Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Litlu munaði að þota með 400 manns færist Oður farþegi reyndi að taka stj órnina Naírdbí. AFP, AP. LITLU mátti muna að Boeing 747- 400 þota á vegum British Airways, með tæplega 400 manns um borð, færist á leið frá London til Nairobi í Kenýa í gærmorgun. Lenti áhöfn- in í átökum við mann sem réðst inn í flugstjómarklefann og reyndi að taka stjórnina, að því er flugfélagið greindi frá. Skelfingu lostnir farþegar hent- ust til og frá um farþegarýmið er þotan veltist um, að því er sjón- arvottar sögðu. Eftir stutt áflog við flugmennina, sem talið er að hafi staðið í um tvær mínútur, var mað- urinn, sem ráðist hafði inn í flug- stjórnarklefann, yfirbugaður af áhöfninni og farþegum. Þegar vélin kom til Nairobi klukkan 7.10 í gær- morgun að íslenskum tíma fylgdu kenýskir lögreglumenn manninum frá borði og á sjúkrahús. Flugstjórinn, William Hagen, sagði að einn áhafnarliði hefði hjálpað sér að koma manninum út úr flugstjómarklefanum og annar áhafnarliði hefði náð stjórn á vél- inni. „Með aðstoð nokkurra far- þega tókst okkur að halda aftur af þessum óboðna gesti,“ sagði Hag- en. „Fyrir skjót viðbrögð sam- starfsfólks míns og farþeganna tókst að binda skjótan enda á þetta atvik.“ Tók tvær dýfur Um borð voru 379 farþegar, 16 flugliðar og þriggja manna áhöfn. Var vélin í 35 þúsund feta hæð yfir Afríku þegar atvikið átti sér stað. „Þetta byrjaði eins og í rússíbana. Flugvélin beygði skyndilega og lækkaði flugið bratt. Öllum var mjög brugðið, margir grétu og margir æptu,“ sagði einn farþeg- inn, Todd Engstrom, 41 árs læknir frá Bandaríkjunum. Annar farþegi, Benjamin Gold- smith, sagði vélina hafa tekið tvær dýfur. Eftir þá fyrstu hefði hún stöðvast í andartak og „svo tók hún aðra dýfu á furðulegan máta, fór niður til vinstri ... og svo drapst á hreyflunum." Engstrom var á leið til Kenýa ásamt konu sinni og tveim dætrum til læknastarfa í sjálfboðavinnu. Hann sagði að atvikið hefði átt sér stað um klukkan fimm í gærmorg- un, um það bil tveim tímum fyrir lendingu. „Það rákust allir upp í loftið, [vélin] féll svo snöggt," sagði Kathi Layborn, 18 ára breskur nemi. Boeing 747-400 þota British Airways á Jomo Kenyatta-flugvelli í Naíróbí í gærmorgun. Reuters Kenýamaðurinn sem grunaður er um að hafa ráðist til inn- göngu í flugstjómarklefann. „Það var eins og hún væri að hrapa. Þetta var alveg hræðilegt," sagði vinkona hennar, Zoe MeNaughton. Samkvæmt upplýs- ingum flugfélagsins fótbrotnaði einn áhafnarmeðlimur í látunum og nokkrir farþegar meiddust lítillega. Sjálfstýringin af Engstrom sagði ennfremur að farþegar á fyrsta farrými hefðu sagt sér að maðurinn hefði farið inn í flugstjórnarklefann, tekið sjálfstýringuna af flugvélinni og Todd Engstrom, bandarískur læknir sem var meðal farþega í vélinni. glímt við flugmennina áður en hann hafi verið yfirbugaður. Brit- ish Airways hefur staðfest að sjálf- stýringin hafi „farið af“ þegar at- burðurinn gerðist. Þá greindi flugfélagið ennfremur frá því að maðurinn, sem réðst inn í flugstjómarklefann, hafi bitið flugstjórann, William Hagen, í ann- að eyrað og fingur. Hagen er 53 ára og „einn reyndasti flugstjóri