kannast við úr sjónvarpi og teiknimyndum. Búningarnir voru af sama toga, staldrað við einhvers staðar mitt á milli hinnar ýktu grín- fígúru og hversdagslegri klæðnað- ar og hver einasta flík átti vel við milliveginn. Leikmyndin var þjál í notkun og gegndi vel sínu hlutverki en var hálfóspennandi í útliti. Þetta var að nokkru leyti bætt upp í ljós- unum en þarna hefði virkilega mátt leika sér meira með andstæður í lit- um og formi. Leikstjórinn á þakkir skildar fyrir fjölbreytta sýningu þar sem hægu og alvarlegu kaflarnir nutu sín í bland við skemmtileg skrípa- lætin - þó að sumir áhorfenda hafi hlegið og hrópað frá því sýningin hófst þar til uppklappi var lokið. Þessi leikþáttur Hallgríms H. Helgasonar kom mjög skemmti- lega á óvart, jafnt frumleiki textans sem ný sýn á efnið. Endirinn, þar sem Spæli finnur lausn á sjálfsí- myndarvandanum með algjörum kynímyndarviðsnúningi er ekki undirbyggður í verkinu og virkar eins og skrattinn úr sauðarleg- gnum í samhengi við leikinn í heild - þó að vissulega hafi hann verið skemmtilega útfærður af leikstjóra og leikara. Þessar vangaveltur Hallgríms mætti kannski kalla vel heppnaða fingraæfingu frekar en fullmótað listaverk en það vekur von um að heildstæðara verks verði ekki of langt aðbíða. Sveinn Haraldsson Sælir eru einfaldir BÆKUR Þýddar skáldsögur OFURNÆFUR Höfundur: Erlend Loe. Þórarinn FJdjárn íslenskaði. Vaka-Helgafell, Reykjavík 2000.237 bls. SÖGUMANNI Ofumæfs verður eitt sinn hugsað til þess hvernig listamaður nokkur gat litið yfir far- inn veg og kjarnað líf sitt í einni út- hugsaðri setningu. Hans eigið líf er í upplausn og slíka yfírsýn er hann langt frá því að hafa. í kjölfarið hug- leiðir hann þá staðreynd að minni gullfiska nái aðeins yfir nokkrar sek- úndur. Hann staldrar reyndar ekki lengi við þessa hugsun en það er samt eitthvað sem grípur hann við það að fiskunum sé samfelld röð hugsana ómöguleg og þeir upplifi þess vegna allt eins og það sé að ger- ast í fyrsta skipti. Sennilega verður honum þetta hugleikið þar sem slík tilvera er í svo hrópandi andstöðu við hið mannlega hlutskipti. Það má meira að segja ímynda sér þetta sem hið yfirskilvitlega viðmið næfismans, hina ólærðu, barnslegu veruleika- sýn, því reynsla kemur aldrei í stað fyrstu upplifunar, hrifningin er alltaf einlæg, þekking spillii- aldrei sak- leysinu. Það er hin sæla einfeldni sem felst í vitundarleysinu - í því að vera ómeðvitaður um eigin takmark- anir - sem sögumaður kallar „Al- gleymi frá morgni til kvölds“ og öf- undar að vissu leyti. Aðalpersóna Ofurnæfs er tuttugu og fimm ára gamall háskólastúdent og blaðamaður í lausamennsku. „Líf mitt hefur verið undarlegt upp á síðkastið,“ segir hann lesendum í upphafi. „Á tímabili missti ég áhug- ann á öllu saman.“ Viðbrögð hans eru afdráttarlaus, hann segir skilið við sitt fyrra líf, flytur inn í íbúð bróður síns sem er í útlöndum og ák- veður að gera sem minnst þar til hann hefur endurheimt tilfinninguna fyrh- því að „hlutimir hangi saman“. Þetta er saga um mann sem reynir að þurrka út allt sem hann veit til þess að skapa sig upp á nýtt, hann dregur sig í hlé frá heiminum og leit- ar hælis í einfeldninni og næfisman- um. Ástæðurnar fyrir tilgangs- og áhugaleysinu sem grípur hann eru ekki skýrðar fyllilega, enda er sögu- maður sjálfur að reyna