Morgunblaðið - 24.10.2000, Page 57
I
ASKUR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 57'.
UMRÆÐAN
Hollt og huggulegt í hádeginu!
kr. 890.-
Súpa og salat
kn 1.190.
Hádegishlaðborð
+ súpa og salatbar
alla virka daga
----- SINCE 1966 ---
SUÐURLANDSBRAUT 4
Simi: 553 9700
LANCÖME
PARIS
letjum timann -hnitmiðaðar lausmr
Veldu úr þessum lausnum, allt eftir þlnum þörfum
Primordiale Intense
Primordiale Nuit
Re-Surfac
Rénergie
Lancöme býður þér þrjá hluti aukalega ásamt. fallegri tösku að verðmæti um 3.000 kr.
Fæst eirtgöngu á Lancðme útsölustöðums
REYK3AVÍK: Árbæjarapótek, Glæsibær snyrtivöruverslun, Gultbrá Nóatúni, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Lyf og heitsa Austurveri, Mist
snyrtivöruverslun Spönginni, Sara Bankastræti, Sigurboginn Laugavegi, Snyrtimiðstöðin Lancöme snyrtistofa Húsi verslunarinnar,
Andorra Hafnarfirði, Bylgjan Hamraborg, Nesapótek, Fina Mosfeilsbæ.
LANDI8: Amaró, Hjá Mariu Akureyri, Apðtek Ólafsvikur, Egilsstaða Apótek, Krisma ísafirði, Miðbær Vestmannaeyjum, Lyf og heitsa Heltu og
Hvotlsvelli, Sauðárkróksapótek, Lyf og heilsa Selfossi, Siglufjarðarapótek, Verslunin Perla Akranesi.
Astmi hjá
börnum
SLÉTTIR
greimlega|
úr linum ^
LAGFÆRIR
hrukkur
kröftuglega
STYRKIR
og dregur
úr hrukkum
Sigurveig Þ.
Sigurðardóttir
segir Sigurveig Þ.
Sigurðardóttir,
virðist tíðni astma og
ofnæmis fara vaxandi.
Astmi er nú talinn einn algengasti
króníski sjúkdómurinn meðal
barna. Alls staðar í heiminum virð-
ist tíðni astma og ofnæmis fara vax-
andi.Við höfum ekki langtímarann-
sóknir sem sýna þessa þróun hér á
landi en 1987-96 var hópi barna í
Reykjavík fylgt eftir m.t.t. astma og
ofnæmis. í þessari rannsókn kom í
Ijós að hlutfall þeirra barna sem
höfðu sögu sem samræmdist astma
var 19% við 20 mánaða aldur, 28%
milli 3 og 4 ára og 13% við 8 ára. Við
8 ára aldur höfðu 32% barnanna
greinst með astma á
einhverju stigi. Það er
því ijóst að hvort sem
astmi fer vaxandi hér-
lendis eða ekki er um
stórt vandamál að
ræða. Astmi er lungna-
sjúkdómur sem ein-
kennist af ofurvið-
kvæmum berkjum þar
sem bólga er undir-
liggjandi. Areiti, s.s.
ofnæmisvakar, vír-
ussýkingar, loftmeng-
un eða áreynsla geta
valdið hósta, andstyttu
og hvæsiöndun hjá
börnum með astma.