félagsins, með 30 ára starfs- reynslu". „Geðsjúklingur um borð gekk berserksgang,“ sagði Dola Indidis, fulltrúi lögreglunnar í Kenýa. Hefði maðurinn verið fluttur á sjúkrahús í Nairobi þar sem hann væri nú undir læknishendi. Að sögn lögreglunnar er maðurinn 27 ára, frá Kenýa og kann að vera haldinn geðsjúkdómi. Ekki væri ljóst hvort hann yrði ákærður. Að sögn nokkurra farþega var flugstjóri þotunnar þeirrar skoð- unar að maðurinn hefði verið van- heill á geði. „Það kom brjálaður maður inn í flugstjórnarklefann og ætlaði að brotlenda vélinni og fremja sjálfsvíg," höfðu farþegarn- ir eftir flugstjóranum. Féll um 10 þúsund fet „Ég held að allir um borð hafi talið að vélin væri um það bil að farast,“ sagði Goldsmith við frétta- stofu Sky-sjónvarpsins. „Fullorðnir karlmenn voru æpandi. Fólk bað bænir.“ Goldsmith bætti við að flugstjór- inn hefði sagt að fimm til tíu sek- úndur til viðbótar hefðu þýtt að flugmaðurinn hefði ekki getað náð stjórninni aftur því að [vélin] var næstum komin á bakið.“ Meðan á ryskingunum stóð hafi „alger skelfing" ríkt um borð. Sagði Goldsmith að sér hafi skilist að þotan hafi fallið um tíu þúsund fet, sem eru rúmir þrír kílómetrar. Bill Clinton Bandaríkjaforseti fer ekki til Norður-Kóreu Samningar um eld- flaugamál bíða Bush Washington. AP, AFP. BILL Clinton Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á fimmtudag, að ekkert myndi verða úr því að hann færi í op- inbera heimsókn til Norður-Kóreu áður en hann lætur af embætti. Úr þessu yrði það að verða hlutverk arf- taka hans, George W. Bush, að ná meiri árangri í að semja við komm- únistastjórnina í þessu einangraða Iandi um frekari hömlur við eld- flaugavopnaáætlun hennar. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu sagðist Clinton hafa tjáð Bush að þær þrjár vikur sem hann ætti eftir í embætti dygðu honum einfaldlega ekki til að ljúka málinu með full- nægjandi hætti. Clinton gaf út yfirlýsingu, þar sem fullyrt er að „nægileg árangursvon" fælist í þeim samningaviðræðum sem ríkisstjórn Clintons hefði komið af stað við stjórnina í Pyongyang um smíði eldflaugavopna og dreifingu slíkrar tækni til að það borgaði sig að halda þeim áfram. „Bandaríkin eiga augljósra hagsmuna að gæta í því að viðræðunum sé fylgt eftir,“ sagði Clinton. „Ég hef trú á því að stjórnin sem tekur við muni geta komið þessu samkomulagi í höfn,“ sagði Clinton. „Ég reikna með gagnkvæmum heim- sóknum [æðstu ráðamanna ríkjanna]. Ég held að mikið muni gerast sem muni gera heiminn mun öruggari." Clinton hefur lagt mikið uppúr því í utanríkisstefnu sinni að ná árangri í viðræðum við Norður-Kóreumenn. Árið 1994, þegar fyrra kjörtímabil Clintons var u.þ.b. hálfnað, náði stjóm hans samningum um að Norð- ur-Kóreumenn hættu að vinna frek- ar að þróun kjarnorkuvopna og fengju í stað þess aðstoð frá Banda- ríkjamönnum, Japönum og Suður- Kóreumönnum við þróun friðsam- legrar nýtingar kjarnorkunnar. í síðustu viku sagði Madeleine Al- bright, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að „raunverulegur möguleiki" væri á því að Norður- Kóreumenn gengjust inn á það að setja hömlur við framleiðslu og út- flutningi hemaðareldflauga og