Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ VIKU m LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 33 Meðferð heilbrigðisupplýsinga Treysta ekki N etinu Associated Press A1 Gore, frambjóðandi Demókrataflokksins, lagði á það ríka áherslu í baráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum að tryggja þyrfti að sjúkraskrár yrðu meðhöndlaðar sem trúnaðarmál til að tryggja rétt fólks til einkalífs. Assocíated Press Stjórnleysi áfengissýkinnar kann að skýrast af breytingum í heila. Alkóhólismi breytir erfðaefni í heilanum New York. Reuters. Tæp 90% þátttakenda í bandarískri könnun treysta ekki netfyrir- tækjum fyrir heilbrigð- isupplýsingum New York. Reuters. ÞÓTT sífellt fleiri telji óhætt að gefa upp krítarkortanúmer sín þegar verslað er um Netið er fólk sýnilega ekki tilbúið til að veita hvaða upplýs- ingar sem er. Könnun sem gerð var í Bandaríkjunum fyrir skemmstu leiðir í ljós að mikill meirihluti fólks er hvorki tilbúinn til að veita heilbrigð- isupplýsingar um Netið né að sam- þykkja að þær séu geymdar þar. Könnun þessi var unnin á vegum Gallup-fyrirtækisins og tóku 1.000 Bandaríkjamenn þátt í henni. Tæp 90% þátttakenda sögðust þeirrar hyggju að mikilvægt væri að farið væri með heilbrigðisupplýsingar þeirra sem trúnaðarmál og tæp 85% kváðust hafa af því áhyggjur að þess- um sömu upplýsingum yrði deift til annarra án samþykkis þeirra. Læknar traustsins verðir Næstum allir þeir sem tóku þátt í könnuninni sögðust treysta því að læknar þeirra gengju þannig frá upp- lýsingum um heilsu þeirra að þær kæmust ekki í hendur annarra. Að- eins tveir af hverjum þremur báru traust til sjúkrahúsa í þessu viðfangi og innan við helmingurinn taldi ástæðu til að trúa því að trygginga- og heilsugæsluiyrirtæki myndu ekki bregðast þeim trúnaði. Hins vegar sögðust heil 88% þátttakenda ekki treysta netíyrirtæki fyrir slíkum upp- lýsingum. „Fólk er enn þeirrar hyggju að upplýsingar varðandi heilsu þess séu einkamál viðkomandi og komi öðrum ekki við,“ sagði Tanya Glazebrook, forseti Medic Alert Foundation, sem er upplýsingaveita um heilbrigðismál og lét gera könnunina. „Menn óttast að þessar upplýsingar kunni að verða notaðar gegn þeim með margvísleg- um hætti,“ bætti hún við. Glazebrook vísaði tii þess að á und- anliðnum mánuðum hefði ítrekað ver- ið upplýst í Bandaríkjunum að netfyr- irtæki hefðu ýmist selt persónulegar upplýsingar eða deilt þeim með öðr- um fyrirtækjum. „Fólk sýnir réttind- um til einkalífs og þróuninni á Netinu mun meiri áhuga en við höfðum búist við,“ sagði Glazebrook. ,Almenningur þekkir þau mál sem upp hafa komið þar sem netfyrirtæki hafa heitið því að láta ekki frá sér fara tilteknar upp- lýsingar en hafa síðan svikið það lof- orð. Fólk er einfaldlega ekki tilbúið til að treysta þegar slík loforð eru gefín í tengslum við heilbrigðisupplýsingar." Almenningur ekki sáttur Glazebrook bætti við að könnun þessi gæti talist mikilvægt innlegg i þá miklu umræðu sem nú færi fram í Bandaríkjunum um hvemig taka bæri á persónu- og trúnaðarupplýs- ingum á tímum Netsins. „Þegar um er að ræða málefni er varða persónu- legar upplýsingar og trúnaðarmál þurfum við að taka tillit til skoðana al- mennings - trúlega í meira mæli en við höfum gert til þessa. Fólk er eng- an veginn sátt við þær aðferðir sem nú eru notaðar til að tryggja vemd persónuupplýsinga.