Morgunblaðið - 24.10.2000, Side 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Eiginmaður minn,
KRISTJÁN ÞORLÁKSSON
fyrrv. hvalveiðiskípstjóri
frá Súðavík,
Álfaskeiði 72,
Hafnarfirði,
lést laugardaginn 21. október.
Útförin mun fara fram frá Súðavíkurkirkju og
verður auglýst síðar.
Ingibjörg Sigurgeirsdóttir.
+
Eiginkona mín og móðir okkar,
SIGURLAUG AÐALSTEINSDÓTTIR,
lést á heimili sínu, Norðurbrún 32, Reykjavík, fyrsta vetrardag, laugar-
daginn 21. þessa mánaðar.
Hún verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtudaginn 26. október.
Athöfnin hefst kl. 13.30.
Eggert Jónsson,
Tómas Guðni Eggertsson,
Eiríkur Áki Eggertsson.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT ÁSGEIRSDÓTTIR,
Engihjalla 17,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 27. október kl. 15.00.
Ásgeir Óskarsson, Guðrún Guðmundsdóttir,
Óskar Örn Óskarsson, Jóna Jónsdóttir,
Þröstur Óskarsson, Aðalheiður D. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
GUÐMUNDUR RÓSINKARSSON,
Laxagötu 7,
Akureyri,
sem lést miðvikudaginn 18. október, verður
jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn
26. október kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlegast bent á dvalarheimilið
Hlíð.
Sigríður Helgadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Fóstursystir okkar og frænka,
FANNEY S. GÍSLADÓTTIR
frá Grímsstöðum,
Reyðarfirði,
áður Túngötu 32, Reykjavík,
sem lést 'á Landspítala Landakoti miðviku-
daginn 18. október, verður jarðsungin frá
Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 28. október
kl. 13.30.
Kveðjuathöfn verður í Fossvogskapellu, miðvikudaginn 25. október kl.
13.30.
Bóas Haflgrímsson, Ingibjörg Þórðardóttir,
Ingibjörg Malmquist,
Garðar Jónsson
og aðrir aðstandendur.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi,
GUNNAR ÓSKARSSON,
Asparfelli 6,
Reykjavík,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans við
Hringbraut föstudaginn 6. október sl.
Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag,
þriðjudaginn 24. október, kl. 15.00.
Jakobína Kristjánsdóttir,
Henný Ósk Gunnarsdóttir,
Vala Kolbrún Reynisdóttir,
Gunnar Þór Berg Traustason,
óskírður Traustason.
RAGNA KRISTÍN
ÞÓRÐARDÓTTIR
+ Ragna Kristín
Þórðardóttir
fæddist í Bolungar-
vík 11. maí 1938.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans í
Kópavogi 12. októ-
ber síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 20. október.
Við viljum minnast
Rögnu K. Þórðardótt-
ur sem var fyrrverandi
kennari okkar.
Hún tók vel á móti okkur þegar
við vorum litlir krakkar hjá henni í
skólastofunni í Heyrnleysingjaskól-
anum. Fundum við svo vel hvað
henni þótti vænt um okkur og það
var gagnkvæmt af okkar hálfu. Hún
kenndi okkur, árgangi 1964, í nokk-
ur ár, það voru Guðrún, Júlía,
Ragna, Þórhallur, Halldór Örn,
Georg Bragi, Elsa,
Heiðrún og Guðbjörn.
Okkur leið vel hjá
henni og hún vildi okk-
ur vel. Við viljum
þakka henni þolin-
mæði og þá miklu virð-
ingu sem hún sýndi
okkur alla tíð. Hún átti
gott með að komast
inn í samfélag okkar
heyrnleysingjanna og
talaði opinskátt við
okkur um lífið og til-
veruna og er það nokk-
uð sem við teljum okk-
ur búa að enn þann
dag í dag.
Það hefur ekki verið auðvelt að
taka að sér kennslu heyrnarlausra
barna sem voru bara á fimmta árinu
þegar skólaganga hófst.
Fyrsta árið var jú erfitt, það
þurfti að kynnast hverju barni fyrir
sig, við vorum villingar og kunnum
engan aga. Ragna byrjaði á því að
kenna okkur mannasiði og var mjög
þolinmóð, ekki veitti af þolinmæð-
inni í okkar hópi.
Sorglegt að hún hætti árið 1977 í
Heyrnleysingjaskólanum. Við sökn-
uðum hennar ákaflega þegar hún
hætti í skólanum og okkur vantaði
alltaf Rögnu í skólanum á meðan
við vorum þar.
Hún kallaði einn af nemendunum
nöfnu sína, en sú skildi ekki orðið-
„nafna“ og var piiTuð. Þangað til
móðir hennar fór að útskýra hvað
þýddi og varð hún þá stolt af að eiga
hana fyrir nöfnu.
Við biðjum góða guð að blessa
minningu okkar góða kennara
Rögnu Þórðardóttur.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Fyrir hönd bekkjarsystkina úr
Heyrnleysingj askólanum,
Guðrún Olafsdóttir, Ragna
Magnúsdóttir, Júlía Hreins-
dóttir, Elsa Stefánsdóttir, Heið-
rún Dúadóttir, Þórhallur Arn-
arson, Guðbjörn Sigurgeirsson,
Halldór Örn Oddsson og
Georg Bragi Einarsson.
