Morgunblaðið - 24.10.2000, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 73
n A ÁRA afmæli. í dag
I V/ þriðjudaginn 24.
október verður sjötug
Ursula van Balsun, Ný-
býlavegi 102, Kópavogi.
Eiginmaður hennar er
Þorleifur Bragi Guðjóns-
son.
BRIDS
llmsjón (iuðmundur l’áll
Arnarson
Þú ert í vestur og átt að
spila út gegn sex tíglum
suðurs. Norður er höfund-
ur sagna og byrjar á spaða,
en styður svo tígulsögn
makkers og þá fer suður
beint í ásaspurningu:
Norður gefur; allir á
hættu.
Vestur
♦ K8
v G54
♦ G1064
♦ 10973
Vestur Norður Austur Suður
- lspaði Pass 2 tfgiar
Pass 3 tíglar Pass 4grönd*
Pass Sspaðar *Pass Bgrönd**
Pass D 6tíglar** Pass Pass
* Spurning um lykilspil
(RKCB) og norður sýnir
tvo „ása“ af fimm og
drottninguna í tígli.
** Áskorun í alslemmu,
sem norður hafnar.
Hvert er útspilið?
Augljóslega eiga NS öll
lykilspilin, þvi annars
myndi suður ekki reyna
við alslemmu. Spaðakóng-
urinn þinn er á slæmum
stað, en þú lumar á óvænt-
um slag í tígli, sem suður
veit ekki af. Þess vegna
gæti verið góð hugmynd
að koma út með spaðaátt-
una og neyða sagnhafa til
að taka ákvörðun í litnum
strax, áður en hann veit
hvemig í trompinu liggur:
Noj-ður * ADG96 v A7 ♦ K872 + 82
Vestur Austur
* K8 ♦ 7542
v G54 ♦ D98632
♦ G1064 ♦ -
+10973 ♦ D54 Suður ♦ 103 v K10 ♦ ÁD953 ♦ ÁKG6
Suður mun vissulega
gruna þig um græsku, en
því skyldi hann hætta
slemmunni fyrir stungu?
Spaðaáttan gæti vel verið
ein á ferð og þá væri fárán-
legt að tapa slemmunni
með þvi að svína. Svo lík-
lega drepur sagnhafl með
ás og spilar trompinu og
byrjar á kóngnum til að
ráða við öll trompin í aust-
ur. Líkur á fjórlit í vestur
em aðeins 5% og því er
spilamennska suðurs rök-
rétt, þótt hún leiði beint til
taps.
Ef suður hefur lág-
markskurteisi til að bera
mun hann hrósa þér fyrir
útspilið, að vísu með sam-
anbitnum vömm.
Arnað heilla
inssynir. Eiginkona Yngva er Rósa María Tómasdóttir
og em þau til heimilis að Grundargerði 7d, Akureyri.
Eiginkona Arna er Laufey Guðrún Baldursdóttir og era
þau til heimilis að Háhlíð 10, Akureyri.
Hlutavelta
Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson
Þessar ungu stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Húsa-
víkurdeild Rauða krossins. Þær heita Sylvia Víðisdótt-
ir, Sunneva Birgisdóttir, Þórdís Erla Ólafsdóttir og
Berglind Björnsdóttir.
SKÁK
Umsjón lielgi líss
Grétarsson
Hvítur á Ieik.
Á þriðja alþjóðlega mót-
inu í Þórshöfn er lauk fyrir
skömmu var teflt í hinum
glæsilegu húsakynnum Nor-
ræna hússins. Draga má þá
ályktun af taflmennsku þátt-
takenda að vistarverurnar
hafi gefið þeim innblástur til
fjörugra fléttna en þær urðu
ótal margar á mótinu. Stað-
an kom upp á milli sviss-
neska stórmeistarans Vad-
im Milov (2.626), hvítt, og
norska alþjóðlega meistar-
ans Leif Erlend Johannesen
(2.422). 41.Hf4!
og svartur gafst
upp þar sem
hann endar í
svikamyllu eftir
t.d. 41...Dxd5
42. cxd5 Hxd6
43. Hxí8 Rxf8
44. Hxg7 + Kh8
45. Hd7 + og hvít-
ur fær auðunnið
tafl.
Meistaramót
læknanema hefst
kl. 20:00 24. októ-
ber í félagsheim-
ili Taflfélagsins
Hellis, Þönglabakka 1,
Mjódd. Þetta mun vera í
fyrsta skipti sem mótið er
haldið. Verðlaun verða veitt
fyrir þrjú efstu sætin og
léttar veitingar verða í boði
Félags læknanema. Viktor
Davíð Sigurðsson tekur við
skráningum á mótið með
tölvupósti: vds@hi.is.
UOÐABROT
TIMBURMENNIRNIR
Heim er ég kominn og halla’ undir flatt,
því hausinn er veikur og maginn.
Ég drakk mig svo fullan, - ég segi það satt, -
ég sá hvorki veginn né daginn.
