Morgunblaðið - 24.10.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 24.10.2000, Síða 64
84 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Orri enn á uppleið á „verðbréfaþingi“ stóðhestanna Morgunblaðið/V aldimar Fróðlegt verður að sjá hvernig markaðurinn bregst við góðri afkvæma- sýningu Kolfinns frá Kjarnholtum á landsmótinu í sumar. OIil Amble fer hér mikinn á Kolfinni á landsmótinu 1994. EKKERT lát virðist á háu gengi Orra frá Þúfu ef marka má við- brögð þegar einn hlutur í stóðhest- inum var falboðinn nýlega. Fyrir um það bil ári síðan seldist fyrsti hluturinn á eina milljón króna og nokkrir fóru á sama verði í kjölfa- rið. Eftir því sem best er vitað hef- ur ekki verið verslað með hluti í klárnum nýlega og því spennandi að sjá hver viðbrögðin yrðu nú því nú var ekki sett upp ákveðið verð heldur óskað eftir tilboðum. Seljandinn sem ekki vildi láta nafns síns getið sagði að síminn hefði ekki stoppað og þótt ekki hafi verið neitt frágengið þegar rætt var við hann sagði hann ljóst að hann myndi taka einhverju tilboð- anna sem bárust. Sýndist honum líklegt að hann myndi láta hlutinn á 1.100 til 1.200 þúsund króna og yrði væntanlega gengið frá því nú í vikunni. Verð á bæði hlutum í Orra og eins á folatollum á sér engan sam- jöfnuð í ræktun íslenskra hrossa bæði hér og erlendis. Hluturinn eins og áður sagði ein milljón króna eða jafnvel meira og tollur- inn seldur á 350 þúsund króna. Eftir því sem næst verður komist hefur enginn folatollur hjá öðrum stóðhesti farið yflr 100 þúsund krónur. Þetta eru fyrstu vísbendingar um stöðu Orra á hinum óopinbera „verðbréfamarkaði“ stóðhestanna eftir landsmót þar sem hann fékk verðugan og óvæntan keppinaut, Kolfínn frá Kjarnholtum. Glöddust margir eftir landsmótið yfir því að Orri hafi loksins hitt fyrir ofjarl sinn og fékk Kolfinnur meðal ann- ars viðurnefnið „Ori-abani“. En Orri virðist ekki alveg dauður úr öllum æðum, í það minnsta ekki á „verðbréfamarkaðnum". Það verð- ur hinsvegar fróðlegt að fylgjast með verðmyndun folatolla næsta árs hjá klárnum og ef til vill gefur það gleggri mynd af vinsældum klársins og hans raunverulegu stöðu. Athygli hefur vakið hversu vel og skynsamlega eigendur Orra hafa spilað úr hlutunum gegnum tíðina og hafa samþykktir félagsins verið mjög athyglisverðar, stefnu- markandi og oftar en ekki hitt beint í mark. Erfítt er að greina á milli hversu mikinn hlut í vel- gengni klársins skynsamleg ákvörðunartaka á en víst er að hún hefur hjálpað vel til án þess að kastað sé rýrð á erfðaeiginleikana. Allt sem fer upp mun niður koma fyrr eða síðar og gildir það einnig um kónginn Orra. Nú er hann orðinn 14 vetra gamall, við góða heilsu en það sem virðist ætla að styrkja stöðu hans enn frekar eða framlengja hans styrku stöðu er frjósemi hans. Sá þáttur stóð- hestahaldsins hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og nú er svo komið að sérfróðir menn, bæði hrossaræktarráðunautur og sér- fróðir dýralæknar hvetja menn til að beina augum að þessum mikil- væga þætti kynbótastarfsins. Hvað er hrossarækt án frjósemi? Hún er dæmd til að enda eins og pipar- kerling komin úr barneign sé ekki hugað að frjóseminni. Þegar síðast fréttist höfðu 75 hryssur verið fyljaðar með sæði úr Orra í ár, flestar með tæknifrjóvg- un en nokkrar með náttúrulegum hætti. Líklegt þykir að þær geti orðið 80 þegar yfir lýkur. Tæpast hafa nokkrir stóðhestar náð þeim fjölda á árinu og hljóta þetta að vera gleðitíðindi, í það minnsta fyr- ir þá sem hafa velþóknun á klárn- um. En Orri hefur líka fengið mótbyr á árinu. Eftir glæsilega sýningu Kolfinnsafkvæma og hans sjálfs glöddust margir yfir því að til væru fleiri alvöru stóðhestar en Orri. Og vissulega hefur það farið í taugarnar á mörgum hversu mikla athygli og