“ TENGLAR Medic Alert Foundation: www.me- dicalert.org/ MEÐ því að nota nýjustu erfðarann- sóknatækni hafa vísindamenn í Tex- as komist að því, að ofneysla áfengis getur breytt erfðaefni, eða genum, í heilanum. Af rúmlega fjögur þúsund genum sem rannsökuð vom reynd- ust að minnsta kosti fjögur prósent vera um 40% öðm vísi í alkóhólistum en þeim sem ekki misnotuðu áfengi. Greint er frá þessu í desemberhefti tímaritsins Alcoholism: Clinical and Experimental Research. „Rétt eins og tölvuvírus getur breytt tilteknum fomtum og að- gerðum sýna upplýsingar okkar að stöðug misnotkun áfengis getur breytt efnasamsetningu og rafrás- um í framhluta heilabarkarins," sagði í tilkynningu frá aðalhöfundi rannsóknarinnar, dr. R. Adron Harris, við Háskólann í Texas í Austin. Flest breyttu genin era í tengslum við svonefnt hvítt efni í heilanum (myelin). Þetta efni mynd- ar slíður utan um samskiptafmmur heilans og kunna genabreytingarnar að útskýra hvers vegna alkóhólistum er hættara við sjúkdómum sem eyða hvíta efninu, að því er vísindamenn segja. „Með þessari rannsókn em að byrja að koma í ljós þær óæskilegu breytingar sem sífelld áfengisneysla veldur í heilanum," sagði Harris. „Svona rannsóknir munu leiða til þess að betri meðferð finnst við alkóhólisma og annarri fíkn.“ TENGLAR Alcoholism: Clinical and Experimen- tal f?esearch:www.alcoholism- cer.com Offita talin hnattræn ógn Haldi fram sem horfír í Bandaríkjunum stefnir í að dauðsföll af völdum offitutengdra sjúkdóma verði fleiri en dauðsföll af völdum reykinga-sjúkdóma. Washington. AP. LÆKNAR telja nú að offita sé orðin að hnattrænni heilbrigðisógn og segja hana hafa aukið fjölda tilfella hjarta- sjúkdóma, heilaáfalla, brjóstakrabba og krabbameins í ristli. Kemur þetta fram í greiningu umhverfisrannsókn- arhóps. Líkamsrækt nauðsynleg Framkvæmdastjóri hópsins, Les- ter Brown, segir einnig að sífellt fleiri vísbendingar komi í ljós um að ekki sé nóg að draga úr kaloríuneyslu til að beijast við offítu, regluleg líkams- rækt sé nauðsynleg til að viðhalda heilbrigðri þyngd. Hreyfingarleysi - að horfa á sjón- varpið, tölvuleikir og netleit - em meðal þess sem hefur stuðlað að stór- auknum fjölda offitutilfella, að því er Brown segir í skýrslu. Þar kemur enn fremur fram, að haldi fram sem horfir í Bandaríkjunum sé einungis tíma- spursmál hvenær árleg dauðsfoll af völdum offitutengdra sjúkdóma verða orðin fleiri en dauðsföll af völdum sjúkdóma er stafa af reykingum. í skýrslunni er haft eftir Peter Kopelman við Konunglega læknaskól- ann í London, að læknar telji að „ekki beri lengur að h'ta á offitu einfaldlega sem vanda, heldur sem faraldur sem ógnar heilsufari alls heimsins." Rannsóknir hópsins sýna að fjöldi þeirra sem borða of mikið og era of feitir í heiminum er kominn í 1,1 millj- arð og er að verða jafn fjölda þeirra sem þjást af matarskorti. „í fyrsta sinn í sögunni er meirihluti fullorð- inna í sumum samfélögum of feitur,“ segir Brown í skýrslunni. „í Banda- ríkjunum er 61% allra fullorðinna of feitur. í Rússlandi er hlutfallið 54%, í Bretlandi 51% og í Þýskalandi 50%.“ Fleiri feitir í þróunarríkjum Fjöldi þeirra íbúa þróunarland- anna sem þjást af offitu er einnig að aukast. I Brasih'u era til dæmis 36% Associated Press Hluti vandans. fullorðinna of feit. í Kína er hlutfallið 15%. Brown segir enn fremur að ekki sé einungis um að ræða að fjöldi þeirra sem era of feitir sé meiri nú en áður, heldur sé fjöldinn farinn að aukast hraðar en nokkra sinni. í bæði Kína og Indónesíu er fjöldi þeirra sem eru of feitir, tvöfalt meiri í borg- um en úti á landi. í Kongó er offita sexfalt algengari í borgum. REIKNIVEL OG DAGATAL ÁNETINU! torgis ÍSUEMSXA UWUrSSfMH!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.