að átta sig á þeim. Engu að síður virðast þær að einhveiju leyti tengjast margum- ræddu offlæði ímynda og upplýsinga hins nútímalega borgarsamfélags. Hann segist vita of mikið um of margt, eins og ofurfyrirsætur, kvik- myndir, bókmenntir og auglýsingar, enda má sennilega skilja öfund í garð minnislausra gullfiska sem nokkuð endanlega uppgjöf fyrir ágangi vitundariðnaðarins. Eitt og sér næg- ir þetta þó ekki til að kreista lífsgleð- ina úr aðalpersónunni, og er Noreg- ur kannski ekki heldur róttækasta dæmið um harðsvírað fjölmiðlunar- þjóðfélag á hraðferð inn í ofurveru- leikann. Ástæðan tengist frekar tím- anum, ekki sem hugtaki heldur allt að því áþreifanlegu fyrirbæri í lífi sögumannsins, en hann rekst einmitt á „vegg“ tímans á afmælisdaginn sinn og leggst upp úr því í þá nafla- skoðun sem bókin greinir frá. Hann ræður illa við að eldast, veit ekki hvaða stefnu hann á að taka í lífinu, finnst kannski ekkert vera aðkall- andi í velmegunarlífi þar sem raun- veruleg vandamál eru víðs fjarri. Það sem á bjátar kann líka að vera persónulegra. Sögumaður er tuttugu og fimm ára gamall, hefur BA-próf í hugvísindagrein og aukavinnu við blaðaskrif. Framtíðarhorfurnar eru kannski óöruggar og hann hefur bróður sinn sem fór viðskiptaleiðina til að bera sig við. Slæðingur af minnimáttarkennd eða ótta við það sem framtíðin ber í skauti sér gæti átt sinn þátt í lífskreppunni. Undir lokin er hann líka komin með við- skiptahugmynd, og það á hugsan- lega að gefa lesanda til kjmna að allt horfi til betri vegar. En þetta segir ekki alla söguna, og ef ekki kæmi meira til væri Loe að feta troðnar slóðir vansældarbóka X-kynslóðar- innar. Það er aðferðin sem sögumaður notar til að vinna bug á vandanum sem gerir bókina athyglisverða. Meðvitað afturhvarf hans til hins barnslega í tilverunni, endursköpun hans á næfri veruleikasýn. Það er ráðandi tilfinning í sögunni að það að komast í tölu fullorðinna samsvari kröftugu og nær óafturkallanlegu sparki úr aldingarði sakleysis og ein- lægrar hrifningar á því sem lífið hef- ur upp á að bjóða. Næfisma sögu- manns og þeirri veruleikasmækkun sem hann tekur sér fyrir hendur má því sjá sem tilraun til þess að stelast bakdyramegin inn í aldingarðinn aft- ur, endurheimta horfnar leiklendur æskunnar þar sem allt var einfalt og öruggt. Þá er líka gefið í skyn að þetta sé kannski dulin þrá okkar flestra, jafnvel þeirra sem hvað dýpst eru sokkin í lífsgæðakapp- hlaupið. Sögumaður finnur huggun í smáum og einföldum hlutum, slag- bretti, vináttu við ungan dreng og, síðast, en alls ekki síst, rauðum bolta. Hið síðast nefnda eignast hann eftir ferli sem er dæmigert fyrir bók- ina. Sögumann langar í eitthvað sem hann veit ekki hvað er. Hann bregð- ur því á það ráð að „skilgreina eðlis- þætti“ þess sem hann er að leita að og gerir lista. Listar eru afar mikil- vægur hluti af frásagnaraðferð höf- undar, en þar sjást áhrif X-kynslóð- arhöfunda á borð við Douglas Coupland. Þeir lýsa því sem per- sónum líkar vel, þær hafa gert eða séð, vilja hafa eða vera. í rauninni eru þeir notaðir til persónusköpunar á svipaðan hátt og aðrir höfundar nota myndhverfingar, lýsingar eða jafnvel atburðarás. Kosturinn við þessa aðferð, þegar listarnir eru góð- ir, er að hún getur verið einstaklega markviss og í einfaldleika sínum rím- ar