Morgunblaðið - 30.12.2000, Page 24

Morgunblaðið - 30.12.2000, Page 24
24l LiABGiARDA.GURl30;DESEMBBR)200Q MÖRGl JNR LADI'Ð NEYTENDUR Tillögur að matreiðslu á áramótakalkúninum og meðlæti Sósan Vinsældir kalk- únsins auk- ast ár frá ári KALKÚNNINN er vinsæll matur á borðum landsmanna um áramót- in og verður sífellt vinsælli. Til eru margar aðferðir við steikingu, fyllingu og matreiðslu á kalkúni. Ingvar Sigurðsson, yfirmat- reiðslumeistari á veitingastaðnum Argentína steikhús, þekkir fjöl- margar aðferðir við matreiðslu hans. „Vinsældir kalkúnsins eru tví- mælalaust að aukast, ég greini það helst á birgjanum okkar en við erum í vandræðum með að fá kalkún hjá honum um þessar mundir því salan er það mikil. Þá greini ég aukninguna einnig í tengslum við kalkúnahlaðborðið okkar en ár hvert toppum við árið á undan,“ segir Ingvar og bætir við að mörgum þyki létt kalkúna- kjötið gott mótvægi við hefðbund- inn þungan og saltan jólamat eins og hangikjöt og svínahamborg- arhrygg. Þegar Ingvar er inntur eftir ráðum til að kalkúnaveislan heppnist sem best segir hann mikilvægast fyrir fólk að vita að kalkúnn sé mjög magurt kjöt og eldunin skipti því miklu máli ef kjötið á ekki að vera þurrt. „Þar gildir hin gullna regla að elda kalkúninn við vægan hita í langan tíma. Það hefur gefist mér vel að stilla á 140 gráður á blæstri í 45 mínútur á hvert kíló og jafn- vel er gott að fara með hann neð- ar og elda hann við 120 gráður í klukkutíma á kílóið. Þá er best að elda hann á grind í ofnskúffu." Nota smjör til að bleyta upp í kjötinu Að sögn Ingvars er gott að leggja stykki vætt með smjöri yfir kalkúninn áður en hann er settur inn í ofn því þá helst smjörið að hamnum en það hjálpar til að bleyta upp í kjötinu um leið til að fá þá fitu sem vantar upp á. „Þá bræða sumir smjör og ein- faldlega sprauta því inn í kalkún- inn á nokkrum stöðum og það gefst einnig mjög vel.“ Aðspurður segir Ingvar lang- best að kaupa kalkúninn ferskan. „Fyrir tveimur árum var byrjað að selja kalkúninn ferskan hér á landi og þá varð mikil breyting á. Frysting á kjöti er alltaf gæða- rýrnun. Ef kalkúnn er látinn þiðna í kæli tekur það nær þrjá sólarhringa, þá er auðvitað hægt að þíða hann á skemmri tíma á borði við stofuhita en það tekur einn til einn og hálfan sólarhring. Annars fer þetta allt eftir stærð kalkúnsins. Þess má geta að hvert kíló af kalkún dugar fyrir tvo til þrjá.“ Fyllingin ómissandi þáttur í matreiðslu Áður en fylling er sett í fuglinn þarf að hreinsa hann og þerra vel að innan með pappír. „Þegar búið er að fylla fuglinn þarf annaðhvort að sauma fyrir hann eða binda saman þannig að fyllingin flæði ekki út því hún þenst út við hitann. Gott er að krossleggja leggina fyrir opið og bregða bandi utan um.“ Margar aðferðir eru til viðað fylla fuglana. Að sögn Ingvars úr- beina sumir fuglinn en það er meira mál og ekki fyrir byrj- endur. „Þá er hryggunnn úrbein- aður þannig að úrbeinað er frá bakinu og alveg niður með bring- unni og fyllt svo upp í með fylling- unni og saumað fyrir.