Morgunblaðið - 30.12.2000, Side 12
12 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Formaður LR segir samkomulag við Reykjavíkurborg treysta rekstrargrundvöll félagsins
Morgunblaðið/Kristínn
Páll Baldvin Baldvinsson, formaður LR, segir samninginn við Reykjavíkurborg gera félag-
inu frekar kleift að sinna frumskyldu sinni við að varðveita leiklist í borginni.
LR gefur eftir
forgang sinn að
Borgarleikhúsinu
Þáttaskil verða í rekstri Borgarleikhússins þegar LR
gefur eftir forgang sinn að húsinu og þarf að semja við
borgaryfírvöld um veru sína þar. Eiríkur P. Jörunds-
son ræddi við Pál Baldvin Baldvinsson, formann Leik-
félags Reykjavíkur, í tilefni af samningnum.
REYKJAVÍKURBORG og Leikfélag Reykja-
víkur hafa gengið frá samkomulagi sem ma.
kveður á um að Reykjavíkurborg leysi til sín
eignarhluta LR í Borgarleikhúsinu en borg-
arráð samþykkti samninginn samhljóða á fundi
ráðsins í gær. Þár xnéð hefur félagið í raun gef-
ið eftir forgang sinn að húsinu til frambúðar,
en hins vegar gefúr samningurinn félaginu rétt
til að nýta Borgarleikhúsið og sjá um rekstur
þess næstu 12 árin.
í samkomulaginu felst m.a. að LR er skylt
að tryggja a.m.k. tveimur öðrum leikflokkum
afnot af húsnæði í Borgarleikhúsinu til æfínga
ogsýninga eins verkefnis á hverju ári.
Leikfélagið hefur árum saman þurft að
glíma við erfiðan skuldahala, en með sölu á
eignarhluta Leikfélagsins og föstum styrk á
fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar mun
í-ekstrarleg staða félagsins batna til muna og
segir Páll Baldvin Baldvinsson, formaður
Leikfélags Reykjavíkur og leikhúsráðs, að
félagið sé nú komið með fjárhagslegt bakland
til að verjast skakkaföllum.
Borgarleikhúsið var tekið í notkun árið 1989
og reist á ákveðnu stofnsamkomlagi Reykja-
víkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur, sem
gerði ráð fyrir því að þessir aðilar myndu eiga
og reka leikhúsið í sameiningu. Að sögn Páls
Baldvins var það samkomulag barn síns tíma
og fljótlega hefði orðið Ijóst að það fjármagn
sem LR hafði til reksturs á húsinu og leik-
flokknum dygði ekki til að halda uppi þeirri
starfsemi í húsinu, sem Leikfélagið taldi eðli-
legt.
Páll Baldvin segir að stjóm félagsins hafí
ma. þess vegna sótt um heimild fyrir tveimur
árum til félagsfiindar, til að ganga til samninga
við Reykjavíkurborg um að hún tæki yfir ein-
hvem hluta af eign félagsins í húsinu. Þannig
gæti Leikfélagið losað sig við nokkurn skulda-
bagga og nánast byrjað upp á nýtt. Þessar við-
ræður hafa verið í gangi á undanförnum miss-
emm og sá samningur sem nú liggur fyrir
tekur af skarið um það, að Leikfélagið lætur
eftir allan sinn eignarhlut í húsinu.
„Það gefur eftir forgang sinn að húsinu um
aldur og eilífð í þeim viðskiptum, en er hins
vegar núna með í höndunum 12 ára samning
um dvöl sína í húsinu og hefur eftir sem áður
rekstrarstjóm á húsinu og tekur á sig ýmsar
skyldur, eins og samstarf við íslenska dans-
flokkinn, samstarf við a.m.k. tvo leikflokka að-
vífandi sem geta komist inn í húsið, og félagið
ætlar sér jafnframt að standa þar fyrir kröft-
ugri leikstarfsemi tólf mánuði á ári.“
Samkvæmt samningnum greiðir Reykjavík-
urborg LR 195,1 milljón króna fyrir eignarhlut
félagsins, en greiðslan felst ma. í yfírtöku
þeirra skulda LR sem hvíla með veði í Borg-
arleikhúsinu, en þær skuldir era áætlaðar um
50 milljónir króna. Leikfélagið kom á sínum
tíma með skuldahala inn í Borgarleikhúsið, og
hefur alltaf verið skuldugt félag að sögn Páls
Baldvins. „Það hefur hins vegar á undanförn-
um 13 áram, í nokkur skipti, hallað það vera-
lega í rekstrinum að svo horfði núna í haust að
það hefðu orðið véraleg vandkvæði að halda
þessum rekstxji |frain, að óbreyttu."
