Morgunblaðið - 30.12.2000, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 30.12.2000, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 4ltf UMRÆÐAN Einskylda - fjöl- skylda - samskylda NÝLEGA felldi Hæstiréttur þann dóm að óheimilt væri að skerða bætur til ör- yrkja vegna tekna maka á þann hátt sem Alþingi ákvað með lög- um 1998. Sem rök- stuðning vísar hann í 76. gr. stjórnarskrár- innar og segir að rétt- indi öryrkja séu ákveðin lágmarksrétt- indi, sem miðuð séu við einstakling og að jafnréttisákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar geri það að verkum að ekki eigi að taka tillit til félags- legrar stöðu, t.d. í fjölskyldu. Rök Hæstaréttar eru ekki hafín yfir gagnrýni og það er réttmæt spurn- ing hvort hann eigi að móta velferð- arkerfi þjóðarinnar en ekki til þess kjörnir fulltrúar. Ég ætla hins vegar ekki að fara nánar ofan í rök Hæstaréttar fyrir þessum dómi, sem tvímælalaust verður að hlíta, heldur fara ofan í þær feiknamiklu breytingar, sem ég tel að þessi dómur muni verða valdandi í þjóðfélaginu, sé hann túlkaður á þann hátt sem nú er gert. Þessi túlkun á dómi Hæstaréttar veikir stöðu fjölskyldunnar og sviptir hana hlutverki, sem hún hef- ur haft alla sögu mannkyns og hann mun gera það erfiðara að bæta stöðu þeirra, sem verst eru settir í þjóðfélaginu. Mun ég færa rök fyrir þessari skoðun minni hér á eftir. Tryggingakerfin Við mennirnir höfum smíðað ým- is tryggingakerfi til þess að standa vörð um öryggi okkar ef við lendum í áföllum og gæta jafnframt hags- muna þeirra, sem af ýmsum ástæð- um hafa farið halloka í lífsbarátt- unni. Um sum þessara kerfa eru sett viðamikil lög. Um önnur gilda óskrifaðar reglur og siðalögmál. Öll þessi kerfi mynda velferðarkerfi okkar. Hugmyndafræðin að baki þess- um kerfum er sú mannúð og sá náungakærleikur sem birtist í sið- fræði kristinnar trúar, sem er grundvöllur siðfræði vestrænna þjóða en á sér jafn- framt hliðstæðu í mörgum öðrum trúar- brögðum. Ef fólk væri spurt um hvaða trygginga- kerfi eru í gildi mundu flestir nefna almanna- tryggingar, lífeyris- sjóði, stéttarfélög, ókeypis menntun og heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu sveit- arfélaga. En fáir mundu nefna elsta, sterkasta og nánasta trygginga- kerfið sem er fjölskyldan sjálf. Hún þykir svo sjálfsögð og um hana gildir svo mikið af óskrifuðum reglum sem fólk drekkur í sig með móðurmjólkinni að hún er nánast hluti af mannlífinu og því ósýnileg. Nú er að verða breyting þar á. Réttindi og skyldur Innan hverrar fjölskyldu gilda mismunandi óskrifaðar reglur en þó hvíla á henni ákveðnar almennar skyldur. Til dæmis þykir svo sjálf- sagt og eðlilegt að foreldrar annist og ali önn fyrir ungum börnum sín- um að engri heilvita móður eða föð- ur dettur í hug að senda einhverj- um reikning fyrir t.d. andvöku- nætur yfir veiku barni. Barnið á rétt á þessari umönnun og það er skylda foreldranna að veita hana. Þegar bróðirinn kemur í heimsókn frá útlöndum býr hann að sjálf- sögðu hjá okkur og það yrði upplit á liðinu ef hann fengi reikning fyrir gistingu, mat og þjónustu. Að sjálf- sögðu borgar hann ekki neitt. Þetta eru dæmi um óskrifaðar reglur fjöl- skyldunnar. Lýsir þau vel orðinu „fjöl-skylda“ sem vísar til skyldu við fjölda manns. Áhrif á fjölskylduna Á síðustu áratugum hefur orðið mikil breyting á stöðu fjölskyldunn- ar. I auknum mæli býr fólk eitt og fjölskyldan minnkar og saman- stendur oft af einungis einu foreldri og barni/börnum. Veigamiklum skyldum hefur verið létt af fjöl- skyldunni. Til dæmis fara