Morgunblaðið - 30.12.2000, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ
32 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000
✓
Vísindavefur Háskóla Islands
Hvað eru
stóru
brandajól?
VISINDI
Undanfarin vika hefur veriö róleg á Vís- I
indavefnum og aðeins örfá ný svör hafa !
birst. Þau eru um hárvöxt, stóru brandajói, gleraugu, loöber, Charl-
es Darwin og sólarupprás á tunglinu. Svörin sem birtast í dag á síö-
um Morgunblaósins tengjast öll yfirstandandi hátíðahöldum. Eitt er
um jól, annað um áramót og það þriðja um gallblöðruna sem ætti
að koma að góðum notum við alla fituneysluna yfir hátíðirnar.
Hvað eru stóru brandajól?
Svar:
Talað er um brandajól þegar jól
falla þannig á vikudaga að margir
helgi- og frídagar lenda í röð. Ná-
kvæm skilgreining á stóru og litlu
brandajólum hefur lengi verið á reiki
og var það þegar á 18. öld. Elsta
heimild sem til er um brandajól er rit-
uð af Árna Magnússyni um 1700:
„Brandajól kalla gamlir menn á Is-
landi þá jóladag ber á mánadag, átta-
dag á mánadag og þrettánda á laug-
ardag. Segja þeir þá, eftir jólaskrá,
hætt við húsbruna, aðrir halda það so
kallað af miklum ljósabrennslum.
Aðrir segja brandajól heita ei nema
þegar jóladagurinn var fyrra árið á
laugardegi og stökkur vegna hlaup-
árs á mánadag. Sed alterum comm-
unius (AM 732 a XII 4to).“
Samkvæmt öðrum heimildum var
einnig stundum talað um brandajól
þegar sunnudagur lenti á eftir jóla-
helginni, það er á þriðja í jólum. Jón
frá Grunnavík (AM 433 fol.) kallar
það brandajól hin minni en kallar það
brandajól hin meiri þegar jóladagur
lendir á mánudegi.
Aðrar heimildir eru til þar sem
annar skilningur er lagður í brandajól
og einnig breyttist þetta eftir að laug-
ardagurinn var gerður að almennum
frídegi á 20. öld. Þó hljóta jólin í ár að
teljast til brandajóla þar sem fjórir
frídagar fást í röð. Rétt er að benda á
að þau uppfylla bæði skilyrðin sem
Arni Magnússon nefnir; jóladag ber
upp á mánudag og þetta ár er hlaup-
ár. Einnig uppfylla þau skilyrði Jóns
frá Grunnavík um brandajól hin meiri
sem einnig mætti kalla stóru branda-
jól.
(Vísanir i heimildir og heim-
ildaskrá er að finna í svarinu á vef-
setrinu).
Eyja Margrét Brynjarsdóttir,
stundakennari í heimspeki við HI og
aðstoðarritstjóri Vfsindavefjarins
Hvaða hutverk hefur gali-
blaðran og hvaða áhrif hefur
það á líkamann ef hún er tek-
in?
Svar:
Til að skilja starfsemi gallblöðru er
nauðsynlegt að vita hvert hlutverk
www.opinnhaskoli2000.hi.is
galls er í meltingu fæðunnar.
Gallið myndast í lifrinni og mik-
ilvægasti hluti þess eru gall-
sölt, sem gegna lykilhlutverki
við meltingu á fitu. Gallsaltasam-
eindin er samsett úr stórum
óhlöðnum sterakjama og nokkr-
um hliðarkeðjum sem tengjast kjam-
anum og hafa neikvæða hleðslu. Þess-
ir tvíþættu eiginleikar gallsýranna
gefa þeim „sápueiginleika" þannig að
gallsöltin verka á fitu í meltingarveg-
inum á sama hátt og uppþvottalögur
leysir upp fitu við uppþvott.
