Morgunblaðið - 24.10.2000, Side 62
^62 ÞRIÐJUDAGU K 24. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Samtök hjúkrunarfræðinga
og ljósmæðra gegn tóbaki
Rrkið niðurgreiði
lyf gegn reykingum
SAMTÖK hjúkrunarfræðinga og
ljósmæðra gegn tóbaki halda í dag
háegisverðarfund þar sem velt verð-
ur upp þeirn spumingu hvers vegna
fyf gegn reykingum séu ekki niður-
greidcl af ríkinu. í tilkynningu frá
samtökunum segir að undanfarið
hafi verið „vaxandi umræða meðal
heilbrigðisstarfsfólks um reykinga-
fíkn og mikilvægi þess að ríkið taki
þátt í greiðslu lyfja gegn reykingum,
rétt eins og ijölda annarra sjúk-
/ ........... \
listen.ío/iceblue
...........
dóma“. Frummælendur eru Dagmar
Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur,
Guðmundur Þorgeirsson, sérfræð-
ingur í hjarta- og lyflækningum,
Kari Steinar Guðnason, forstjóri
Tryggingastofnunar ríkisins, og
Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra. Fundurinn
hefst klukkan 12 og stendur til 13.
Aðalfundur Sam-
fylkingarinnar
í Reykjavík
AÐALFUNDUR Kjördæmisfélags
Samfylkingarinnar í Reykjavík verð-
ur haldinn miðvikudagskvöldið 25.
október kl. 20 í Norræna húsinu.
A dagskrá eru venjuleg aðalfund-
arstörf, þ.m.t. lagabreytingar. Jó-
hanna Sigurðardóttir alþingismaður
flytur ávarp.
Þrjú áhugaverð fyrirtæki
1. Glæsileg efnalaug, með nýlegum og fullkomnum tækjum, til sölu,
af sérstökum ástæðum. Mikil viðskipti og margir fastir, traustir
víðskiptavinir. Mottuþjónusta, gallaþjónusta, hreinsun og þvottur.
Gott fyrirtæki fyrirtvo duglega, t.d. hjón. Rótgróið fyrirtæki.
2. Sólbaðstofa og hárgreiðslustofa á sömu hæð. Seljast saman eða í
sitt hvoru lagi. Þekkt fyrirtæki, sem hefur mikla veltu og allir
þekkja. Tækjalísti á staðnum. Mikill annatími framundan.
Stöðugt ný fyrirtæki á skrá.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
F.YRIRTÆKIASALAN
SUOURVE R I
SÍMAR581 2040 OG 581 4755. REYNIR ÞORGRÍMSSON.
MTT FE
HVAR SEM
ÞÚ ERT
Nýjung Kasparovs beit
ekki á Kramnik
SKAK
L o n d o n
KASPAROV - KRAMNIK
8.10-4.11.2000
LOKSINS í áttundu skák einvíg-
isins við Kramnik kom Kasparov
með það sem allir höfðu beðið eftir
— eina af sínum þaulhugsuðu og
stórhættulegu nýjungum sem hann
hafði undirbúið sérstaklega fytir
þessa skák. Þótt Kasparov hefði
svart í skákinni dugði þessi nýjung
til þess að hann náði hættulegu
frumkvæði og auk þess notaði hann
mun minni umhugsunartíma en
Kramnik. Þetta hafði ekki gerst áð-
ur í einvíginu og margir þóttust nú
kannast gamla góða Kasparov sem
valtar yfir andstæðinginn í kjölfar
vel heppnaðrar nýjungar. Það gekk
hins vegar ekki eftir í þetta sinn.
Þrátt fyrir að ýmsir skákskýrendur
telji að Kramnik hafi teflt óná-
kvæmt í framhaldinu, þá missti
Kasparov frumkvæðið eins og áður
hefur gerst í einvíginu og loksins
þegar jafnteflið var orðið staðreynd
á borðinu féll Kasparov í þunga
þanka og gerði sér grein fyrir að
hann hafði misst Rramnik af önglin-
um.
