Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 27
MORGUNB LAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 27
Tugir farast
í ferjuslysi
AÐ minnsta kosti 60 manns
fórust og margra er enn sakn-
að eftir að íljótaferja með 400
manns um borð sökk í gær eft-
ir árekstur við aðra ferju á ánni
Meghna í suðaustur Bangla-
desh í gær.
Að sögn lögreglunnar í
Chandpur, sem er um 100 km
frá Dhaka, var svartaþoka þeg-
ar ferjurnar skullu saman. Um
100 manns hefur verið bjargað.
Ferjan sem sökk hefur verið
dregin upp og fundust ekki
fleiri lík um borð í henni.
Hin ferjan komst heilu og
höldnu til Dhaka. Áhöfn henn-
ar verður yfirheyrð af lög-
reglu.
Leiðtogi
aðskilnaðar-
sinna snýr
aftur til
Kasmír
LEIÐTOGI aðskilnaðarsinna í
Kasmír, Hashim Quershi, kom
til Indlands í gær frá Kaup-
mannahöfn og var þegar tek-
inn höndum af lögreglu.
Quershi hefur verið eftirlýstur
af indversku lögreglunni síðan
1971 vegna flugráns vélar Ind-
ian Airlines.
Hann er einn af stofnendum
Frelsishreyfingar Jammu og
Kasmír sem fylgir Pakistan að
málum.
Quershi sagði ástæðu þess
að hann snýr við vera þá að
hann styddi friðarumleitanir
Atal Behari Vajpayee, for-
sætisráðherra Indlands, sem
lýsti yfir einhliða vopnahléi í
Kasmír í lok nóvember.
„Ég kom hingað til að styðja
frumkvæði Vajpayee í friðar-
málum," kallaði Quershi í átt
að blaðamönnum á flugvellium
í gær. „Við viljum binda enda á
kúgun og blóðsúthellingar í
Kasmír ... Við viljum sjálfstætt
Kasmír og þess vegna er ég
hér.“
Quershi varð frægur er hann
rændi flugvél Indian Airlines á
leið milli Srinagar og Jammu.
Flugvélin var síðar sprengd í
loft upp á Lahore-flugvellinum
í Islambad.
Quereshi sat inni í Pakistan í
níu ár og þrjá mánuði fyrir
verknaðinn en hefur búið í
Amsterdam sl. 14 ár.
Enn deilt í
tékkneska
ríkissjón-
varpinu
ENGIN lausn virðist í sjón-
máli í deilum tékkneskra sjón-
varpsfréttamanna og nýráðins
sjónvarpsstjóra, Jiri Hodac.
Hodac hótaði í gær að hann
myndi biðja lögregluna um að
fjarlægja fréttamennina sem
hafa haft fréttastofuna á sínu
valdi síðan fyrir jól.
Fréttamennimir eru ósáttir
við ráðningu Hodac, sem þeir
telja hallan undir flokk Borg-
aralegra demókrata, sem Vac-
lav Klaus, fyrrverandi for-
sætisráðherra, fer fyrir. Þeir
sögðust í gær lítið mark taka á
hótunum Hodac.
Svo virðist sem Hodac og
fylgismenn hans séu búnir að
tapa baráttunni um hylli al-
mennings en langflestir telja
að hann eigi að segja af sér.
Nýtt met í
mannránum
Bogota. AP.
NÝTT met var sett í fjölda mann-
rána í Kólumbíu á árinu sem er að
líða en yfir 3.000 manns var rænt á
árinu og státar landið því af þeim
vafasama heiðri að eiga heimsmet
í mannránum.
Að meðaltali var yfir níu manns
rænt daglega á árinu, að mestu
leyti af vinstrisinnuðum skærulið-
um og glæpamönnum sem eru á
höttunum eftir lausnarfé. Það eru
þó fjöldamannrán eins og þegar
Frelsisher þjóðarinnar, ELN,
rændi 80 manns í september frá
veitingastöðum í Cali, næststærstu
borg Kólumbíu, sem hækka heild-
artöluna.
Þessar upplýsingar koma fram í
skýrslu samtakanna Frjálst land.
Mörg mannrán eru aldrei tilkynnt
til lögreglu.
í skýrslunni segir að ELN hafi
verið ábyrgt fyrir 27% af mann-
ránum þeim sem tilkynnt voru til
lögreglu. Stærsta uppreisnar-
hreyfing landsins, Hin vopnaða
uppreisnarhreyfing Kólumbíu
(FARC) var ábyrg fyrir 24%
mannránanna. Sameinuðu sjálfs-
varnarsveitir Kólumbíu, sem er
sveit hægrisinnaðra skæruliða er
talinn bera sök á 8% mannrán-
anna. Mannránum hefur einkum
fjölgað vegna þess hversu hátt
lausnargjald hinar vopnuðu sveitir
hafa heimt fyrir fórnarlömb sín.
Flest fórnarlambanna eru frá Kól-
umbíu en um 36 útlendingar urðu
þó fyrir barðinu á mannræningj-
um. 264 börnum var einnig rænt á
árinu.
Borgarastríð hefur verið háð í
Kólumbíu í 36 ár og uppreisnar-
hreyfingar reiða sig í síauknum
mæli á lausnarfé til að fjármagna
starfsemi sína.
Eftir því sem mannránum hefur
fjölgað hefur hjartnæmum út-
varpskveðjum fjölskyldna fórnar-
lambanna til ættingja sinna í haldi
einnig fjölgað.
„Þetta hefur áhrif á alla, ekki
eingöngu þá sem er rænt,“ segir
David Buitrago, stjórnmálaskýr-
andi Frjáls lands. „Allir eru
hræddir."
Að sögn samtakanna er nú eitt-
þúsund þrjátíu og sex íbúum Kól-
umbíu haldið föngnum af mann-
ræningjum, í frumskógum, upp til
fjalla og í borgum. Krafist er
lausnargjalds fyrir flesta en sumir
ræningjanna hafa sett fram póli-
tískar kröfur.
FAXAFEN8
Afgreiðslutími:
Laugard. 10-18
Lokað gamlársdag
Opnum aftur 4. janúar
10 8 R ey k j