Morgunblaðið - 30.12.2000, Side 34

Morgunblaðið - 30.12.2000, Side 34
34 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 35L fMtogunMiifeifr STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VEL HEPPNUÐ LANDKYNNING Störfum landafundanefndar, sem starfaði að skipulagningu há- tíðahalda vegna 1.000 ára af- mælis landafunda í Vesturheimi, er lokið. Talið er að þeir viðburðir, sem efnt var til, hafi gefíð góða raun og farið langt fram úr björtustu vonum. Töluverð umfjöllun var um hátíða- höldin í bandarískum og kanadískum fjölmiðlum. Þetta kom m.a. fram á frétta- mannafundi, sem landafundanefndin hélt með forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra í fyrradag, er hún skil- aði af sér. Svo virðist sem merkja megi beinan ávinning af þessu land- kynningarstarfi. Fjölgun ferða- manna til íslands hefur orðið tölu- verð og hefur t.d. heimsóknum Bandaríkjamanna utan hefðbundins ferðamannatíma á Islandi fjölgað til muna. A fyrstu mánuðum ársins, sem er að líða, varð t.d. um 30% fjölgun gistinátta, sem Bandaríkjamenn keyptu hérlendis, en þeir eyða að jafnaði mestu fé, um 250 dollurum á dag. Nú nýverið birti Ferðamálaráð tölur um fjölgun ferðamanna á árinu 2000 og var mest fjölgun ferðamanna af brezku og bandarísku þjóðerni. Brezkum ferðamönnum fjölgaði um 43,6% frá fyrra ári og bandarískum um rúmlega fimmtung eða 21,5%. Helmingur fjölgunarinnar var vegna ferðamanna af þessum þjóðernum. Á fyrstu 11 mánuðum árins nam fjöldi ferðamanna 291.341 eða svipaður fjöldi og íbúar landsins eru. Verzlun erlendra ferðamanna hér- lendis, sem m.a. er mæld með endur- greiðslu virðisaukaskatts, sýnir, að um þriðjungur er vegna bandarískra ferðamanna. Næstir þar á eftir eru Norðmenn, Svíar og Danir en sam- eiginleg verslun þeirra er svipuð að magni til og Bandaríkjamanna. Fleira jákvætt hefur gerzt í sam- skiptum Islands og Bandaríkjanna. Eftir langvarandi tímabil stöðnunar í viðskiptum milli landanna, virðist sem hlutur Norður-Ameríku og þá einkum Bandaríkjanna fari vaxandi að nýju. Hlutfall innflutnings frá Bandaríkjunum hefur farið vaxandi ár frá ári og sama má segja um út- flutninginn. En þó er rétt að benda á, að doll- arinn hefur verið mjög sterkur og Bandaríkjamenn hafa almennt flykkzt til Evrópu, ekki bara íslands, þar sem þeir hafa fengið mikið fyrir peningana sína, ekki sízt vegna lágs gengis evrunnar. Vonast er til, að sú landkynning, sem fengizt hefur af landafundahátíðunum vestan hafs, eigi eftir að skila sér á næstu árum í fjölgun ferðamanna þaðan. Banda- ríkjamenn af íslenzku bergi brotnir hafa eflaust margir áttað sig á tengsl- unum, sem þeir eiga við gamla Frón. Á árinu 2000 var einnig gengið frá fríverzlunarsamningi milli EFTA og Kanada og þar með Islands, sem eins aðildarlandsins. Samningarnir eru hinir umsvifamestu og flóknustu sem EFTA hefur gert síðan gengið var frá samningnum um Evrópska efnahags- svæðið (EES). Þessir samningar eiga eflaust eftir að auðvelda viðskipti við Kanada og þar með Bandaríkin vegna tollasamninga þeirra í milli. Raunar stefnir öll þróunin í þá átt, að álfan öll renni saman í eitt tolla- bandalag. ÞÖRF Á KRÖFTUGU VIÐNÁMI / Ognvænleg fjölgun varð á bana- slysum hér á landi á árinu 2000 eða sem næst 50%. Þremur