Börn kvarta yfirleitt
ekki heldur laga sig einfaldlega að
þeim aðstæðum sem lífið býður upp
á. Hósti og andþyngsli við áreynslu
verður t.d. til þess að barnið einfald-
lega hreyfir sig minna. Kvef og hósti
sem aldrei ætlar að taka enda getur
skýrst af astma. Astmi er í flestum
tilfellum viðráðanlegt ástand með
réttri lyfjameðferð. Það kemur í
hlut margra að sjá til þess að líf
þessara barna sé eðlilegt. Það skipt-
ir miklu máli að foreldrar geri sér
grein fyrir einkennum hjá börnum,
kunni að nota lyfin og viti hvemig
þau verka. Hlutverk læknis- og heil-
brigðisstarfsfólks er að koma þess-
ari þekkingu á framfæri. Kennarar
og dagvistarfólk verða að vita af
vandamálinu, hafa skilning á því
hvernig sjúkdómurinn getur birst
hjá börnunum í þeirra umsjá og í
samvinnu við foreldrana að hjálpa
þessum einstaklingum til að takast
á við sinn sjúkdóm. Ef þessir aðilar
hjálpast að getur barn sem jafnvel
er með slæman astma lifað þokka-
lega eðlilegu lífi með réttri meðferð.
Höfundur er sérfræðingur í
bnrnalækningum, ofnæmis-
og ónæmisfræði.
OKTÓBER hefur
verið valinn astma-
mánuður sem fer vel.
Það er sá mánuður
sem oft er hvað erfið-
astur hjá börnum með
astma. Fyrir utan
kólnandi veður á þess-
um árstíma liggja ef-
laust fleiri ástæður að
baki. Bömin eru nú
aftur komin af stað í
skólanum þar sem þau
eru útsett fyrir öllum
vírusum sem eru í
gangi og ofnæmisvök-
um sem þau geta forð-
ast heima hjá sér, s.s.
dýrapróteinum sem
berast í bekkinn með fötum skólafé-
laganna. Það þarf oft ekki mikið til
og lítið magn af ofnæmisvekjandi
próteinum getur espað upp astma.
Alls staðar í heiminum,
Atthagasamtökíálslaginn?
!AR samtökin i-- i á fréttabréfið sem Þao er í rauninni óþarft a
ÞEGAR
Afl fyrir Austurland
gerðu innrás á fund
N áttúruverndarsam-
taka Austurlands í
Snæfellsskála fyrr á
þessu ári voru viðbrögð
alls ærlegs fólks á einn
veg: Hvurslags kjánar
em þetta eiginlega?
Fáum var hlátur í hug
og allra síst þeim sem
trúa áli.
Dálkahöfundar voru
flestir fullir hneykslun-
ar og Morgunblaðið
fordæmdi tiltækið í
leiðara. Nokkm seinna
var haft eftir æðsta
presti aflsamtakanna í blaðaviðtali
að hann myndi nú líklega hugsa sig
um áður en hann endurtæki svipað-
an leik. Og fólk hugsaði sem svo:
Jæja, blessaðir, þeir hafa þá kannski
lært eitthvað.
Mér kom verklag talsmanna ál-
vers fyrir austan í hug þegar ég opn-
aði Héraðspóstinn, fréttabréf Att-
hagasamtaka Héraðsmanna, nú á
dögunum. Sem félagi í samtökunum
(líklega frá upphafi) hef ég alltaf litið
Gunnar
Guttormsson
skyldulesningu. Og svo
var einnig nú.
Ég byrjaði að sjálf-
sögðu á ávarpi for-
manns samtakanna, en
það er um leið er eins
konar ársskýrsla. Af
því að fréttabréfið hef-
ur litla útbreiðslu utan
raða félagsmanna
finnst mér Morgun-
blaðið kjörinn vett-
vangur til þess að al-
þjóð öðlist hlutdeild í
upplýsingu og boðskap
sem þar er að finna (í
framhaldi af stuttri
upptalningu á verkefn-
um félagsins á árinu): „Ég hef dval-
ist talsverðan tíma á Austurlandi í
sumar og get ég ekki orða bundist
hvað er að verða mikið vonleysi og
óvissa í hugum margra Austfirðinga
um áframhaldandi búsetu á Austur-
landi.
Öll þessi neikvæða og öfgafulla
umræða um álver og þar með virkj-
un í Fljótsdal hefur farið illa í
Héraðsmenn og aðra Austfirðinga.
