Morgunblaðið - 24.10.2000, Page 55

Morgunblaðið - 24.10.2000, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 55 FRÉTTIR Kynning á verkefninu Konur til forystu og jafnara námsval kynjanna Verður dömufrí í þjóð- felagi framtíðar? Vilja endurskoða hlut verk Jöfnunarsjóðs VERÐUR dömufrí í þjóðfélagi framtíðar? Þessari spurningu og fleirum á að reyna að svara í hátíð- arsal Háskóla Islands á fimmtu- daginn þegar verkefnið „Konur til forystu og jafnara námsval kynj- anna“ verður kynnt. Um er að ræða átaksverkefni Háskóla ís- lands og Jafnréttisstofu í sam- vinnu við forsætisráðuneytið, fé- lagsmálaráðuneytið, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, menntamála- ráðuneytið, Eimskip, Gallup-Ráð- garð, Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur, Félag íslenskra framhaldsskóla og Stúdentaráð Háskóla íslands. Markmið verkefnisins er annars vegar að undirbúa stúlkur sem ljúka námi frá Háskólanum undir forystuhlutverk á þeirra framtíð- arstarfsvettvangi og hins vegar að fjölga konum í raunvísindum á borð við verk- og tölvunarfræði. Með þessu vill Háskól íslands leggja sitt af mörkum til að jafna hlutdeiid kynjanna í þekkingar- og upplýsingasamfélagi nýrrar aldar, að því er segir í fréttatilkynningu. Við upphaf fundarins mun Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri afhenda námsstyrk Orku- veitu Reykjavíkur til kvennem- enda í verkfræði og að því loknu mun frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Islands, flytja ávarp. Þá taka við erindi og fýrir- lestrar, sem m.a. Valgerður Sverr- isdóttir ráðherra og Friðrik Soph- usson, forstjóri Landsvirkjunar, taka þátt í og kynningarfundinum lýkur síðan með umræðum. Til fundarins, sem stendur frá kl. 15.30 til 18 á fimmtudaginn, er boðið öllum nemendum Háskóla Islands, námsráðgjöfum, kennur- um og öllu áhugafólki um mark- mið og leiðir verkefnisins. AÐALFUNDUR Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu sam- þykkti á aðalfundi sínum sl. föstudag áskorun á Alþingi um að afgreiða brejdingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga án þess að þær hafi í för með sér almennar skattahækk- anir á íbúa höfuðborgarsvæðisins. Það verði best gert með því að lækka tekjuskattsprósentu jafnt og hækk- un útsvarsprósentu. Fundurinn telur einnig að bæta beri sveitarfélögunum upp tekju- skerðingu sem þau hafi orðið fyrir undanfarin ár og að þeim verði tryggðir nægilegir tekjustofnar til að þau geti sinnt lögboðnum verkefnum sínum. Þá segir einnig í ályktun fund- arins um tekjustofna sveitarfélaga: „Ljóst er að sveitarfélögin hafa ekki nægilega tekjustofna til þess að sinna sínum lögbundnu verkefnum. Þá er Ijóst að endurskoða þarf hlut- verk Jöfnunarsjóðs, en umfang hans er orðið um 6 milijarðar króna á ári. Leita ber leiða tii að gera sveitarfé- lögin fjárhagslega sjálfstæðari og síð- ur háð framlögum úr Jöfnunarsjóði.“ Lýst eftir vitnum EKIÐ var á bifreiðina PU 707 á bif- reiðastæðinu norðan við Hagkaup í Skeifunni laugardaginn 21. október. Atvikið átti sér stað milli kl.14.30 og 15.00. PU 707 er BMW 735 fólksbiF reið grá að lit. Mun ökutæki það er var ekið utan í PU 707 vera rauð fólksbifreið. Eldri maður mun hafa skrifað nið- ur upplýsingar á miða og sett á fram- rúðu PU 707. Er hann, eins og aðrir sem geta gefið upplýsingar um málið, beðinn að hafa samband við lögregluna í Reykjavík, umferðardeild. AUG LÝáS INGA FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Lögfræðingafélags íslands Aöalfundur Lögfræðingafélags íslands verður haldinn þriðjudaginn 31. október nk. og hefst hann kl. 19.30. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá fundarins verður eftirfarandi: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Endurskoðaðir reikningar Lögfræðingafélags íslands og Tímarits lögfræðinga lagðirfram. 3. Kosning stjórnar og varastjórnar. 4. Kosning tveggja endurskoðenda og tveggja til vara. 5. Ákvörðun árgjalds. 6. Önnur mál. Að loknum aðalfundi verður almennur félags- fundur, sem hefst kl. 20.30 undir yfirskriftinni IMýjungar í námi við lagadeild - starfsemi Hollvinasamtaka lagadeildar. Frummælendur verða Kolbrún Linda ísleifs- dóttir, kennslustjóri lagadeildar Háskóla íslands og Halldór Jónatansson, formaður stjórnar Hollvinasamtaka lagadeildar H.