dögum fyrir áramót höfðu alls 49 manns lát- ist í ýmsum slysförum á sjó, landi og lofti, 35 karlar og 14 konur. Árið 1999 létust 33 af slysförum samkvæmt upplýsingum slysavarnafélagsins Landsbjargar. Banaslysunum hefur því fjölgað um 16 á þessu ári. Þetta eru hörmulegar tölur og að baki þeim býr mikil sorg og sársauki þeirra, sem hafa þurft að horfa á eftir for- eldrum, börnum, systkinum og öðrum ástvinum yfir móðuna miklu. Þegar rýnt er í tölurnar kemur í Ijós, að fjölgun banaslysa má fyrst og fremst rekja til umferðarinnar, en á þessu ári hafa 34 dáið í umferðarslys- um, 23 karlar og 11 konur. Banaslys- um í umferðinni hefur því fjölgað um tólf á árinu, sem er að líða, en þau voru 22 árið 1999. Islendingar hafa stundum áður mátt þola meiri slysaár, en oftast hafa þau stafað af snjóflóðum eða öðrum náttúruhamförum eða jafnvel styrj- aldarátökum. Þessu er ekki til að dreifa á yfirstandandi ári. Þvert á móti urðu engar mannfórnir í jarð- skjálftunum miklu á Suðurlandi í júnímánuði. Satt bezt að segja var það kraftaverki líkast og má þjóðin vera þakklát fyrir. Slysatíðnin í umferðinni er hins vegar mikið vandamál, sem lands- menn geta haft áhrif á að leysa með aðgerðum sínum. Ökumenn og aðrir vegfarendur verða að skilja ábyrgð sína á vaxandi fjölda banaslysa, ör- kumla og meiðsla. Með því að draga úr ökuhraða og sýna ýtrustu gætni geta landsmenn dregið verulega úr slysatíðninni svo og geta stjórnvöld lagt stóran skerf af mörkum með bættum vegum og öðrum umbótum, t.d. auknu eftirliti. Það er ekki hægt lengur að horfa á blóðvöll umferðar- innar án þess að grípa til kröftugra viðnámsaðgerða. Allir verða að leggja þar sitt af mörkum til að snúa við þeirri öfugþróun í umferðinni, sem orðin er á þessu ári. Við berum öll ábyrgð á því að koma í veg fyrir slys. Það þurfum við að hafa í huga nú um ára- og aldamótin, þar sem búist er við, að börn og full- orðnir fagni þeim tímamótum með fleiri og öflugri skoteldum en nokkru sinni fyrr. Spillum ekki gleðinni af óvarkárni eða fyrirhyggjuleysi, því að oftast má koma í veg fyrir slysin með réttum undirbúningi eða viðbrögðum, t.d. með notkun hlífðargleraugna við meðferð skoteldanna, svo og með sjálfsagðri aðgæzlu í alla staði. Vökn- um ekki upp á nýársdag við slysa- fréttir. Teikning af fyrirhugaðri verksmiðjubyggingu Als. Fyrirhuguð verksmiðja til endurvinnslu álgjalls Þorlákshöfn, Alfsnes og Gufunes koma til greiua Morgunblaðið/ Kristinn Þorsteinn I. Sigfiisson (t.v.) og Helgi Þór Ingason virða fyrir sér teikningar að verksmiðju Als. Endurvinnsla á álgjalli Álgjall, ál í sambandi við ýmis óhreinindi, fellur til við álbræðslu Álgjall, 2 tonn, er sett f bræðsluofn Úrgangur er 1 tonn af gjallsandi. í framtíðinni er hugsanlegt að hreinsa hann enn frekar ..og steyptar 50 kg blokkir samtals 1 tonn Bræðsluofn: Með því að brenna dísil- olíu og hreinu súrefni fæst 2.700°C hiti Fljótandi hrááli er tappað af ofninum... Alur, álvinnsla, áform- ar að setja upp verk- smiðju hér á landi inn- an árs til að endurvinna ál úr álgjalli og brota- ✓ áli. I samtali við Björn Inga Hrafnsson lýsa frumkvöðlarnir Þor- steinn I. Sigfússon pró- fessor og Helgi Þór Ingason vélaverkfræð- ingur áformunum. Gert er ráð fyrir að velta hins nýja