En vitið kom aftur að morgni til mín
og mælti og stundi við þungan:
„Bölvaður dóni’ ertu’ að drekka’ eins og svín!
Það drafaði í gær í þér tungan.
Og gerirðu þetta, þá getur þú séð
ég get ekkert átt við þig lengur,
því sjónin og heyrnin og málið fer með
og minnið úr vistinni gengur."
Ég lofaði vitinu betran og bót,
að bragða’ ekki vín þetta árið.
En svo er ég hræddur, ef margt gengur mót,
að mig fari að langa í tárið.
Páll Ólafsson.
STJÖRNUSPÁ
eftir Franrcs Drake
SPORÐDREKI
Þú vilt umfram allt vera
sanngjarn en bjartsýni þín
er fullmikil og skemmir
stundum myndina.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)'
Þú neyðist til að vinna upp á
nýtt hluti, sem þú hélst að
væru löngu tilbúnir. Ekki
láta þetta fara í skapið á þér
heldur kláraðu þá bara.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það eru margar listsýningar
í gangi svo þú hefur úr nógu
að velja til að auðga anda
þinn. Mundu að skoða verkin
opnum huga og gefa öllum
tækifæri.
Tvíburar . ^
(21. maí - 20. júní) ’A A
Gefðu gaum að minnstu smá-
atriðum, því það er aldrei að
vita nema eitthvert þeirra
geymi lykilinn að gátunni.
Vertu viðbúinn lausninni.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Nú er lag að dusta rykið af
gömlum hugmyndum og
hrinda þeim í framkvæmd.
Það mun færa ný tækifæri,
sem þú átt að nota þér til
aukins þroska.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) **
Flýttu þér hægt að kveða
upp dóm um menn og mái-
efni. Fæst er eins og virðist í
fljótu bragði svo það skiptir
sköpum að þú gefir þér næg-
an tíma.
Meyja «
(23. ágúst - 22. sept.) vOfL
Ekkert fæst án fyrirhafnar
og því stoðar lítt að sitja með
hendur í skauti og bíða þess
að hlutirnir gerist af sjálfu
sér. Drífðu þig af stað.
VÖg~~
(23. sept. - 22. okt.)
Aðstoð annarra kann að
koma fyrir lítið og vera
hindrun í raun. Sinntu því
ekki heldur haltu þínu striki
og láttu álit annarra lönd og
leið.
Sporðdreki ™
(23. okt.-21.nóv.)
Það er forpokun að vilja ekki
einu sinni íhuga nýjar hug-
myndir. Ef þú óttast breyt-
ingar ættir þú að leita þér
hjálpar til þess að lifa þær af.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.) íU)
Gættu þess að ganga ekki of
langt því þú átt á hættu að
upp um þig komist og málið
verði þér til mikilla vand-
ræða. Sanngirni er iykilorð
dagsins.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) æÍÍ
Það er sjálfsagt að velta til-
gangi lífsins fýrir sér. En
fyrst og fremst er okkur ætl-
að að lifa okkur sjálfum í sátt
við meðbræður okkar.
Vatnsberi , .
(20. jan. -18. febr.)
Sýndu sveigjanleika og vertu
opinn fyrir hugmyndum ann-
arra. Gefðu líka öðrum tíma
til þess að melta það sem þú
hefur til málanna að leggja.
Fiskar mt
(19. feb. - 20. mars)
Það er rangt að skeyta skapi
sínu á samferðamönnum,
þegar ástæður erfiðleikanna
eru innra með manni sjálf-
um. Líttu í eigin barm.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Full búð af nvium vörum
Afmælistilboð.
Höldum upp á 3ja ára afmæli.
Háaleitisbraut 68, sími 553 3305.
Pantaðu
jólamyndatökuna
tímanlega
Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07
Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 30 20
Peysur - bolir - buxur
Mikið úrval
Hiá Svönu
Opið mán.-fös. frá kl. 10-18
& lau. frá kl. 10-14.
Kvenfataverskm, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996.
25-40% afsláttur
Opið virka daga frá kl. 11-18
Laugardaga frá kl. 11-16
^Antíkbúðm Aðalstræti.
Landlæknisembættið
Að lifa með astma
Astmi er algengur sjúkdómur og
reynist alvarlegur þegar meðferð
er ófullnægjandi.
Helstu einkenni astma eru mæði, surg
fyrir brjósti og hósti. Þau geta komið í
köstum jafnvel að næturlagi. Leitaðu
læknis ef þú verður þeirra var.
• Forðist reykingar og hvers kyns mengun.
• Forðist þekkta ofnæmisvalda og kynntu þér
hvar rykmaurar leynast á þínu heimili.
• Farðu gætilega eftir öndunarfærasýkingar
því astmaköst koma þá gjarnan í kjölfarið.
• Farðu árlega í inflúensubólusetningu.
• Kynntu þér rétta notkun innúðalyfja og láttu
meta árangur þinn þar að lútandi.
Regluleg mæling öndunargetu
metur best árangur astmameðferðar.
Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is