Morgunblaðið - 30.12.2000, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 30.12.2000, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 43 + Kristm Karítas Þórðardóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 18. mars 1941. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 20. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaða- kirkju 29. desember. Vegna mistaka við vinnslu blaðsins birt- ust tvær af eftirfar- andi greinum undir rangri fyrirsögn. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á mistökun- um. Nokkrum dögum fyrir fæðingarhá- tíð frelsarans, hátíð ljóss og friðar, barst okkur sú fregn að Stína hefði kvatt þennan heim. Sú fregn kom okkur ekki á óvart þótt maður sé í raun alltaf jafn óviðbúinn dauðanum. Við glöddumst líka í hjarta okkar yfir því að hún fékk lausn frá því mikla stríði sem hún háði og dregur margan manninn til dauða langt um aldur fram. En þegar kallið kemur má eng- inn sköpum renna og við forum jafn snauð úr þessum heimi og Jesúbamið sem fæddist í Betlehem. Stína var einstaklega hlý og glaðlynd kona og rækti starf sitt á Símanum af ein- stakri kostgæfni svo að aðdáunarvert var, en þar starfaði hún með okkur í yfir þrjátíu ár. Hún var listmálari af Guðs náð og eigum við mörg okkar málverk eftir hana sem verða okkur dýrmætari eftir því sem árin líða. Einnig gaf hún okkur málverk sem prýða vinnustað okkar og við minn- umst hennar með þökk og virðingu þegar við lítum þau augum. Við vottum eiginmanni hennar, bömum og öllum aðstandendum okk- ar dýpstu samúð. Vinnufélagar á Símanum. Elsku Stína, þá er komið að kveðju- stund. Þetta er búinn að vera erfiður tími undanfama átta mánuði en þú sýndir mikla þrautseigju og barst þig vel þótt verkir hafi þjakað þig. Alltaf geislaði góðmennska og þakklæti úr andliti þínu. Þú varst heilsteypt per- sóna og það var engin feyra í steyp- unni heldur var hún úr gulli. Eg rifja upp þegar við Bjöm Andri komum og heimsóttum þig í sumar og í haust og hann sat í fanginu á þér og brosti og hjalaði. Þú áttir auðvelt með að fá hann til að brosa enda hefur hann nú alveg skynjað, þótt ekki væri nema nokkura mánaða, að þar væri góð manneskja sem alveg væri hægt að treysta þó að hann færi úr fanginu á mömmu sinni. Þú hafðir svo mikið yndi af því að hitta hann og ef hann var ekki með í heimsóknunum vorum við oftar en ekki að ræða um hann og bamauppeldi og þú að segja mér frá hvemig hefði verið þegar þín böm vora lítil. Með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eytt stund- um með þér undanfama mánuði votta ég ykkur, Einar, Einar Þór, Magga, Sólveig, Þórður og Beggi, mína dýpstu samúð og vona að Guði styrki ykkur í sorginni. Þóégsélátin harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann rneðharmiogótta. Égersvonærri að hvert tár snertir mig og kvelur þó látna mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið meðglöðumhug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefiir ogþólátinsé tek þátt í gleði ykkar yfir iífinu. (Höf.ók.) Sigríður Bjömsdóttir. Hún átti hvorki landamæri né æskustöðvar. Slíkt verður ekki sagt um margar mannverur í heiminum. Stína systir mín átti smáar æskustöðvar á eystri hluta Heimaeyj- ar, sem nú er undir hraunmassa og er horf- ið að eilífu; Ó,gamlagatanmín, ég glaður vitg'a þín og horfhar stundir heilsa mér. (ÁsiíBæ.) Það vora forréttindi að alast upp í Eyjum, þar býður náttúran uppá ævintýraheim á flestum sviðum. Þótt veðrahamur sé þungur kom það fyrir að Stórhöfði lagðist í fílu þegar lognið var sem hávaðasamast og ekki bærð- ist hár á höfði meðan aldan og berg- mál fjalla unnu saman, svo útkoman var besta logn í heimi. Þama áttum við systur samleið sem eðlilegt er þar sem hún var fimm árum yngri og era þessi ár bæði samtvinnuð og sterk. Það er furðulegt hvað eldri systkin geta sýnt mikla harðstjóm, hún upp- fyUti allar mínar kröfur og stundum meira, en árin liðu og Noregur féU, það var komið að skuldadögum og uppgjörið sýndi skapgerð hennar sem var sko sterk og