Morgunblaðið - 30.12.2000, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 9
FRÉTTIR
Jólagjöfum
skipt
Morgunblaðið/Jim Smart
Loftpúðar
blésu ekki út
ÖSIN virðist lítið minnka í verslun-
um þótt jólainnkaupin séu frá og
skipta margir vörum milli jóla og ný-
árs. I Eymundsson í Kringlunni voru
bókastaflar á afgreiðsluborðinu þeg-
ar ljósmyndara bar að garði og hóp-
ur viðskiptavina beið afgreiðslu.
„Það hefur verið líflegt,“ sagði
Margrét Guðbergsdóttir, verslunar-
stjóri í bókaverslun Eymundssonar í
Kringlunni, um viðskiptin í gær.
Hún var spurð hvort ákveðnum titl-
um væri skipt umfram aðra og taldi
að engin bók hefði tekið afgerandi
forustu í þeim efnum.
RANNSÓKN á banaslysinu á
Reykjanesbraut 30. nóvember sl.
þegar hjón á fimmtugsaldri og þrí-
tugur karlmaður biðu bana heldur
áfram. Ljóst er að loftpúðar við
framsæti Peugeot-fólksbifreiðarinn-
ar blésu ekki út við áreksturinn.
Jóhannes Jensson, lögreglu-
fulltrúi hjá lögreglunni í Keflavík,
segir að ekki hafi verið tekin ákvörð-
un um hvort hlutar bifreiðarinnar
verða sendir út til rannsóknar. Hann
gerir þó ráð fyrir að sérfræðirann-
sókn fari fram á því hvers vegna loft-
púðamir blésu ekki út.
Grunnskólanum
á Tálknafirði
gefnar bækur
Tálknafírði - Nýverið hélt For-
eldrafélag grunnskólans fönd-
urstund fyrir börn og foreldra en
foreldrafélagið hefur staðið fyrir
slíkum samkomum á aðventunni í
mörg ár. Við þetta tækifæri færði
Eygló Hreiðarsdóttir, fráfarandi
formaður Foreldrafélags Grunn-
skólans á Tálknafirði, skólanum
bókagjöf.
Bókaforlögin Vaka-Helgafell og
Mál og menning styrktu félagið til
verksins með því að ánafna því
bókunum.
Bækur sem nýtast
skólanum vel
Vaka-Helgafell gaf bækurnar fs-
lensk hugsun í ræðu og riti í sam-
antekt Jónasar Ragnarssonar og
fslenskt orðtakasafn eftir Halldór
Halldórsson. Mál og menning gaf
bækumar íslensk samheitaorða-
bók í riststjórn Svavars Sigmunds-
sonar og Ensk-enska orðabók með
íslenskum lykilorðum.
Björk Gunnarsdóttir skólastjóri
tók við bókunum og þakkaði gjöf-
ina og þann hlý hug sem henni
fylgdi. Sagði hún þessar bækur
koma til með að nýtast skólanum
og nemendum hans mjög vel.
Morgunblaðið/Finnur.
Eygló Hreiðarsdóttir afhenti
Björk Gunnarsdóttur, skóla-
stjóra Grunnskólans á Tálkna-
fírði, bókagjöfína.
Sex mánaða
fangelsi fyrir
ýmis auðg-
unarbrot
HÉ R AÐSDÓMUR Reykja-
víkur hefur dæmt tæplega
fimmtugan karlmann í sex
mánaða fangelsi fyrir ýmis
auðgunarbrot, aðallega inn-
brot. Maðurinn neitaði sök að
hluta í íyrstu en játaði síðan
öll þau brot sem hann var
kærður fyrir. Hjördís Hákon-
ardóttir héraðsdómari kvað
upp dóminn.
Maðurinn var dæmdur fyrir
þrjú innbrot og hylmingu á
þýfi af gáleysi. Innbrotin voru
framin á rúmum mánuði, frá
30. maí til 4. júlí sl. Þá var lið-
ið rúmt ár frá þvi maðurinn
var síðast dæmdur.
Óslitinn sakaferill
frá 1969
í dómnum segir að mað-
urinn eigi að baki langan og
óslitinn sakaferil sem hófst ár-
ið 1969. Síðan þá hefur hann
hlotið 35 refsidóma, einkum
fyrir ýmiss konar auðgunar-
brot, brot gegn umferðarlög-
um, áfengislögum og lögum
um ávana- og fíkniefni. Mað-
urinn hefur verið dæmdur til
óskilorðsbundinnar fangelsis-
vistar í samtals rúm 17 ár.
Fínir áramótakjólar
Útsalan hefst í dag
Opið frá kl. 11-18
MORE* MORE
A LIFE PHILOSOPHY
Glæsibæ,
sími 588 8050
Gleðilegt ár!
Aramótafatnaður
hiáXý€mfiituUi
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá Id. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Persta
&y2y9cuvc
[Borðstofustærðir]
Sérverslun með stök teppi og mottur • Suðurlandsbraut 46 v.Faxafen • Sími 5686999
Áramóta-
útsala
á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum
á Grand Hótel? Sigtúni, Reykjavík, #|
í dag, laugardag 30. desember, frá kl. 12-19
HÓTEb
Allt að 45% afsláttur ef greitt er meó korti
5% aukaafsláttur við staðgreiðslu
Verðdæmi Stærö Verð áður Nú stgr.
Pakistönsk 60x90 cm 8.900 6.500
Pakistönsk ca 90x150 cm 29.800 18.700
Rauður Afghan ca 200x260 cm 77.400 58.800
Indversk Gabbeh ca 200x300 cm 49.400 25.500
og margar fleiri gerðir af afghönskum, tyrkneskum og persneskum teppum.
RAÐGREIBSLUR
REYKJAVIK
sími 861 4883