Morgunblaðið - 30.12.2000, Side 1

Morgunblaðið - 30.12.2000, Side 1
300. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters hrapa. Einn flugliði fótbrotnaði og fjórir farþegar meiddust lítillega. Bandarískur farþegi í vélinni, Rob Adam, tók myndir um borð þegar atvikið var afstaðið. Eftir að hafa yfírbugað manninn, sem réðst inn í flugstjórnarklefann, hlúðu áhöfn og farþegar að honum á gólf- inu fyrir utan klefann. Til vinstri á myndinni má þekkja breska popp- söngvarann Bryan Ferry, sem var meðal farþega. ■ Óður farþegi/28 ÁHÖFN og farþegum 1 þotu British Airways tókst í gærmorgun að yf- irbuga mann sem réðst inn í flug- stjómarklefa þotunnar og reyndi að brotlenda henni, að því er flugstjór- inn tilkynnti farþegunum. Tæplega 400 manns vom um borð 1 vélinni, sem er Boeing 747-400 og var á leið frá London til Nairobi í Kenýa. Aðeins tók fáeinar mínútur að yf- irbuga manninn, sem talinn er van- heill á geði, en vélin tók tvær miklar dýfúr þar eð sjálfstýringin aftengd- ist, og er talið að litlu hafi mátt „Alger skelfing“ muna að hún færist. Vélin var í 35 þúsund feta hæð yfir Afríku er at- vikið átti sér stað, sex tímum eftir brottför frá London. Haft var eftir einum farþeganna að „alger skelfing" hefði ríkt um borð meðan á látunum stóð, og far- þegar hefðu talið víst að vélin myndi Umrótið á hlutabréfamörkuðunum Yersta ár í sögu Nasdaq ÁRIÐ 2000 var hið versta í 29 ára sögu Nasdaq-vísitölunnar og allar helstu hlutabréfavísitölur heims lækkuðu verulega. Mikið umrót var á mörkuðunum á aldamótaárinu og gengi tæknifyrir- tækja olli mestum vonbrigðum. Nasdaq-vísitalan, sem mælir gengi hlutabréfa í slíkum fyrirtækjum, lækkaði um 39,3% og er það mesta niðursveifla á einu ári. Dow Jones- vísitalan lækkaði um tæp 6,2% og er þetta versta ár hennar frá 1981. Þegar kauphöllinni í London var lokað í gær hafði FTSE 100-vísitalan lækkað um 10% frá síðustu áramót- um og er þetta í fyrsta sinn frá 1994 sem hún lækkar á milli ára og aðeins í þriðja sinn frá 1984 þegar hún var fyrst tekin saman. Nikkei-vísitalan í Tókýó kom einn- ig illa út. Hún lækkaði um 27,2% á árinu og um 34% frá því í mars þegar hún var í hámarki. Vísitalan lækkaði síðast á milli ára fyrir áratug þegar japanska „efnahagsbólan" sprakk og fasteignaverð hrundi. 136% hækkun í Kína Uppsveifla var þó í nokkrum lönd- um og gengi kínverskra hlutabréfa hækkaði mest, hvorki meira né AP Fjárfestar í kauphöllinni í Chic- ago fagna eftir að síðasta vinnu- degi þeirra á árinu lauk. minna en 136%. Vísitala kauphallar- innar í Dublin hækkaði um 11%. Fjárfestingarráðgjafar segja að líta beri á hlutabréfakaup sem lang- tímafjárfestingu og sérfræðingar eru þegar farnir að spá því að hluta- bréfamarkaðirnir verði miklu arð- vænlegri á næsta ári. Reuters Palestmskir liðsmenn íslömsku hreyfingarinnar Hamas kveikja í eft- irlíkingu af ísraelskri rútu sem varð fyrir sprengjuárás í fyrradag. Um 10.000 stuðningsmenn hreyfingarinnar komu saman í borginni Nablus á Vesturbakkanum f gær til að mótmæla hernámi ísraela. Bush tilnefnir fjóra ráðherra Washington. Reuters. ^ Meirihluti Israela á móti friðarsamningi Gaza. Reuters, AFP. PALESTÍNSKUR lögreglumaður beið bana og sautján Palestínumenn særðust í hörðum átökum við ísr- aelska hermenn við landamæri Gaza- svæðisins og Israels í gær. Leiðtogar Palestínumanna sögðust enn vera til- búnir að ræða við samningamenn Is- raela um friðartillögur Bills Clintons Bandarílgaforseta þótt ágreiningur- inn væri mikill. Skoðanakönnun, sem birt var í gær, bendir hins vegar til þess að 58% ísraela séu andvíg því að Ehud Barak forsætisráðherra und- irriti friðarsamning við Palestínu- menn fyrir forsætisráðherrakosning- arnar 6. febrúar. Palestínumenn sögðu að lögreglu- maðurinn