Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ
Æðakölkun
„veldur
þunglyndi“
30 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000
VIKU
m
Los Angeles Times.
Hjartasjúkdómar meðal kvenna
E strógen kann að
draga úr hættunni
Með hjartað á réttum stað.
Associated Press
MEÐ því að taka hormónið estrógen
geta konur dregið úr hættunni á að
taka hjartasjúkdóma, samkvæmt
nýrri rannsókn er gerð var við Há-
skólann í Suður-Kaliforníu (USC) í
Bandaríkjunum. Virðast þessar nið-
urstöður stangast á við niðurstöður
fyrri rannsókna.
Þessi nýja rannsókn var gerð á
heilbrigðum konum og dálítið öðru-
vísi gerð af hormóninu og kann að
veita bestu vísbendingar, sem hing-
að til hafa fundist, um að estrógen-
meðferð geti ef til vill dregið úr
hættunni á hjartaáfalli. Fyrri rann-
sóknir voru gerðar á konum sem
þegar höfðu hjartasjúkdóma.
Niðurstöður rannsóknarinnar,
sem gerð var á 220 konum, voru
kynntar á fundi Bandaríska hjarta-
vemdarfélagsins (American Heart
Association) í New Orleans nýverið.
Dr. Howard Hodis við USC stýrði
rannsókninni og komst að því, að
konur sem tóku estrógenskammt
daglega reyndust eiga mun síður á
hættu að fá hjartasjúkdóma, s.s.
hjartaáfall, er fram liðu stundir.
í annarri rannsókn, sem einnig
var kynnt á fundinum, komust kana-
dískir vísindamenn að því, að meiri
líkur eru á að konur fái hjartaáfall
þegar þær hafa blæðingar, eða rétt
eftir blæðingar, þegar estrógen-
magn í líkamanum er lægra af nátt-
úrulegum orsökum. Þessar tvær
rannsóknir munu að öllum líkindum
ýta undir umræður um víðtæka
notkun hormónameðferðar.
Farmingham-
rannsóknin
Meint tengsl á milli hjartasjúk-
dóma og estrógens komu fyrst fram í
kjölfar svokallaðrar Farmingham-
hjartarannsóknar á áttunda ára-
tugnum, þegar vísindamenn hófu
nokkurra áratuga rannsókn á íbúum
bæjarins Farmingham í Bandaríkj-
unum. Varð niðurstaða vísinda-
mannanna sú, að 55 væri mikiivægur
aldur fyrir konur hvað hjartasjúk-
dóma varðar. Mjög sjaldgæft er að
konur fái hjartaáfall fyrir þann ald-
ur. Þegar þær voru orðnar 55 ára fór
tíðni hjartaáfalla meðal þeirra að
nálgast mjög tíðnina meðal karla.
Hin augljósa niðurstaða var að
breytingin tengdist tíðahvörfum.
Leiddu vísindamennirnir getum að
því, að meira magn estrógens í blóði
kvennanna fyrir tíðahvörfin vernd-
aði þær fyrir hjartasjúkdómum.
Ymsar fyrri rannsóknir virtust
renna frekari stoðum undir þessa til-
gátu, auk þess að benda til annarra
kosta við hormónameðferð, þ.ám.
aukinnar beinþéttni, minnkaðrar
blóðfitu, minni hættu á ristilkrabba,
betri húðlitar og ef til vill minni
hættu á Alzheimer-sjúkdómi.
En nýlegar rannsóknir, sem mikið
hefur verið fjallað um í fjölmiðlum,
leiddu í Ijós að hormónameðferð var
til lítilla eða engra bóta fyrir konur
sem þegar voru með hnútahersli, eða
útfellingar, í slagæðum. Hodis bend-
ir aftur á móti á, að í flestum fyrri
rannsóknum hafi verið notað Prem-
arin, sem er flókin mixtúra af estró-
genum einangruðum úr þvagi fyl-
fullra mera. Við sína rannsókn hafi
hann einungis notað 17-beta-estra-
diol, eða þá gerð estrógens sem
myndast í konum.
