Morgunblaðið - 24.10.2000, Qupperneq 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
02000 Tribune Modia Service*. loc. „ \T\
AU R«ht* Rmmvwí. XfV'
Grettir
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
I CAn’t HELP THINKIN6
THATTHI5 UIOULP gE A
BETTER OJORLP IF EVERYONE
Ég get ekki að því gert, en
heimurinn væri betri ef allir
hlustuðu á mig..
Við gætum kannski
reddað því..
Reyndu að fá þau öll inn í
eitt herbergi.. Mér leiðist að
segja hlutina tvisvar..
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Heimsókn þing-
forseta Kína
Frá Hilmari Sigurðssyni:
Ég segi hér nokkur orð í tilefni
heimsóknar þingforseta Kína til
lands fyrir stuttu. Hann kom hing-
að í boði Alþingis en með því var
hann að endurgjalda heimsókn
þingmanna héðan til kínverska al-
þýðulýðveldisins skömmu fyrr. Það
ber hverri siðaðri þjóð að taka
kurteislega á móti sínum gestum
enda tóku Kínverjar vel á móti
okkar mönnum. Var þetta gullið
tækifæri fyrir íslendinga að leggja
sitt af mörkum til friðarmála enda
var ekki vanþörf á eins og ástatt er
í heiminum. Þess í stað mættu gall-
harðir maóistar í mótmælastöðu til
að mótmæla því sem gerðist á
Torgi hins himneska friðar fyrir
nokkrum árum.
Þá spyr ég: Hefur íslenska þjóð-
in nokkru að státa af í þessum efn-
um eða hefur hún hreinan skjöld?
Skal því reynt að skoða það nánar.
Landið er i hernaðarbandalagi sem
stofnað var í lok seinni heims-
styrjaldarinnar. ísland gekk í það
1949 gegn vilja meirihluta þjóðar-
innar því íslendingar voru á móti
öllu hernaðarbrölti. En Alþingi
réði og þar voru hægri fiokkar við
völd. Glöddust þá vopnaframleið-
endur og skrattanum var skemmt.
Hitler og nasistar hófu seinni
heimsstyrjöldina árið 1939 eftir að
hafa vígbúist mjög og hervætt
þýsku þjóðina. Auk þess höfðu þeir
komið því inn hjá Stalín að sumir
af mestu og bestu herforingjum
þeirra og fleiri háttsettir menn í
Sovétríkjunum væru svikarar.
Þeim var mörgum rutt úr vegi og
voru það hinar miklu hreinsanir
Stalíns og Bería. Það gekk því vel í
byrjun stríðsins hjá Hitler og þeir
lögðu undir sig mörg nálæg lönd í
fljótheitum og fóru langt inn í
Rússland síðar. Þar döguðu þeir
uppi og var það þeirra banabiti.
Rússar hröktu þá svo á undan sér
allar götur inn í Berlín 1945. Þeir
tóku borgina og var styrjöldinni
þar með lokið í Evrópu. Við töku
Berlínar einnar misstu Rússar um
250 þúsundir hermanna. Það er
litlu minna en Bretar, Bandaríkja;
menn og Frakkar til samans. I
heild misstu Rússar milljónir her-
manna auk gífurlegrar eyðileggin-
ar sem þeir urðu fyrir. Ekki má
gleyma þeirri aðstoð sem banda-
menn veittu þeim með siglingum
sínum á hinni hættulegu leið til
Múrmansk með vistir og vopn.
Höfðu þeir þá flotastöð í Hvalfirði.
Fólk var að vona að samvinna
bandamanna yrði áfram eins og
var í stríðinu þegar þeir unnu hinn
mikla sigur gegn hinu ægilega
valdi sem ógnað hafði allri heims-
byggðinni. Meðan á styrjöldinni
stóð, og sérstaklega undir lok
hennar, heyrðist að bandamenn
myndu ráðast gegn Rússum þegar
stríðinu við Þjóðverja lyki. Var þá
farið að tala um að stöðva yrði út-
þenslustefnu Sovétríkjanna þegar
þeir hröktu nasista úr þeim lönd-
um sem þeir höfðu hertekið. Var
hægt að ætlast til þess af nokkurri
þjóð, að þeir færu einfaldlega heim
til sín eftir svo hörmulega útreið af
hálfu nasistanna. Það var svo ekki
ráðist að Rússum og farið í stríð
með venjulegum hætti heldur var
stofnað varnarbandalag. Það mætti
ekki síður kalla árásarbandalag.
Hófst þá hið svonefnda kalda stríð
af fullum krafti með áróðri og
njósnum þar sem stefnt var að því
að eyðileggja efnahag Sovétríkj-
anna, eins og þeim tókst svo að
lokum. Allir sjá nú hvernig ástand-
ið er tíu árum eftir að Sovétríkin
leystust upp, í ljósi sjúkdóma og
alls kyns hörmunga. Atlantshafs-
bandalagið hefur aldrei vígbúist
meir en nú og ísland er þátttak-
andi í því. Ferill þessa bandalags
er ekki til að státa af. Auk þess
sem nefnt hefur verið má nefna
Víetnamstríðið þar sem fjöldi
manns var deyddur og limlestur,
skógar eyddir og fólk er enn að
slasast og deyja af völdum þess.
Svo er það Júgóslavía með allri
sinni eyðileggingu og einhverri
mestu loftárás sögunnar. Þá má
nefna viðskiptabannið á írak og
fleiri lönd sem bitnar ekki síst á
konum og börnum og fjöldi manns
hefur látið lífið vegna þess. íslend-
ingar eru samsekir þessu með
þegjandi þögninni. Ekki skal því
gleymt að þegar Ástþór var búinn
að safna hjálpargögnum handa
bágstöddu fólki í írak í eina flugvél
bönnuðu íslensk stjórnvöld það og
stoppuðu sendinguna. Svona mætti
áfram telja. Þetta eru nú öll gæðin
svo þeim ferst nú ekki sem ásaka
aðra. Einn háttsettur maður úr
NATÓ-liðinu var fyrir skömmu
spurður í útvarpi, svo þjóðin
heyrði, hvort liðið myndi ekki verja
Island ef á yrði ráðist. „Yes“, var
svarið. Þá veit fólkið á hvað það á
að trúa og það er stöðugt verið að
styrkja það í þessari tiltrú. Ekki
má raska því með því að spyrja
hvort hér séu geymd kjarnorku-
vopn. Það skal vera í þögninni.
HILMAR SIGURÐSSON,
Boðaslóð 21, Vestmannaeyjum.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Eru vandamál á toppnum?
Ofnæmi, flasa, exem, psoriasis, feitur eða burr hársvörður?
ull
Hárvörur LEYSA VANDANN
OG ÞÚ BLÓMSTRAR.
JU
ÚTSÖLUSTAÐIR: HEILSUVÖRUVERSLANIR OG APÓTEK UM ALLT LAND.