hún vel við næfismann, en styrk- leiki verksins liggur ekki síst í því hversu form og innihald eru vel sam- stillt. Frásagnaraðferðin speglar markvisst hræringarnar í brjósti sögumanns. Tungumálið er einfalt og beinskeytt, höfundur forðast málalengingar, ítarlegar lýsingar og stór orð eins og heitan eldinn. I stað- inn stefnir hann orðræðu einfaldleik- ans, jafnvel einfeldningsins, gegn (lyga)máli hinna fullorðnu og orð- ræðu offlækts raunveruleikans. Reynt er að skapa einhvers konar siðferðilega miðju með næfismanum, svara er leitað við eilífum spuming- um á borð við hvað skiptir raunvera- lega máli og hvað er raunveralega gott. Á sama hátt er reynt að skapa beintengingu milli lesandans og sögumanns, innsýninni í sálarlíf hans er ekki miðlað, hún er ómenguð af tilgerðarlegum framsetningarað- ferðum. Það sem sagt er vísar beint (og einfaldlega) til þess sem er meint. Þetta er ítrekað enn frekar í bókinni með nákvæmri eftirlíkingu ýmissa skjala, líkinda höfundar og sögumanns (en undir lokin kemur í ljós að þeir bera sama nafn) og þess að þótt skipt sé áreynslulaust milli nútíðar og þátíðar í frásögninni er stór hluti hennar sagður í nútíð („Nú hringir síminn. Nú svara ég.“). Sú staðreynd að gagnsæið gerir blekk- inguna að sumu leyti enn lævísari skiptir ekki máli því að Loe viðheld- ur tóninum og tálsýninni í gegnum skáldsöguna einkar haganlega. Bók- in svarar ekki neinum spurningum, og lausn sögumanns í lokin er jafn- óáþreifanleg og vandamál hans voru í byrjun, en frásögnin sem þar liggur á milli er á köflum mjög heillandi. Þrátt fyrir einfaldleika textans nær bókin sjálf að forðast að verða ein- feldningsleg. Og í anda hennar ætla ég að gera lista yfir það sem mér fannst skemmtilegast í henni: Listarnir Kaflinn um lyftur Tónninn Samband bræðranna Hugleiðingarnar um tímann Vondi vinurinn Kent og góði vin- urinn Kim Kaflinn um tréð Hneigð póstmódernískra skáld- sagna til að „svipta hulunni" af til- búnu eðli textans, formsins og jafn- vel raunveruleikans mætir hér fullkominni andstæðu sinni, eða er búin að bíta í skottið á sér. Vitund sögumannsins er opin fyrir öllu, dregur ekkert í efa, tortryggir ekki vöramerkin heldur umfaðmar þau. Hann tárast yfir vondum sjónvarps- þáttum og horfir opinmynntur á tónlistarmyndbönd í stað þess að skapa kaldhæðna fjarlægð gagnvart þeim. Það má kannski spyrja hvers virði sú sjálfskoðun er sem leiðir að- eins til endurfundinnar gleði yfir lé- legu sjónvarpsefni og staðfestingar þess að vinir og fjölskylda era varan- leg gildi í lífinu, en eins og áður sagði, það er ekki lausn bókarinnar eða endurlausn sögumanns sem skiptir mestu máli heldur ferlið sem hann gengur í gegnum, aðferðin sem hann notar til þess að komast að þessari niðurstöðu. Þýðing Þórarins Eldjárns held ég að sé góð. Textinn er skýr og einfaldleikinn sem ég ímynda mér að sé mikilvægur hluti textans á frummálinu skilar sér prýðilega. Björn Þór Vilhjálmsson Málverk eftír Þórarín B. Þorláksson óskast Óska eftir að kaupa olíumálverk eftír Þórarín B. Þoriáksson (merkt). Er reíðubúinn að greiða frá kr. 500 þúsund og allt að kr. 3 mílijónir fyrir rétta mynd. Tílboð merkt: „Málverk - 10248“ sendist á augiýsingadeiid Mbl. eígí síðar en kl. 17.30 fimmtudaginn 26. október nk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.