Rannsókninni er ekki lokið, en
hún hefur staðið í tvö ár, og sagði
Hodis að þær kvennanna, er taka
þátt í rannsókninni, sem ekki hafi
fengið estrógen og ekki kólesteról-
lækkandi lyf hafi reynst vera með
aukna þykkt æðaveggja (IMT), sem
bendi til æðakölkunar, en hjá þeim
konum sem tekið hafi estrógen hafi
æðaveggir aftur á móti þynnst, sem
bendi til minni hættu á hjartasjúk-
dómum. Niðurstöðumar hjá konum
sem hafi tekið bæði estrógen og kól-
esteróllækkandi lyf séu engu betri
en hjá þeim sem einungis hafi tekið
estrógen.
ÞUNGLYNDI á efri árum kann að
mega rekja til æðakölkunar, að því er
vísindamenn telja. Greint er frá þessu
á fréttavef breska ríkisútvarpsins,
BBC. Því er spáð að árið 2020 verði
þunglyndi orðið næstalgengasta or-
sök fötlunar í heiminum. Margir telja
að þetta sé vegna þess að lífsstíl nú-
tímans íylgi sífellt meiii streita.
En vísindamenn við Öldrunai’-
heilsugæslustofnunina við Háskólann
í Newcastle hafa sýnt fram á að or-
sakimar kunni að vera líkamlegar.
Telja þeir að þunglyndi á efri árum
kunni að mega rekja til kölkunar í æð-
um sem liggja til heilans.
Gerðar vom rannsóknir á 40 látn-
um einstaklingum og hafði um það bil
annar hver fengið alvarlegt þung-
lyndiskast að minnsta kosti einu sinni.
Þunglyndi er mjög algengt meðal
fólks sem þjáist af Alzheimers-sjúk-
dómnum eða elliglöpum en rannsókn-
in leiddi ekki í Ijós neinar vísbend-
ingar um annað hvort í heilavefnum.
Aftur á móti fundust margar vís-
bendingar um kölkun og þrengingu í
æðum sem liggja til heilans í þeim
einstaklingum sem þjáðst höfðu af
þunglyndi. Vísindamennimir segja,
að ef niðurstöður þeirra fáist staðfest-
ar í frekari rannsóknum kunni að
vera ráðlegt að hefja reglulegar rann-
sóknir á eldra fólki sem þjáist af
þunglyndi og leita að æðaskemmdum.
Þunglyndi er algengt í kjölfar
hjartaáfalls eða heilaáfalls og niður-
stöður fyrri rannsókna benda til að
þunglyndi ríflega þrefaldi hættuna á
að maður deyi á næsta hálfa ári eftir
áfallið. Stjómandi rannsóknarinnar,
dr. Alan Thomas, tjáði fréttavef BBC
að tengslin þama á milli yrðu ekki
fyllilega útskýrð með þeirri stað-
reynd að hjartasjúkdómar valdi
þunglyndi.
Niðurstöður rannsóknarinnar em
birtar í Joumal ofNewology, Neuro-
surgeryand Psychiatry.
TENGLAR
Journal of Neurology, Neurosurgery
and Psychlatry. http://Jnnp.bmjjourn-
als.com.
Hversu marg-
ir arfberar
eru í manni?
Vísindamenn eru ósammála um hversu
mörg gen eru að fínna í manninum en
vísbendingar hafa komið fram um að
þau séu færri en áður var talið. Og það
teljast góðar fréttir.
AP.
Associated Press
Með aukinni þekkingu á genum mannsins og samspili þeirra innibyrðis
og við umhverfið er vonin sú að unnt verða að þróa fram öflug lyf við
mörgum af þeim illvígu sjúkdómum sem heija á mannkynið. Á mynd-
inni gengst Donovan Decker, 36 ára gamall Bandaríkjamaður, undir
genameðferð í tilraunaskyni.
HVERSU marga arfbera, eða gen,
þarf tií að búa til einn mann? Ef til
vill ekki mikið fleiri en þarf til að
búa til litla jurt. Að minnsta kosti
benda nýlegar áætlanir um eitt af
grundvallaratriðum líffræðinnar til
að þetta sé líklegt.
Arum saman var yfirleitt talið að í
erfðamengi mannsins, sem er að
finna í hverri einustu manneskju,
væru á bilinu 60 til 100 þúsund gen.
Það er harla gott í samanburði við
þau 25.500 gen sem eru í lítilli jurt
sem nefnist arabidopsis thaliana,
eða gæsamatur. Og það er margfalt
meira en þau 19 þúsund gen sem
eru í agnarsmáum ormi er nefnist
caenorhabditis elegans eða 13.600
genum ávaxtaflugunnar, droso-
philia.
