Morgunblaðið - 24.10.2000, Síða 49

Morgunblaðið - 24.10.2000, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 49 ............... 11 j' una frá Húsavík til Dalvíkur og fór að vinna við húsasmíðar sem ég hafði lokið námi í 1966. Þá kom Jón til okk- ar og hóf að læra hjá mér í iðninni sem hann svo lauk í Reykjavík. Var hann hjá okkur í fæði og húsnæði. Það voru forréttindi að hafa slíkan mann sem Jón í vinnu. Það var aldrei neitt að hjá honum, ævinlega kátur með gamanyrði í fyrirrúmi, skipti aldrei skapi og varð allsstaðar strax hvers manns hugljúfi. Eg minnist þess oft að þótt ég væri búinn að vinna við húsasmíðar síðan 1962 lenti ég oft í vandræðum með hvernig ég ætti að framkvæma ýmsa hluti, en það brást aldrei að Jón, sem var þá bara að byrja nám, sá ævinlega strax hvernig verkinu skyldi hagað. Slíkt var meðfætt verksvit hans. Það er ekki ónýtt að hafa slíkan mann með sér að störfum. Mörg kvöldin sátum við og spjöll- uðum, því það var endalaust hægt að hlusta á Jón, hvernig hann gat búið til gamansögur úr, að manni fannst, ómerkilegustu atvikum, sem urðu svo ekkert ómerkileg þegar hann var búinn að klæða það í réttan búning til frásagnar. Slíkar minningar og margar fleiri flugu í gegnum hugann og ég fór að greina fegurð haustsins aftur. En þó að sorgin sé stór, þá er ómetanlegt að eiga allar þær góðu minningar sem Jón skilur eftir, því enginn getur tekið þær frá okkur. Orð eru fánýt við svona aðstæður, en við vitum að Jóni líður vel núna eftir þrautir sjúkdómsins, og hann á eftir að skemmta ættingjum sínum mikið sem farnir eru á undan honum yfir móðuna miklu. Guð blessi minn- ingu hans. Elsku Helga, Hafliði litli, Oddný og aðrir vinir og ættingjar, þið eigið alla okkar samúð og biðjum við Guð að styrkja ykkur í sorginni, en falleg minning lifir um góðan dreng. Þórólfur og Þorbjörg (Obba). Fimmtudaginn 12. október leit ég inn hjá Jóni Hilmari Sigþórssyni en þá lá hann á Sjúkrahúsi Reykjavíkur við Hringbraut. Ég ræddi við hann um bíla því hann hafði mikinn áhuga á þeim. Þegar ég minntist nú á að Bensinn minn væri ekki alveg í lagi lyftist Jón allur upp og fór að ræða meira. Hann vildi öllum vel allt fram á síðustu stundu. Þegar ég fór frá honum leið honum ekki vel og mig grunaði að það styttist í hans hinstu ferð og reyndi að taka þétt í hönd hans. Krabbameinið hafði knúið hressilega að dyrum hjá honum Jóni og leið ekki langur tími frá því að hann greindist með þann sjúkdóm þar til að yfir lauk. Þegar hugsað er til baka var þetta of stutt, en þegar hugsað er lengra aftur í tímann ser maður hve landið okkai' er lítið. Ég kynntist Jóni fyrst þegar við vorum að læra húsasmíðar í Iðnskólanum í Reykjavík. Jón var rólegur og yfir- vegaður og vissi alltaf að hverju hann gekk. Síðan skildu leiðir og við kynntumst báðir yndislegum konum en það einkennilega við það var að þær þekktust. Út úr þessu varð síðan matarklúbbur þriggja hjóna og þar þekktumst við karlmennimir allir úr sitt hvorri áttinni og konurnar voru æskuvinkonur. Þegar við hittumst öll var margt brallað og rætt og var ekki ósjaldan að konurnar settust niður í eldhúsinu og töluðu mikið á meðan við karlmennhTiir ræddumst við í stofunni. En alltaf hófust kvöld- in á því að haldin var mikil matar- veisla og var þá reynt að koma á óvart með einhverju öðruvísi. Við karlmennimir höfðum gaman að tala um