börn æ yngri og fleiri í leikskóla og gamla fólkið býr í sérhönnuðum íbúðum eða elliheimilum en ekki hjá börn- um sínum. Sú einstaklingshyggja, ein-skylda, skylda við sjálfan sig eingöngu, sem er bæði hvati og af- leiðing af þessari þróun sést í ofan- greindum dómi Hæstaréttar. Litið er fram hjá þeirri tryggingu, sem fjölskyldan veitir meðlimum sínum og meira til einstaklingsins. En jafnframt lítur Hæstiréttur svo á að almenningur, samfélagið, eigi að borga brúsann, taka yfír þetta hlut- verk fjölskyldunnar. Hann höfðar til ákveðinnar sam-skyldu í stað fjöl-skyldu með rökum ein-skyld- unnar. Eftir stendur fjölskyldan rú- Trygging Elsta, sterkasta og nán- asta tryggingakerfíð, segir Pétur H. Blöndal, er fjölskyldan sjálf. in verkefnum og hætta er á því að hún muni daga uppi eins og aðrar hlutverkalausar stofnanir. Þegar fólk fer að líta á velferð- arkerfið sem verkefni einhvers „ríkis“ en gerir um leið sífellt meiri einstaklingskröfur til þess er hætt við að kunni að hrikta í stoðum vel- ferðarkerfisins. Því það byggist jú á samhjálp og samhygð en ekki á kröfugerð einstaklinga. Barnauppeldið Dómur Hæstaréttar hefur verið túlkaður þannig, að öryrki eigi ein- staklingsbundinn rétt óháð þeirri félagslegu stöðu, sem hann er í. Til dæmis þeirri stöðu að eiga tekjuhá- an maka. Hugsum okkur tvö jafn- gömul börn. Annað er munaðar- laust og á engan að. Hitt á foreldra með sæmilegar tekjur sem annast það dag og nótt, helgar sem virka daga. Fyrra barnið fær fulla umönnun sérfræðinga dag og nótt í samræmi við 3. málsgrein 76. gr. stjórnarskrárinnar. Umönnunin Pétur H. Blöndal kostár samfélagið hundruð þúsunda á mánuði. Samkvæmt túlkun dóms- ins má ekki mismuna þessum tveimur einstaklingum í bótum vegna félagslegrar stöðu þeirra. Af- leiðingin gæti hugsanlega verið að allir foreldrar færu að senda rík- issjóði reikning fyrir bakvaktir all- an sólarhringinn, vinnu, fæði og klæði. Ólaunaða vinnu og útgjöld, sem fjölskyldan hefur sjálfviljug innt af hendi hingað til. Er hætt við að skattar hækki óþyrmilega í kjöl- farið. í kjölfar dómsins hafa þegar komið upp eðlilegar kröfur frá elli- lífeyrisþegum og námsmönnum um að ekki skuli tekið tillit til fjöl- skyldutekna á sama hátt og dómur Hæstaréttar kvað á um gagnvart öryrkjum. Skattar og jafnrétti Dómur Hæstaréttar hefur í för með sér að hjón, öryrki giftur há- tekjumanni, sem eru með 400 þ.kr. fjölskyldutekjur á mánuði, fái 30 þ.kr auknar bætur. Fjölskyldan hefur því um 430 þ.kr. tekjur til að moða úr eftir dóminn. Þessar 30 þ.kr. auknu bætur eru greiddar úr sameiginlegum sjóðum lands- manna, sem eru fjármagnaðir með sköttum, t.d. virðisaukaskatti, sem allir greiða. Líka jafnstór fjölskylda sem er með 200 þ.kr. fjölskyldu- tekjur á mánuði. Skattar lágtekju- fjölskyldunnar hljóta að hækka. Hún á að sjálfsögðu tekjur sínar en ríkið tekur (lítinn) hluta þessara tekna/eigna af henni til að færa há- tekjufjölskyldunni. Hvernig skyldi Hæstiréttur meta slíkan eignatil- flutning frá fátækum til ríkra í ljósi eignarréttarákvæða stjómarskrár- innar og þess að allir skuli vera jafnir fyrir lögum? Ég spyr bara. Að gera vel Almennur vilji er til þess að gera vel við þá sem af einhverjum ástæð- um hafa farið halloka í lífsbarátt- unni. Túlkun dóms Hæstaréttar gerir það erfiðara. Fjármunir eru takmarkaðir og spurning hvort unnt sé að skattleggja mikið meira án þess að ganga of nærri skatt- greiðendum. Ef stórauka á greiðslur til þeirra öryrkja, aldr- aðra og námsmanna, sem njóta sæmilegra fjölskyldutekna og hugs- anlega þai'f að