Morgunblaðið - 30.12.2000, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 29
Þunglyndi
Greiða lyf fyrir myndun
taugafrumna?
Konur
Gagnast estrógen gegn
hjartasjúkdómum?
Erfðavlsindi
Hversu mörg gen hýsir
mannslíkaminn?
Tól og tæki
Tölvunotkun tengd við
verki og vanlíðan
Könnun á meðal háskólanema
í Bandarikjimum
Annar hver
þjáður vegna
tölvunotkunar
The New York Times Syndicate.
VERA kann, að ríflega annar hver
háskólanemi í Bandaríkjunum líði
kvalir sem rekja má til vinnu við
tölvur, að því er vísindamenn
segja. Um 13% þeirra kunna að
finna til óþæginda eftir einungis
einnar klukkustundar setu, sam-
kvæmt niðurstöðum rannsóknar
sem birtist í nýlegu hefti The Am-
erican Journal of Medicine. Meðal
einkenna eru verkir í öxlum og
handleggjum, dofnun og náladofí.
„Þessi vöðva- og beinavandamál
hafa áhrif á marga þætti daglegs
lífs þeirra," sagði dr. Jeffrey N.
Katz, aðalhöfundur rannsóknar-
innar og aðstoðarprófessor í lækn-
isfræði við læknadeild Harvard-
háskóla. „Þessi vandamál ráða því
hvernig heilbrigðisþjónusta er
nýtt, hvaða breytingar verða á
starfsvali nemendanna í sumum
tilfellum, breytingum á því við
hvað þeir fást utan skólatíma og
getu þeirra til að sinna skólaverk-
efnum eins og þeir myndu kjósa.“
Katz og samstarfsfólk hans
rannsakaði nemendur við ónefnd-
an háskóla. Einungis 720 af 1544
nemendum skólans kváðust aldrei
hafa fundið til eða dofnað þegar
þeir notuðu tölvu. Þar eð um 1,7
milljónir nemenda eru við banda-
ríska háskóla á ári hverju áætla
vísindamennirnir að 800 þúsund
háskólanemar í landinu kunni að
eiga við svona vandamál að etja.
I rannsókninni kom í ljós að sitji
maður lengur en 20 tíma á viku við
tölvu eykst hættan á að maður
fínni til verkja um 40%, að sögn
Katz. Og tölvunarfræðinemar voru
120% líklegri til að verða fyrir
meiðslum, jafnvel eftir að hafa sett
takmörk við fjölda þeirra stunda
sem þeir sátu við tölvu.
Ástæðan er að öllum líkindum
óheilsusamlegir vinnuhættir, sem
eru algengir meðal þessara nem-
enda, segir Katz. Þar á meðal eru
langar setur við tölvu án hvíldar
og „endurtekin músarnotkun“,
Associated Press
Þaulsetan við tölvurnar tekur á.
þ.e., að smella sífellt í stað þess að
nota allt lyklaborðið. Öllu erfiðara
var að útskýra hvers vegna kven-
kyns nemendur voru 60% líklegri
til að finna fyrir einkennum. Þá
kom einnig á óvart að sagnfræði-
nemendur virðast af einhverjum
ástæðum síður finna fyrir þessum
vandamálum og íþróttafólk var
40% síður líklegt til að finna fyrir
þessu en aðrir, „en það er skilj-
anlegra," sagði Katz.
Hvað er til ráða?
Dr. Jeffrey Katz segir að auð-
velt sé að koma í veg fyrir meiðsl
er tengjast tölvunotkun. Til að
byrja með ætti maður að taka sér
hvfld í að minnsta kosti fimm mín-
útur á hverri klukkustund og bæta
við nokkrum „smá-hléum“ í nokkr-
ar sekúndur á nokkurra mínútna
fresti - og að minnsta kosti taka
hendurnar af lyklaborðinu. Þá er
rétt að skipuleggja tíma sinn
þannig að maður þurfi ekki að
sitja við lengi í senn.
Þá skiptir máli að tækjabúnaður
sé rétt upp settur. Fætur eiga að
vera þannig staðsettir að iljar séu
alveg á gólfinu og framhandleggir
í sömu hæð og mjaðmir. Kjöltu-
tölvur valda mörgum háskólanem-
um vandkvæðum. Nálægð lykla-
borðs og skjás gerir að verkum að
erfitt er að fylgja leiðbeiningum
um heilsusamlega tölvunotkun.
Ulnliðir eiga, að sögn, að liggja
flatir, þegar maður notar tölvu, og
efri brún skjásins á að vera í augn-
hæð.
TENGLAR
The American Journal ofMedicine:
www.amjmed.org
Þróa egg er vinna
gegn krabbameini
London. AP.
„HÖFUNDAR" kindarinnar Dollý
tflkynntu nýverið að þeir hyggist
fjöldaframleiða krabbameinslyf í
eggjum erfðabreyttra hæna. Við
Roslin-stofnunina í Edinborg hafa
þegar verið búnar til erfðabreyttar
kýr og kindur með lyf í mjólk
þeirra. Segja vísindamenn við
stofnunina að þeir búist við að inn-
an árs verði orðin til egg sem inni-
haldi mótefni, gert úr prótíni, gegn
húðkrabbameini.
Hænurnar verða „gerðar“ sér-
staklega til þess að í þeim verði arf-
berar sem leiði til þess að í hvítu
eggjanna verði prótín sem nauðsyn-
leg eru í lyf. Hænurnar verða síðan
klónaðar. „Kjarninn í þessu verk-
efni er að skapa hænur sem verpa
eggjum sem í eru ný lyf gegn
mörgum alvarlegum sjúkdómum,
m.a. krabbameini," sagði dr. Helen
Sang sem stjórnar rannsóknar-
hópnum.
Mótefni gegn sortuæxli
Roslin-stofnunin á í samstarfi við
bandaríska líftæknifyrirtækið Vira-
gen í Flórída. Fyrstu arfberarnir
sem Roslin fær frá Viragen verða
notaðir til að framleiða mótefni við
sortuæxli, að sögn vísindamann-
anna. Síðan er ætlunin að búa til
prótínlyf gegn mörgum krabba-
meinum, m.a. í lungum og innyflum.
Associated Press
Fær hið „fullkomna sköpunar-
verk“ nýtt hlutverk?
Arfberar, eða gen, framleiða
prótín. Mörg krabbameinslyf sem
nú eru notuð, tfl dæmis Interferon,
eru byggð á prótínum. Slík lyf eru
flókin og erfitt að framleiða þau í
miklu magni. Þar af leiðandi eru
þau dýr og framboðið takmarkað. í
tilkynningu frá Viragen segir að
þótt dýr á borð við kýr, kindur,
geitur og kanínur séu framleidd til
að búa til prótín í mjólkinni, lofi hin
mikla varpgeta hænanna mun hrað-
ari, ódýrari og í rauninni ótakmark-
aðri lyfjaframleiðslu.
TENGLAR
Roslin stofnunin: www.ri.bbsrc.ac.uk/
Við ftjá Sfpversíun %ópavogs
vifjum pafíja öffum peim
viðsfjptavinum sem ífpmu tif ofjjar
á árinu sem er að fíða opjföpjnuðu
með offur á 35 ára afmcefi
versfunarinnar.
Vonumst tifþess að sjá yffur sem
ffest á nýju ári.
SKÓVERSLUN
KÓPAV0GS ^ ára...ofj afltaf ísóípn
HAMRAB0RG 3 • SÍMI 5541754