Morgunblaðið - 30.12.2000, Page 22
22 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Áhrif eignasölu
á ársuppgjör
sparisjóða
NOKKRAR breytingar hafa orð-
ið á eignasamsetningu sumra
sparisjóða síðustu daga og vikur.
Sparisjóður vélstjóra (SPV) og
Sparisjóður Hafnarfjarðar
(SPH) hafa til að mynda selt
stóra hluti í Kaupþingi hf. og
Sparisjóður Reykjavíkur og ná-
grennis (SPRON) hefur selt
fasteignir sínar til Fasteigna-
félagsins Stoða hf.
Bókfært verðmæti eignarhlut-
ar SPV í Kaupþingi samkvæmt
reikningi sparisjóðsins um mitt
árið var rúmar 320 milljónir
króna. Söluandvirði 10,4% hlutar
sparisjóðsins í Kaupþingi var
rúmir 1,64 milljarðar króna, sem
þýðir að söluhagnaður er rúmir
1,3 milljarðar króna. Sá hagnað-
ur mun koma fram í rekstrar-
reikningi SPV, en frá mun drag-
ast 30% tekjuskattur. Almennt
gildir sú regla að greiðslu þessa
tekjuskatts má fresta með end-
urfjárfestingu og kemur þá fram
skattskuld í efnahagsreikningi.
Eiginfjárhlutfallið styrkist
Helstu áhrif sölu sem þessarar
á efnahagsreikning er að hann
stækkar þegar dulin eign í félagi,
í þessu tilviki Kaupþingi, kemur í
ljós við söluna. Þá styrkist eigið
fé sparisjóðsins við söluna og
eiginfjárhlutfall og svokallað
CAD-hlutfall, sem er lagaleg
skilgreining á eiginfjárhlutfalli
fyrir fjármálafyrirtæki, hækkar.
Samkvæmt uppgjöri SPH um
mitt ár var sá eignarhluti sem nú
er seldur tæpra 190 milljóna
króna virði. Söluandvirði 6,05%
af hlut SPH í Kaupþingi var tæp-
ar 935 milljónir króna og sölu-
hagnaður því tæpar 750 milljónir
króna. Lýsinguna á meðferð
söluhagnaðarins hér að framan
má heimfæra upp á þann sölu-
hagnað sem um ræðir.
I sambandi við áhrif sölu á
hlutum sparisjóðanna í Kaup-
þingi þarf einnig að hafa í huga
að hlutdeild þeirra í Kaupþingi
hefur skilað þeim drjúgum hagn:
aði vegna hagnaðar Kaupþings. í
milliuppgjörum ársins var þessi
hlutdeild til að mynda verulegur
hluti af hagnaði margra spari-
sjóðanna. Þeir sem selja seint á
þessu ári fá að mestu leyti hlut-
deild í hagnaði ársins, en njóta
hans vitaskuld ekki á næsta ári.
SPRON fær söluhagnað
af fasteignasölu
Sala SPRON á fasteignum sín-
um til Stoða hefur þau áhrif helst
á efnahagsreikning SPRON að
samsetning eignarhliðarinnar
breytist, þar sem tilfærsla verð-
ur úr liðnum rekstrarfjármunir
yfir í aðra liði, og að efnahags-
reikningurinn stækkar vegna
söluhagnaðar. Ekki hefur fengist
upp gefið hve mikill söluhagnað-
urinn er, en samkvæmt upplýs-
ingum frá SPRON verður um
einhvern söluhagnað að ræða, en
þó ekki það mikinn að hann muni
hafa afgerandi áhrif á rekstrar-
reikning sparisjóðsins. Áhrif
söluhagnaðarins á rekstrar-
reikninginn verða hin sömu og
lýst er hér að framan varðandi
söluhagnað af hlutabréfum og
eiginfjárhlutfall efnahagsreikn-
ingsins batnar einnig.
, Verðbréfareikningur
Islandsbanka
■ ■
■ ■ ■ ■ «
■ ■■ H
Tilkynning
til viðskip tavina
Vegna breytinga við framkvæmd á útboði ríkisvíxla
mun vaxtagrunnur Verðbréfareiknings íslands-
banka breytast frá 1. janúar 2001. Vextir reiknings-
ins hafa til þessa tekið mið af þriggja mánaða
ávöxtun ríkisvíxla á eftirmarkaði en útboð þeirra
hafa nú verið felld niður. Frá áramótum mun
ávöxtunin taka mið af þriggja mánaða innlánsvöxt-
um á millibankamarkaði (Reibid) eins og þeir eru
að meðaltali í hverjum mánuði að frádregnum 50
punktum (0,50 prósentustigum).