smíðar eða bfla en það var ekki það vinsælasta hjá konunum. Þetta voru skemmtilegir tímar og erfitt að hugsa til þess að fá ekki Jón aftur í heimsókn. Fyrir nokkrum ámm keyptu mágkona mín og maður hennar sér hús. Gólfið hjá þeim var ekki í góðu standi og voru þau að hugsa um að skipta um gólfefni. Ég stakk upp á að heyra í Jóni og biðja hann um að líta á gólfið. Viti menn, þetta var nú ekki mikið mál að laga fannst Jóni. Hann mætti með slípivél gerði gólfið að glansandi dansgólfi. Ætlunin var að sleppa svefnherberg- isgangi en Jón tók það ekki í mál og sagðist klára það sem hann tæki að sér og það var ekki lengi gert. Enn í dag stendur gólfið fyrir sínu. Jón var einn af þeim sem hafa þá lukku að vera mjög handlaginn enda lék allt í höndum hans og hann fór aldrei frá hálfkláruðu verki. Um tíma hvfldi Jón sig á smíðinni og gerðist bílasali og þar sem annars staðar stóð hann sig mjög vel. En aftur sneri hann sér að smíði. Fyi-ir rúmu ári greindist Jón með krabbamein og fyrst tók maður því ekki alvarlega og taldi að svona duglegur og skemmtilegur drengur myndi ná að hrista þetta úr sér. En það er með svona sjúkdóm að hann er óútreiknanlegur, þetta ferli leið hratt og maður sá hvernig þetta tók á hann. Alltaf lifði maður í von- inni og Jón hafði mikinn og sterkan stuðning frá konunni sinni, henni Helgu. Hún var alltaf við hlið hans allt að endalokum þessa lífskeiðs hans. Síðasta daginn sem ég kom til hans var morgunn og við ræddum saman og enn stóð hann í baráttunni að reyna eins og hægt væri. Eftir að við vorum búnir að ræða saman kom Helga og spjallaði við okkur og að lokum fór ég og ég vonaði að það væri ekki í síðasta skiptið. Mánudag- inn 16. október lést hann og má segja að kannski hafi það verið léttir þegar svona var komið. Hann fékk hvíldina en alltaf er það erfitt þótt ekki sé við öðru að búast. Við, vinir ykkar úr matarklúbbnum, vottum ykkur okk- ar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja Helgu, son þein'a Hafliða og alla aðra ættingja í hinni miklu sorg. En það er ég sannfærður um að einhvern tímann eigum við eftir að ræða saman aftur og hafa gaman af. Hvíl í friði, kæri vinur, því þjáningum þínum er lokið og þér er ætlað eitthvert góðverkið á æðri stöðum. Helgi Kristófersson. Fyrir 23 árum stóð ég í fokheldri íbúð við Nýbýlaveg og velti því fyrir mér hvernig væri best að slá upp fyr- ir hlöðnum millivegg. Maður kom til mín, kynnti sig sem næsta nágranna og við tókum tal saman. Þegar hann sá hvað stóð til sagði hann; „Við ger- um þetta bara svona við strákamir“. Á nokkrum augnablikum var vegg- urinn uppsleginn eins og fyrir töfra, á mun styttri tíma heldur en ég hafði eytt í að hugsa hvemig væri best að byrja. Þannig hófust kynni okkar Jóns Hilmars Sigþórssonar smiðs- sem margsinnis síðar á lífsleiðinni sýndi mér að þar fór afburða fag- maður og er ég viss um að leitun er að manni sem sameinaði jafn-vel hraða, vandvirkni og fæmi í sínu starfi. Við grannarnir urðum góðir vinir, lífið var leikur með leiftrandi fram- tíð, tókum rall-delluna og kepptum saman um tíma. Jón keyrði þótt báð- ir vildu, taldi sig illa bílhræddan ann- ars, var snjall ökumaður svo jafnör- uggt var á sérleið með honum sem í sófasettinu heima. Ég gaf honum þá einkunn í laumi að brjálæðið til að vinna vantaði. Þessa kenningu af- sannaði Jón og er einn örfárra Is- lendinga