Viðkvæmur rekstur sem
þarf trausta bakhjarla
Páll Baldvin segir að hafa verði í huga að
þótt félagið greiði skuldir sínar og komist á
jafnsléttu, þá eigi það veralegar eignir og sam-
þykktir þess geri ráð fyrir að þær eignir verði
ekki hreyfðar. „Við eram sem sagt komin með
raunveralegt fjárhagslegt bakland til þess að
verja okkur skakkaföllum. Samþykktir félags-
ins núna gera ráð fyrir því að hugsanlegt tap
verði að jafna á tveimur áram út úr rekstr-
inum, þannig að við teljum að við séum í raun-
inni komin með mun traustari grundvöll með
þessum samningi heldur en við höfðum áður.“
Með undirritun þessa nýja samkomulags
hefur Reykjavíkurborg samþykkt í fyrsta
skipti að binda sig í fjárveitingum til félagsins
til langs tíma, en samningurinn gerir ráð fyrii-
að árlegt framlag borgarsjóðs til LR nemi 180
milljónum króna á ári, og taki breytingum um
hver áramót sarhkvæmt vísitöíu neysluverðs.
Páll Baldvin segir að það muni gríðarlega
miklu fyrir reksturinn að geta gengið að
ákveðnum styrk sem vísum.
Leikfélagið hefur á undanförnum 13 áram
fengið styrki allt frá 80 milljónum upp í 140
milljónir króna á ári, en í fyrra fékk LR 170
milljónir króna í styrk frá Reykjavíkurborg.
Fyrir nokkram áram missti félagið hins vegar
styrk sem LR hafði notið úr ríkissjóði allt frá
árinu 1906, og segir Páll Baldvin að félagið hafi
sótt það mjög fast til menntamálaráðuneytis-
ins og þingmanna Reykjavíkur að félaginu
verði veittur einhver styrkur á fjárlögum.
„Raunin er nefnilega sú að þetta er mjög við-
kvæmur rekstur og þarf mjög trausta og
öragga bakhjarla. Þær vonir sem menn binda
við framgang einkaframtaks í þessum atvinnu-
rekstri, þannig að hann geti skilað hagnaði, eru
vægast sagt mjög bjartsýnar og þar ræður
fyrst og fremst bara smæð markaðarins.“
Frumskylda félagsins að varðveita
leiklistina í borginni
Samingurinn gerir ráð fyrir að LR hafi afnot
af húsinu næstu 12 árin, og í raun er ekki sjálf-
gefíð að Leikfélag Reykjavíkur verði áfram í
Borgarleikhúsinu að þeim tíma loknum. Verði
samningnum ekki sagt upp framlengist hann
um þrjú ár, en samkvæmt samkomulaginu er
gert ráð fyrir að samstarfsnefndin geri tillögur
að nýjum samningi á árinu 2011. Páll Baldvin
segist ekld hafa velt því mikið fyrir sér hvað
gerist að tólf áram liðnum.
Hann segir að Leikfélagið hafí vitaskuld
vegna fornrar sögu sinnar og upphafs ávallt
notið ákveðinnar sérstöðu í augum borgarbúa
og borgaryfiivalda. „Ég hygg að þetta sam-
komulag lýsi því betur en annað, að sú sérstaða
er ekki að neinu leyti skert. Leikfélagið verður
hins vegar að átta sig á því, að það hefur þá
framskyldu fyrst og fremst að vai-ðveita leik-
listina í borginni og halda henni áfram og
skapa henni þær kjöraðstæður sem nauðsyn-
legar eru til þess að hún geti blómgast. Það er
hlutverk okkar. Við eigum að vera það far sem
leiklistin þarf í þessu bæjarsamfélagi. Og ef
það þýðir að við þurfum að láta frá okkur ein-
hverja þúsund kúbikmetra af steinsteypu til
þess að geta sinnt okkar tilgangi betur, þá er
það allt í lagi. List er ekki steinsteypa, list er
fólk, ekki bara þeir sem skapa, heldur einnig
þeir sem njóta. Aðalatriði þessa máls, er að
með þessu samkomulagi er lagður skýrari og
klárari grandvöllur að því starfí sem við þurf-
um að vinna.“
Skýrari grundvöllur fyrir
aðkomu annarra leikflokka
Páll Baldvin segir að sumir félagsmenn hafi
á undanfömum mánuðum litið nokkuð til þess
að þeir væra að tapa einhverjum sess í húsinu,
eftir að ljóst varð að það stefndi í endurskoðun
á samkomulaginu.
„Það er mjög eðlilegt. Það var lengi stór
galdur við starfsemi Leikfélags Reykjavíkur,
að það væri að búa til nýtt hús. Það era hins 13
ár Uðin frá því að húsið var opnað. Við þekkjum
kosti þess og galla og vitum hvað þarf til að
halda því í fullum rekstri.“
í samkomulagi LR og Reykjavíkurborgar er
gert ráð fyrir að félagið setji upp a.m.k. sjö
sýningar á eigin vegum, og tryggi jafnframt
hið minnsta tveimur öðrum leikflokkum afnot
af húsnæði í Borgarleikhúsinu til æfinga og
sýninga eins verkefnis á hverju ári. Gert er ráð
fyrir að leikflokkamir hafi endurgjaldslaus af-
not af húsnæði, en greiði hins vegar útlagðan
kostnað LR vegna vinnu starfsmanna félagsins
í Borgarieikhúsinu.
