Morgunblaðið - 24.10.2000, Síða 76

Morgunblaðið - 24.10.2000, Síða 76
MORGUNBLAÐIÐ y6 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 FÓLK í FRÉTTUM Gloria Grahame og Glen Ford í The Big Heat, einni af þekktari sakamálamyndum Langs í Vesturheimi. Peter Lorre, í hlutverki barnamorðingjans í M, myndinni sem færði honum og Lang heimsfrægð, og var jafnframt fyrsta talmynd leikstjór- ans. FRITZ LANG £ ÞRJÚ af merk- ustu verkum kvikmyndalistar- innar koma úr smiðju Austurrík- ismannsins Fritz Lang, og það hlýtur að teljast vel af sér vikið. Þær eru Dr. Mabuse der Spiel- er(’22), Metropol- , is(’27) ogM(’31) ogfástáþeim myndbandaleig- um borgarinnar sem leggja metn- að sinn í að eiga eitthvað annað en það sem fæst á næsta homi. Fleiri myndum mætti gjaman skipa íþennan úrvalshóp. Leikstjórinn og handritshöfund- urinn Lang (1890-1976) er einn af þeim mörgu, þýskumælandi kvik- myndagerðarmönnum af gyðinga- ættum, sem gátu forðað sér yfir haf- ið er böðlar Hitlers fóra að hreinsa til á sinn afkastamikla hátt. Lang fæddist í Vínarborg í upphafi síð- asta áratugar 18. aldarinnar. Móðir hans, sem var af gyðingaættum, lagðist í óreglu þegar pilturinn var 19 ára gamall þannig að æskuárain vom ekki tómur rósadans. Faðir hans var byggingaverktaki og Lang hinn ungi hóf nám við tækniháskól- ann í Vín. Þar kom brátt í ljós að áhuginn lá á listasviðinu og stefnan var tekin til Parísarborgar þar sem Lang innritaðist í listaskóla. Áður hafði Lang þjónað fóðurlandinu í fyrra heimsstríði þar sem hann lauk herskyldu méð sæmd. Lang hóf afskipti af kvikmynda- gerð sem handritshöfundur nokk- urra hrollvekja í Þýskalandi. Sú fyrsta var Hilde Warren und der Tod (1917) og tveim árum síðar gerði leikstjórinn Robert Weine hina klassisku mynd The Cabinet of Dr. Caligari eftir handriti sem var að nokkra leyti hugmynd Langs. Þar með var expressjónisminn kom- inn á skrið í kvikmyndagerðinni. Sjálfur fékk Langtækifæri til að leikstýra sama ár; 1919, frumraunin neftidist Halbblut en er nú glötuð. Frægðin féll honum í skaut árið 1922 þegar framsýnt var meistara- verkið Doktor Mahuse derSpieler. I kjölfarið komu tvær, þöglar, epískar myndir byggðar á Niflungasögu; Die Nibelungen: Kriemhilds Rache ^24), og Die Nibelungen: Siegfrid, síðar sama ár. Báðar þóttu af- reksverk. Þá var röðin komin að vís- indaskáldsögulega stórvirkinu Metropolis "27, sem átti eftir að hafa ótrúleg áhrif, sem gætir enn í dag. Síðast í The 5th ElementBessons. Næsta meistaraverk leikstjórans, ■M (’31), markaði einnig upphaf við- ureignar hans við nýja og byltingar- Fritz Lang, eins og hann birtist, 73 ára gamall, í mynd Godards, Le Mépris - Contempt (’63). kennda tækni, talmyndina. Hún varð tíma- mótamynd og einn mestur áhrifavaldur í kvikmyndasög- unni, jafnvel meiri en Metro- polis. Myndin setti Lang um- svifalaust f far- arbrodd þýsku- mælandi kvikmyndagerð- armanna, vel- gengni M fór ekki framhjá Joseph Goebbels, áróðursmeistara „foringjans”. Hann varð svo hrifinn að Lang var boðið að gera mynd fyrir Hitler, menn vonuðust til þess að hann gæti end- urtekið sigurgöngu verka Leni Rief- enstahl. Goebbels gleymdi að taka það nieð í reikninginn að Lang, sem um þessar mundir galt fyrir nýjasta Frægt atriði úr Metropolis, sem margir hafa séð eftirapað í myndum eins og Blade Runner og The Fifth Element. verk sitt, Die Testament des Dr. Mabuse (’33), var af gyðingaættum. Segir sagan að Lang hafi séð sína sæng upp reidda eftir gylliboð Goebbels og flúið land þá þegar um kvöldið. Eftir varð í heimalandinu eiginkona hans, Thea von Harbou, nýgengin í nasistaflokkinn. Lang