Ýmsir töldu þessa skák áfanga-
sigur fyrir Kasparov. Hitt er þó lík-
legra að jafnteflið hefi eflt sjálfs-
traust Kramniks enn frekar. Það er
nefnilega ekki lítið afrek að lifa af
nýjung af þessu tagi. Þeir sem eiga
kost á að fylgjast með beinum sjónv-
arpsútsendingum frá einvíginu á
Netinu geta einnig séð að allt fas
Kramniks bendir til þess, að hann sé
fullur sjálfstrausts. Attunda skákin
tefldist þannig:
8. einvígisskákin:
Hvitt: Kramnik
Svart: Kasparov
Nimzoindversk vörn
I. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4.
Dc2 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6
7. Bg5 Bb7 8.f3 h6 9. Bh4 d5 10.
e3 Rbd7 ll.cxdð -
Hvítur á um tvær aðrar leiðir að
velja, 11. Rh3 eða 11. Bd3.
II. ..Rxd5 12. Bxd8 Rxc3 13. Bh4
Hvítur á um annað að velja, en
leikur Kramniks er talinn sá besti.
Hvítur græðir ekkert á 13. Bxe7
Rd5 14. Bd6 Rxe3 15. Kf2 Rc2 16.
Hcl Hfc8 o.s.frv.
Rússneski stórmeistarinn, Sergej
Shipov, lék 13. Be7 í skák við Hann-
es Hlífar Stefánsson á heimsmeist-
aramótinu í Las Vegas 1998. Hann-
es lenti í nokkrum erfiðleikum, en
hélt að lokum jöfnu. Framhaldið
varð: 13. - Hfe814. Bh4 Rd515. Bf2
e516. e4 exd4 17.0-0-0 Rf4 18. Bxd4
Had8 19. Re2 Re6 20. Be3 Ba6 21.
Rf4 Bxfl 22. Hhxfl Rxf4 23. Bxf4
Rc5 24. Kc2 Re6 o.s.frv.
13. - Rd5
14. Bf2 c5
Einfaldasta leiðin fyrir svart virð-
ist vera 14. — f5!?, t..d. 15. Bb5 c6 16.
Bd3 e5 17. Re2 Hae8 18. Hcl exd4
19. exd4 Rf4!? 20. Bc4+ Kh7 21.
Kd2 Rxe2 22. Bxe2 Rf6 með örlítið
betra tafli á hvítt (Schandorff-Helgi
Ólafsson, Gentofte 1999).
15. Bb5 Hfd8
Svartur hefði líklega fengið góða
stöðu, eftir 15. - R5f6 16. Re2 a6 17.
Ba4 cxd4 18. Rxd4 Hac8, ásamt 19.
-- Hfd8 og 20. - Rc5 o.s.frv.
16. e4 -
I skákinni, Topalov-Kramnik,
Monte Carlo 1998, varð framhaldið
16. Re2 cxd4 17. Rxd4 Rc5 18.0-0
Rc7 19. Bc4 e5 20. Rf5 Ba6 21. Bxa6
R7xa6, með jöfnu tafli.
16. - Rc7!?
Nýr leikur í stöðunni. Áður hefur
verið leikið 16. - Re7 17. Re2 cxd4!
18. Rxd4 a6 19. Be2 Rc5 20.b4 Ra4
21. 0-0 e5 22. Rb3 Rc3 23.Hfel
Rxe2+ 24.Hxe2 Hd6 25.Hd2, jafn-
tefli (Anand-Karpov, Monte Carlo
1999).
I hraðskákaeinvígi á milli Kaspa-
rovs og Kramniks, sem teflt var í
Moskvu 1998, kom staðan upp, með
skiptum litum. Framhaldið varð 16.
- Re7 17. Re2 Bc6 18. Ba6 b5 19. a4
bxa4 20. dxc5 Re5 21. Rd4 og hvítur
stóð betur. Kasparov vann skákina í
61 leik.
