Morgunblaðið - 30.12.2000, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ríkið sýknað af bótakröf-
um fyrrverandi yfírlæknis
s
Anægju-
leg ára-
mót fram-
undan?
HVERJUM er ekki hlátur í hug
við ánægjuleg áramót? Á það
ekki bæði við um menn og skepn-
ur? Skepnurnar hafa að vísu ekki
endilega gaman af hávaða frá
flugeldum og vilja trúlega lielst
fá að halda áramót f kyrrð og ró.
Menn hugsa til baka á tímamót-
um og rifja upp það sem gerðist
skemmtilegt. og kannski þarf líka
að rifja upp erfiða atburði.
Spurning er hvort málleysingjar
eiga slikar hugsanir Iika eða
hvort hugur þeirra reikar annað.
Lakari af-
koma hjá
Haraldi Böð-
varssyni hf.
AFKOMA Haraldar Böðvarssonar
hf. verður lakari á síðari hluta ársins
2000 en gert var ráð fyrir í áætlun-
um, aðallega vegna gengistaps sem
hlýst af veikingu íslensku krónunn-
ar. I tilkynningu frá fyrirtækinu til
Verðbréfaþings íslands kemur fram
að afkoma fyrir fjármagnsliði sé þó
mun betri en árið 1999 þrátt fyrir
mikla hækkun á olíuverði. Veltufé
frá rekstri sé einnig mun betra en
árið 1999.
I tilkynningunni kemur fram að
undirritaður hafi verið kaupsamn-
ingur um sölu á nótaskipinu Óla í
Sandgerði AK 14 til Noregs, með
ákveðnum fyrirvörum og skipið
verði að líkindum afhent nýjum eig-
endum í janúar 2001. Þá hafi verið
samþykkt kauptilboð írá eigendum
Nesfisks hf. í Garði í meginhluta
fasteigna fyrirtækiBins í Sandgerði
ásamt vertíðarbátnum Jóni Gunn-
laugs GK 444 með nokkrum veiði-
heimildum.
Áttundi bátur Nesfísks
Jón Gunnlaugs * verður áttundi
bátur Nesfisks ehf., en Bergþór
Baidvinsson, framkvæmdastjóri
Nesfisks, segir varðandi fasteignirn-
ar að um sé að ræða verbúð og gamla
Miðnesfrystihúsið, þar sem HB var
með loðnuþurrkun. „Við höfum
sprengt utan af okkur húsnæðið og
erum að stækka við okkur til að geta
sinnt rekstrinum betur, einkum hvað
varðar uppsjávarfisk,“ segir Berg-
þór.
ÍSLENSKA ríkið var í dag sýknað í
Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum
manns er starfaði sem yfirlæknir á
sjúkrahúsi á landsbyggðinni. Maður-
inn sagði starfi sínu lausu í ágúst
1997 en afturkallaði uppsögn sína
með bréfi síðar í mánuðinum. Sú aft-
urköllun var ekki samþykkt af hálfu
sjúkrahússins. Maðurinn krafðist
þess að ríkið greiddi honum laun á
uppsagnarfresti, rúmlega 1,5 millj-
ónir með vöxtum frá 1997 auk máls-
kostnaðar. Páll Þorsteinsson héraðs-
dómari kvað upp dóminn.
Maðurinn misnotaði á sínum tíma
lyf og leiddi það til þess að hann var
sviptur lækningaleyfi 16. júlí 1997.
Hann leitaði sér lækninga og fór í
FORSVARSMENN skíðasvæðis
Víkings á Hengilssvæðinu láta
snjóleysið ekki angra sig heldur
framleiða þeir snjóinn sjálfir og
ætla að hafa hluta skíðasvæðis síns
opinn skíðaköppum á öllum aldri
strax á nýju ári. Ómar Skarphéð-
insson, forstöðumaður Heng-
ilssvæðisins, hefur umsjón með
snjóvélunum tveim sem sjá um
framleiðsluna en þær eru keyrðar
af fullum krafti um þessar mundir
svo borgarbúar komist á skíði við
fyrsta tækifæri eftir áramótin. Við
góð veðurskilyrði eins og verið hafa
síðustu daga framleiðir snjóvélin 51
rúmmetra af snjó á klukkutíma.