sem hefur unnið rall-keppni þó sparlega hafi verið til tjaldað. Jón sveipaði gjaman daglegt amstur glettinni kímni, var hnyttinn í tilsvörum og átti auðvelt með að eignast félaga. Hann var einstaklega sjálfbjarga og hafði hæfileika til að takast á við mörg starfssvið. Sam- vemstundirnar urðu strjálli eftir að við fluttum hvor í sitt hús sem bæði bera handbragði þessa listasmiðs fagurt vitni en alltaf var jafnupplífg- andi að hitta Jón á förnum vegi og hjartað tók gleðikipp. Það setti talsverðan ugg að okkur Gerðu þegar hann greindist með al- varlegt mein fyrir ári síðan, við von- uðum innflega að honum væri ætlað lengra líf sem hann gæti notið með fjölskyldu sinni en þrátt fyrir hraust- lega baráttu hafði þessi svartidauði nútímans, krabbameinið, betur. Að leiðarlokum er efst í huga söknuður og ósk til æðri máttarvalda um styrk til handa hans nánustu á þessari sorgarstundu en minningin um góðan dreng gerir mig ríkan. Eg vil muna Jón eins og ég sá hann í hinsta sinn í sumar, í fögru skógar- rjóðri við Þjórsá í yndislegu veðri með Helgu og syninum Hafliða við húsbílinn sinn. Ásgeir Sigurðsson. GUNNAR ÓSKARSSON + Gunnar Óskars- son fæddist í Búðardal í Laxárdal 15. júní 1933. Hann lést í Landsspítalan- um við Hringbraut 6. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru þau hjónin Henríetta Björg Berndsen frá Skaga- strönd, f. 7. nóvem- ber 1913, d. 15. febr- úar 1998, húsmóðir og símaafgreiðslu- kona í Búðardal, og Óskar Sumarliða- son, f. 29. júlí 1904 í Búðardal, d. 23. júlí 1992, bifreiðastjóri og vélgæslumaður í Búðardal og var heimili þeirra Óskars og Hennýjar í Búðardal alla tíð. Systkini Gunnars eru: 1) Birg- ir Óskarsson, f. 21. júní 1939, kvæntur Jóhönnu Birnu Sigurð- ardóttur, f. 10. nóvember 1942, og eiga þau tvær dætur og fimm barnabörn. 2) Hildur Óskar- sdóttir, f. 12. desember 1940, gift Róbert Fearon, f. 22. febrúar 1942, og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn. 3) Hilmar Óskarsson, f. 11. október 1950, kvæntur Ingu Maríu Pálsdóttur, f. 26. aprfl 1952, og eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn. Gunnar kvæntist Jakobínu Krist- jánsdóttur, f. á fsa- firði 31.1. 1933, verslunarmanni í Reykjavík og er einkadóttir þeirra Henný Ósk, f. 2. september 1955, þjónustufulltrúi hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga í Reykjavík. Dóttir Hennýjar og Reynis Valtýssonar er Vala Kol- brún, f. 16. júlí 1975, og eru börn hennar Gunnar Þór Berg Traustason, f. 31. mars 1998, og óskírður Traustason, f. 19. sept- ember 2000. Gunnar starfaði lengst af hjá Pósti og síma, síðar Landssíman- um sem tæknimaður við Loran- kerfíð og síðar GSM-kerfið. Útför Gunnars fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar ég fluttist til Búðardals haustið 1935, nýorðinn sex ára gam- all, var ég fljótur að taka eftir stíl- hreinu, hvítu steinhúsi, sem stóð í brekkufætinum, rétt ofan við fiör- una á útplássinu. Þarna bjuggu Osk- ar Sumarliðason, þá bifreiðarstjóri, kona hans Henrietta Berndsen, jafnan kölluð Henný, og sonur þeirra Gunnar, sem í dag er kvadd- ur hinstu kveðju. Hann var þá að- eins tveggja ára, en systkini hans þrjú ekki fædd. í húsinu bjuggu einnig Kristín Jónsdóttir, móðir Óskars, og Ásta systir hans. Óskars- hús, eins og það var jafnan nefnt, átti síðar eftir að stækka verulega og taka á sig þá mynd, sem