Morgunblaðið - 30.12.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.12.2000, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta á Hlíð kl. 16 á gaml- ársdag. Sr. Gylfí Jónsson. Kór aldraðra syngur. Aftansöngur í Akureyrarkifkju kl. 18 á gaml- ársdag. Séra Jóna Lísa Þor- steinsdóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja, Barb- ara Vigfússon, sópran, Helga Steinunn Torfadóttir, fiðla, og Ömólfur Kristjánsson, selló. Organisti er Björn Steinar Sól- bergsson. Hátíðarmessa í Ak- ureyrarkirkju kl. 14 á nýárs- dag. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrar- kirkju syngja, Hjálmar Sigur- bjömsson, trompet. Guðsþjón- usta á Fjórðungssjúkrahúsinu kl. 16.30 á nýársdag. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Morgun- söngur á þriðjudag. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudag. Bænaefnum má koma til prestanna. Unnt er að kaupa léttan hádegisverð í safnaðarheimili eftir stundina. GLERÁRKIRKJA: Aftansöng- ur kl. 18 á gamlársdag. Sr. Örn Friðriksson predikar. Sóknar- prestur þjónar fyrir altari. Einsöngur Þuríður Vilhjálms- dóttir, sópran. Hátíðarmessa kl. 16 á nýársdag. Kór Glerár- kirkju syngur undir stjóm Hjartar Steúibergssonar org- anista HVÍTASUNNUKIRKJAN: Aramótaskemmtun í umsjá unga fólksins kl. 22 á gamlárs- dag. Hátíðarsamkoma kl. 14 á nýársdag. G. Theodór Birgis- son forstöðumaður predikar. Kaffihlaðborð eftir samkomu. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 11 á gamlársdag. Maríumessa á nýjársdag kl. 11 í Péturskirkju við Hrafnagils- stræti 2 KFUM og K: Hátíðarsamkoma kl. 20.30 á nýársdag. Ræðu- maður er Jón Viðar Guðlaugs- son. LAUGALANDSPRESTA- KALL: Messa verður sungin í Kaupvangskirkju á gamlárs- dag kl. 13.30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson syngur tíðir og LAUFÁSPRESTAKALL: Aft- ansöngur í Grenivíkurkirkju kl. 18 á gamlársdag. Með fíkni- efni í fórum sínum NÍTJÁN ára piltur hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra til að greiða 80 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs vegna fíkniefna- brots. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna kemur 16 daga fang- elsi í hennar stað. Þá var manninum gert að greiða sakarkostnað og tæp 50 grömm af marijúana sem fundust í fórum hans voru gerð upptæk. Málavextir eru þeir að lögregla handtók manninn í bíl á Ólafsfjarð- arvegi í maí síðastliðnum og var hann þá með fíkniefnin í vörslu sinni. Maðurinn hefur frá því í nóvember í fyrra þrívegis komist í kast við lögin, m.a. vegna umferðarlagabrota og brota á lögum um ávana- og fikni- efni. Með vísan til sakarferils hans þótti því hæfilegt að hann greiddi umrædda sekt í ríkissjóð. Friðarljos seld STARFSFÓLK frá Hjálpar- starfi kirkjunnar verður með friðarljós til sölu við hlið Kirkjugarða Akureyrar á morgun, gamlársdag, frá kl. 12 til 17. Viðurkenningar afhentar úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar Ingvar Karl íþróttamaður Akureyrar KYLFINGURINN Ingvar Karl Hermannsson úr Golfklúbbi Ak- ureyrar var kjörinn íþróttamaður Akureyrar árið 2000, en kjör hans var tilkynnt í hófi í Iþróttahöllinni nýverið. Ingvar Karl var íslands- meistari unglinga 18 ára og yngri auk þess sem hann varð stiga- meistari í sama aldursflokki og hann hafnaði í öðru sæti í Meist- aramóti Islands í golfi. Ingvar Karl var á árinu valinn í undirbún- ingshóp vegna landsliðs og var hann valinn efnilegasti kylfingur íslands árið 2000 af Golfsambandi íslands. í öðru sæti í kjörinu varð Óðinn Ásgeirsson, körfuknattleiksmaður úr Þór, í þriðja sæti varð Ásdís Sigurðardóttir, handknattleik- skona úr KA, í fjórða sæti varð Ingvar Þór Jónsson, íshokkímaður í Skautafélagi Akureyrar, og í fimmta sæti varð Vernharð Þor- leifsson, júdómaður úr KA. Afreks- og styrktarsjóður Ak- ureyrar afhenti einnig öllum ís- landsmeisturum á árinu viður- kenningar en þeir voru 109 talsins í 69 greinum. Þá voru einnig af- hentar viðurkenningar til félaga vegna landsliðsmanna og eins vegna ýmissa sérstakra verkefna. Sérstakar viðurkenningar hlutu Golfklúbbur Akureyrar og Skíða- ráð Akureyrar vegna félagsmanna sem stunda æfingar og keppni á erlendri grund, íþróttafélagið Þór vegna góðs árangurs knattspyrnu- liða félagsins og Vernharð Þor- leifsson, júdómaður úr KA, vegna Ólympíuleikanna 2000 og undir- búnings fyrir EM og HM 2001. Heiðursviðurkenningar hlutu Hallgrímur