Þegar vélin er keyrð þannig af full-
um krafti notar hún 350 lítra af
vatni á mínútu og 60 kílówattstund-
ir af rafmagni á klukkustund. Hita-
stig og loftraki hafa allt að segja til
að ná sem bestum afköstum og seg-
ir Ómar mikið frost og lítinn loft-
raka vænlegastan til árangurs auk
þess sem æskilegra sé að veðrið sé
stillt svo nýfallin mjöllin fjúki
hreinlega ekki í burtu. Fjóra til
fimm sólarhringa tekur að fram-
leiða nógan snjó til að þekja svæðið
við lyfturnar og því er unnið af full-
um kröftum nú svo hægt sé að
opna hluta skíðasvæðisins strax á
nýju ári. Aðspurður hvort vélfram-
leiddi snjórinn sé að einhveiju leyti
ólíkur hinum segir Ómar svo vera
meðferð á áfengisdeild Landspítal-
ans og útskrifast þaðan 17. ágúst
1997. Kveðst hann hafa skilað inn
læknisvottorði vegna veikinda sinna
sem staðfesti að hann hafi verið
óvinnufær vegna veikinda frá 7. júlí
1997 til 17. ágúst 1997. Uppsagnar-
frestur mannsins var þrír mánuðir.
Maðurinn fékk hins vegar engin laun
greidd eftir 31. júlí 1997. Hann
krafðist þess að fá laun á uppsagn-
arfresti þar sem honum hefði ekki
verið vikið úr starfi og þess vegna
haldi hann því öllum áunnum rétti,
þar á meðal rétti til launa í veikind-
um á þeim þriggja mánaða uppsagn-
arfresti sem hann á rétt á. Maðurinn
hóf störf á ný á öðrum spítala strax
enda sé sá úr vélinni allt að tíu
sinnum þéttari í sér en „náttúru-
legur" snjór. Skíðafærið helst því
gott þó umhleypingar verði í veðri.
„Það verður mjög spennandi að
sjá hvernig þetta þróast í vetur,
verkefnið er enn á tilraunastigi og
verið að reikna úr rekstrarkostnað
og þess háttar. Ég hef hins vegar
fulla trú á að með þessari tækni
verði hægt að lerigja æfingatímabil
skíðafólks töluvert - þó ætlunin sé
nú kannski ekki að þekja heilu
fjöllin af snjó,“ sagði Ómar og taldi
eftir meðferðina og fékk lækninga-
leyfi aftur í aprfl 1999. Héraðsdómur
féllst ekki á kröfu mannsins og segir
í niðurstöðu dómsins að óþarfi hafi
verið að víkja manningum formlega
úr starfi þar sem hann „lagði íyr-
ii’varalaust sjálfur niður störf sem
yfirlæknir af eigin ástæðum án sam-
ráðs við vinnuveitanda. Og ljóst var,
að eftir að stefnandi var sviptur
lækningaleyfi gat hann ekki sinnt
störfum yfirlæknis" og því hafi þurft
að ráða lækni í staðinn fyrir hann.
Engin þörf var á að láta stefnanda
vita með öðrum hætti en gert var að
hann væri ekki lengur yfirlæknir.
Maðurinn var dæmdur til að greiða
100.000 krónur í málskostnað.
lengn æfingatíma geta skipt veru-
legu máli fyrir skíðaíþróttina þar
sem íþróttafólkið gæti hafið æfing-
ar mun fyrr á haustin og haldið
þjálfun áfram fram á vor.
Víkingsmenn ætla að opna eina
lyftu í byrjendabrekku í Sleggju-
dalsskarði á hádegi þriðja janúar
og segir Ómar tilvalið fyrir foreldra
að koma með ung börn og kenna
þeim undirstöðuatriði skíða-
mennskunnar strax á nýju ári og
prófa að renna sér í „nýja snjón-
um.“
Samgönguráðherra
krefur Islandspóst
skýringa á töfum
Enn engin
ákvörðun um
opinbera
rannsókn
STURLA Böðvarsson samgöngu-
ráðherra lítur tafir á bögglasending-
um íslandspósts mjög alvarleguin
augum og væntir þess að fá grein-
argóða lýsingu á farsælli lausn mála
frá fyrirtækinu strax á nýju ári.