“ Aðrir taka fuglinn í tvennt, að sögn Ingvars, úrbeina hann og íylla hann þannig. Kalkúnninn tekur þannig helmingi skemmri tíma í eldun. Þegar keyptur er kalkúnn fylgir innmaturinn með; það er hálsinn, hjartað og lifrin. „Hálsinn og hjartað er iðulega notað í sósu- gerð og lifrin oft í fyllingarnar. Algengt er lifrin sé skorin smátt niður og steikt á pönnu, til dæmis með beikoni og sveppum. Síðan er þessu blandað saman ásamt söx- uðum eplum og brauðteningum og sett inn í fuglinn. Þá má einnig geta þess að hægt er að kaupa tilbúnar fyllingar úti í búð.“ í 4 til 6 kílóa fugl þarf 800 grömm af fyllingu en í 6 til 8 kílóa fugl þarf eitt kíló. Ekki er verra þó að öll fyllingin komist ekki fyrir í fuglinn, því af- gangurinn er oft hitaður sér og gjarnan með kalkúninum síðustu fimmtán mínúturnar í ofninum. Sætar kartöflur vinsælt meðlæti Ingvar segir ekki nauðsynlegt að snúa kalkúninum við inni í ofn- inum þótt margir geri það enda , geti það verið erfitt vegna þunga fuglsins. .AJgengast er að kalkúnninn sé borinn fram í heilu lagi enda er það hluti af borðhaldinu að skera hann niður í sneiðar þegar hann hefur verið borinn fram. Best er að byrja á að skera bringurnar og síðan lærin.“ Af klassísku meðlæti má nefna sætar kartöflur en þær eru vinsælar að sögn Ingvars. „í Bandaríkjunum er algengast að búin sé til kartöflumús úr sætu kartöflunum og hér á landi hafa vinsældir sætu kartöflurnar alltaf verið að aukast sem meðlæti. Þá er líka hægt að skera þær niður í teninga og steikja á pönnu með beikoni og pipra aðeins með rósm- arin eða salvíu.“ Áramótamáltíð að hætti Ing- vars: Kalkúnn í púrtvínssósu _____________1 laukur____________ _____________1 gulrót____________ __________1 sellerístilkur_______ __________2 lárviðarlauf________ ___________5 piparkorn___________ __________2 negulnaglar________ nokkrir kjúklinga- og nautateningar Byrjað er á að laga soðið í ofn- skúffu undir fuglinum um leið og hann steikist. Setjið 1,5 til 2 lítra af vatni í ofn- skúffuna undir fuglinum í ofnin- um. Brúnið hjartað og hálsinn á pönnu og setjið í ofnskúffuna. Bætið í grænmeti sem er skorið smátt og brúnað á pönnunni og bætið loks kryddinu út í. Þegar 30 mínútur eru eftir af steikingartíma fuglsins er ofn- skúffan tekin, soðið sigtað í pott og fitan fleytt vandlega af. _________1,2 lítror qf soðinu________ _____________60 gr, smjör____________ 70 gr. hveiti _____________2 dl. rjómi_____________ _____________sósulitur_______________ ______I -2 msk rifsberjghlaup________ _________1,5 dl. dökkt púrtvín_______ _____________solt og pipgr___________ Bræðið smjörið í potti og vinnið hveitið saman við þannig að úr verði smjörbolla. Þykkið soðið með smjörbollunni og látið suðuna koma upp. Bætið í rjómanum og bragðbætið með rifsberjahlaupinu og púrtvíninu. Endið á því að krydda sósuna með salti, pipar og e.t.v. súputen- ingum eftir því sem þurfa þykir. Einnig getur verið mjög gott að setja í sósuna nokkra dropa af góðu rauðvínsediki ef það er til á heimilinu. Fylling í kalkún _________Lifrin úr fuglinum_______ _________3 þroskaðar perur________ _________Vá rouð pgprika__________ I rauðlaukur ____________1 gulrót______________ ____________1 sellerístilkur______ _________200 gr. sveppir__________ 60 gr smjör