margfalda tel^í- óháðan barnalífeyri þá verður aug- ljóslega minna til fyrir þá, sem ekki státa af sterkri fjölskyldu og þurfa stuðning. Ekki er hægt að leysa nýjan vanda einhvers lítils hóps því aðstoðin verður að ganga jafnt til allra með sama einkenni þótt þeir séu vel settir. Þannig vinnur þessi einstaklingshyggja gegn þeirri samtryggingu, sem velferðarkerfið okkar hefur verið byggt á. Ekki er að sjá á sigurviðbrögðum forystumanna öryrkja að þeir hafi áhyggjur af þessu enda virðast þeir eingöngu líta til afmarkaðs þáttrffp þessa máls án þess að sjá heildar- áhrifin. Þeir eru svo sem ekki einir um það. Þeir virðast auk þess álíta að fé til þessara bóta komi frá guði eða frá ríkisstjórninni. Gott ef ekki frá forsætisráðherra persónulega. En þeir voru ekki að „sigra“ for- sætisráðherra. Þeir voru að sigra skattgreiðendur. Höfundur er alþingismaður. í heimilishaldi og iðnaði. Tlðum þvotti með sótthreinsandi efnum. Óhreinindum, málningu, olíu, kítti, sementi o.þ.h. Húðþurrki vegna vinnuumhverfis. LYFIA K. Pétursson ehf www.kpetureson.net 0 Betra starf www.radning.is TILKYIMMIIMGAR n Hjp líM Seltjarnarnesbær Auglýsing um deiliskipu- lag á Seltjarnarnesi Austurströnd 7 bensínstöðvarlóð, nýtt deiliskipulag í samræmi við 25. gr. Skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997, með síðari breytingum er hér með auglýst til kynningar tillaga að nýju deili- skipulagi lóðarinnar nr. 7 við Austurströnd. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri þjónustustöð með þvotta- og smurstöð, ennfremur skrifstofu- byggingu 2ja hæða í norðurhluta lóðar. Tillag- an liggurframmi á bæjarskrifstofu Seltjarnar- ness á skrifstofutíma frá og með 2. janúar 2001 til og með 15. febrúar 2001. Athugasemdum og ábendingum skal skila til Tæknideildar Seltjarnarness, Bygggörðum 1, fyrir 1. febrúar 2001. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkja tillöguna. Seltjarnarnesi, 27. desember 2000. Byggingarfulltrúinn Seltjarnarnesi. STYRKIR Námsstyrkir Breska sendiráðið Breska sendiráðið býður íslenskum náms- mönnum sem uppfylla eftirfarandi skilyrði, að sækja um nokkra styrki til framhaldsnáms við breska háskóla skólaárið 2001/2002. Umsækjendur þurfa annað hvort að hafa tryggt sér skqlavist eða hyggja á framhaldsnám við breska háskóla. Styrkirnir eru til greiðslu á skólagjöldum, annar kostnaður er ekki inni- falinn í þeim. í samvinnu við sendiráðið mun fyrirtækið Glaxo SmithKline á íslandi einnig bjóða styrk til náms í einhverri heilbrigðisgrein. Umsóknareyðublöð fást í Breska sendiráðinu, Laufásvegi 31, 101 Reykjavík, (sími 550 5100) virka daga milii kl. 9.00 og 12.00 frá 3. janúar. Einnig er hægt að fá þau send. Umsóknum ber að skila í sendiráðið fyrir 31.janúar 2001. Umsóknir, sem berast eftir það, koma ekki til greina við úthlutun. SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF Þrettándaferð Jeppadeildar f Bása 6.-7. jan. Þrettándagleði í þessu saeluríki vetrar og fjalla. Pantið strax eftir helgi. Léttar göngur. Sameiginleg kvöldmál- tíð. Sunnudagur 7. janúar kl. 10.00 Nýársferð í Krýsuvík og Herdísarvík. Áð í Krýsuvíkurkirkju og á slóðum skáldsins Einars Ben. í Herdis- arvík. 25 ár frá fyrstu kirkjuferð Útivistar. Séra Pétur Þorsteins- son verður með í för. Tunglskinsganga — blysför á fullu tungli 9. janúar kl. 20.00. Útivist óskar öllum gleðilegs nýs ferðaárs og þakkar fyrir það gamla. Sjáumst í sem flestum Úti- vistarferðum á nýja ár- inu! Heimasíða: utivist.is mbl.is íþróttir á Netinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.