Litið með eftirvæntingu
til þriðja salarins
Að sögn Páls Baldvins heíúr félagið borið
skarðan hlut frá borði varðandi kostnað við að
taka inn frjálsa leikhópa, en það hafi nú ma.
verið vegna þess að starfsreglur vora ekki
klárar. „En reglugerðin hefur ekki verið til, og
þess vegna hefur það oftar en ekki gerst að við
höfum borið kostnað af því að taka flokkana
inn. í samningnum era skýrar reglur, sem
samstarfsnefndin á reyndar eftir að útfæra
nánar, um það hvernig slíku samstarfi verið
háttað."
Hann segir að nú líti menn til þess með
nokkurri eftirvæntingu að þriðji salurinn verði
tekinn í notkun í Borgarleikhúsinu. Hann er
tilbúinn að ytra byrði, en hins vegar nánast
tilbúinn undir tréverk að innan, og verður
væntanlega tilbúinn næsta haust.
„Þetta verður að mörgu leyti mjög einstakur
salur. Salurinn verður með hreyfanlegum
áhorfendarýmum og er gert ráð fyrir að hann
bjóði upp á nijög breytilega notkun, þannig að
við lítum mjög björtum augum til þess.“
Verðlaunasjdður Ásu Guðmundsdóttur Wrig-ht
Haraldur Sigurðsson
prófessor verðlaunaður
HARALDUR Sigurðsson, prófessor
í jarðvísindum, hlýtur heið-
ursverðlaun úr verðlaunasjóði Ásu
Guðmundsdóttur Wright í ár fyrir
margþætt störf og rannsóknir á
sviði jarðvísinda, einkum athuganir
á ýmsum hamförum jarðar vegna
eldsumbrota og áfalla. Verðlaunin
voru afhent sl. fimmtudag.
í máli dr. Sturlu Friðrikssonar,
formanns stjórnar sjóðsins, við
verðlaunaafhendinguna, kom fram
að hér á landi hafi menn fengið
skýrari mynd af jarðfræðilegum
fyrirbærum en víða erlendis.
Haraldur er fæddur í Stykk-
ishólmi 31. maí 1939. Hann varð
stúdent frá Verslunarskóla íslands
1960 en hélt si'ðan til náms í Belfast
á Norður-írlandi, en þaðan útskrif-
aðist hann með B.Sc. Honours í
jarðfræði 1965. Haraldur hlaut
doktorsgráðu í bergfræði ogjarð-
efnafræði frá Durham-háskóla í
Englandi árið 1970.
Haraldur hefur verið í forystu við
rannsóknir á flestum frægustu eld-
fjöllum heims, þar á meðal Vesú-
víusi, Sontorini, St. Helenu, EI Chic-
on, Nevada del Ruiz, Martinique,
Soufriere, Nyos-vatni, Monoun,
Tambora, Krakatau og Galapagos,
auk flestra eldfjalla hér á landi. Nú
síðast var hann í leiðangri í sept-
ember sl. á rannsóknaskipinu Árna
Friðrikssyni við mælingar á seti á
hafsbotni suður af Islandi til að
kanna útbreiðslu botnsets frá ham-
farahlaupum frá íslenskum jöklum.
í greinargerð Ásusjóðs segir að
þessar rannsóknir hafi gert Harald
Sigurðsson að heimsþekktum vís-
indamanni. Einna mesta athygli
hafi vakið niðurstöður hans af eld-
gosinu í Vesúvíusi 79 f. Kr. sem gróf
borgimar Pompei og Herculaneum
undir ösku og athuganir hans á lof-
steinsgígnum í Yucatan, sem varð
til fyrir 60 milljón árum, en sá at-
burður er talinn hafa haft gífurleg
áhrif á loftslag og lff á jörðinni allri.
Þar kemur einnig fram að Har-
aldur sé eftirsóttur fyrirlesari víða
um heim, um hann hafi verið gerðir
sjónvarpsþættir og viðhorf hans
kvikmynduð auk þess sem hann
hafi birt um 150 vísindagreinar auk
fjölmargra erinda á vísindaráð-
stefnum og almennra greina.
Haraldur hefur fengið ýmsar við-
Morgunblaðið/Jim Smart
Haraldur Sigurðsson tekur við verðlaunum af Sturlu Friðrikssyni.
urkenningar fyrir störf sín. Hann
hlaut Scholarly Achievement Aw-
ard frá Rhode Island-háskólanum í
Bandaríkjunum 1993 og fyrir ritið
Encyclopedia of Volcanoes eða Al-
fræðirit um eldfjöll, fékk hann við-
urkenningn Geological Society of
America og Sambands amerískra
bókaútgefenda. Þá var hann kjör-
inn félagi Vísindafélags Islendinga
1987.
Þetta er í 32. skipti sem veitt eru
heiðursverðlaun úr sjóðnum. Ása
var fædd að Laugardælum í Árnes-
sýslu 12. aprfl 1892. Hún stofnaði
sjóðinn fyrir 32 árum með því að
gefa Vísindafélagi Islendinga pen-
ingagjöf á hálfrar aldar afmæli
félagsins 1968. Er sjóðnum ætlað að
minnast eiginmanns Ásu, dr. Henry
Newcomb Wright, ættingja og ann-
arra venslamanna hennar.