aðdáun klárinn hefur hlotið. Mörgum þykir nóg um þennan Hrunadans í kringum ak- feita, hálslausa kjötbollu sem eru svona verstu hrakyrðin sem heyrst hafa um hæst metna stóðhest íslandssögunnar. Þetta er svona svipað og vinsælda- og óvinsælda- kosning stjórnmálamannanna sem oft er framkvæmd í DV. Þar er oft- ast og líklega alltaf sama fólkið í baráttunni á báðum vígstöðvum og Orri er bæði elskaður og dáður og hataður í senn eða allt að því. Ef litið er á feril Hrafns frá Holtsmúla sem kannski heldur enn í við Orra sem fremsti stóðhestur sögunnar þótt fallinn sé nú frá og kominn í glerbúr á Hólum, eru hlutirnir með sitt hvoru móti. Hrafn synti í gegnum lífið við stöð- ugar vinsældir, mikla yfirburði með engan sterkan hagsmunahóp að baki sér. Hrafn naut hylli alla ævi en slapp nokkuð vel frá andófi eða niðurrifi enda stóðhestaum- Aðdáendaklúbbur stofnað- ur um Storm frá Stórhóli Morgunblaðið/Valdimar Stormur frá Stórhóli hefur nú eignast góða bakhjarla sem hyggjast vinna að framgangi hans og vinsældum á sviði hrossaræktar. Myndin er tekin á sýningu stóðhestastöðvarinnar 1991 í eina skiptið sem klárinn var sýndur í reið og situr Rúna Einarsdóttir hann. Aganefnd LH ógildir úrskurð STOFNAÐUR var á föstudag að- dáendaklúbbur um stóðhestinn Storm frá Stórhóli sem hefur það meðal annars að markmiði að gera veg stóðhestsins sem mestan en þó ekki meiri en erfðaeigin- leikar hans gefa tilefni til eins og segir í lögum klúbbsins. Klúbburinn heitir „Stormssveit- in, aðdáendaklúbbur öryrkjans Storms frá Stórhóli“ en klárinn slasaðist mjög illa fyrir átta árum þegar hann Ienti fyrir stórum flutningabíl og hefur síðan vcrið mjög bæklaður á afturlimum. Var hann svo illa útleikinn að með ólíkindum þótti að hann skyldi komast á lappir og geta sinnt hryssum. Það var Páll Stefáns- son, dýralæknir á Stuðlum, sem tók hestinn að sér og kom honum til lífsins á ný eftir slysið. Síðar keyptu Páll og kona hans Edda B. Olafsdóttir klárinn enda farin að bindast honum sterkum til- finningaböndum eftir tveggja ára hjúkrun. Stofnfélagar eru 21 en upp- haflega stóð'til að þeir yrðu að- eins 10 til 15 og mun ætlunin að fara mjög varlegá í að fjölga fé- lögum. Það sem vekur athygli með þennan félagsskap er að það voru ekki eigendur hestsins sem áttu frumkvæðið að stofnun klúbbsins heldur ánægðir eigendur af- kvæma hans en Páll og Edda gátu að sjálfsögðu og vildu ekki skorast undan þátttöku. Til að gerast félagi í Stormssveitinni segir í lögum að viðkomandi verði að vera fullur aðdáunar á Stormi og hafa ótakmarkaða trú á honum sem kynbótahesti, eiga í það minnsta eitt afkvæmi undan , honum eða hafa haldið í það minnsta einni hryssu undir hest- inn. Frá þessu er undanþágu- ákvæði sem felst í því að menn sverji þess dýran eið að halda undir klárinn innan tveggja ára. Þá segir einnig að félagar verði að vera glaðir og skemmtilegir á fundum klúbbsins og kunna að blanda geði við annað fólk. Tekið er fram að frá þessu ákvæði séu engar undanþágur. Stormssveitin mun vinna að af- kvæmasýningu Storms á lands- móti 2002 en auk þess verður stefnt með áhugaverð afkvæmi hestsins á ýmsar sýningar fram að þeim tíma. Þá er ætlunin að búa til góðan gagnagrunn um af- kvæmi hestsins og skilgreina kosti hans og galla sem kynbóta- hests. Stormur er líklega þekktastur fyrir að vera með hæstu einkunn stóðhesta fyrir háls og herðar 9,5. Hann var sýndur fjögurra vetra og hlaut þá mjög góða ein- kunn fyrir sköpulag 8,35 og vel viðunandi hæfileikaeinkunn upp á 7,53 eftir um þriggja mánaða tamningu. Þá er í ráði að gera heimasiðu fyrir hestinn og koma honum á framfæri með ýmsum hætti. Formaður klúbbsins er Þorbjörg Gígja í Naustanesi á Kjalarnesi. AGANEFND Landssambands hestamannafélaga hefur ógilt úr- skurð yfirdómnefndar