GUÐRIÐUR
FRIÐRIKKA
ÞORLEIFSDÓTTIR
Það var fastur punktur
í tilverunni að heim-
sækja ykkur.
Hver árstúl hafði
sinn sjarma. Á vorin
heimalningar undir Só-
ló eldavélinni, sumrin
heyskapur, haustin
kartöflutínsla. Þá var
gott að hvíla sig í eld-
húsinu hjá ykkur og fá
kökur og mola úr dós-
inni góðu. Afi spilaði á
harmonikkuna og þú
hafðir alltaf eitthvað á
prjónunum sem hefur
hlýjað mörgum litlum
höndum og fótum um dagana.
Á jóladag var oft kátt á hjalla,
+ Guðríður Friðr-
ikka Þorleifsdótt-
ir, fyrrum húsfreyja í
Viðfirði, fæddist að
Hofi í Norðfirði 4.
nóvember 1908. Hún
lést í Fjórðung-
ssjúkrahúsinu á Nes-
kaupstað 14. október
síðastliðinn og fór út-
fór hennar fram frá
Norðfj ar ðar kirkj u
21. október.
Elsku amma, nú hef-
ur þú fengið hvfldina.
Það eru forréttindi að eiga minning-
ar um þig og afa í Naustahvammi.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐBJÖRG S. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Sólbakka,
Bíldudal,
lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar föstudaginn
20. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir okkar hönd og annarra ástvina,
Börn
hinnar látnu.
+
Bróðir minn og mágur,
SIGURSTEINN EINARSSON
frá Hömrum í Þverárhlíð
lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi fimmtudaginn
12. október.
Útförin hefur farið fram.
Fyrir hönd aðstandenda.
Hinrik Einarsson og Ingibjörg Gísladóttir.
+
Elskuleg móðir mín, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR,
frá Felli, Grindavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð sunnudaginn 22. október.
Margrét Valdimarsdóttir, Jóhann Sigurðsson,
Halldór Kristjánsson, Guðný Guðjónsdóttir
og fjölskyldur.
gengið í kringum jólatréð og, amma,
þú kunnir svo mikið af lögum og
leikjum. Þú skemmtir þér ekki síður
en við barnabömin. Þegar þið fluttuð
svo á Mýrargötuna, fylgdi harmo-
nikkan, prjónamir og dósin góða og
langömmubörnin nutu góðs af.
Berðu Þórarni afa kveðju okkar.
Guðni afi, Guð styrki þig Við kveðj-
um þig með einni af þeim mörgu
bænum sem þú kenndir okkur.
Láttu nú ljósið þitt
logavið rúmiðmitt.
Hafðuþarsessogsæti,
signaði Jesús mæti.
(Ók. höf.)
Páll, Ingvar, Stefanía,
Ólína Freysteinsbörn.
Elsku amma.
Margar minningar streyma upp í
kollinn á okkur þegar við hugsum
um þig.
Það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann er þegar þú sast hjá okkur og
kenndir okkur „Faðir vorið“ og bæn-
irnar eins og O jesú bróðir besti og
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(H. Pét)
Líka öll kvæðin og vísurnar sem
við sungum og dönsuðum við á eld-
húsgólfinu í Naustahvammi, t.d.
„Dansi , dansi, dúkkan mín“ og
,jVdam átti syni sjö“.
Við munum líka eftir öllum sögun-
um sem þú sagðir okkur, frá því að
þú varst lítil stelpa á Hofi. Eins þeg-
ar þú bjóst í Viðfirði og ýmsu öðru
sem hafði gerst í lífi þínu. Þú sagðir
svo vel frá að maður lifði sig inn í
sögurnar.
Allir bfltúrarnir með ykkur afa inn
í Seldal og Fannadal eru ógleyman-
legir, þá sögðuð þið okkur sögur frá
bæjunum og fólkinu sem átti og á
enn þar heima.
Það var alltaf gott að koma í heim-
sókn í Breiðablik eftir að þið fluttuð
úr Naustahvammi. Hjá ykkur vai-
okkar athvarf eftir að skóla lauk á
daginn og við biðum eftir tónskóla og
sundæfingum. Þið voruð alltaf svo
góð við okkur þegar við komum, gáf-
uð okkur að borða í hádeginu og þeg-
ar við komum á öðrum tímum feng-
um við mola eða eitthvert annað
góðgæti. Segja má að þótt þið afi haf-
ið flutt út í Breiðablik þá bjuggum
við samt hjá ykkur.
Þú kenndir okkur öllum að prjóna
auk þess sem þú prjónaðm á okkur
sokka og vettlinga sem eiga eftir að
koma að góðum notum í mörg ár í
viðbót. Alltaf gátum við komið til
ykkar og beðið um, ef eitthvað vant-
aði. Elsku amma, takk fyrir allt sem
þú hefur kennt okkur. Þú átt alltaf
eftir að vera í huga okkar og fallegar
minningarnar verða í hjörtum okkar.
Þín barnabörn,
Laufey, Þórfríður Soffía og
Ægir Guðjón Þórarinsbörn.