Gallsöltin koma inn í meltingarveg-
inn í skeifugöminni rétt neðan við
maga og blandast þar fæðunni. Þau
leysa upp fitu sem fer út í sogæðar og
þaðan út í blóðið. Þegar gallsöltin
hafa lokið þessu hlutverki sínu frá-
sogast þau neðst úr göminni og fara
aftur til lifrarinnar. Gallsöltin em því
endumýtt og áðumefnd hringrás
margendurtekin. Minna en 5% þeirra
glatast við hverja hringferð en lifrin á
auðvelt með að bæta það upp. Að-
streymi gallsalta til lifrarinnar er
fyrst og fremst 3-5 klukkustundum
eftir máltíð, eða þegar fæðan er melt
og komin í gegnum mjógimi og niður
í ristil. Hlutverk gallblöðrunnar er
því í stuttu máli það að geyma gall-
söltin milli áðumefndra hringferða.
Þegar gallblaðran er tekin ílæðir
gallið inn í gömina þegar ekki er þörf
fyrir það og enn fremur getur vantað
gall þegar þess er þörf þar sem engar
varabirgðir era til. Afleiðingar gall-
blöðratöku geta verið þær að mað-
urinn þolir illa fíturíkan mat og er því
yfirleitt ráðlegt að neyta feitmetis í
hófi. Einstaka sjúklingar þola illa að
gall seytli inn í gömina þegar þess
er ekki þörf og fá jafnvel þrálátan
niðurgang. Við því er hægt að gefa
sérstaka meðferð til að binda
gallsýrumar (Questran-duft)
og verkar hún oftast vel, þannig að
niðurgangur verður sjaldan alvarlegt
vandamál. Astæður gallblöðratöku
era yfirleitt gallsteinar eða bólga í
gallblöðra og er gallblaðran þá að
mestu hætt að sinna hlutverki sínu.
Einstaklingar með þessa sjúkdóma
era betur settir án gallblöðra.
Bjami Þjóðleifsson
prófessor við læknadeild HI
Hvenær eru aldamót og af
hverju hélt fólk að þau væru
um áramótln 1999/2000?
Svar:
Aldamót era þegar hundraðasta
ári aldarinnar lýkur og næsta ár tek-
ur við. Þannig mætast 20. og 21. öldin
um áramótin 2000/2001 og þá era um
leið árþúsundamót; annað og þriðja
árþúsundið í tímatali okkar mætast.
Þetta svar má rökstyðja bæði með al-
mennri vísun til þess hvemig við telj-
um hluti, tugi, tylftfr, hundrað og svo
framvegis, og einnig með sérstakri
vísun til tímatalsins.
Umræðan um þetta á að nokkra
leyti rætur í sérstökum einkennum í
mörgum erlendum málum, einkenn-
um sem era hins vegar ekki fyrir
hendi í íslensku. Á ensku er til dæmis
talað um „the nineties" sem eru þau
ár sem enda á tölunum 90-99. Danir
tala á sama hátt um „halvfemseme"
og Svíar um „nitti-talet“ eða „nittio-
talet“. Þetta tímabil endar að sjálf-
sögðu í lok ársins -99. Enn fremur er
stundum talað um „the 1900s“ eða
„the nineteenhundreds" í ensku,
„nittenhundredetallet" eða „1900-
tallet" í dönsku og „nittonhundra-
talet“ í sænsku. Það tímabil endaði
um áramótin 1999/2000. Á sama tíma
gerðist það einnig að allir fjórir staf-
frnir í ártalinu breyttust og hefði það
alveg getað verið gOd og nægileg
ástæða til að gera sér sérstakan
dagamun.
En ekkert af þessu segir til um að
þama hafi verið mót áratuga, alda
eða árþúsunda, síst af öllu samkvæmt
íslenskri málvenju þar sem ekki er til
nein hliðstæða við orðalagið sem hér
var lýst.
Hugsum okkur röð af kúlum sem
era þræddar upp á band. Við ætlum
að telja kúlurnar sem era að minnsta
kosti á annað hundrað. Við byrjum að
telja 1,2,3,..., og þegar við eram búin
að telja 10 kúlur segjumst við vera
búin að telja fyrsta tuginn. Við getum
bent á þessar fyrstu 10 kúlur og sagt:
„Þetta er einn tugur af kúlum, fyrsti
tugurinn í talningunni." Þegar við
höfum talið fyrstu tólf kúlumar bend-
um við á þær sem fyrstu tylftina, og
þegar við höfum talið 100 kúlur era
þær á sama hátt fyrsta hundraðið. I
öðram tugnum era kúlur númer 11-
20 og svo framvegis. Fyrsti og annar
tugurinn af kúlum „mætast" aug-
ljóslega milli tíundu og elleftu kúlu,
önnur og þriðja tylftin mætast milli
kúlna númer 24 og 25 og hundrað
mætast milli kúlu nr. 100 og 101.