íslandsmóts- ins sem haldið var á Melgerðismel- um í Eyjafirði í sumar þess efnis að Birgitta Dröfn Kristinsdóttir skyldi dæmd úr leik af þeim sökum að hest- ur hennar hefði í töltkeppni í opnum flokki stigið út úr braut. Málsatvik voru með þeim hætti að þegar Birgitta hafði lokið keppni og fengið einkunn hjá öllum fimm dóm- urum, vatt áhorfandi sér til yfirdóm- ara og tilkynnti að hestur Birgittu, Birta frá Hvolsvelli, hafi stigið út úr braut. Síðar kærði keppandi sem varð í sjötta sæti umrætt atvik til yf- irdómnefndar sem úrskurðaði á þá leið að Birgitta og Birta væru úr leik. Birgitta kærði málið til aganefnd- ar og óskaði eftir að nefndin úr- skurðaði hvort yfirdómnefnd hafi vald til að ógilda dóm fimm dómara. Þá fór hún fram á að aganefnd ávít- aði Ámunda Sigurðsson yfirdómara og Reyni Hjartarson mótsstjóra fyr- ir hroka, dónaskap og valdníðslu gagnvert sér. Að síðustu beindi hún þeirri spurningu til nefndarinnar hvort Islandsmótið hafi verið löglegt og vísaði þar til 3. greinar reglna, blaðsíðu 24, um íslandsmót, þar sem fjallað er um auglýsingar í fjölmiðl- um. Niðurstaða aganefndar er ógild- ing á úrskurði yfirdómnefndar ís- landsmótsins, en forsendur úr- skurðarins eru á þessa leið: „Yfir- dómari hefur ekki vald til að breyta úrskurði dómara samkvæmt 2. grein, lið tvö í agareglum LH en þar segir: „Hann hefur umsjón með störfum dómara en hefur ekki vald til að breyta niðurstöðu þeirra.“ Aganefndin tekur ekki á öðrum liðum í kæru Birgittu, en nefndar- menn litu svo á að það væri ekki í þeirra verkahring að taka á þeim málum. I kærunni til aganefndar segir Birgitta ennfremur að þegar hún hafi beðið yfirdómara um skrif- lega skýringu á úrskurði yfirdóm- nefndar hafi hann svarað með dóna- skap og hótað að veita henni áminningu hætti hún ekki að krefja hann um skýringar þar sem búið sé að afgreiða málið og því verði ekki breytt. Amundi Sigurðsson yfirdómari Is- landsmótsins sagði að í fyrsta lagi kæmi þessi úrskurður alltof seint og í öðru lagi væri þetta rangur úr- skurður. Hann bendir á að það hafi verið yfirdómnefnd sem kvað upp þennan úrskurð á mótinu en ekki yf- irdómari einn og sér. „í reglum segir að yfirdómnefnd skuli skera úr um ágreiningsmál er upp kunna að koma á mótsstað og í þessu máli bár- ust kærur frá þremur keppendum og yfirdómnefnd afgreiddi málin samkvæmt þessum gildandi regl- um,“ sagði Amundi og hann bætir við: „Aganefnd fellir hér úrskurð á tilfinningalegum forsendum þar sem félagi eins nefndarmanna á hlut að máli í þessu tilviki og þetta er ekki eina málið sem félagar þessa nefnd- armanns eiga hlut að máli. Það er slæmt til þess að vita að aganefnd skuli ekki kunna betri skil á lögum og reglum LH en raun ber vitni um og á ég þar við mál sem aganefnd hefur úrskurðað rangt á árinu og hefur orðið að draga úrskurð til baka.“ I skýrslu aganefndar til ársþings LH sem nú er komin fyrir sjónir manna segir að á árinu hafi komið 24 fjögur mál sem nefndin tók fyrir og sé þar um tvöföldun að ræða miðað við árið á undan. Telja nefndarmenn þessa fjölgun og eðli brotanna mikið áhyggjuefni, því fella hefði þurft úr gildi úrskurð yfirdómnefnda í alltof mörgum tilfella. Þá segir orðrétt: „Er það slæmt að í fleiri en einu til- felli á tímabilinu kemur fram að mótshaldarar og dómarar þekki illa eða ekki reglur sem fara á eftir á íþrótta- og gæðingamótum. Og stendur Islandsmótið þar upp úr þar sem kemur fram í skýrslum að móts- haldarar ákveða að fara ekki að sett- um reglum þar sem þeim þyki þær ekki nógu góðar!“ Þá segir í skýrslunni að í sumum tilfellum hafi yfirdómnefndir sýnt keppendum algert tillitsleysi gagn- vart keppendum sem ekki vissu um kærur og fengu ekki tækifæri til að skýra mál sitt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.