fyrirtækis losi um hálfan milljarð á ári fyrsta kastið. GREINT var frá áformum forsvarsmanna Als í Morgunblaðinu í gær, en frummat á umhverf- isáhrifum verksmiðju fyrirtækis- ins var lagt fram í maí sl. og kem- ur þar fram að framkvæmdatími við verksmiðjuna er áætlaður eitt ár. Fyrirhugað er að hefja starf- semi um lok næsta árs. Athafnasvæði verksmiðjunnar verður um 3.000 fermetra lóð og á henni verður reist um 800 fer- metra verksmiðjuhús. í skýrsl- unni kemur fram að þrír staðir komi til greina: Við Esjumela gegnt Álfsnesi, í Þorlákshöfn og á athafnasvæði Áburðarverksmiðj- unnar í Gufunesi. f öllum tilvikum er um að ræða skipulögð iðnaðar- svæði. Þegar hefur verið samið við ís- lenska álfélagið, ISAL, sem rekur álverið í Straumsvík, um kaup á álgjalli. í steypuskálum álversins í Straumsvík falla til um 3.400 tonn af álgjalli og kerbrotaplötum ár- lega. Að auki falla til árlega um 800 tonn af ýmsum öðrum úr- gangsefnum hjá ISAL sem þó eru hreinni en álgjall og innihalda lítið af aukaefnum. Þar er einkum um að ræða álspæni og álsíur. Þessi efni, auk álgjallsins, eru flutt til Evrópu tii endurvinnslu með hefð- bundnum aðferðum. Til viðbótar falla til um 300 tonn á ári hverju af gjalidufti frá ryksíum, en það er fínkorna álgjall með lítið ál- innihald. Gjallduft er nú urðað í Straumsvík. í áætlunum um hina nýju verk- smiðju kemur fram að unnt verð- ur að vinna þar allt að 6.300 tonn af áli á ári í verksmiðjunni. Sprottið upp úr sjálfstæðri könnun Verkefni þetta er sprottið upp úr sjálfstæðri könnun sem Þor- steinn I. Sigfússon og Helgi Þór Ingason gerðu að beiðni þáver- andi umhverfisráðherra Össurar Skarphéðinssonar árið 1994. Fólst hún í að kanna hagkvasmni þess að reisa verksmiðju á íslandi til að eyða hættulegum spilliefnum með háhita plasmatækni. Könn- unin leiddi í ljós að slík verk- smiðja væri ekki arðbær, en beindi þó athygli Þorsteins og Helga að endurvinnslu álgjalls sem áhugaverðu viðskiptatækifæri á íslandi þar sem álframleiðsla hefur farið mjög vaxandi hin síð- ari ár. Viðskiptahugmyndin var fyrst kynnt á ársfundi Landsvirkjunar vorið 1994, en eftir það var unnið að því sem rannsóknarverkefni frumkvöðlanna í frítíma fram til vorsins 1998 og miðaðist að því að finna heppilega tækni til vinnsl- unnar, meta stærð fjárfestingar- innar og reikna arðsemi hennar. Vorið 1998 var stofnað einkahluta- félagið Alur álvinnsla ehf. til að undirbúa uppsetningu og rekstur vinnslunnar. Málið var kynnt fyrir X, ráðuneytum iðnaðar- og umhverf- ismála sama ár og eins og áður greinir var lögð fram frummats- skýrsla sl. vor þar sem gert er mat á umhverfisáhrifum vegna reksturs á ofni og jaðarbúnaði við endurvinnslu álgjalls og álríkra efna. Lítil sem engin áhrif á nánasta umhverfi Niðurstaða þeirrar úttektar er sú að verksmiðjan muni hafa lítil sem engin áhrif á sitt nánasta um- hverfi og mengun frá henni verði innan viðunandi marka. Þessi nið- urstaða er óháð staðsetningu og orkugjafa. Verksmiðjan verður lít- ill vinnustaður og lýðfræðileg áhrif verða því engin eða jákvæð. Allir flutningar efnis til og frá verksmiðjunni verða í lokuðum gámum og ekki verður um að ræða geymslu á lausu efni utan verksmiðjunnar. Reykhreinsibún- aður tryggi auk þess að losun