í. Fyrst mun Kolbrún Linda fjalla um breytingar og nýjungar í laganámi við H.j. og möguleika lögfræðinga á þátttöku í einstökum kjörgrein- um við lagadeild. Að því búnu mun Halldór gera grein fyrir starfsemi Hollvinasamtaka lagadeildar. Boðið verður upp á kaffiveitingar í hléi. Félagsmenn eru hvattirtil að mæta á fundinn. Stjórnin. VOpinn fundur íþrótta- og tómstundanefndar Sjálfstæðisflokksins Framtíð afreksmála íþrótta þriðjudaginn 24. október kl. 17:15—19 í Valhöll Frummælendur: Árni ÞórÁrnason formaður Fimleikasambands íslands. Guðmundur Sigurðsson í stjórn Frjálsíþrótta- sambands (slands. Lúðvík S. Georgsson í stjórn Knattspyrnusam- bands íslands. Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Fundarstjóri: Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri ÍSÍ. Síðan verða almennar umræður. Allir áhugamenn um íþróttamál eru velkomnir. Fundarstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. www.xd.is, sími 515 1700. ! ! ■ M i I ■ II I ■ BBSSSSSEZSSS SSSBBBSBB8SS im W U 1 1111)111« s« s S S S B S 3 S S B S 11 SB8BSBSBSBSS lsjjui..s..s..«i...«, Kynningarfundur verkefnisins „Konur til forystu og jafnara námsval kynjanna" Konur 21. aldarinnar Verður dömufrí í þjóðfélagi framtíðar? 26. október, í hátíðasal Háskóla íslands kl. 15.30.-18.00 Til fundarins er boðið öllum nemendum Háskóla íslands, námsráðgjöfum, kennurum og öllu áhuga- fólki um markmið og leiðir verkefnisins. Við upphaf fundarins mun Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri afhenda námsstyrk Orkuveitu Reykjavíkur til kvennemenda í verkfræði. Ávarp Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta íslands, heiðursdoktorfrá verkfræðideild Háskóla íslands og verndara átaksverkefnisins „Konurtil forystu og jafnara námsval kynjanna". I. Inngangserindi. Hvad ætlum vid ad gera?Kynning á átaksverkefninu og framkvæmdaáætlun 2000-2001. Sigríður Þorgeirsdótt- ir, formaður jafnréttisnefndar Háskóla íslands. Hver er stadan7Tölulegar staðreyndir um hlut kvenna í menntun, vísindum og stjórnun. Sigríður Vilhjálmsdóttir, Hagstofa íslands. Hvad velja piltar og stúlkur? Um kynbundið náms- og starfsval unglinga. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, lektor í námsráðgjöf við Háskóla Islands. Af hverju tökum vid þátt? Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. II. Konur í þekkingar- og upplýsinga- samfélaginu. Hver verdur hlutur kvenna íþekkingarþjódfélagi framtídarinnar? Þorgerður Einarsdóttir, félagsfræðing- ur, stundakennari við Háskóla íslands. Hvernig aukum vid hlut kvenna í vísindum? Ólöf Sigurðardóttir, læknir, sérfræðingur í meinefnafræði. III. Konur í raunvísindum og verkfrædi Hvada hindranir mæta konum — hvernig má yfir- vinnaþær ?Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor í verk- fræði við Háskóla íslands. Hver er reynsla kvenverkfrædings? Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkfræðingur, stofnandi kvennadeildar Verkfræðingafélags íslands Kvenímyndir, tölvuímyndir? Um verkefnið: Valdís Björk Friðbjörnsdóttir, myndlistarkona og tölvun- arfræðingur, starfar hjá þróunardeild Hugvits ehf. IV. Hlutur kvenna í fyrirtækjum og stofnunum. Hvernig má fjölga konum í stjórnunarstödum og atvinnurekstri? Hjördís Ásberg, Hf. Eimskipafélag íslands. VI. Umrædur Framsögumenn ræða við fundarmenn frá pallborði. Fundarstjóri: Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Aðalfundur Orlofsdvalar hf. 2000 Aðalfundur Orlofsdvalar hf. verður haldinn miðvikudaginn 25. október2000. Fundurinn verður í Hótel Lind, Rauðarársstíg 18, Reykja- vík, og hefst hann kl. 18.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 10. gr. samþykkta félagsins. Tillaga frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund, svo þær verði teknar til greina. Endurskoðaðir reikningar liggja frammi hjá stjórn félagsins. Stjórn Orlofsdvalar hf. SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MORKINNI6 - SlMI 568-2533 Fyrsta féiagsvist vetrarins hjá Ferðafélagi fslands verður spiluð í kvöld, 24. október kl. 20.00 í Risinu, Mörkinni 6. Gönguferð næsta sunnudag 29. okt.: Keilir. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. | AD KFUK .. Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.00. Konur undirbjuggu Kristnihátíð á Þingvöllum í bæn. Þóra Diego, Helga Hróbjartsdóttir, Rannveig Sigurbjörnsdóttir og Þórdis Ágústsdóttir segja frá. Allar konur velkomnar. □ Hamar 6000102419 II □ HLÍN 6000102419 VI □EDDA 6000102419 I 1 I.O.O.F.R.b.1 = 15010246- DULSPEKI Skyggnilýsingafundur í kvöld Margrét Hafsteinsdóttir miðill verður með skyggnilýsinga- fund í kvöld 24.1 okt. á Sogavegil 108, Rvík, 2. hæð“ (fyrir ofan Garðsapótek). Húsið opnað kl. 19.30. Fundurinn hefst kl. 20.30. Miðaverð kr. 1.300.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.