hafði fyrst stuttan stans í Frakk- Sígild myndbönd METROPOLIS (1927) ★★★★ Ódauðleg. Myrk vísindaskáld- söguleg framtíðarsýn um borgarríki í náinni framtíð, þar sem yfirstéttin telur sig hafa stigið skrefið til fulls og aðskilið endanlega yfirstétt og verkamenn. Fámennur hópur stjóm- enda borgarinnar býr í Edensrunni á efstu hæðum en undir yfirborði borg- arinnar stritar lýðurinn á vaktaskipt- um í djöfullegri verksmiðuþrælkun. Sonur verksmiðjueigandans kemst að raun um ástandið og snýst á sveif með uppreisnararmi verkalýðsins. Mynd full af táknum og leikrænni tjáningu, enda gerð rétt fyrir tíma talmyndarinnar. Leiktjöldin eru meistaraleg, gefa hrollvekjandi inn- sýn í framtíðarþjóðfélag sem minnir á mauraþúfu í víti. Myndin er ein af burðarverkum expressjónismans þýska. Áleitin og hrífandi enn þann dag í dag þótt leikrænir tilburðirnir virki örlítið broslegir í dag og efnið sé vægast sagt einföld áróðurssaga. M (1931) ★★★★ Annað meginverk Langs, hét á meðan tökum stóð Morðingi á meðal vor, enda fjallar það um raunveru- lega atburði, bamamorðingja sem skelfdi íbúa í Diisseldorf fyrir alda- mótin 1900. Sjálf er myndin óháð tíma og rúmi. Hefst á ógleymanlegri klippimyndaröð sem svífur hjá, áhorfandinn er á leið inn í myrkviðu huga barnamorðingja (Peter Lorre), sem leikur lausum hala. Jafnframt er íylgst með rannsókn málsins, hlið lögreglunnar, sem á erfitt með að finna sporið. Endirinn er ámóta eftir- minnilegur, dómstóll þjófa og betlara sem dæmir í máli illvirkjans, sem hlýtur makleg málagjöld. Einn sterkasti þáttur sígildrar myndar er afburðaleikur Lorres (sem þá hét Laszlo Löwenstein) og Gustavs Grúndgens, sem er álíka magnaður sem glæpamannaleiðtogi borgarinn- ar og hefur uppi á dráparanum, þar sem víðtækar en vita árangurslausar aðgerðir lögreglunnar trafla starf- semi samtakanna hans. Handritið var skrifað í sameiningu af leikstjór- anum og konu hans, sem hann skildi eftir umvafða örmum nasistanna. CLASH BY NIGHT (1952) ★ ★★'/2 Dæmigerð fyrir fjöldann af þeim ágætisverkum sem Lang sendi frá sér í Vesturheimi. Barbara Stanwyck fer á kostum sem gjálífis- kona sem snýr aftur til heimaborgai- innar, Monterey, eftir næturlíf stór- borgarinnar. Giftist hæglátum, nánast leiðinlegum skipstjóra (Paul Douglas), en finnur eftirsóknarvert mannsefni (Robert Ryan) í áhöfn hans. Er hann jafnframt besti vinur eiginmannsins. Handritið er skrifað af ekki ómætari manni en leikrita- skáldinu Clifford Odets, en hlutur Langs vegur þyngst. Fer snilldar- höndum um efnið og umhverfið og ekki síst leikarana. Þ.ám. Marilyn Monroe, í (einu sínu íyrsta) hlutverki verksmiðjustúlku. Sæbjörn Valdimarsson landi, þar sem hann tók Liliom (’35), hélt síðan yfir hafið til Hollywood. Þar sló hann umsvifalaust í gegn ár- ið 1936 með Fury. Næstu áratugina starfaði Lang í Bandaríkjunum og vann að flestum gerðum og flokkum kvikmynda. Bæði þeim sem hann hafði skapað í heimalandinu, eins náði hann góðum tökum á vestran- um, gerði m.a. The Return ofFrank James (’40) og Rancho Notorious (’52), sem báðar þykja úrvalsmynd- ir. Eftirminnilegustu verkin hans í nýja landinu voru þó öflugar saka- málamyndir, þar sem gjaman var velt upp nýjum og grimmum hliðum á „film noir“-forminu. Þar bar hæst Man Hunt (’41), Ministry ofFear (’44), Scarlet (’45), Clash byNight (’52), The Big Heat (’53) og While the City Sleeps (’56). í þessurn mynd- um lýsir Lang sínu nýja umhverfi, mannlífi á jaðri örvæntingar, kann- ar myrka stigu vonleysis og hefndar í smáatriðum. Þrátt fyrir sterk tök á nýju andrúmi og menningarheimi náði Lang aldrei að jafna fyrri snilldarverk