heUsteypt, skápgerð sem mátti treysta á í blíðu og stríðu. Ein sterkasta minningin sem bund- in er við Stínu er þegar við gengum eitt sinn út á Hafhargarð. Við voram nokkur böm saman, það var háflæði og sjórinn pusaðist inn á garðinn ann- að kastið, allt í einu dettur hún út af garðinum og niður eftir haUanum sem gengur út í sjó, ég veit ekki hvemig ég dröslaði henni upp rennblautri og skjálfandi en þessi minning er svo skelfíleg að ég á aUtaf eftir að endur- lifa hana. Við systkinin áttum því láni að fagna að eiga reglusamt heimUi þar sem við gengum áhyggjulaus inn í ljósið. Það var ekki út í hött að eitt bamabam foreldra minna var visst um að afi væri skyldur guði vegna Jesúmynda sem héngu á veggjunum. Mörgum stundum eyddum við í Landakirkju þar sem faðir okkar var meðhjálpari í áratugi. Hér fylgir saga sem sýnist kannski væmin, það gerir ekkert tíl, það er nóg af hinu. Stína kom grátandi heim dag einn og var ástæðan sú að kona ein í bænum hafði heUt sér yfir hana í bræði og dró for- eldra okkar inn í umræðuna á nei- kvæðan hátt, þessi kona var ógæfu- söm og bjó við óreglu og fátækt og hefur bamið sjálfsagt verið á ferðinni á röngum stað á röngum tíma. Mamma og pabbi hlustuðu en sögðu ekki orð. Þetta var um vetrartíma og um kvöldið komu þau með strigapoka sem í var saltkjöt og fleira matarkyns og við systur beðnar um að fara með pokann í skjóli myrkurs og skUja hann eftir í forstofunni og mátti eng- inn sjá okkur. Ég þarf ekki að taka það fram að pokann átti umrædd kona að fá. Við systur harðneituðum ' 31 ómabúðín öa^ðskom . v/ Uossvogskirkjugarð , V Sími. 554 0500 / að fara, en á endanum drösluðum við pokanum á sinn stað og vora hvorki kristUegar né kærleiksnkar kveðj- umar sem fylgdu sendingunni frá okkar hálfu. Við Stína ræddum þenn- an atburð stundum og voram sam- mála um að þegar Gróa á Leiti birtist þá mætti pokaskrattinn með. Æskuminningamar era sterkar, þessi fátæklegu orð era rituð í anda okkar systra, hún bjó yfir hárfínum húmor sem fáum er gefinn, þess vegna gladdi þessi minning okkur oft. Það er sólríkur sumardagur í Eyj- um, nú skyldi skemmta sér og það var gert af heilum huga. Dagurinn byrjar á bamamessu kl. 11 í Landakirkju, Betel kl. 14 þar sem sungið var Mitt líf er í frelsarans hönd, síðan bíó kl. 15, sem var toppurinn á deginum, en þá voram við dregnar niður á jörðina, mamma skipaði okkur að vera úti í guðsgrænni náttúrunni. Við gáfum ekki mikið fyrir guðsgrænkuna þegar ævintýri var á næsta leiti. Var nú lagt úr vör til að fjármagna fyrirtækið. Ekki þýddi að leita til föðurhúsanna í þetta skipti vegna veðurs og var brennt á rúntinn í leit að Grfmi bróð- ur sem alltaf átti pening. Þegar bíóið var búið var oftast eitthvað að gerast á Stakkagerðistúninu, lúðrasveitin með Hreggvið og stóra lúðurinn í broddi fylkingar eða hvítasunnu- messa með söng og gleði. Kl. 20:30 var samkoma í KFUM og KFUK og þangað var skundað, þar endaði dag- urinn í stanslausum hlátri sem stafaði af þreytu og skemmtanafíkn. Voram við kurteisislega beðnar um að yfir- gefa guðshúsið og koma okkur í bælið sem við gerðum með gleði. Hvað stóð svo eftir? Einar í Betel sagði; „guðs- orð lætur ekki að sér hæða. Sáðkomið gerir sitt gagn“. Stína kynntist eiginmanni sínum, Einari Norðfjörð, í Reykjavík árið 1966, heimili þeirra er á Osabakka 11 í Reykjavík, þangað fluttu þau eftir gos, keyptu foreldrar okkar neðri hæðina og áttu því láni að fagna að vera í skjóli þeirra í 11 ár eða þangað til þau neyddust til að fara á stofnun vegna sjúkleika. Heimilið var staður- inn hennar Stínu, þar vildi hún vera, starfa að list sinni, list sem prýðir mörg heimili á íslandi, málverk, mál- aður rekaviður og teikningar. Það lék allt í höndunum á henni, ég reyndi að hvetja hana en gallinn var sá að hún misskildi sjálfa sig. Bömin og eigin- maðurinn vora í fyrirrúmi. Einar Þór, elsti sonurinn, átti afinæli á dánar- degi móður sinnar og lést hún á sama tíma og hann fæddist fyrir 33 áram. Hann og Margrét sambýliskona hans eiga vona á sínu