það hef- ur í dag. I fyrstu bjuggu fósturfor- eldrar mínir, Guðríður Guðbrands- dóttir og Þorsteinn Jóhannsson, í leiguhúsnæði uppi í miðri brekk- unni, en brátt byggðu þau sér hús neðan við brekkuna, aðeins steinsn- ar frá Óskarshúsi. Við þessa góðu nágranna bundust fósturforeldrar mínir vináttuböndum, sem gengu í arf til næstu kynslóðar og hafa því enst fram á þennan dag. Fimmtán ár eru langur tími í ævi barna og unglinga og í allan þann tíma vorum við Gunnar næstu nágr- annar í Búðardal. Húsin stóðu hlið við hlið og engum ofsögum af því sagt að samgangur var mikill. Al- dursmunurinn á okkur Gunnari, sem var að sönnu nokkur í fyrstu, var fljótur að jafnast. Gunnar átti mekkanó, sem svo var kallað, og til þess fallið að smíða úr því hina listi- legustu gripi. Margan daginn, þegar ekki viðraði til útivistar, sátum við yfir þessu töfraleikfangi og smíðuð- um byggingarkrana, hús, bíla og járnbrautarvagna Annað upp- áhaldsverkefni okkar var að fara í gegnum gamla árganga af Hjemmet og Familie Journalen. Skilningur á hinum prentaða danska texta var að vísu mjög af skoi-num skammti, en myndirnar stóðu fyrir sínu. Þær höfðu líka þann kost að bjóða upp á margs konar túlkunarmöguleika sem jafnan leiddu til fjörugrar um- ræðu á milli okkar félaganna. Svona gátu viðfangsefni barna verið skemmtileg fyrir u.þ.b. sextíu árum, löngu fyrir daga sjónvarpsins. Gunnar Óskarsson var á alla lund vel gerður maður, enda voru for- eldrar hans bæði hið mesta myndar- fólk. Eins og fram kemur í inngan- gsorðum eru þau nú bæði látin. Gunnar var hár vexti, bjartur yfir- litum og samsvaraði sér vel. Skap- ferli og viðmót voru með þeim hætti að manni hlaut að líða vel í návist hans. Hann hafði góða rödd og góða frásagnargáfu og lét því vel að segja frá. Á kveðjustund hrannast upp óteljandi minningabrot úr leikjum okkar í fjöranni í Búðardal og suður við Laxá, en eftir að veiðitímabilið hófst á vorin áttum við þangað tíðar ferðir. í vegavinnu hjá þeim góða manni Magnúsi Rögnvaldssyni munum við Gunnar hafa eytt fjórum til fimm sumrum saman. Vegna ald- ursmunar byrjaði hann seinna en ég og hélt áfram í nokkur sumur eftir að ég var fluttur suður. Frá þessari sumarvinnu á ég mjög skemmtileg- ar minningar um samstarf og sam- skipti við góða félaga á öllum aldri. Andinn í hópnum var með þeim hætti að ekki varð á betra kosið og þegar ég á leið um Bröttubrekku og Dali með börnum eða barnabörnum þreytist ég aldrei á að benda þeim á staðina, þar sem við vegagerðar- menn slógum tjöldum okkar. Þau vináttutengsl, sem urðu til á milli okkar Gunnars á uppvaxtarár- unum í Búðardal, entust meðan báð- ir lifðu. Þegar við vorum báðir flutt- ir af æskustöðvunum kom að vísu all-langt tímabil, þar sem samskipt- in voru ekki mikil, enda oft vík milli vina, þar sem annar var um árabil erlendis en hinn lengi starfandi utan Reykjavíkur. En æskuvinátta er sem betur fer gerð af þeim málmi, sem hvorki þarf að hreinsa né fægja. Af samskiptum mínum við Gunnar þetta síðasta ár varð mér Ijóst að hann tók veikindum sínum af karlmennsku og æðruleysi. Ég sat með honum dagstund á heimili hans aðeins rúmri viku áður en kall- ið kom; hann sagði mér hreykinn frá því að nú væri hann nýlega orðinn langafi í annað sinn og við rifjuðum upp gamlar minningar úr Dölunum. Mér var Ijóst að líkamsþróttur hans fór þverrandi en