Morgunblaðið - 24.10.2000, Síða 51

Morgunblaðið - 24.10.2000, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 51 MINNINGAR sókn til okkar í Englandi. Mér þótti allt í sambandi við þig vera svo skemmtilegt og spennandi og fannst eins og þú hefðir mikinn áhuga fyrir okkur systkinunum og leiddist aldrei að tala og vera með okkur. Þú sagðir mér oft sögur af því sem ég hafði svo mikinn áhuga á að heyra. Ég kom í heimsóknir á heimili þitt sem var einn töfra- heimur, allt svo framandi. Við töl- uðum um ástamál og þú sagðir mér sögur frá þér og mömmu þegar þið voruð að ferðast og alast upp. Þú bauðst mér i fínustu matarboð sem heilluðu mig. Nú síðast þegar ég þurfti hjálp með að prjóna peysuna mína fór ég beint til þín og við höfðum það notalegt allan daginn. Takk fyrir allt og allt. Guðrún Björg Sigurðardóttir. Fjóla var einn af englum al- heimsins. Hátt ennið, einlægt brosið, gyllt hárið og djúpu dular- fullu augun. Áran hennar var hlý og notaleg, skapið traust, hugurinn fordómalaus. Sjálf kynnist ég aldrei foreldrum hennar, nema af hennar eigin frásögn, en ekki leyndi sér að Fjóla hafði fengið dugnað og stolt í móðurarf frá Þor- björgu og sköpunargleði og upp- reisnaranda frá Kristjáni föður sínum. í Kelduhverfinu voru blómasysturnar Rós, Fjóla og Sól- ey þekktar fyrir töfrandi útlit, en móðurætt Fjólu var frá Grásíðu. Það er ósjaldan sem ég hef heyrt mitt fólk frá næsta bæ, Vík- ingavatni, fara fögrum orðum um Grásíðu blómið með stóra hjartað og ljósu lokkana. Fjóla gat galdrað fram listaverk úr engu enda lauk hún prófi sem handmenntakennari með hæstu einkunn og starfaði lengi við þá grein. Ekki skorti vonbiðlana með- an á náminu stóð og kaus hún þá Jim fram yfir aðra, enda var ævin- týraþráin sterk hjá Fjólu. Stofn- uðu þau fyrst heimili í New York og síðar í Kathmandu. Þau hjónin flökkuðu marga hringi í kringum heiminn og kynntust á ferðalögum sínum hinum merkustu manneskj- um. Fjóla hafði stálminni og mundi nöfn allra sem fyrir henni voru kynntir, en sjálf var hún líka ógleymanleg öllum sem henni kynntust. Fljótt var Fjóla orðin tveggja barna móðir, en Kristján og Anna Tara voru henni dýrmætust. Ég á henni mikið að þakka að hafa alið af sér þessar einstöku manneskjur. Kristján hefur alltaf reynst mér traustur og Anna Tara „Skotta“ er mín besta vinkona. Unga íslenska konan stjórnaði myndarlegasta heimili í Kathmandu og hafði lítið fyrir því, það staðfesta þeir sem sóttu hana heim þar. Rausn og myndarskapur einkenndu heimili hennar og voru alltaf bakaðar pönnukökur sama hversu gestirnir voru margir. Jafnvel í útilegum þar sem aðstæður voru misjafnar gat hún töfrað fram veislur. Ég kynntist Önnu Töru fyrir tólf árum, sumarið fyrir 8. bekk í Hagaskóla, og varð snemma heim- alningur hjá þeim mæðgum. Fjóla var vinkona okkar allra og hlustaði með virðingu á vandamál ungling- anna. Hún skildi allt. Þegar Skotta fór í ferðalög hugguðum við Fjóla hvora aðra. Ég gat ævinlega reitt mig á stuðning hennar í stóru sem smáu og bjó hjá henni svo mánuð- um skipti. Guðirnir lögðu Fjólu flókna lífs- þraut, enda er ekki átakalaust að vera engill. Sársauki minn var dropi af hafinu hennar en hún greindi hann samt. Stuttu áður en Fjóla dó hringdi ég niðurbrotin til hennar og hún huggaði mig í síðasta skiptið, sú stutta stund verður alltaf með mér. Anna mín, takk fyrir að lána mér stundum mömmuna þína, þeim greiða gleymi ég seint. Þóranna Sigurðardóttir. Þú ert farin mín kæra vinkona. Það er sárt fyrir okkur, sem enn erum eftir á Hótel Jörð. Tími okk- ar er mislangur, sumir staldra stutt við en reyna margt. Ganga í gegnum mikla gleði og jafnframt miklar þrautir. En flestir lifa langa og tilbreytingarlausa ævi, án mik- illa átaka við þær systur gleði og sorg. Þegar við kynntumst, ungar stelpur í smíðadeildinni í Kennara- háskólanum hjá honum Bjarna kennaranum