fyrsta bami um ára- mót og fyrsta bamabami fjölskyld- unnar. Síðan koma Sólveig, Þórður og Bergsteinn, sem ég kalla alltaf Best- an minn. Ég verð að skjóta hér inn smá monti að Besti er búinn að vinna ótal afrek á vegum skáklistarinnar, maður hampar sínum. Elsku Einar minn, hvað þið vorað öll góð við hana allan veikindatímann og alla tíð. Dýpt guðdóms er langt ofar okkar skilningi, er það furða þótt okkur sé boðið að trúa eins og bamið. Ég lifi og þér munuð lifa. Ellý Þórðardóttir. já |k l G‘ w ARÐHETMA ABÓD■STEKKJAHBA SÍMI 540 3320 kR j ^ - ^ KRISTÍN KARÍTAS ÞÓRÐARDÓTTIR Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. SIGURBIRNA HALLDÓRA BALDURSDÓTTIR + Sigurbirna Hall- dóra Baldurs- dóttir fæddist á ís- ólfsstöðum á Tjörnesi í Suður- Þingeyjarsýslu 13. maí 1938. Hún lést á heimili sínu, Tún- götu 40, Siglufirði, 17. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Laufey Anna Aðalsteins- dóttir og _ Baldur Ingimar Árnason. Birna var önnur í röð fjögurra al- systkina og átti fjögur hálfsystk- ini samfeðra og einn uppeldis- bróður. Birna ólst upp á Húsavfk. Fyrir finnst það út sem flestir vilja finna. Án þess að þjást og þrautir yfirvinna. Lífiðereinsogeldur, það stundum sárum kvölum veldur. Hjá okkur öllum liggur leið í ókunn lönd, Við endum okkar æviskeið á ókunnri strönd. í dag er dagur bæði sorgar og fag- urra minninga. í dag kveðjum við með söknuði móður okkar, tengdamóður og ömmu, en einnig góðan vin. Hver dagur kemur og fer. Fjar- lægðin á milli okkar var svo mikil en þó svo lítil. Þegar við daglega töluð- umst við í síma virtist íjarlægðin eng- in vera. En þegar kallið kom voram við skyndilega svo óralangt í burtu. Kveðjustund er oft sársaukafull en minningamar lækna þau sár. Með fangið fullt af minningum um lífsgleði þína, hlátur og gleði munum við sigr- ast á sorginni. Mamma var minn besti vinur, við gátum rifist, grátið og hleg- ið en að lokum vora faðmlögin alltaf hlý og brosið hennar læknaði allt. Við gátum talað um margt og oft sendum við hvor annarri litla bréfsnepla með fleygum orðum og tilvitnunum. Skila- boðin vora smá en hvert orð hafði mikla meiningu. Eins og síðustu boð- in sem ég fékk lýsa best, í faUegum ramma, pakkað inn á látlausan hátt í lítið eldhúsbréf, og inni í rammanum vora þessi boð: „Maðurinn er eina lif- Hinn 19. septem- ber 1956 giftist Birna Guðna Álbert Egilssyni, ættuðum frá Isafirði. Þau áttu fyrstu hjúskap- arárin á Húsavík, en fluttu síðan upp úr 1960 til Siglu- fjarðar og bjuggu lengst af á Túngötu í ^ 18. Eiginmaður Birnu lést 16.1. 1993. Þau eignuðust tvö börn, Baldur Árna og Laufeyju Onnu, og fyrir átti Guðni soninn Jóhann. Útför Birnu fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. andi veran sem hefur ekki gert sér ljóst, að lífið er til þess að njóta þess.“ Þessi litli rammi með þessum orð- um jafnast á við allt sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Mamma kenndi okkur alltaf að gjafimar þurfa ekki að vera stórar, það er meiningin og hug-,| urinn eða jafnvel orðin, sem mestu ' máli skipta. Þetta er það sem ég kenni mínum bömum í dag. Það að geta sagt við þá sem standa okkur næst „Ég elska þig“ er öllum svo mildls virðj í gegnum lífið. Því vilj- um við kveðja móður okkar, tengda- móður og ástkæra ömmu með þeim orðum: „Við elskum þig.“ Að lokum langar mig til að vitna í bréf sem mér barst og reyndist mér mikiil styrkur: Þóégsélátinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir migogkvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp á mót til Ijóssins. Verið glöð og þakklát fyrir aUt sem Ufið gefúr og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. Hvfl þú í friði. Laufey Anna Guðnadóttir, Lenó, Lenó Baldur, Mignel Guðni og Birna Guðný, Baldur Arni og Guðni Már. UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. sííii 896 8242 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. x Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja ’GAV-V' ¥ UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.