Þegar við horfum nú á tímatalið frá
þessu sjónarhomi skiptir greinilega
ekki öllu máli hvort árið 0 (núll) hefði
verið til eða ekki. Menn hefðu þá auk
þess þurft að áskilja að það væri
„fyrsta ár“ tímatalsins til þess að geta
komist að þeirri niðurstöðu að fyrsta
tuginum lyki í lok ársins 9 og svo
framvegis. En hvoragt var gert, árið
0 var aldrei til og þaðan af síður var
það nokkum tímann skilgreint sem
fyrsta ár tímatalsins. Þannig leiða öll
rök óhjákvæmilega til þeirrar nið-
urstöðu sem lýst er í upphafi máls.
Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor
í vísindasögu og eðlisfræði og
ritstjóri Vísindavefjarins.
21. draumurinn
DRAUMSTAF1R Kristjáns Frímanns
Stefna Sæmundar fróða. (brot)
Ego, eg Nói Nóason stefni þér
vættur, vofa,
draugur, dís,
andi, ár,
með svofelldu stefnuvætti, sem
fylgir, frá mér og mínum úti og inni,
mönnum sem fénaði, kviku sem
dauðu, á sjó og landi, hvort þú ert af
austri eða vestri, norðri eða suðri
eða þar í millum.
Nefndum hlutum eða ónefndum,
stefnist þér frá mér og mínum, óðali
og ættmönnum allt í m'unda lið, til
karls og konu. Far þú svo hart
sem ljós leggur,
vatn rennur,
hugur hvarflar.
Fjarlægðin er ekki framandi
heimur heldur næsta nótt eða sú
síðasta á síðasta degi síðasta árs
þegar gamli tíminn kvaddi og sá nýi
barði á dyr. Tíminn er afstæður eins
og ævin og þótt menn greini á um
hvenær þeir fundu tímann sinn er
nýr roði í austri. Tíminn öslar áfram
inn og út um nálaraugað, upp og
niður þrepin tólf eða fram og aftur í
hendingu hvers tíma því tíminn
lagar sig að kröfum þínum og þörf-
um en samt er hann tíminn minn. Þó
er tíminn afl sem enginn skilur og
sagt er að tíminn sé ekki til. Þrátt
fyrir það stjómar hann lífi mínu,
gangi himintungla, framvindu þess
sem er og lífsins listrænu gildum.
Tíminn er skarpeygur, toginleitur
galdrakarl á fráneygum svörtum
fáki sem líður yfir freðnar mýrar
fortíðar og þegar hófför hestsins
skella á nýja jörð, marka þau tíma-
bilin tólf og framtíðin gneistar
grænum logum af skaflajámunum.
Maðurinn í söðlinum er skjanna-
hvítur á hörand, hárið er ýmist hvítt
eða svart, rafmagnað og það flaks-
ast í allar áttir geimsins Úkt og
skeggið sem vindur sig um tómið.
Tákn tímans virðast tattóverað á
líkama hans, óræð og illskiljanleg en
minna samt á foma visku. Sunnan-
vindurinn glottir í andlit norðursins
sem togar austrið og vestrið til sín
þegar nótt tímamótanna kemur og
stóra Borgundarhólmsklukkan
markar nýja tíð með hljómi sínum.