ryks frá framleiðsluferlinu verði innan viðmiðunarmarka og svo lít- il að ekki megi greina með berum augum. Afsogsryk verði sekkjað í stórsekkjum og urðað. Gjallsand- ur verður fyrst um sinn geymdur eða nýttur til uppfyllingar í flot- gryfjum, en stefnt er að úrvinnslu hans. Ekkert vatn er notað í sjálfu ferlinu og segir því í skýrslunni að hverfandi líkur séu á að grunn- vatn verði fyrir áhrifum af því. Tilkoma Norðuráls gerði gæfumuninn Að sögn þeirra Þorsteins og Helga varð tilkoma Norðuráls og álvers þess á Grundartanga til þess að rykið var dustað af hug- myndum þeirra um endurvinnslu álgjalls. „Þar með var ljóst að kominn var rekstrargrundvöllur fyrir slíka verksmiðju hér á landi, en hagkvæmni stærðar slíkrar verk- smiðju er afar mikilvæg. Auk þess gerum við nú ráð fyrir að taka einnig á móti brotaáli í einhverj- um mæli,“ segir Helgi. Samningar við Norðurál liggja þó ekki fyrir enn, en miðað við 90 þúsund tonna álframleiðslu þess á næsta ári má gera ráð fyrir að 900 tonn af álgjalli falli til. Sú tala getur aukist upp í 3.000 tonn, gangi áform fyrirtækisins um stækkun upp í 300 þúsund tonn eftir. Til viðbótar koma síðan áform um byggingu stórs álvers Norsk Hydro og íslenskra fjárfesta í Reyðarfirði. Á bilinu tvö til þrjú þúsund tonn af gjalli gætu fallið þar til. í frummatsskýrslunni kemur fram að verksmiðja Als gæti vel annað öllum álverunum þremur hvað endurvinnslu álgjalls varðar, einnig þegar litið er til framtíðar. Þorsteinn segir að þegar í upp- hafi hafi menn einsett sér að finna umhverfisvænni aðferð til endur- vinnslunnar eða láta kyrrt liggja ella. „Þær aðferðir sem notast er við í heiminum f dag teljast varla vist- vænar, þar sem beitt er saltköku- aðferð sem kölluð er, eða salti blandað saman við gjallið. Við ein- settum okkur að vera ekkert að þessu ef við gætum ekki unnið þetta á vistvænni máta. Af þeim sökum leituðum við hófanna víða og komum fyrst niður á plasmaað- ferð, en síðar á okkar aðferð sem byggist að miklu leyti á árangurs- ríkum tilraunum AGA og Hoog- oven í Hollandi," segir hann. Þeir félagar benda á að í Noregi sé sumstaðar notast við saltköku- vinnsluna í endurvinnslunni, en þar í landi séu unnin um milljón tonn af áli á ári. „íslenska aðferðin sem beitt verður í nýju verksmiðjunni felst einnig í því að skila sem mestu af súrálinu til baka í nýtanlegu formi," bætir Þorsteinn við. Leitað eftir frekara fjármagni Þótt ýmis nýmæli verði í fram- leiðslu Áls á áli úr álgjalli, er end- urvinnsla af þessu tagi ekki algjör nýlunda hér á landi. Á vegum ISAL var nefnilega álgjall endur- unnið í Straumsvík um nokkurra ára skeið, en með öðrum aðferð- um. Þeirri endurvinnslu var fyrir nokkru hætt og hefur álgjallið síð- an verið flutt utan til vinnslu. Þeim flutningum verður með öllu hætt þegar samkomulag við verk- smiðju Als tekur gildi. Gert er ráð fyrir að fleiri fjár- festar komi að rekstrinum á næst- unni og starfsemin verði skipulögð til framtíðar. „Útlitið er bjart og það er gam- an að þessi hugmynd sé loks að verða að veruleika. Senn stefnir í að við íslendingar verðum mestu álframleiðendur Evrópu og því er ekki nema sjálfsagt að reyna að takmarka sem mest spilliefni sem verða til við framleiðsluna og end- urvinna sem