til steikingar _________4 sneiðar beikon_________ ______6 brauðsneiðar, ristaðar ____________1 tsk salvía__________ _________Vi tsk steytt rósmarín___ _________smó olía til steikinggr__ salt og pipar Skerið lifrina í smáa bita ásamt beikoninu og steikið í olíunni uns það verður léttbrúnað. Bætið við smjörinu og smátt söxuðu græn- metinu. Hrærið í með sleif til að allt blandist vel saman, kryddið með salvíunni, rósmaríninu, salt- inu og pipamum. Afhýðið og kjarnhreinsið perumar, skerið í teninga. Skerið brauðsneiðarnar í teninga. Blandið öllu vel saman í skál og setjið síðan fyllinguna í fuglinn. Nýtt Krydd- myllur Á MARKAÐ eru komnar átta teg- undir af krydd- myllum frá franska krydd- framleiðandanum Dueros. Tegund- imar átta eru: steikarblanda, grænmetisblanda, svartur pipar, hvítur pipar, sjávar- salt, múskat, pipar & kryddblanda og savory-pipar. í fréttatilkynningu segir að til að tryggja að hráefni Ducros sé ávallt fyrsta flokks kaupi Dueros ekki sitt hráefni af heims- markaði heldur af völdum ræktend- um sem eingöngu rækta fyrir Ducr- os. Kryddmyllurnar frá Ducros eru fáanlegar í Gripnu og greiddu, Gall- erýi Kjöti, KÁ, Nýkaupi og Ostabúð- inni á Skólavörðustíg. Innflytjandi og umboðsaðili fyrir Ducros er Netkaup - Breiðablik ehf. Morgunblaðið/Ásdís Nýr fram- leiðsluréttur NÝVERIÐ keypti stærsti kart- öfluframleiðandi heims, McCain, framleiðsluréttindi á „Fries To Go“ örbylgjufrönskum sem seldar hafa verið hér á landi. Af þessum sökum mun umboðs- maður McCain hér á landi, Dreif- ing ehf., yfirtaka dreifingu og sölu á vömnni. Vömmerki „Fries To Go“ mun breytast fljótlega á næsta ári og verða selt undir vöm- merki McCain. Varan er fáanleg í öllum helstu matvömverslunum á landinu. Sænsku neytendasamtökin kanna öryggi leikfanga Fjórða hvert taudýr stenst ekki gæðapróf Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FJÖLDINN allur af böngsum og öðmm taudýrum sem em til sölu geta reynst smábömum hættuleg þótt varan sé með gæðastimpil Evrópusambandsins, CE, að sögn sænsku neytendasamtakanna. Gerð var könnun á taudýmm í nokkram stóram leikfangaverslun- um og vörahúsum og kom í Ijós að fjórða hvert dýr stenst ekki þær öryggiskröfur sem gerðar era til leikfanga handa smábömum. Neytendasamtökin prófuðu alls 70 mismunandi bangsa og dýr og reyndust augu, hnappar og aðrir smáhlutir mun lausari en öraggt telst en dæmi eru um að börn slíti þá af, stingi upp í sig og kafni. Þá reyndust sum dýrin úr eldfimum efnum og stórhættuleg ef þau kom- ast t.d. nálægt lifandi kertum. Vara neytendasamtökin foreldra og verslanir við því að treysta í blindni á merkingar á leikföngum, þar sem greinilegt sé að gæðapróf CE sé ekld nóg ef menn vilji vera öruggir um að leikfangið skaði ekki. Þá minna samtökin á að farið sér varlega með plastpokana utan um leikföngin, svo að börnin dragi þá ekki yfir höfuðið með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Augu, hnappar og aðrir smá- hlutir reyndust mun lausari en öruggt telst í könnun sænsku neytendasamtakanna. Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 sími 587 5070

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.