Ofangreind breyting á viðmiði hefur engin áhrif
á það að Verðbréfareikningur íslandsbanka er
góður kostur fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem
ekki vilja binda fjármuni sína en njóta samt sem
áður hámarksávöxtunar með lágmarksáhættu.
Breytingar á kjörum eru háðar ákvörðun bankans
hverju sinni.
ISLANDSBANKI
- hluti af Íslandsbanka-FBA
Sameining Matbæjar hf. og Samkaupa ehf.
Þriðja stærsta mat-
vörukeðjan í landinu
STJÓRNIR fyrirtækjanna Sam-
kaupa hf. og Matbæjar ehf. hafa
ákveðið að leggja það til á hluthafa-
fundi félaganna að frá og með 1.
janúar næstkomandi verði rekstur
félaganna sameinaður. Við upphaf
árs verða Samkaup og Matbær með
aðskilinn rekstur en sameiginlegt
eignarhald. Stefnt er að endanlegum
samruna á árinu.
Giska má á að markaðshlutdeild
þriggja stærstu matvörukeðjanna sé
nú hátt í 90%, Baugur með 46%,
Kaupás með 27% og Samkaup-Mat-
bær með 16%.
Átta milljarða
króna velta
Matbær er alfarið í eigu Kaup-
félags Eyfirðinga en eigendur Sam-
kaupa eru 300 hluthafar, auk Kaup-
félags Suðumesja. Þeir Guðjón
Stefánsson, framkvæmdastjóri Sam-
kaupa, og Sigmundur E. Ófeigsson-
.framkvæmdastjóri Matbæjar,
munu stýra sameinuðu félagi.
Hið nýja félag verður þriðja
stærsta matvöruverslunarkeðja
landsins með um átta milljarða
króna ársveltu, 500 starfsmenn og
16% markaðshlutdeild í matvöru-
verslun á landinu í heild. Ljóst er að
markaðshlutdeild á landsbyggðinni
er verulega meiri en í máli forsvars-
manna félaganna kom fram að stefnt
sé að aukinni hlutdeild á höfuðborg-
arsvæðinu.
Jöfn eignaraðild
Hvort fyrirtæki um sig rekur nú
þrjár verslunarkeðjur með 26 versl-
anir um allt land. Verslunarkeðjur
Matbæjar eru: Nettó, Úrval og
Strax. Verslanir Matbæjar eru flest-
ar á Norðurlandi og suðvesturhomi
landsins.Verslunarkeðjur Samkaupa
Morgunblaðið/Þorkell
Guðjón Stefánsson og Sigmundur E. Ófeigsson verða
framkvæmdasljórar hins sameinaða félags.
em: Samkaup, Sparkaup og
KASKÓ. Verslanir Samkaupa em
flestar á Suðumesjum, höfuðborgar-
svæðinu og Vestfjörðum.
Að sögn Eiríks S. Jóhannssonar,
stjórnarformanns Matbæjar, og
Magnúsar Haraldssonar, stjórnar-
formanns Samkaupa, er áætluð velta
Matbæjar á árinu um 5 miljarðar
króna en velta Samkaupa um 3,5
milljarðar. Eignarhlutir hvors félags
eftir sameininguna verða þó jafnir
en skýringin er sú að eigið fé Sam-
kaupa er nær þrefalt meira en Mat-
bæjar. „Samstarf Samkaupa og Mat-
bæjar hófst á seinni hluta þessa árs,
m.a. í innkaupum. Staðreyndin er
hins vegar sú að við emm búnir að
eiga í samvinnu í allmörg ár í gegn-
um innkaup hjá BÚR.“
Spurðir um mikilvægi innkaupa-
þáttarins segja þeir Eiríkur og
Magnús að þegar upp sé staðið ráð-
ist verðlag á markaðinum af því á
hvaða verði varan sé keypt. Birgjar
séu með magnafslátt og því Ijóst að
þeir aðilar sem séu komnir með
mikla veltu nái betri innkaupum en
minni aðilar. „Til þess að vera sam-
keppnisfærir í verðútboðum verðum
við að bregðast við þessum aðstæð-
um. Við viljum auðvitað standa okk-
ur í samkeppninni og það er fyrst og
fremst af þeim sökum sem við höfum
ákveðið að sameina félögin. Tímarnir
eru að breytast og við teljum að með
þessu móti getum við sótt fram á
þann hátt sem við viljum.“
Ekkert gefið eftir á
heimamörkuðunum
Eiríkur og Magnús segja að mörg
tækifæri sé að finna á höfuðborgar-
svæðinu, ekki bara vegna þess að
fólki fjölgi þar hraðast heldur líka
vegna þess að félögin bæði reki að-
eins sex verslanir á höfuðborgar-
svæðinu enn sem komið er. Menn
ætli sér þó vitaskuld ekki að gefa
neitt eftir á heimamörkuðunum.