mest. Það er tak- markið,“ segir Þorsteinn. Bandarískir fjölmiðlar fjalla um vísbendingar um aukið hlutverk varaforsetans Cheney líkt við „forsætisráðherra“ Reuters George W. Bush og Dick Cheney á göngu á bú- garði Bush-fjölskyldunnar f Texas. Margt þykir benda til að Dick Cheney, verðandi varaforseti Bandaríkj- anna, muni gegna þýð- ingarmeira hlutverki en flestir forverar hans. s Ymsir hafa spáð því að hann verði einhver valdamesti varaforset- inn í sögu Bandaríkj- anna og jafnvel að hann verði í raun í hlutverki „forsætisráðherra“. ATHYGLI bandarískra fjölmiðla hefur í auknum mæli beinst að varafor- setaefninu Dick Cheney undanfarna daga, og þykjast marg- ir þegar sjá ýmis teikn á lofti um að hann muni gegna afar mikilvægu hlutverki í embættistíð Georges W. Bush. Bent er á að Cheney hafi ver- ið afar áberandi allt frá kjördegi, hann hafi haft umsjón með mála- ferlum vegna kosningaúrslitanna í Flórída, hafi stjórnað undirbúningi embættistökunnar og greinilega haft mikil áhrif á val ráðherra í nýja stjóm. „Síðustu vikuna virðist Cheney hafa verið alls staðar, að ræða um efnahagsmál og utanríkisstefnuna, auk þess að vera aðalmaður Bush í þinginu,“ segir í Chicago Tribune. Þar er fullyrt að varaforsetaefnið hafi leitt Bush í gegnum fyrstu dag- ana eftir að ljóst varð að hann yrði forseti, og að mestu leyti skipulagt fyrstu ferð hans til Washington, þar á meðal viðtöl við möguleg ráð- herraefni. Blaðið nefnir að líkur bendi til að margir hinna verðandi ráðherra hafi verið valdir eftir ráð- leggingum Cheneys, og að enginn vafi leiki á því að hann hafi ráðið mestu um að gamall vinur hans, Paul O’Neill, hafi verið valinn í embætti fjármálaráðherra. „Verðandi varaforseti hefur aldr- ei gegnt svo áberandi hlutverki við undirbúning embættistöku og myndun stjórnar, eins og Dick Che- ney gerir nú,“ segir blaðið USA Today, og bendir á að á meðan George W. Bush hafi að mestu haldið til á ríkisstjóraskrifstofunni í Texas eða á búgarði sínum í ríkinu, hafi Cheney verið mitt í hringiðu stjómmálanna í Washington. „Sumir telja [þetta] til marks um að Bush sé ekki fær um að setja saman stjóm, eða hafi ekki áhuga á því. En aðrir segja þetta einfaldlega benda til að Bush hafi valið hæfasta mann- inn í embættið og hafi nægilegt sjálfstraust til að leyfa honum að láta Ijós sitt skína,“ segir í blaðinu. Framkvæmdastjórinn og sfjórnarformaðurinn „Framkoma Cheneys hefur vald- ið vangaveltum um að hann muni raunverulega halda um stjómar- taumana í valdatíð Bush,“ hefur The Washington Post eftir repú- blikananum Mark Sanford, sem er að láta af þingmennsku. Sanford segir þetta minna á fyrsta kjörtíma- bil Ronalds Reagans, sem hafi mót- að grundvallarstefnuna en látið James Baker, sem þá var starfsmanna- stjóri Hvíta hússins, eftir daglega stjóm. „Undanfarna daga hefur verið vin- sælt meðal manna í innsta hring stjóm- málanna að líkja varaforsetaefninu Cheney við „for- sætisráðherra“, og forsetaefninu Bush við táknrænan þjóð- höfðingja,“ segir í The Washington Post. Blaðið segir stuðningsmenn Cheneys þó hrifnari af líkingu úr við- skiptaheiminum: Bush muni verða nokkurs konar stjórnarformaður én Cheney fram- kvæmdastjóri. „Við getum kallað fyrir- tækið Bush-Cheney hf. Stjómarformaðurinn