Að sögn Sturlu hefur enn ekki ver-
ið tekin ákvörðun um hvort farið
verði fram á opinbera rannsókn en
ráðherra hefur óskað eftir að for-
stjóri og stjóm félagsins fari yfir
stöðu málsins, geri grein fyrii- hvað
farið hafi úrskeiðis og hvað sé til
ráða svo ekki verði endurtekning á
því vandræðaástandi sem skapaðist
nú um jólin þegar ekki tókst að af-
henda nokkuð á annað þúsund send-
ingar. Sturla sagði þá kröfu nú munu
gerða að skipulagi fyrirtækisins
verði breytt svo tryggt sé að vand-
ræðin endurtaki sig ekki að ári. „Ég
bíð eftir slíkri greinargerð og tek þá
afstöðu strax á nýju ári.“
---------------
Viðkvæm
staða í kjara-
viðræðum
viðfsal
TÍÐIR fundir hafa verið síðustu
daga í kjaradeilu álvers ísals í
Straumsvík og starfsmanna fyrir-
tækisins. Gylfi Ingvarsson aðaltrún-
aðarmaður sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að hann ætti síður von
á því að það tækist að Ijúka viðræð-
um fyrir áramót eins og stefnt hefði
verið að. Kjarasamningar starfs-
manna ísals runnu úr gildi 30. nóv-
ember sl.
Starfsmenn í ísal semja að þessu
sinni í tvennu lagi, annars vegar iðn-
aðarmenn og hins vegar verkafólk.
Gylfi sagði að staðan í viðræðum
beggja hópanna væri á svipuðu stigi.
Menn væru búnir að ræða ítarlega
saman um öll mál, en niðurstaða
væri ekki fengin. Hann sagði að við-
ræðumar væm á því stigi að óljóst
væri hvert yrði næsta skref. Hann
sagði að starfsmenn myndu meta
stöðuna eftir áramót ef ekki næðust
samningar á allra næstu dögum.
Kjaradeilan er ekki komin til með-
ferðar ríkissáttasemjara, en samn-
ingsaðilar hafa fundað í húsakynnum
hans.
---------------
Hreyfill kaup-
ir Bæjarleiðir
LEIGUBÍLASTÖÐIN Hreyfill
keypti í gær allt hlutafé Bæjarleiða
og ræður sameinaða fyrirtækið yfir
64% þeirra leyfa sem úthlutað hefur
verið til leigubflaaksturs á höfuð-
borgarsvæðinu. Sæmundur Kr. Sig-
urlaugsson, framkvæmdastjóri
Hreyfils, sagði rekstur Bæjarleiða
verða með óbreyttu sniði fyrst um
sinn en eftir þrjá til fjóra mánuði
yrði yfirstjórn, símaþjónusta og af-
greiðsla félagsins sameinuð Hreyfli í
sparnaðar- og hagræðingarskyni.
Spurður hvort fækkun starfsfólks
kæmi þá í kjölfarið svaraði Sæmund-
ur játandi en það ætti eftir að koma í
Ijós um hversu mörg stöðugildi yrði
um að ræða. Samtals eru 345 bíl-
stjórar á stöðvunum og benti Sæ-
mundur á að með kaupunum væri
ekki verið að kaupa bflstjóra félags-
ins. Aðspurður hvort hann héldi að
einhverjir bflstjóranna myndu velja
að hætta viðskiptum eftir samein-
inguna sagðist hann telja að eitthvað
yrði um slíkt. Kaupverð Bæjarleiða
hefur ekki verið gefið upp.
Morgunblaðið/RAX
Snjóframleiðsluvél á Hengilssvæðinu
Byrjendabrekka verð-
ur opnuð 3. janúar
Morgunblaðið/Kristinn
Omar Skarphéðinsson sýnir kraftinn í snjóframleiðsluvélinni.