17. Bxd7 Hxd7 18.dxc5
Ekki gengur 18.Re2? cxd4 19.
Rxd4 Had8 20. Hcl (20. Hdl Rb5 og
svartur vinnur) 20. - Re8 21. Rb5
(21. Re2 Hd2 22. b4 Ha2, með hótun-
unum 23. — Hdd2 og 24. — Ba6) 21. —
Ba6 22. a4 Hd2 23. 0-0 Hb2 24. Hbl
Hdd2 og svartur á mun betri stöðu.
18. - f5!
Þegar hér var komið, hafði
Kramnik notað 26 mínútur af um-
hugsunartíma sínum, en Kasparov
aðeins 3. Þetta er í fyrsta skipti í
einvíginu, sem Kasparov hefur
frumkvæðið í byrjun skákar og nær
Kramnik inn í byrjanaundibúning
sinn.
19. cxb6 -
Æskilegt væri fyrir hvít að geta
haldið taflinu lokuðu. Shipov telur
hvít eiga að leika 19. e5!?, t.d. 19. --
Hd5 20. cxb6 Hxe5+ 21. Re2 Ba6
(21. - Rd5!?) 22. 0-0-0 Rd5 (22. -
Bxe2? 23. bxc7 Bxdl 24. Hxdl,
ásamt 24. Hd8) 23. Rd4 með betra
tafli fyrir hvít.
19. -- axb6 20. Re2 -
Eftir 20. Bxb6 fxe4 21. b4 Rd5 22.
Bc5 Rf4 23. K12 g5 24.fxe4 Hd2+
25. Kf3 Had8, ásamt 26. -- H8d3+ og
hvítur er í miklum vandræðum.
Hvítur má alls ekki opna e-línuna,
t..d. 20.exf5? exf5 21. Bxb6 He8+
22. KÍ2 Hd2+ 23. Kg3 Rd5! 24. Bc5
f4+ 25. Kh3 (25. Kh4 g5+ 26. Kh3
Rf6 27. g4 h5) 25. - He5! 26. g4 Bc8
27. Kh4 g5+ 28. Kh3 h5 og hvítur er
varnarlaus.
Loks má benda á, að hvítur getur
ekki haldið miðborðinu lokuðu með
20. e5, vegna 20. - Ha5, ásamt 21. -
Hxe5 o.s.frv.
Kramnik átti nú 1 klukkustund og
10 mínútur eftir af umhugsunartíma
fyrir fyrstu 40 leikina.
20. -- fxe4 21.fxe4 Bxe4 22. 0-0 --
Ef til vill hefði hvítur átt að leika
22. Rc3, t..d. 22. - Bxg2 23. Hgl Bb7
24. Bxb6 Rd5 25. Rxd5 Hxd5 26.
Hcl He5+ 27. Kd2 Hd5+ 28. Kc3
Hc8+ 29. Kb4 Hd2 30. Hxc8+ Bxc8
31. b3 o..s.frv.
22. - Hd2 23. Rc3 Bb7 24. b4 -
Eftir 24. Hadl Hxb2 25. Hd7 Hc8
26. Ra4 Hc2 27. Rxb6 Hf8 á hvítur
enga vörn við hótuninni, 28. — Ba6.
Kramnik hafði eytt miklum tíma,
átti aðeins eftir 42 mínútur til að ná
40 leikja markinu.
24. - Hf8 25. Ha2 Hxa2 26. Rxa2
Rd5 27. Bd4 Ha8 28. Rc3 -
Önnur leið er 28. Hf3!? Hd8 (28. -
Rxb4 29. Hg3! Rxa2 30. Hxg7+ Kf8
31. Hxb7; 28. - Re7!?; 28. - g5 29.
Rcl Rf4) 29. Hg3 Hd7 30. Rc3 Rxc3
31. Bxc3 Bc6 með nokkuð jöfnu tafli.
28. -- Rxc3 29. Bxc3 Hxa3 30. Bd4
b5
Tími teflenda: Kramnik: 19 mín-
útur eftir, Kasparov 1 klukkustund
og 21 mínútu.