sín, því fór nokkuð fjarri. Um miðjan sjötta áratuginn var leiksljórinn orðinn þreyttur á Hollywood. Lauk við Beyond Reas- onahle Douht (’56), sem sögð er feikna áhrifarík sakamálamynd, byggð á sönnum atburðum scm gerðust á Nýja-Sjálandi. Hélt til Ind- lands og gerði Die Tiger von Eschnapur (’58), uns hann hvarf aft- ur til Þýskalands. Lauk þar við Ind- ische Grabmal (’58), gerði síðan nýja mynd um Dr. Mabuse; Tausend Aug- en des Dr. Mabuse (’60). Gert Frobe er enn minnisstæður úr myndinni sem læknirinn illi, en myndin var sú fyrsta sem margir af minni kynslóð sáu eftir merkismanninn Lang. Nú var hann aftur kominn til síns heima og Þúsund augu Mabuse læknis reyndust endirinn á litríkum og glæstum ferli hans. Lang brá fyrir í Contempt (’63) eftir Jean-Luc Godd- ard, síðan hélt hann aftur vestur um haf og bjó það sem eftir var ævinnar í Los Angeles þar sem hann lést, hátt á níræðisaldri, árið 1986. MYNDBONP Kynlegir kvistir Villingarnir (Animals) Gamandrama ★★ Leikstjórn og handrit: Michael DiJiacomo. Aðahlutverk: Tim Roth, Mili Avital. (102 mfn.) Bandaríkin 1999. Háskólabíó. Óllum leyfð. SVART og hvítt. Bandvitlausir íranskir atferlisfræðingar og kvik- myndagerðarmenn. Aldraður túbu- leikari og tollgæslu- maður. Litur. Lífsleiður leigubíl- stjóri og úrillur. Bú’æfhir ræningjar og raplarar. Gamlir fransldr atferlis- fræðingar og ferða- menn (sömu og í svörtu og hvítu og ennþá jafnbandvit- lausari). Kúguð eig- inkona og fátæk. Saklaus sveitastúlka og einmana. Öldruð móðir og harð- brjósta. Berrassaður engill og svart- vængjaður. Þá skortir ekki kynlegu kvistina í þessu litla listræna kvikmyndaverki. Ef finna á samsvöran þá dettur manni einna helst í hug húmor Kusturica, hugarórar Fellinis og persónulýsing- ar Lynch. Samt duga þessar samlík- ingar skammt til að lýsa verknaði DiJiacomo því hann kemst hann með tæmar þar sem ofannefndir meistar- ar hafa hælana. Roth kemst ágætlega frá sínu sem leigubílstjórinn en ýktur New York-hreimur þessa breska leik- ara reyndi kannski helst til of mikið á þær fínustu í undirrituðum. Aðrir leikarar era sem krydda og gaman er að sjá karla á borð við Mickey Rooney og Rod Steiger í svo djarfri mynd. Að lokum; ekki láta textann á kápunni blekkja - þetta er Rooney með túbuna um hálsinn, ekki Steiger. Skarphéðinn Guðmundsson Konaí valþröng Dýrðarljómi (Splendor) Gainanniynd ★★ Leikstjórn og handrit: Gregg Ar- aki. Aðalhlutverk: Kathleen Robertson, Jonathon Schaech og Matt Keeslar. (93 mín) Bandaríkin, 1999. Sam myndbönd. Öllum leyfð. VERONICA (Robertson) er ung kona í leit að stai-fsframa og lífsham- ingju í Los Angeles. Þegar hún kynn- ist tveimur mönn- um á hún erfitt að velja milli þeirra. Abel (Schaech) er dreyminn, verðandi rithöfundur og Zed (Keeslar), kræsi- legur trommari í pönkhljómsveit og eru báðir yfir sig hrifnir af Veronicu og svo enda leikar að hún gerir þá báða að kærustum sínum. Þetta kerfi gengur bara ágæt- lega og Veronica er sæl og ánægð þar til barn kemur undir. Þá fer hún að velta fyrir sér hvort sambúð með tveimur hrjótandi sveimhugum sé það sem hún vill fyrir sig og barnið. Þessi frjálslega rómantíska gam- anmynd hefur ýmislegt við sig, en er á heildina litið fremur illa gerð. At- burðarásin í upphafi er t.d. klaufaleg þrátt fyrii’ krassandi umfjöllunarefn- ið. En hún nær sér á strik í seinni hlutanum og verður skemmtileg þeg- ar málin taka að flækjast úr hófi fram. Schaech og íslandsvinurinn Keeslar era stórgóðir í sínum hlut- verkum en Robertsson hefði mátt hafa sterkari persónuleika. Heiða Jóhannsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.