Skaptason, Kristján ísaks Valdimarsson og Páll A. Magnússon vegna starfa sinna að íþrótta-, félags- og æskulýðsmál- um. Við athöfnina var tveimur fyrr- verandi starfsmönnum þakkað gott starf á liðnum árum en J>að voru þeir Hreiðar Jónsson og Ivar Sigmundsson, sem báðir eiga að baki áralangt starfa við íþrótta- mannvirki Akureyrarbæjar. Morgunblaðið/í5jom Wslason Kylfingurinn Ingvar Karl Hermannsson með verðlaunin góðu. Kristján Þór Júlíusson afhendir Krisljáni ísaks Valdimarssyni og Páli A. Magnússyni heiðursviðurkenningar. Eitt hundrað ár liðin frá fyrstu útgáfu Flóru Islands Morgunbladifl/Bjöm Gíslason Bjarni Guðleifsson rakti ævi og störf Stefáns Stefánssonar við athöfn á sal gamla Menntaskólans á Akureyri sem efnt var til á hundrað ára afmæli Flóru íslands. Vísindalegt afrek ÞESS var minnst við athöfn á sal gamla Menntaskólans á Akureyri að hundrað ár voru á miðvikudag liðin frá því Stefán Stefánsson- ,grasafræðingur og skólameistari, gaf út fyrstu útgáfu af Flóru ís- lands. Formálinn var undirritaður á Möðruvöllum í Hörgárdal 28. desember árið 1900, en útgáfa bókarinnar þótti mikið vís- indalegt afrek. Þar var í fyrsta sinn á íslenskri tungu gefið yfírlit um hágróður landsins en jafn- framt því að vera vísindarit var Flóra Islands alþýðlegt rit sem opnaði almenningi sýn á leynd- ardóma gróðurfars á íslandi. Bjarni Guðleifsson búfræðingur rakti ævi Stefáns, en hann fæddist á Heiði í Gönguskörðum í Skaga- firði árið 1863 og var sem fyrr segir grasafræðingur, kennari og skólameistari. Hann lést árið 1921. Fram kom í máli hans að ritun Flórunnar hafi verið mikið afrek og enn meira þegar tekið væri tillit til þeirra aðstæðna sem það var unnið við. Ritunin fór fram í íslenskri sveit með tak- markaðan bókakost, en Stefán hafði góð sambönd við tvo grasa- fróða Islendinga. Sagði Bjarni að þó svo Stefán hefði ekki tekið lokapróf í fræðigrein sinni hefði hann unnið vísindalegt afrek sem halda mun nafni hans á lofti um ókomna framtíð. Stefánsfjós varðveitt Eyþór Einarsson, grasafræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun ís- lands, fjallaði um Flóru íslands bæði sem vísindarit og alþýðuriti og loks sagði Þóroddur Sveinsson, tilraunastjóri á Möðruvöllum, frá minjum á Möðruvöllum sem tengj- ast Stefáni Stefánssyni, en þar bjó hann stórbúi á árunum 1891 til 1910. Meðal annars má þar nefna Stefánsfjósið sem enn stendur á hlaðinu, talsvert lúið og illa farið. Húsfriðunarsjóður hefur veitt styrk til varðveislu þess frá árinu 1997 og hefur kostað þær lagfær- ingar sem gerðar hafa verið. Nú stendur yfir gerð deiliskipulags undir stjórn Guðrúnar Jóns- dóttur, en hún er afkomandi Stef- áns og var viðstödd athöfnina ásamt syni sínum Stefáni og syni hans, Stefáni Jóhanni. Ákveðið hefur verið að gera fjósið að nátt- úrfræðistofu og flórusafni í minn- ingu Stefáns. Stefnt er að vígslu þess á 100 ára afmæli fjóssins, 2002. Ein ára- mótabrenna á Akureyri AÐEINS ein áramótabrenna verður á Akureyri í ár en undanfarin ár hafa þær verið tvær. Ólafur Ásgeirs- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn lög- reglunnar á Ákureyri, segir að búið sé að veita leyfi fyrir einni brennu og að hún verði í Réttarhvammi. „Það verður aðeins ein brenna í ár en undanfarin ár hafa þær verið tvær en það er Björgunarsveitin Súlur sem stendur að brennunni. Jafnframt hefur verið gefið leyfi fyrir einni brennu á Svalbarðseyri og einni í Eyjafjarðarsveit." Ólafur segir að ástæða þess að að- eins ein brenna sé á Akur eyri í ár vera meira umstang við framkvæmd þeirra en áður. „Til að geta haft brennu þurfa menn að fá starfsleyfí heilbrigðisnefndar, það þarf að tryggja hana og auk þess þarf meira eftirlit. Ég held að menn sem hafa staðið að brennunum í úthverfunum hreinlega nenni ekki að standa í þessu og séu því hættir með þetta.“ Gunnar Garðarsson í Björg- unarsveitinni Súlum segir að kveikt verið i brennunni kl. 20:30 á gaml- árskvöld. „Þetta verður stór og veg- leg brenna. Sfðan kl. 21 verður flug- eldasýning sem verður í boði Nettó og hún verður ekki síður glæsileg. Brennuna höldum við í samstarfi 4x4 klúbbinn, Akureyrarbæ, End- urvinnsluna og Gámaþjónustuna, og þessir aðilar sjá um að kosta brenn- una og vinna við hana.“ Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Starfsmenn Gámaþjónustunnar í óðaönn að hlaða brennuna í gærdag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.