jafnframt, að and- legt atgervi hans var með öllu óskert. Frásagnargleðin var rétt eins og í gamla daga og sú ljúfmann- lega kímni, sem ég held að hann hafi tekið í föðurarf, var ekki langt und- an. Ég hvarf af fundi hans með þá von í brjósti að mér mundi auðnast að sjá hann aftur, en því miður varð það ekki; hinn mikli ferjumaður varð fyrri til. Ég kveð Gunnar Óskarsson með söknuði og þakklæti fyrir ævilanga vináttu. Við Inga og Guðríður fóstra mín sendum innilegar samúðar- kveðjur til systkina hans og fjöl- skyldna þeirra. Dýpstu samúð vott- um við eftirlifandi konu hans, Jakobínu Kristjánsdóttur, Henný dóttur hans og öðrum afkomendum. Við biðjum þann sem öllu ræður að styðja þau öll og styi'kja á þessum erfiðu tímamótum. Sigurður Markússon. Fallinn er frá góður vinur minn og fyrrum samstarfsmaður, Gunnar Óskarsson. Gunnar greindist með illvígan sjúkdóm fyrir rúmu ári síðan og þrátt fyrir hetjulega baráttu sigraði maðurinn með Ijáinn að lokum. Ég man fyrst eftir Gunnari um 1960 þegar hann starfaði hjá Stræt- isvögnum Reykjavíkur sem vagn- stjóri á leið sem kölluð var Vestur- bær-Austurbær en ég ferðaðist talsvert með þeirri leið á þeim tíma. Hæglátt og vingjarnlegt viðmót hans varð mér strax minnisstætt. Kynni okkar urðu svo nánari eftir að Gunnar hóf störf á lóranstöðinni á Gufuskálum um 1967, þar sem hann starfaði til ársins 1975 er fjöl- skyldan flutti til Reykjavíkur. Þá hafði Póstur & sími nýlega yfirtekið rekstur lóran-monitor stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli af bandarísku strandgæslunni. Okkur vantaði menn til starfa á stöðinni og þótti mikill fengur að fá Gunnar til liðs við okkur enda alvanur lóranmaður frá Gufuskálum. Starfið í Keflavík var oft erilsamt, einkanlega þegar út-' breiðsluskilyrði í háloftunum voru erfið. Gunnar leysti öll vandamál af stakri prýði og samviskusemi, með- vitaður um þá ábyrgð sem á honum hvíldi. Mikilsvert var fyrir sjófar- endur á hafinu við ísland að þeir gætu treyst áreiðanleika Lórankerf- isins. Gunnar var í félaginu íslenskum radíóamatörum og munum við félag- arnir sakna hans í félagsstarfinu. Hann hafði mikinn áhuga á fjarsk- ipta- og radíótækni og var alltaf með eitthvað í smíðum, smátæki sem komu að notum í „amatörradíói“. Það var gaman að fylgjast með smíðunum hjá honum en hann lagði ávallt mikinn metnað í allt sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það tilheyrði vinnunni eða áhugamálun- um. Gunnar var ekki mikið í loftinu en hlustaði mikið á fjarskipti áhuga- manna og var því ævinlega vel heima í því sem var að gerast á böndunum. Gunnar var með kall- merkið TF3FB sem nú er hljóðnað. Ég kveð hann með söknuði og fyr- ir hönd Islenskra radíóamatöra sendi ég eiginkonu hans, dóttur og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bjarni Magnússon. + Ástkær dóttir okkar, systir og unnusta, ELÍN ÞÓRA HELGADÓTTIR, Hraunsmúla, Kolbeinsstaðahreppi, lést af slysförum sunnudaginn 22. október. Halldór Haltdórsson, Kristbjörn H. Steinarsson, Ólafur ívar Jónsson, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Aðalbjörg Þórólfsdóttir, Helgi Þ. Sigurðsson, Anna Lýdía Helgadóttir, Theódór H. Helgason, Þorbjörg D. Kristbjörnsdóttir, Thelma E. Jónsdóttir, Steinar H. Kristbjörnsson, Rannveig Þóra Kristbjörnsdóttir, Gunnar Ægir Gunnarsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.