31. Hf4 Hd3 32. Hg4 g5 33. h4
Kf7 34. hxg5 hxg5 35.Kf2 -
35. - Hd2+?!
Kasparov leikur skákinni beint
niður í jafntefli. Mislitir biskupar
eru ekki örugg ávísun á jafntefli, á
meðan hrókarnir ei-u enn borðinu.
Að skákinni lokinni héldu menn, að
svartur hefði átt einhverja vinnings-
möguleika með 35. - Kg6, en eftir
36. Ke2! (36. Be3 Hd5) 36. - Hb3 37.
Be3 Kf6 38. Bd2 (38. Hxg5? Hxe3+;
38. Bxg5+? Kf5) 38. - Hb2 39. Kel
e5 40. Hg3 Bd5 41. Bxg5+ Kf5 42.
Bd2 er erfitt að sjá, hvernig hann á
að komast áleiðis.
36. Ke3 Hxg2 37. Hxg2 Bxg2 38.
Be5 -
pg keppendur sættust á jafntefli.
í stöðum með mislita biskupa á
sá, sem hefur minna lið, oft auðvelt
með að skorða peð andstæðingsins
með kóngi og biskupi. I lokastöð-
unni er of stutt á milli svörtu frípeð-
anna og vörnin er auðveld fyrir hvít:
38. - Kg6 39. Bc7 Kf5 40. Kd4
Kg4 41. Ke3 Bd5 42. Bd6 Kh3 43.
Kf2 o.s.frv.
Klukkan í lokin: Ki'amnik átti 7
mínútur eftir, Kasparov 58.
Þessari frammistöðu Kasparovs
með svörtu mönnunum náði hann
ekki að fylgja eftir þegar hann
stýrði þeim hvítu í níundu skákinni á
sunnudaginn. Hann reyndi nú aftur
að leika fram kóngspeðinu og
Kramnik svaraði hvergi banginn
með Berlínarabrigði Spánska leiks-
ins líkt og hann hafði gert áður.
Kramnik breytti hins vegar út af
taflmennsku sinni í fyrri skákum og
gaf því Kasparov ekki færi á að sýna
þá nýjung sem hann hafði í huga.
Enn á ný stóðst Berlínarmúrinn að-
för Kasparovs og ljóst er að Kramn-
ik hefur vandað mjög til undirbún-
ingsins fyrir þetta leynivopn sitt.
Þegar einvígið er rúmlega hálfnað
verður Kramnik enn sem fyi'r að
teljast sterkari aðilinn.
9. einvígisskákin:
Hvítt: Kasparov
Svart: Kramnik
l.e4 e5 2.Rf3 Rc6 3.Bb5 Rf6 4.0-0
Rxe4 5.d4 Rd6 6.Bxc6 dxc6 7.dxe5
Rf5 8.Dxd8+ Kxd8 9.Rc3 h6
Kramnik breytir hér út af taflmenn-
skunni í fyrri skákum. 10.Hdl+ Ke8
11.h3 a5 12.BÍ4 Be6 13.g4 Re7
14.Rd4 Rd5 15.Rce2 Bc5 16.Rxe6
fxe6 17.c4 Rb6 18.b3 a4 19.Bd2 Kf7
20.Bc3 Hhd8 Kasparov átti nú 57
mínútur eftir af umhugsunartíman-
um, en Kramnik eina klukkustund
og 26 mínútur. 21.Hxd8 Hxd8
22.Kg2 Hd3 23.Hcl g5 24.Hc2 axb3
25.axb3 Rd7 26.Ha2 Be7. 27.Ha7
Rc5 28.f3 Rxb3 29.Hxb7 Rcl
30.Rxcl Hxc3 V2-V2 Kasparov átti 22
mínútur eftir af umhugsunartíman-
um, en Kramnik 38.
Staðan í einvíginu er nú 5-4
Kramnik í vil.
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson