Morgunblaðið - 30.12.2000, Page 39

Morgunblaðið - 30.12.2000, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 39 BaMHMHMMMMMMMHMMMMMaHMMHMMBMMBMMBMHH^^^^^^^HBBB.v Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson í hlutverkum sínum í leikritinu Með fulla vasa af grjóti. í júní 1999. Skömmu síðar var sýn- ingin flutt til Dublin og í ágúst á Ed- inborgarhátíðina víðfrægu. Þai- skipti engum togum að verkið sló rækilega í gegn, og var það frum- sýnt í New Ambassadors-leikhúsinu á West End í London í maí 2000. Skömmu fyrir frumsýningu verksins á Islandi léku leikai'arnir í upphaf- legu sýningu í síðasta sinn í London, þai- sem þeir eru á leið til Toronto í Kanada, en þar verður fhnm vikna „upphitun“ áður en Með fulla vasa af grjóti lendir á Broadway. „Endurskriftin fólst í því að gera leikritið aðgengilegra fyrir stærri hóp áhorfenda. Upphaflega gerðin lagði meiri áherslu á hinar írsku andstæður milli norðurs og suðurs. í vissum skilningi má segja að verkið hafi verið pólitískara. Við drógum úr því og lögðum meiri áherslu á hinn mannlega þátt, tengslin á milli Charlie og Jakes og sambandið á milli þeirra. Þegar leikritið var frumsýnt í þessari gerð í London sagði Trevor Nunn leikhússtjóri Konunglega breska þjóðleikhússins að þetta væri „stórt leikrit í litlum umbúðum“.“ Persónur verksins eru mai’gar og skrautlegar, Hollywoodstjarnan Caroline Guiseppi, leikstjórinn, að- stoðarleikstjórinn, skriftan, lífvörð- ur stjörnunnar, ýmsir þorpsbúar og svo auðvitað náungarnir Charlie og Jake sem koma frá sitt hvorum hluta írlands, Charlie að norðan frá Belfast og Jake er heimamaður. í allt eru persónurnar 14 en leikararn- ir aðeins tveir. Þeir Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson fara með öll hlutverkin og hafa fátt sér til aðstoðar, enga sviðsmynd, engin gervi, enga leikmuni, aðeins líkama og rödd sem þeir beita til hins ýtrasta svo hver persóna verð- ur Ijóslifandi, hvort sem er karl- eða kvenkyns. Ian segir að það komi sér á óvart hversu vel verkið þoli þýðingu yfir á annað tungumál. „Eitt af grundvall- aratriðum verksins er hreimur og mállýska persónanna. Á hinu breska menningarsvæði hefur hreimur mjög skýra menningarlega og félagslega vísun. Þegar þú heyrir hreim viðkomandi þá staðsetur þú hann ósjálfrátt félagslega, menning- arlega og stéttarlega. Þetta skilst mér að sé ekki til staðar hér á Is- landi. Það er einmitt ánægjulegt að sjá að verkið skuli þola þetta og að persónur verksins séu nógu skýrt mótaðar til að einkenni þeirra hald- ist án þess að öll áhersla sé á þennan eina þátt. Lykilatriði í þessu er auð- vitað hvað leikararnir tveir eru fjöl- hæfir og snjallir." Ian fer mörgum fögrum orðum um samstarfið við Hilmi Snæ og Stefán Karl og segir að mikilvægast af öllu sé sambandið á milli þeirra tveggja. „Þeir þurfa að kunna allt leikritið báðir. Það er ekki nóg að kunna sitt hlutverk og láta hinn um sitt. Ég hef sagt við þá að þetta sé líkt því að leika tvo einleiki samhliða. Þeir verða að vera með á nótunum hvert einasta augnablik sýningar- innar, annars dettur botninn úr henni. Þeir mega heldur ekki fara fram úr sjálfum sér. Ekki fara að hugsa framfyrir sig. Þá missa þeir tökin á augnablikinu og þá er ein- beitingin líka horfin." Stefán Karl sem setið hefur hjá okkur kinkar ákafur kolli við þessu og bætir því við að hann hafi misst einbeitinguna eitt augnablik á aðalæfingunni og hann hafi bókstaflega séð _ skelf- inguna í augum Hilmis. „Á eftir fannst okkur að þetta hefði staðið í heila mínútu en það voru ekki nema svosem tvær sekúndur." Ian segir að báðir hafi þeir Hilmir og Stefán sterka tilfinningu fyrir áhorfendum og það sé greinilegt að þeir hafi tals- verða reynslu. „Þeir eru greinilega mjög ólíkir leikarar og hafa fengist við ólíka hluti. En mér skilst að þeir séu með þessu að takast á við nýja hluti hvor fyrir sig og þeir hafa sagt mér að þetta sé bæði ögrandi og spennandi fyrir þá.“ Undir þetta má sannarlega taka og líklega á Ian hér við að Charlie sem Hilmir leikur er kómískari persóna og undirgefnari en Jake sem Stefán Karl leikur, en eins og alþjóð veit þá hefur Hilmir Snær ekki síst skapað sér orðstír sem framúrskarandi dramatískur leikari og Stefán Karl hefur á skömmum tíma skipað sér í hóp fremstu gamanleikara þjóðarinnar. Björn Gunnlaugsson er aðstoðar- leikstjóri við sýninguna og hefur borið talsverðan þunga af æfingum þar sem Ian hafði ekki tök á að vera við æfingar nema í upphafi og við lok æfingatímans. „Strákarnir hafa staðið sig með sóma og klárað sig vel af þessu,“ segir hann og er greini- legt að hann hefur náð góðu sam- bandi við þá þremenninga Björn, Hilmi og Stefán. Leikmynd og bún- ingar eru höndum Elínar Eddu Árnadóttur og lýsingu hannar Ás- mundur Karlsson. Frumsýningin er í dag á Smíðaverkstæðinu kl. 16 og síðan verður haldið áfram af fullum krafti eftir áramótin. Stj örnukórstónleik ar á Ingólfstorgi Sá yngsti, ísak Ríkharðsson (7 ára), hóf einsönginn en við tóku Bfrkir Örvarsson og Steinn E. Jónsson, er voru töluvert eldri en ísak. Allir sungu þeir mjög fallega, hver sitt erindi, og kórinn tók svo undir í viðlaginu. Létt og fjörugt lag frá Vestur-Indíum, Boðskapur Lúkas- ar, var hressilega sungið af kór og einsöngvara, er var Axel Ingólfs- son. Lokakafli tónleikanna var sam- söngur Drengjakórsins og eldri félaga ásamt Garðari Thor Cortes sem einsöngvara. Lögin voru Panis angelicus eftir C. Franck, Ó, helga nótt eftir A. Adam og Ave María eftir Kaldalóns. Garðar Thor söng þessi lög mjög fallega, sérstaklega Panis angelicus. „Samkórinn" var mjög góður og mátti heyra, að í eldri félögunum eru efnilegir söng- menn. Drengjakórinn er mjög fal- lega hljómandi og hljómmjúkur og syngur af töluverðu öryggi undir stjórn Friðriks, enda stendur að þessu með honum gott tónlistarfólk, píanóleikarinn Peter Máté og Björk Jónsdóttir, sem raddþjálfar kórinn og á sinn þátt í fallegum hljómi hans. Jón Ásgeirsson MENNINGARÁRIÐ verður kvatt með Stjörnukórstónleikum á Ingólfs- torgi laugardaginn 30. desember kl. 14. I Stjömukórnum sameinast 17 kór- ar; kirkjukórar, skólakórar-, karlakór- ar, kvennakórar og blandaðir kórar frá Reykjavík og nágrannabyggðum, og munu kórarnir syngja út menning- arborgarárið. Hver kór syngur tvö til þrjú lög og kl. 15.45 sameinast kóramir í einum stærsta kór, sem sungið hefui- í borg- inni, segir í fréttatilkynningu. Stjörnukór Menningarborgarinnar er samansettur úr rúmlega 600 rödd- um, sem kveðja árið með áramóta- og nýárssöngvum. Kórarnir sem koma fram em: Borgai'kórinn, stjórnandi Sigvaldi Snær Kaldalóns; Barna- og unglinga- kór Hallgrímskirkju, stjórnandi er Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir; Mótettukór Hallgrímskirkju, stjóm- andi er Hörður Askelsson; Lögi'eglu- kór Reykjavíkur undfr stjórn Guð- laugs Viktorssonai’; Dómkórinn, stjómandi er Marteinn H. Friðriks- son; Söngfuglar - Kór félagsstarfs aldraðra Reykjavík, stjórnandi er Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir; Kór Menntaskólans í Reykjavík, stjóm- andi Marteinn H. Friðriksson; Grad- ualekór Langholtskirkju, stjómandi Jón Stefánsson; Söngfélag Félags eldi-i borgara í Reykjavík, stjórnandi Kristín Pjetursdóttir; Skólakór Kái's- ness, stjórnandi Þómnn Bjömsdóttir; Kór Hafnarfjarðarkirkju, stjómandi Nathalía Chow; Kór Snælandsskóla, stjórnandi Heiðrún Hákonardóttir; Kvennakór Hafnarfjarðar, stjómandi Hrafnhildur Blomsterberg; Skólakór Mosfellsbæjar, stjómandi Guðmund- ur Ómar Óskarsson; Kór Hofsstaða- skóla, stjórnandi Hildur Jóhannsdótt- fr: Kór Flensborgarskólans í Hafnarfirði, stjómandi Hrafnhildur Blomsterberg; Karlakórinn Fóst- bræðui', stjórnandi Ami Harðarson. Dagski'ánni lýkm' með því að sungin verða falleg áramóta- og nýárslög. Yfiramsjón með tónleikunum hefur Þórann Björnsdóttfr. BÓKASALA 1 .-24. des. Röð Titill/ Hofundur/ Útgefandi 1 Draumar á jörðu/ Einar Már Guðmundsson/ Mál og menning 2 Steinn Steinarr-Leit að ævi skálds/ Gylfi Gröndal/ JPV forlag 3 Einar Benediktsson III/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn 4 Undir bárujárnsboga-Braggalíf,../ Eggert Þór Bernharðsson/ JPV forlag 5 Harry Potter og fanginn frá Azkaban/ Joanna K. Rowling/ Bjartur 6 Útkall uppá líf og dauða/ Óttar Sveinsson/ Islenska bókaútgáfan 7 Dís/ Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir/ Forlagið 8 Myndin af heiminum/ Pétur Gunnarsson/ Mál og menning 9 Steingrímur Hermannsson III/ Dagur B. Eggertsson/ Vaka-Helgafell 10 Dóttir gæfunnar/ Isabel Allende/ Mál og menning Einstakir fiokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK 1 Draumar á jörðu/ Einar Már Guðmundsson/ Mál og menning 2 Dís/ Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir/ Forlagið 3 Myndin af heiminum/ Pétur Gunnarsson/ Mál og menning 4 Dóttir gæfunnar/ Isabel Allende/ Mál og menning 5 Mýrin/ Arnaldur Indriðason/ Vaka-Helgafell 6 Oddaflug/ Guðrún Helgadóttir/ Vaka-Helgafell 7 Stúlkan sem elskaði Tom Gordon/ Stephen King/ Iðunn 8 Þögnin/ Vigdís Grímsdóttir/ Iðunn 9 Endurfundir/ Mary Higgins Clark/ Skjaldborg 10 Himininn hrynur/ Sidney Sheldon/ Skjaldborg ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ 1 í bláum skugga-Stuðmenn/ Þórarinn Óskar Þórarinsson/ Mál og mynd 2 Vetrarmyndin/ Þorsteinn frá Hamri/ Iðunn 3 Blómið sem þú gafst mér/ Nína Björk Árnadóttir/ JPV forlag 4 Hnattflug/ Sigurbjörg Þrastardóttir/ JPV forlag 5 Undir bláhimni-Skagfirsk.../ Bjarni Stefán Konráðsson safnaði/ Bókaútgáfan Hólar 6 Perlur úr Ijóðum íslenskra kvenna/ Silja Aðalsteinsdóttir valdi/ Hörpuútgáfan 7 Ský fyrir ský-Ljóð 1982 -1995/ Isak Harðarson/ Forlagið 8 Gullregn úr orðlist Guðbergs Bergssonar/ Soffía A. Birgisdóttir valdi/ Forlagið 9 Gullregn úr ástarljóðum íslenskra kvenna/ Gylfi Gröndal valdi/ Forlagið 10 Gimsteinar - Ljóð 16 höfunda/ Ólafur Haukur Árnason vaidi/ Hörpuútgáfan ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR 1 Harry Potter og fanginn frá Azkaban/ Joanna K. Rowling/ Bjartur 2 Matreiðslubók Latabæjar/ Ragnar Ómarsson/ Magnús Scheving 3 Ert þú Blíðfinnur? Ég er með .../ Þorvaldur Þorsteinsson/ Bjartur 4 Frelsun Berts/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg 5 Harry Potter og leyniklefinn/ Joanna K. Rowling/ Bjartur 6 Mói hrekkjusvín/ Kristín Helga Gunnarsdóttir/ Mál og menning 7 Bert og bræðurnir/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg 8 Eva & Adam-Kvöl og pína á Jólum/ Máns Gahrton/ Æskan 9 Kafteinn ofurbrók og ævintýri hans/ Dav Pilkey/ JPV forlag 10 Leikur á borði/ Ragnheiður Gestsdóttir/ Vaka-Helgafell ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR 1 Undir bárujárnsboga-Braggalíf... / Eggert Þór Bernharðsson/ JPV forlag 2 Útkall uppá líf og dauða/ Óttar Sveinsson/ Islenska bókaútgáfan 3 ísland í aldanna rás-20. öldin 1900 -1950/ lllugi Jökulsson o.fl./ JPV forlag 4 Betri heimur/ Dalai Lama/ JPV forlag 5 20. öldin - Brot úr sögu þjóðar/ Ritstj. Jakob F. Ásgeirsson/ Nýja bókafélagið 6 Fyndnir íslendingar/ Hannes H. Gissurarson/ Nýja bókafélagið 7 20. öldin - Mesta umbreytingaskeið.../ Simon Adams o.fl./ Vaka Helgafell 8 Heimur vinsins/ Steingrímur Sigurgeirsson/ Salka / Morgunblaðið 9 Hálendið í náttúru íslands/ Guðmundur Páll Ólafsson/ Mál og menning 10 Fluguveiðisögur/ Stefán Jón Haístein/ Mál og menning ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR 1 Steinn Steinarr-Leit að ævi skálds/ Gylfi Gröndal/ JPV foriag 2 Einar Benediktsson III/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn 3 Steingrímur Hermannsson III/ Dagur B. Eggertsson/ Vaka-Helgafell 4 Engin venjuleg kona-Litríkt líf.../ Þórunn Valdimarsdóttir/ JPV forlag 5 Einn á ísnum/ Haraldur Örn Ólafsson/ Mál og menning 6 Svínahirðirinn/ Jeffrey Kottler og Þórhallur Vilhjálmsson/ JPV forlag 7 í hlutverki leiðtogans-Líf fimm .../ Ásdís Halla Bragadóttir/ Vaka-Helgafell 8 Seiður Grænlands/ Reynir Traustason/ Islenska bókaútgáfan ehf 9 Nærmynd af Nóbelsskáldi/ Ritsj. Jón Hjaltason/ Bókaútgáfan Hólar 10 Mynd af konu-Vilborg Dagbjartsdóttir/ Kristín Marja Baldursdóttir skráði/ Salka Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni Höfuðborgarsvæðið: Bókabuð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla Bókabúðin Hlemmi Bókabúðin Mjódd Bóksala stúdenta, Hringbraut Bónus, Holtagörðum Bónus, Kjörgarði Eymundsson, Kringlunni Griffill, Skeifunni Hagkaup, Kringlunni Hagkaup, Skeifunni Hagkaup, Spönginni Penninn-Eymundsson, Austurstræti Penninn, Kringlunni Nettó, Mjódd Bókabúðin Hamraborg, Kópavogi Bónus, Kópavogi Hagkaup, Smáratorgi Penninn-Eymundsson, Hafnarfirði Utan höfuðborgarsvæðisins: Penninn-Bókabúð Keflavíkur, Kefiavík Hagkaup, Njarðvík Nettó, Akranesi Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga Samkaup, Egilsstöðum, Tónspil, Neskaupstað Bónus, Akureyri KÁ, Selfossi Hagkaup, Akureyri Bókav. Jónasar Nettó, Akureyri Tómassonar, ísafirði Penninn-Bókval, Akureyri Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka 1.- 24. des. 2000. Unnið fyrir Morgunblaðið, Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennslubækur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.