Það hefur ekki nokkrum Fljótsdæl-
Austurland
Mér fínnst, segir Gunn-
ar Guttormsson, að með
þessari forystugrein sé
brotið blað í sögu átt-
hagasamtakanna.
ingi dottið í hug að eftirsjá væri í fúa-
mýrum á Eyjabökkum fyrr en öf-
undar- og forsjárhyggjuöflin
byrjuðu sína messu.
Þá finnst mér nokkuð umhugsun-
arefni að skuli þurfa að leka sultar-
dropi úr hverju nefi hér á höfuðborg-
arsvæðinu til að friður sé um
varanlega atvinnuuppbyggingu úti á
landi.
Ég vil hvetja alla Héraðsmenn á
höfuðborgarsvæðinu að Standa [ekki
ritvilla - aths. mín] með Austfirðing-
um í baráttunni um virkjun í Fljóts-
dal og álver á Reyðarfirði, það geta
menn gert í ræðum, ritað greinar í
blöð og haldið uppi jákvæðri baráttu
á vinnustöðum.“
óþarft að leggja
út af þessum orðum í leiðara Héraðs-
póstsins og gæti jafnvel orðið til þess
að skaða „málstaðinn11. En mér finnst
að ég vinni þarft verk og hlýði kalli
formanns okkar með því að vekja at-
hygli lesenda Morgunblaðsins á
þessum skorinorða kafla í leiðaran-
um.
Bara smávægilegar hugleiðingar
hér í lokin: Mér finnst að með þess-
ari forystugrein sé brotið blað í sögu
átthagasamtakanna. Og því ekki að
gera enn betur: Ég skil orð for-
mannsins sem hvatningu til okkar
félagsmanna um að útvíkka starf-
semi félagsins og setja markmið
þess á hærra plan. Séu núverandi
markmið skoðuð í Ijósi þeirra háleitu
hugsjóna sem stýra penna formann-
sins, eru þau ósköp rislág: ,,a) að
stuðla að aukinni kynningu brott-
fluttra Héraðsmanna, b) að halda ár-
shátíð [og] c) sumarferðalög.“
Við sem unnum átthögunum jafn-
heitt og formaður okkar ættum því
ekki einasta að „halda uppi jákvæðri
baráttu á vinnustöðum“ heldur líka
að virkja félagið í þágu „málstaðar-
ins“, eins og formaðurinn hefur raun-
ar þegar lagt grunninn að. Eðlilegt er
að slík útvíkkun á starfseminni eigi
sér stoð í lögum félagsins, en varla
mun það formsatriði standa í félags-
mönnum, því lagabreytingar eru á
dagskrá aðalfundarins 24. október. ’mrp
Eftir á að hyggja: Kannski þyrft-
um við að hnippa í einhverja sem
ekki hafa nýtt rétt sinn til að vera í
félaginu; fyrir slíku höfum við for-
dæmi frá undirbúningi fundarins í
Snæfellsskála sem minnst var á hér í
upphafi.
„Lagabreytingar eru alltaf við-
kvæmt mál í félögum og þarf að fara
með varkárni í þá hluti,“ segir í leið-
aranum. Þetta finnst mér óþarfa við-
kvæmni. Við skulum hafa hugfast að
baráttan snýst „um áframhaldandi
búsetu á Austurlandi," ekkert_-
minna. Tillögu að nýjum staflið við
markmiðskafla laganna (3. gr. a-c) er
hægt að sækja beint í ávarp for-
manns okkar: d) „að standa með
Austfirðingum í baráttunni um virkj-
un í Fljótsdal og álver á Reyðar-
firði.“ Og af því að „á aðalfundinum
verður tekin ákvörðun um að hittast
á „pöbb“ innan skamms“ (sem eru
lokaorð leiðarans) er tilvalið að skála
þar yfir sigri á „öfundar- og forsjár-
hyggjuöflunum“.
Höfundur er vélfræðingur ogíÁtt-
hagasamtökum Héraðsmanna
Astmi