Bush slær tóninn, setur markmið og tekur endanlegar ákvarðanir, en fram- kvæmdastjórinn Cheney heldur hlutunum gangandi." Þessi líking er ekki út í bláinn, að mati The Washington Post, þar sem bæði Bush og Cheney eiga langa reynslu að baki í viðskiptalífmu. Hefur langa reynslu af pólitíkinni í Washington The Economist bendir á að ólíkt Bush hafi Cheney langa og mikla reynslu af pólitíkinni í Washington. Hann sé þar öllum hnútum kunn- ugur og það geti fært honum aukin áhrif á kostnað forsetans. Cheney varð til dæmis starfsmannastjóri Hvíta hússins aðeins 34 ára gamall, í forsetatíð Geralds Fords á átt- unda áratugnum, en Bush hóf ekki afskipti af stjórnmálum fyrr en eft- ir fertugt. Cheney á að baki langa setu á þingi og hefur myndað víð- tækt tengslanet meðal frammá- manna í stjórnmálum og viðskipta- lífinu, bæði í höfuðborginni og um allt landið. Blaðið segir þetta í senn koma hinum verðandi forseta til góða og auka mikilvægi varaforset- ans. „Gömul kempa“ í embætti varnarmálaráðherra Washington. AFP, AP. SKIPUN Donalds Rumsfelds í embætti vamarmálaráðherra Bandaríkjanna kom nokkuð á óvart, en sljómmálaskýrendur virðast sammála um að hann muni standa sig með ágætum, enda hef- ur hann gegnt starfinu áður - fyr- ir aldarfjórðungi. Rumsfeld er 68 ára gamall og hefur áður starfað fyrir fjóra Bandaríkjaforseta. Hann gekk til liðs við flugherinn eftir útskrift frá Princeton-háskóla árið 1954 og var kjörinn á Bandaríkjaþing fyrir Repúblikanaflokkinn f Illinois árið 1962. Sjö árum siðar tók hann sæti í stjórn Richards Nixons sem yf- irmaður stofnunar sem fjallar um nýsköpun i efnahagsmálum. Þar kynntist hann Dick Cheney, verð- andi varaforseta, og réð hann sem aðstoðarmann sinn. Nixon skipaði Rumsfeld sendi- herra Bandarfkjanna hjá Atlants- hafsbandalaginu árið 1973, en þegar Gerald Ford tók við forseta- embætti, eftir afsögn Nixons, varð hann starfsmannastjóri Hvíta hússins. Cheney tók svo við því starfi þeg- ar Rumsfeld var skip- aður varnarmálaráð- herra árið 1975. Hann var þá 43 ára gamall og yngstur til að gegna þessu emb- ætti. Hinn ungi ráð- herra tók við embætti á erfiðum tíma, skömmu eftir lok Ví- etnam-stríðsins, og hafði aðeins 14 mán- uði til að setja mark sitt á utanríkisstefn- una áður en Jimmy Carter tók við for- setaembættinu af Ford. Með annan fótinn í Washington Frá 1977 hefur Rumsfeid gegnt stjórnunarstöðum í viðskiptalífinu, meðal annars hjá lyfjafyrirfækinu GD Searle og General Instrument, sem sérhæfir sig í stafrænni sjón- varpstækni. Hann hefur þó haft annan fótinn í Wash- ington. Ronald Reag- an skipaði Rumsfeld sérstakan sendimann sinn í Mið-Aust- urlöndum og hann var forsetanum einn- ig til ráðgjafar í af- vopnunarmálum og efnahagsmálum. f forsetatíð Bills Clint- ons gegndi hann for- mennsku í þver- pólitískri nefnd, sem meta átti þá ógn sem Bandaríkjunum staf- aði af langdrægum eldflaugum. Rumsfeld hefur óneitanlega mikla reynslu af stjórnmálastarfi og öryggis- og varnarmálum, og hæfilcikar hans eru óumdeildir. Ymsir hafa þó látið f ljósi áhyggjur af því að „kaldastríðsmaður“ taki við embætti vamarmálaráðherra nú, áratug eftir hrun Sovétríkj- anna. . Donald Rumsfeld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.