okkar, þá varstu þú að koma til landsins aftur eftir æv- intýralega dvöl erlendis. Stór- glæsileg ung kona, með sítt gullið hár, fremst meðal jafningja. Þú varst þá að yfirgefa lífið í fjarlæg- um löndum, ævintýralegar aðstæð- ur, sem fæstir skilja, en með mikla lífsreynslu að baki. Með þér var litla skottan þín hún Anna Tara sem kom oft í tímana til okkar og gerði listaverk eins og mamman. Þú hafðir svo margt umfram okk- ur, reynslu sem var okkur lítt skiljanleg þá. Svo áttir þú lítinn prins í Englandi, hann Kidda, sem fór í heimavist eins og tíðkast hjá Bretum. Það var erfitt að skilja hann eftir, en skynsemi þín og góð dómgreind sagði þér hvað rétt var. En eflaust hefur það verið sárt fyrir íslenska móðurhjartað. Við Islendingar höldum í okkar hefðir annars vegar og svo komu til sið- venjur, sem þú hafðir kynnst í öðr- um menningarheimi. Kannski var erfiðast fyrir þig að svara spurn- ingum frá þeim, sem ekki skildu lífshlaup þitt og reynslu. Ég varð svo heppinn að fá að fara með þér eitt sinn til Englands, að sækja litla guttann þinn, hann Kidda. Það er erfitt að lýsa gleð- inni hjá syni og móður að hittast eftir langan aðskilnað og að eiga framundan stund saman. Ekki var minni gleðin hjá Önnu Töru og honum að hittast. Litla fjölskyldan saman að nýju. Það sem þú lifðir fyrir og gaf þér orku voru litlu ungarnir þínir, en þeir uxu úr hreiðrinu, vel af guði gerðir, gengu menntaveginn og eru þér og sjálf- um sér til mikils sóma. Þú sagðir okkur fréttir af börnunum þínum, stolt móðir, enda áttu þau móður, sem gat verið jafningi jafnt sem leiðbeinandi og eiga þau nú minn- ingu um góða móður og vin sem gaf þeim allt sem hún gat. Kvöldið eftir að mér barst fregn- in um andlát þitt var ég stödd uppi í sveit. Ég fékk mér langa göngu um kvöldið og horfði til himins. Stjörnurnar tindruðu svo skært og himinninn var svo bjartur. Það var aðeins eitt dökkt ský á himninum. En þar rofaði einnig til og í skýinu birtist skær stjarna. Mér varð hugsað til dökka skýsins sem lagð- ist svo harkalega á sál þína hin síð- ari ár og af meiri og meiri þunga. Stjarnan skæra minnti mig á þá tíma þegar þú náðir að brjótast út úr dimmunni og varst laus við þá þjáningu, sem þú þurftir að axla og þrátt fyrir allar framfarir lækna- vísindana er svo erfitt að lækna. En þú barðist alltaf af krafti, leit- aðir allra leiða til að brjótast fram og náðir oft góðum stundum, og aftur kom vonin og þráin eftir að nú væri aðeins birtan framundan. En dökka skýið kom alltaf aftur og nú síðustu ár af meiri krafti og miskunnarleysi en herðar geta borið og sterkasta fólk kiknar. Þú kæra vinkona ert laus við þjáning- una, sem því fylgdi að hafa þennan sjúkdóm, sem enn er mörgum svo illa skiljanlegur. Ég vil þakka þér allar góðu stundirnar, sem við áttum saman í gleði og sorg, þú gafst svo mikið, góðmennska þín og tryggð var allt- af til staðar. Ég bið um styrk fyrir ykkur Anna Tara og Kiddi, en minningin um góða Fjólu varðveitum við í hjarta okkar. Júlíana B. Erlendsdóttir (tílla). Elsku Fjóla mín. Hvað mér varð þungt um hjartað þegar ég heyrði að þú værir farin frá okkur. Ég á eftir að sakna símtalanna þinna og að sjá þig ekki aftur. Mér þótti svo óskaplega vænt um hversu sam- band okkar vai- að þróast sl. rúmt ár. Við vorum farnar að tala náið saman um ýmis mál og ná saman á annan hátt en áður. Mér þótti þó alltaf sárt að horfa á hversu illa þér leið stundum og hversu þreytt þú varst orðin á veikindum þínum. Ég vona, elsku Fjóla mín, að þér líði nú loksins óskaplega vel, þú átt það svo sannarlega skilið. Við Geir þökkum þér allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman í þessu lífi. Elsku Kiddi, Anna, mamma, Sóley og fjölsk. Megi Guð styrkja ykkur nú sem áður. Þín, Hrafnhildur og Geir. Elsku Fjóla frænka. Takk fyrir að koma til mín þegar ég var ný- fædd og halda á mér og elska mig