„Við ætlum okkur aukna markaðs-
hlutdeild á næstu árum. Það hafa
rætt við okkur aðilar sem hafa haft
áhuga á að fylgjast með því sem er
að gerast. Það liggja að vísu ekki fyr-
ir neinir samningar en við teljum að
okkar félag sé vænlegur kostur fyrir
aðra að vinna með og við munum
sækjast eftir því, hvort heldur með
samruna eða uppkaupum.
Yöruskipt-
in óhag-
stæð um
34,2 millj-
arða króna
í NÓVEMBER voru fluttar út
vörur fyrir 13,9 milljarða króna og
inn fyrir 16,9 milljarða króna, að
því er fram kemur í frétt frá Hag-
stofu íslands. Vöruskiptin í nóv-
ember voru því óhagstæð um þrjá
milljarða króna en í nóvember í
fyrra voru þau hagstæð um 0,4
milljarða á föstu gengi.
Fyrstu ellefu mánuði ársins
voru fluttar út vörur fyrir 137,6
milljarða króna en inn fyrir 171,8
milljarða króna. Halli var því á
vöruskiptunum við útlönd sem
nam 34,2 milljörðum króna en á
sama tíma árið áður voru þau
óhagstæð um 21 milljarð á föstu
gengi. Fyrstu ellefu mánuði ársins
var vöruskiptajöfnuðurinn því 13,2
milljörðum króna óhagstæðari en
á sama tíma í fyrra.
Þriðjungur aukningar vegna
hærra eldsneytisverðs
Verðmæti vöruútflutnings fyrstu
ellefu mánuði ársins var 6 millj-
örðum, eða 5% meira á föstu
gengi, en á sama tíma árið áður.
Segir Hagstofan að aukningin stafi
af útflutningi iðnaðarvöru, aðal-
lega áli, en á móti komi að á síð-
asta ári var seld úr landi farþega-
þota en engin sambærileg sala hafi
átt sér stað það sem af er þessu
ári. Sjávarafurðir voru 64% alls út-
flutnings og var verðmæti þeirra
svipað og á sama tíma árið áður.
Verðmæti vöruinnflutnings
fyrstu ellefu mánuði ársins var 19
VÖRUSKIP
VIÐ ÚTLÖND
jan. - nóv. 1999 og 2000 isgg (fob virði I milljónum króna) jan. - nóv. 2000 jan. - nóv. Breyting á föstu gengi*
Útflutningur alls (fob) 133.369,3 137.636,2 +4,8%
Sjávarafuröir 89.820,2 88.547,0 +0,1%
Landbúnaöarafurðir 1.947,9 2.333,8 +21,6%
lönaðarvörur 34.015,5 42.643,5 +27,3%
Ál 20.822,6 25.911,6 +26,3%
Kísiljárn 2.814,7 3.447,7 +24,3%
Aörar vörur 7.585,7 4.111,9 -45,0%
Skip og flugvélar 6.098,1 1.996,9 -66,8%
Innflutningur alls (fob) 154.687,9 171.820,4 +12,8%
Matvörur og drykkjarvörur 14.110,1 14.139,0 +1,7%
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 35.638,0 39.080,7 +11,3%
Óunnar 1.320,5 1.570,7 +20,7%
Unnar 34.317,5 37.510,0 +11,0%
Eldsneyti og smurolíur 8.388,1 16.061,4 +94,4%
Óunnið eldsneyti 227,9 407,5 +81,5%
Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 1.722,6 3.391,9 +99,9%
Annað unnið eldsn. og smurolíur 6.437,6 12.262,0 +93,4%
Fjárfestingarvörur 38.250,8 40.150,3 +6,6%
Fiutningatæki 28.028,6 30.090,0 +9,0%
Fólksbílar 12.565,1 11.637,5 -6,0%
Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.) 3.383,0 4.468,3 +34,1%
Skip 4.537,5 5.352,7 +19,8%
Flugvélar 3.403,4 3.937,4 +17,4%
Neysiuvörur ót.a. 30.060,6 32.127,9 +8,5%
Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 211,6 171,3 -17,8%
Vöruskiptajöfnuður -21.318,7 -34.184,2
Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris
ijanuar-nóvember 2000 1,5% lægra en sömu mánuði árið áður. Heimild: HAGSTOFA ÍSLANDS
milljörðum, eða 13% meira á föstu
gengi, en á sama tíma árið áður.
Rösklega þriðjungur þessarar
aukningar stafar af verðhækkun á
eldsneyti. Að öðru leyti má að-
allega rekja vöxtinn til aukins inn-
flutnings á hrávörum og rekstr-
arvörum, flutningatækjum,
fjárfestingavörum og neysluvör-
um.