eld- flaugatækni. Ein ástæðan fyrir þróun hins um- deilda eldflaugavamarkerfis Banda- ríkjamanna er eldflaugavopnasmíði Norður-Kóreumanna. Danmörk Börn með meiri peninga á milli handa DÖNSK börn og danskir unglingar hafa nú meiri peninga á milli handa en nokkm sinni fym. Skýring þessa er að æ fleiri sinna vinnu með skóla auk þess sem foreldrar borga í sífellt meira mæli fyrir hluti barna sinna. Afleiðing þessa er sú að framleið- endur merkjavöru og hljómflutn- ingstækja hafa fengið augastað á þessum hópi og er því spáð að þeir eigi eftir að beina sjónum að börnum í auknum mæli á næstunni. ,Áhugi auglýsenda á börnum hef- ur alls ekki náð hámarki ennþá. Það munu verða framleiddar vörur í framtíðinni beinlínis fyrir böm,“ segir lektor Kennaraháskólans og sérfræðingur í auglýsingum fyrir böm, Birgitte Tufte, í samtali við danska dagblaðið Politiken. Hún bendir á að þær fjárhæðir sem unglingar fá í fermingargjafir séu orðnar mjög háar, algengt sé að fá því sem svarar 200.000 ísl. kr. en sumir fái allt að 600.000 ísl. krónum. Það er einnig af sem áður var að ætlast sé til þess af unglingum að þeir greiði hluta af því sem þeir vinna sér inn til heimilisins. -------*-H------- Meintur vopnasali segist vera saklaus Jerúsalem. AFP. ARKADY Gaydamak, viðskiptajöfur og milljarðamæi-ingur, sem frönsk yfirvöld segja samsekan Jean-Christ- opher Mitterand, syni forsetans fyrr- verandi, í ólöglegri vopnasölu til Áng- óla fyrir nokkram ámm, segist vera saklaus. Gaydamak hefur leitað hælis í Isi’ael að því er kemur fram í ísr- aelska dagblaðinu Haaretzí gær. Mitterand var handtekinn í síðustu viku og er verið að rannsaka hvort hann hafi þegið milljónir að gjöf frá Pierre Falcone, forstjóra vopnafyrir- tækisins Brenco, í tengslum við söl- una. Falcone hefur einnig verið hand- tekinn. Gaydamak segir í viðtali við Haar- etz að hann sé eftirlýstur vegna skattsvika en ekki vopnasölu af frönsku ríkisstjórninni. Hann sé þó saklaus af öllum ákærum. Hann bæt- ir við að lögfræðingar hann séu í sambandi við frönsk yfirvöld og að hann muni snúa aftur til Frakklands í lok janúar. Gaydamak, sem fæddist í Rússlandi, hefiu- vegabréf frá fjómm löndum, Frakklandi, ísrael, Kanada og Angóla. Gaydamak segir að rann- sóknin á vopnasölunni sé hluti valda- baráttu franska forsætisráðherrans Jospins og Chiracs forseta, en per- sónulegar árásir á sig miðist að rúss- neskum gyðingi sem hafi gert það gott í fjármálum og segir að hafi verið reynt að láta líta út fyrir að hann sé rússneskur njósnari eða í mafíunni. ----------------- Áramótin Varað við tölvuþrjótum Washington. AFP. BANDARÍSK stofnun, er annast varnir gegn tölvuglæpum, varaði á fimmtudag fyriríæki og einstaklinga við því að tölvuþrjótar myndu freist- ast til að nota frídaga um áramótin til að brjótast inn í tölvukerfi. Einkum er talin mikil hætta á að tölvuþrjótar ofhlaði kerfi með því að senda aragrúa fyrirspurna sem á endanum valda því að kerfið hættir að svara. Gefin em ýmis ráð, t.d. að forðast að opna tölvupóst frá óþekkt- um sendanda, endurnýja veimvarnir og slökkva á tölvum sem enginn fylg- ist með yfir helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.