Vísindamenn eru enn fullkomlega
ósammála um hversu margir arfber-
ar eru í manneskju. Tilgátur er sett-
ar hafa verið fram eru á bilinu
27.462 til 153.478 gen, eða að með-
altali um 62 þúsund. Fyrirtækið
Human Genome Sciences Inc. í
Bandaríkjunum áætlar til dæmis að
í genamenginu séu yfir 120 þúsund
gen, byggt á greiningu á efnaboðum
frá genum um gerð prótína.
Talan kemur á óvart
En undanfarið hefur frammámað-
ur alþjóðaáætlunarinnar, sem hefur
lokið grófri kortlagningu á menginu,
sagst reikna með að í genaskránni
séu á bilinu 30 til 40 þúsund gen.
„Það kemur á óvart hversu lág talan
er,“ sagði dr. Francis Collins, fram-
kvæmdastjóri bandarísku erfða-
mengisrannsóknastofnunarinnar.
í júní sl. kynntu tveir hópar vís-
indamanna hvor sína rannsóknina,
þar sem áætlað er að genin séu á
bilinu 28 til 35 þúsund. Manni kann
að finnast þessar tölur óþægilega
nálægt því sem er í gæsamatnum
eða elegansorminum. I orminum
eru aðeins 959 frumur, í samanburði
við þær trilljónir fruma sem eru í
mannslíkamanum. Og hvorki jurtin
né ormurinn þurfa að takast á við
erfið verkefni á borð við að læra ís-
lensku eða komast að því hver sigr-
aði í raun og veru í bandarísku for-
setakosningunum.
En vísindamenn benda á að líf-
fræðilegur margbreytileiki lífvera
sé fólginn í fleiru en stærð gena-
mengis þeirra. Til dæmis geti það
skipt miklu máli hvaða munur er á
því hvenær tiltekin gen séu virk og
hvenær ekki hvað varðar þróun líf-
veru. Auk þess sé lífvera í rauninni
byggð og stjórnað af þeim prótínum
sem genin í þeim láti þær búa til.
Flestu fólki hafi verið kennt að eitt
gen forriti eitt prótín en raunin sé
sú að sum gen geti leitt af sér fleiri
en eitt prótín. Þetta kunni að eiga
við um yfir helming genanna í
mannslíkamanum.
Þar að auki geti lífverur orðið
flóknari með því að búa til marg-
brotnari samsetningar úr sömu
grunnefnunum. Með sama hætti og
maður getur notað Lego-kubba til
að byggja einfalt hús eða eftirlík-
ingu af Vatíkaninu, segir Gerald
Rubin við Háskólann í Kaliforníu,
Berkeley, og Howard Hughes-
læknamiðstöðina.
Þegar allt komi til alls sé ein
heilafruma úr manni ekki svo frá-
brugðin heilafrumu úr flugu en í
mannsheilanum eru mun fleiri slík-
ar. Rubin hefur mikla æfingu í að
hugsa um tengsl á milli genafjölda
og margbreytileika. Þegar hann og
samstarfsmenn hans tilkynntu í
fyrra að þeir hefðu fundið 13.600
gen í ávaxtaflugunni töldu margir
vísindamenn að talan væri of lág,
segir Rubin. Þetta voru jú færri gen
en í elegansorminum sem virðist
vera mun einfaldara kvikindi.
En Rubin telur að þessi niður-
staða sín hafi „losað þá úr þeim hjól-
förum að líta svo á að það hlyti að
vera fylgni á milli margbreytileika
og fjölda gena.“
Góðar fréttir
Hvað varða genafjöldann í mönn-
um eru það góðar fréttir fyrir vís-
indamenn ef hann reynist vera
„minni en við höfum óttast," segir
Phil Green við háskólann í Wash-
ington í Seattle. Hann telur að genin
í mönnum séu um 35 þúsund og
bendir á að minni fjöldi bendi til að
það séu færri prótín í mönnum sem
vísindamenn þurfi að safna saman
til að búa til skrá yfir alla partana í
mannslíkamanum. Og því færri sem
genin séu, því minna verk sé það að
finna öll þau gen sem eiga hlut að
máli í einkennum manna eða sjúk-
dómum sem hrjá þá. „Við ættum að
geta fundið svörin fyr,“ segir Green.