Skrýtið hvað nýir tímar geta ver-
ið snöggir að lyfta sér á kreik og
renna yfir þann gamla, endumýja
hann og marka nýjum sporam. Jón
Sigurðsson stóð þarna keikur fyrir
stundu og barði sér á bijóst en nú er
Johnny National mættur á svæðið
með allt annað frelsi í fimum fingr-
um. Jónas lagði sig rétt áðan mædd-
ur í grösuga brekku með ástaróð á
vör en Megas stígur snarlega upp af
leiði hans umlandi kvæði um konu
og mann. Að fylgjast með tímanum
er flestum stundarfróun en að eltast
við hann gerfr hvem mann vitlausan
og að reyna að drepa tímann er
bölvað basl, samt er tíminn ég og
þú.
Gæfuríkt ár.
„Bogamann“ dreymdi
Aðfaranótt 18. des. 2000 dreymdi
mig eftirfarandi: Ég var staddur í
sundlaug einni nokkra metra undir
vatnsyfirborðinu. Var í lóðréttri
stöðu og var á leiðinni upp með
sundtökum handanna. Það var farið
að þrengja æ meira að og ég sá að
nokkrir metrar vora eftir til að ná
yfirborðinu. Þá var hrópað til mín:
„Reyndu að spyma frá botninum!"
Og er ég leit niður sá ég strax að það
var alllangt niður á botn laug-
arinnar. Fór ég ekki niður á botn,
enda hefði ég drakknað með því
móti en lagði allt kapp á að ná yf-
irborðinu frá þeim stað sem ég var
staddur á í vatninu. Tókst að kom-
ast upp á yfirborðið en var orðinn
loftlítfil og máttvana.
Aðfaranótt 18. des. 2000 dreymdi
mig líka þennan draum:
I stofunni sá ég mig og konu mína
liggjandi á grúfu samsíða á gólfinu,
næstum klæðlaus, en fætur hennar
famir að blána, sérstaklega um æð-
amar. Næst var svo að Ólafur
Ragnar Grímsson forseti kom inn
og lagði hönd sína á bakið á okkur
og við það fóram við svoáð hreyfa
okkur.
Ráðning
Þjóðfélagið er á mikilli og hraðri
hreyfingu fram á við í tækni hvers-
konar, aíþreyingu ög aðferðum til
að gera lífið þægilegra óg fyrirhafn-
arminna. En á sama tíma minnkar
einhvem veginn hinn félagslegi
þáttur; tilfinningar, hlýja og ástúð.
Sálarlíf og vitundarlíf era sett hjá
garði og draumunum varpað í tæk-
in. Róðurinn um lífið verður eins og
með einni ár í endalausum hring.
Ytri áfoll og vá auka á innri óró og
erfitt er um frið. En draumurinn
gefst ekki upp í viðleitni sinni að
fylla manninn af fró lífsins og því
dreymir þig, Bogamaður, slíka
drauma.
I fyrri drauminum er það sund-
laug sem er í aðalhlutverki en það
tákn er ígildi sálarinnar. Myndin
sem dregin er af vera þinni í djúp-
inu og aðferðum við að komast upp
lýsa aðþrengdum anda og sál sem
fær ekki notið sín þótt yfirborði sé
náð. „Reyndu að spyma frá botn-
inum,“ sem var ekki til staðar bend-
ir til að vissan grann vanti til að ná
góðri sálrænni spymu.
Seinni draumurinn er á sinn hátt
árétting á þeim fyrri en að auki
koma til tákn (lágum samsíða á gólf-
inu næstum klæðlaus og farin að
blána) um að þér finnist þú (þið)
standa ein er þrengir að (andlega
sem veraldlega) og fá lítinn stuðning
fyrr en Ólafur Ragnar kemur til
hjálpar. Þetta er merldlegt því í
Draumstöfum 9. des. síðastliðinn
var annar draumur áþekkur að efni
og með forsetanum í aðalhlutverki.
Það vekur spumingar um hvort
máhð sé landlægt eða hvort forset>
inn muni koma fram á næsta ári í
nýju hlutverki og beita embættinu
meira í þágu fólksins og heilla þess.
• Þeir lesendur sern vifja fá drauma sfna
birta og ráðna sendi þá með fullu nafni,
fæðingardcgi og ári ásamt heimilisfangi og
dulnefni til birtingar til:
Draumstafir
Kringlunni 1
103 Reykjavík
eða á hcimasíðu Draumalandsins
http://www.dreamland.is.