hefði beðið bana þegar ísraelskur skriðdreki hefði skotið sprengikúlu á palestínska varðstöð nálægt Erez milli Gaza-svæðisins og ísraels. ísraelsher sagði að her- mennimir hefðu áður orðið fyrir harðri skotárás palestínskra lög- reglumanna og leyniskyttna. Er þetta einn harðasti skotbardagi sem blossað hefur upp á svæðinu í rúma viku. Að minnsta kosti 346 manns hafa beðið bana í átökunum síðustu þrjá mánuði, þar af 305 Palestínumenn. ísraelar lokuðu Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu í gær vegna tveggja sprengjutilræða sem kostuðu tvo Is- raela lífið í fyrradag, auk þess sem fimmtán særðust. Fylgi Baraks minnkar Bill Clinton sagði að ísraelar og Palestínumenn væru nær friðarsam- komulagi en nokkru sinni fyrr og kvaðst ætla að bíða eftir formlegu svari Palestínumanna við friðartil- lögum hans. Leiðtogar Palestínu- manna hafa miklar efasemdir um nokkur atriði tillagnanna en sögðust þó í gær vilja halda viðræðunum áfram og reyna til þrautar að ná sam- komulagi. ísraelska dagblaðið Maariv birti skoðanakönnun sem bendir til þess að 66% ísraela séu andvíg því að Bar- ak undirriti friðarsamning fyrir kosningamar 6. febrúar. Barak hafði sagt af sér og boðað til kosninga 1 von um að friðarsamningur myndi hjálpa honum að ná endurkjöri. Aðeins 39% aðspurðra sögðust vilja friðarsamning íyrir kosningarn- ar og 5% höfðu ekki gert upp hug sinn. I nýrri Gallup-könnun sögðust að- eins 24% aðspurðra ætla að kjósa Barak en 45% Ariel Sharon, leiðtoga Likud-flokksins. Er þetta minnsta fylgi sem Barak hefur fengið í skoð- anakönnunum frá því að hann varð forsætisráðherra í júlí á síðasta ári. GEORGE W. Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær fjóra ráðherra sem eiga að fara með ýmis innanríkismál í stjóm hans. Tommy Thompson, rfldsstjóri Wisconsin, varð fyrir valinu sem næsti heiíbrigðisráðherra og Rod Paige, fræðslustjóri Houston-borg- ar, var tilnefndur í embætti mennta- málaráðherra. Gale Norton, fyrrver- andi ríkissaksóknari Colorado, var valin innanríkisráðherra og Anthony Principi á að stjóma ráðuneyti sem fer með málefni fyrrverandi her- manna, en hann var aðstoðarráð- herra í því ráðuneyti í forsetatíð föð- ur Bush. Öll ráðherraefnin eru eindregnir stuðningsmenn íhalds- stefnu Bush sem hefur lýst sér sem „brjóstgóðum íhaldsmanni". Bush hefur þar með tilnefnt tólf af fimmtán ráðherrum sínum. Hann á enn eftir að velja ráðherra orku-, samgöngu- og vinnumála. Norton er þriðja konan og Paige þriðji blökkumaðurinn sem Bush velur í stjórnina. Bush hefur stefnt að því að fá einhvem háttsettan demókrata í stjórnina en hann við- urkenndi að það hefði reynst erfitt. ■ Cheney/35 Barnavíxl leiðrétt Mazara del Vallo. AP. TVÆR stúlkur, sem fóm til rangra foreldra fyrir mistök skömmu eftir að þær fæddust á sjúkrahúsi á Sitóley 1. janúar 1998, eiga að halda upp á þriggja ára afrnæli sitt saman á nýárs- dag og fara síðan til réttra for- eldra. Yfirvöld staðfestu mistökin í október eftir að foreldrar ann- arrar stúlkunnar tóku að spyrja lækna sjúkrahússins í bænum Mazara del Vallo á Sikiley hvemig á því stæði að hún líktist hvorki móðurinni né föðumum. Blóðrannsóknir leiddu í Ijós að hjónin vora ekki foreldrar stúlkunnar og frekari rannsókn- ir staðfestu að hún var dóttir annarra hjóna sem höfðu alið upp barn íyrrnefndu foreldr- anna. Stúlkumar fæddust með 15 mínútna millibili og þær vora ekki með armbönd með nöfnum foreldranna eins og reglur kveða á um. Þar sem foreldram- ir bjuggu í sama bæ léku stúlk- urnar sér oft saman á leikvelli áður en mistökin uppgötvuðust. Foreldrar þeirra vora einnig vinir og ákváðu að skiptast á bömum að ráði sérfræðinga. MORGUNBLAÐIÐ 30. DESEMBER 2000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.