svona mikið. Takk líka fyrir að koma í skímina mína, þú varst svo falleg og fín og mér þótti svo vænt um að hafa þig með mér þann dag. Takk líka fyrir allt hitt skemmti- lega sem við gerðum saman. Mamma og pabbi ætla að hjálpa mér að muna alltaf eftir þér. Bless bless, góða frænka. Þín, Snædís Sól. Okkur langar með nokkrum orð- um að minnast fyrrum kennara okkar, Fjólu Bender. Þó að 8 ár séu liðin síðan Fjóla kenndi okkur í Landakotsskóla, þá fudum við allt- af sömu hlýjuna og væntumþykj- una þegar við hittum hana á förn- um vegi. Ár hvert vorum við vanar að senda Fjólu jólakort með mynd af okkur, því við vissum að það gladdi hana að geta fylgst með okkur. Fjóla var meira en bara kennari, hún var vinur nemenda sinna og kom ávallt fram við okkur sem jafningja. Hún var lagin við að brjóta upp kennsluna og við mun- um seint gleyma öllum sögunum sem hún sagði okkur og myndun- um, sem hún sýndi okkur frá Nep- al. Að leiðarlokum, minnumst við hennar með hlýju og virðingu. „Þú, Guð míns líkn, ég loka augum mínum í líknarmildum fdðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta". (M. Joch.) Harpa Hrund og Herborg Drífa. + innilegar þakkirtil allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við fráfall og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR JÓHANNSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík. Margrét Ingimarsdóttir, Örn Daníelsson, Jóhann Sigurðsson, Svanfríður Jónasdóttir, Fanný M. Clausen, Guðbjörn Jónsson, Eiríkur I. Eiríksson, Guðrún Jónsdóttir, Svanfríður Inga, Guðbjörg Anna, Jóhanna Þóra, Margrét og Þórður. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFlA gísladóttir, síðast til heimilis í Logafold 90, Reykjavík, lést á elliheimilinu Grund föstudaginn 20. október. Anna Þorláksdóttir, Katrín Eymundsdóttir, Páll Auðunsson, Gísli G. Auðunsson, Sigríður Auðunsdóttir, Guðmunda Auður Auðunsdóttir, Hermann Ágúst, Kristín Auðunsdóttir, Hafsteinn Hjaltason, Gunnbjörn Guðmundsson, Ólafur Auðunsson, Sigríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. f + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÚLFAR HARALDSSON, Álfaskeiði 92, Hafnarfirði, sem lést á Landspítalanum Fossvogi sunnu- daginn 15. október, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 25. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfé- lagsins. Ragnheiður Kristinsdóttir, Ásta Úlfarsdóttir, Kristinn Þ. Sigurðsson, Þórunn Úlfarsdóttir, Haraldur Þór Ólason, Ásgeir Úlfarsson, fna Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, FRIÐRIK J. FRIÐRIKSSON, útgerðarmaður, Garðavegi 25, Hvammstanga, lést af slysförum sunnudaginn 8. október. Magnúsína Sæmundsdóttir, Haraldur Friðrik Arason, Sigurbjörg Friðriksdóttir, Skúli Þórðarson, Fanney og Júlfa, Rósa Fanney Friðriksdóttir, Guðmann Jóhannesson, Katrín Ósk, Inga Rut og Sveinn, Erna Friðriksdóttir, Bjarki Haraldsson, Birgitta Maggý, Freydís Jóna og Sigurvin Dúi. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÁLÍNA SIGURBJÖRT MAGNÚSDÓTTIR, Vallarbraut 1, Seltjarnarnesi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 21. október. Guðmundur S. Halldórsson, Brynhildur R. Jónsdóttir, Magnús Halldórsson, Erlendur Þ. Halldórsson, Gunnsteinn Halldórsson, Sólveig A. Haildórsdóttir, Halldór Halldórsson, Hildur Árnadóttir, Sesselja M. Blomsterberg, Magnús H. Magnússon, Sigrfður Nfni Hjaltested og barnaböm. + Útför míns ástkæra sonar, bróður, mágs og frænda, ÓLAFS GUÐJÓNS ÁRSÆLSSONAR, Brekkustíg 17, Reykjavfk, fer fram frá Hafnarkirkju, Höfn, Hornafirði miðvikudaginn 25. október kl. 14.00. Þeir, sem vilja minnast hins látna, vinsamlega láti Slysavarnafélagið Landsbjörgu eða liknarstofnanir njóta þess. Jónfna J. Brunnan, Birgir Ársælsson, Aðalheiður Árnadóttir, Bragi Ársælsson, Birna Oddgeirsdóttir og frændsystkini. ■ai.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.